Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 14
14) — ÞJOÐVILJINN — Sunnudagur 15. desember 1957 'r) Eftir viku verður hringt í nokkur númer og tilkynnt um vinning í símahappdrættinu. Miðasala verður opin allan daginn í dag í Aðal- stræti 9c. — Notið símann og pantið og látið senda heim. Sími 1-62-S8 og 1-99-04. Skósrlan, Snorrabraut 36, béíur opnað í nýjum húsakynnum að Laugavegi 100, undir nafninu Skóbúð Austurbœjar Seljum sem fyrr: HERRA- KVEN- OG BARNASKÓFATNAÐ Spánskir háhælaðir kvenskór með aluminium hæl svartir, (rúskinn og leður), ljósdrapp og Ijósmógrænir. Svartar kvenbomsur með loð- kanti fyrir kvarthæl og háan hæl, inniskór karla, kvenna og' barna. — Hvítir uppreimaðir barnaskór frá Tékkóslóvakíu. — Barnalakk- skór, karlmannaskór, svartir og brúnir.— Verð frá kr. 185.00.— Vinnuskór karlmanna frá Tékkóslóvakíu, með þykkum gúmsóla kr. 185.00. Svartar mokkasíur karlmanna. 3KÓFATNAÐUR ER ÁVALLT KÆE KOMIN OG NYTSÖM JÓLAGJÖF f:#T- • f aiií.sssJ Ein bezta jólagjölin: Willlam Shakespeare: LEIKRIT: Tvö bindi. Hin ódauðlegu meistaraverk í snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar. H?>mskringla. Hefi flutt málilutningsskrifstofu mína í Garðarstræti 4 HAFÞÚR GUÐMUNDSS0N, dr. jur. Sími 2-39-70. Heimurinn okkar Framhald af 9. síðu. baktería, sem rótast í sandi undir þungri gufu. Svo yfirþyrmanleg er smæð mannsins og jarðar hans í al- heimsvíðáttunni; og af henni er dregin upp torgleymanleg mynd í upphafskafla og loka- þætti bókarinnar. En milli þeirra eru enn ellefu kaflar, þar sem jarðneskir mælikvarð- ar eru lagðir á hlutina. Jörðin gerist aftur þulngamiðja al- heimsins, maðurinn verður stór og sterkur, líf hans mikilvæg- asta staðreynd rúms og tímai þar rísa tjöldin um heimsdram- að í lofti, á láði og í legi. Því er iýst hvernig regn og vindur jafna fjöll við jörðu, hvernig straumar úthafanna myndast og falla, hvernig ský hefjast, hvernig trölleðlurnar ríktu yfir jörðunni í 100 milljónir ára og dóu síðan, hvernig spendýr féllu hrönnum á mörkum pleistósen- og hólósenííma, hvernig heiðsólin svíður land- ið og regnir reislr skóga, hvernig kindin bítur grasið og maðurinn borðar sauðinn. Og svo framvegis. Efni bókarinnar er þannig ekki nýstárlegt; öllum þessum fyrirbærum hefur oftlega verið lýst. En það er hvorttveggja að texti hennar er óvenju glæsilegur, og eins hitt að því- iíkar myndir hafa sjaldan sézt. Það væri hálfgerður blindinga- leikur að lesa þennan texta einán og óstuddan, en mynd- irnar eru ljós hans og birta. Fyrir þær verður bókin einföld og auðskilin; skilningurinn þarf hvergi að fara í grafgötur. Hér er bæði um að ræða Ijósmynd- ir og teikningar; og ber að taka það fram, að hinar síðarnefndu eru stilfærðar með ýmsu móti. Einstakar myndir sýna t. d. fleiri dýr en nokkurntíma kæmu saman á einum stað í náttúrunni. Litunum þarf og að taka með varfærni annað veifið: þeir eru ekki svona fag- urskærir og afmarkaðir í lif- andi ríki. En ýmsar myndirnar eru líka listaverk, og flestar eru þær augnayndi með einum eða öðrum hætti. Þýðing Hjartar Halldórsson- ar lofar meistarann. Það er há- reist og hreimþung íslenzka á þessari bók, hæfandi vel því hrikadrama kvikrar og dauðr- ar náttúru sem hér er sett á svið. Stöku sinnum hefði þó textinn umborið lágstilltara orðalag. Hvers vegna má ekki ,,kyrrð miðdegisstundanna11 heita miðdegiskyrrð; og eru ekki eignarföllin í upphafi textans á 130. bls. fullmörg og óþarflega afturþung? í loka- kaflanum, um stjörnugeiminn, tekst þýðanda sérstaklega vel upp, enda er hann hann öllum hnútum kunnugur úti í geim- auðninni. Myndirnar í Heiminum okkar eru prentaðar í Þýzkalandi, en textinn í Danmörku. Bókin er þannig ekki íslenzkt prentverk; en hún er eindæma fögur, og útgáfa hennar er mikil dáð. Hún er sannfróð um náttúru- öflin og lífsbaráttuna á jörð- inni; og ef tilfinningin um smæð mannsjns skyldi yfix'- þyrma einhverja lesendur henm ar, þá er sá einn kostur fyrir hendi að unna lífi hans þeim mun heitar. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.