Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. desember 1957 Þióðviuinh Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurlnn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunóur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjórl: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími: 17-500 (5 lfnuh). - Áskriftarverð kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðviljans. V--------------------------y Samstaða gegn herstöðva- hættunni 'l/firherstjórn Svíþjóðar hef- "* ur nýlega farið fram á að sænski herinn verði búinn kjarnorkuvopnum. Afturhalds- blöðin hafa tekið undir þá kröfu, en málgögn verkalýðs- flokkanna andmælt henni. Hefur aðalblað sænsku ríkis- stjórnarinnar, Morgontidning- en, m. a. átt í hvössum orða- skiptum um ágreiningsmál þetta við afturhaldsblöð, og til þess vitnað að sömu blöðin og nú vilji stofna til stöðva með kjarnorkuvopn í Svíþjóð, hafi bent á að samskonar stöðvar í Vestur-Þýzkalandi væru líklegar til að verða skotmark stórvelda á fyrsta degi nýrrar styrjaldar. 4 ndspyrnan gegn því að leyfa erlendar herstöðvar og búa þær kjarnorkuvopnum fer vaxandi í Vestur-Evrópu. Atlanzhafsbandalagsríkin Nor- egur og Danmörk hafa neitað til þessa um slíkar herstöðvar og erfitt mundi reynast fyrir stjórnir þeirra að taka aðra afstcðu, vegna almennings- álitsins. Um öll Vesturlönd magnast nú óánægjan og mót- spyrnan gegn hinni einstreng- ingslegu hervæðingarstefnu Bandaríkjanna og Atlanzhafs- bandalagsíns, og nú er sú sannfæring að verða almenn að herstöðvar séu fjarri því að veita nokkurri þjóð ,vernd‘, að einmitt herstöðvarnar hlytu í styrjöld að verða sá segull er dragi til sín árásir. — Hvað slíkar árásir þýða, á tímum langdrægra eldflaugna með kjarnorkusprengjur, get- ur enginn mar.hsheili gert sér Ijóst, það eitt er Hst og við- urkennt af forráðamönnum stórveldanna að gegn slíkri á- rás er engin vörn hugsanleg. Því er eina von, eina vörn i jóðanna sú að friður haldist. ar. Það er ekki ýkja langt síðan sumir þeirra klíku- bræðra uppgötvuðu að réttast væii að berjast gegn banda- rískri ásælni og herstcðvum á Islandi. Bandaríkjamenn og forsvarsmenn þeirra hérlendir óttast heldur ekki Þjóðvarnar- flokkinn, þeir óttast nú sem fyrr áhrif Sósíalistaflokksins, óttast að hinni róttæku verka- lýðshreyfingu íslands takist að skapa það almenningsálit með þjóðinni sem dugar til að afnema erlendar lierstöðvar á íslandi. Overjum gagna vísvitandi tilraunir að sundra röðum hernámsandstæðinga á Is- landi? Sé spurt þeirrar ein- földu spurningar er svarið jafneinfalt. Engum getur gagnað slík sundrung nema þeim sem vilja að herstöðvar séu á íslandi um aldur og ævi, vilja í blindni sinni að tortímingarhætta vofi yfir ís- lenzku þjóðinni, hvenær sem til striðs kæmi, þeim sem vilja í blindni sinni leggja íslenzka æsku og íslenzkt þjóðlíf undir spillinguna af herstöðvum á friðartímum. Hverjum sönn- um hernámsandstæðingi er hollt að leggja sér á minnið aðvörunarorð Guðmundar skálds Bc'ðvarssonar, ’þau er hann mælti síðast í ræðu sinni á fundinum í Gamla bíói: „TVfetumst ekki sem börn eða •‘•'-“•óvitar um það hver merk- ið skuli bera, því liér lieyrir lilutverkið heildinni en ekki einstaklingnum. Miinum það, að ef við ekki stöndum sainan sem einn maður um liöfuðmál dagsins í dag, þá berum við fyrir borð allar okkar sigur- vonir. Og munum það um alla hluti fram, að fremur ber okk- ur að þjóna íslandi en öðrum löndum“. IT'n Islendingar geta bægt frá^ ^ landi sínu þeirri tortíming- arhættu sem leiðir af erlend- um herstöðvum á Islandi. Hættan af þeim herstöðvum er íslendingum enn ekki nægi- lega ljós, enda þótt sósíalistar hafi á Alþingi, í blöðum og á mannfundum allt frá styrjald- arlokum reynt að koma þjóð- inni í skilning um þá hættu, og ættu einir í því starfi á þeim tíma er allir aðrir stjórn- rnálaflokkar gugnuðu fyrir bandarísku ásælninni. Þessa rná minnast nú þegar hávaða- söm og ábyrgðarlaus klíka kringum blaðið Frjálsa þjóð reynir af alefli — með aðstoð aðalábyrgðarmanns herstöðv- anna og Morgunblaðsins — að telja fólki trú um að nú vilji engir losna við herinn af landinu nema þau 4% þjóðar- innar, sem fylgdu Þjóðvarnar- flokknum við síðustu kosning- Um 1300 manns biðu bana í Iran Þegar síðast fréttist var vitað með vissu að 1287 menn hefðu beðið bana í hinum mikla jarð- skjálfta í vesturhéruðum írans í fyrradag. Jarðskjálftinn olli meira eða minna tjóni í meira en 30 byggðarlögum og jarðhrær- ingar héldu áfram í gær. íbúar jarðskjálftahéraðanna þora því ekki að vera innan dyra, en miklir kuldar eru nú á þessum slóðum. Ástandið er því hörmu- legt. Þetta er þriðji jarðskjálftinn sem orðið hefur í Iran á nokkr- um mánuðum. í júlí í fyrra biðu um 1000 menn bana í jarð- skjálfta í héruðum við Kaspía- haf og 350 létu lífið af sömu or- sökum í Suður-íran í nóvember. 5-4 a O '03 G CA) & a c c3 S-H 03 '03 £ • p—«4 O 'O '<D cn r—• Klippið verðlistann úr blaðinu og notið hann ykkur tii hagræðis. Ferðasögur: Rannveig Tómasdóttir: Lönd í ljósaskiptum kr. 140,00 Kristín og Arthur Gook: Flogið um álfur allar — 98,00 Ebenezer Henderson: Ferðabók — 198,00 P. H. Fawcett: Furðuveröld — 135,00 Guðmundur Einarsson frá' Miðdal: Bak við fjöllin —- 95,00 Erling Brunborg: Um ísland til Andesþjóða — 250,00 Jörgen Andersen Rosendal: Góða tungl — 155,00 Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson: Hrakningar og heiðavegið IV. — 160,00 Magnús Bjömsson: Mannaferðir og fornar slóðir — 130,00 Peter Freuclien: í hreinskilni sagt — 145,00 Pálmi Hannesson: Landið okkar — 150,00 Þjóðlegur fróðleikur' R. Ásg.: Skrudda kr. 125,00 Gunnar M. Magnúss: 1001 nótt Reykjavíkur — 150,00 Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir — 180,00 Ólafur Jóiisson: Skriðuföll og snjóflóð I-II. — 680,00 Skrifarinn á Stapa — 185,00 Elinborg Lárusdóttir: Forspár og fyrirbæri — 145,00 Pétur Haraldsson: Ólympíuleikarnir 1896—1956 — 158,00 Edmund Wilson: Handritin frá Dauðahafi — 110,00 Páll Bergþórsson: Loftin blá. — 130,00 Ævisögur: Eyjólfur Guðmundsson: Merkir Mýrdælingar kr. 195,00 Arnór Sigurjónsson: Einars saga Ásmundssonar — 210,00 Jónas Jónsson: Albert Guðmundsson — 110,00 Beniamino Gigli: Endurminningar — 135,00 Guðfræðingatal — 225,00 Endurminningar Sveins Björnssonar — 240,00 Minningabók Magnúsar Friðrikssonar Staðarfelli — 155,00 Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar Balaskarði — 235,00 Mérkir íslendingar VI. bindi — 290,00 Gunnar Dal: Sókrates — 85,00 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Við sem byggðum þessa borg — 155,00 Peter Halberg: Véfarinn mikli (rexin) — 140,00 — — — (skinn) — 190,00 Lobsang Rampa: Þriðja augað — 135,00 Rit Ólafíu Jóhannsdóttur I—II. — 190,00 Dagbók Önnu Frank — 115,00 Skáldsögur: Guðrún fi'á Lundi: Öldufö'.l kr. 125,00 Guðmundur G. Hagalín: Sól á náttmálum — 170,00 Jón Mýrdal: Kvennamúnur — 158,00 Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Eldliljan — 96,00 -----: Fossinri 78,00 Jónas Árnason: Veturnóttakyrrur — 140,00 Loftur Guðmundsson: Jónsmessunæturmartröð á fja.linu helga — 150,00 Johannes Allen: Ungar ástir — 90,00 Erick Maria Remarque: Fallandi gengi — 128,00 N. Ostrovski: Hetjura.un — 125,00 Frangoise Sagan: Eftir ár og dag — 78,00 Sigrid Undset: Kristín Lafranzdóttir III- b. — 168,00 Lillian Roth: Eg græt að morgni — 120,00 Oddm. Ljone: Svalt er á seltu — 128,00 Guðmundur Daníelsson: Á bökkum Bolafljóts — 100,00 Bókobúð Baokastræti 2 — Sími 15325

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.