Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 15
Sunnudagur 15. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (15
Hugleiðingar uiii liandknattleik
Framhald af 11. síðu.
„primitív'* og slæm. Hitt ei
rétt að fæstir liafa haft tæki-
færi að keppa á stórum völlum
Snnanhúss. Og um æfingu á
stórum velli er ekki að ræða,
nema utanhúss. Á meðan við
höfum ekki stóran sal, verðum
við að leggja kapp á að fá
góð lið til keppni utanhúss.
Heimsmeis tarakeppnin
1 sambandi við það, að við
ætlum að senda í heimsmeist-
arakeppnina á næsta ári vil ég
segja þetta: — Þó að þau fé-
lög, sem hafa farið til annarra
landa og keppt þar, hafi stað-
ið sig vel í keppni við einstök
félög, má ekki bera það sam-
kn við landslið stórþjóða. Þær
geta valið úr þúsundum manna
Og í þeim riðli sem Islendingá'r
eru, keppa hálfgerðir atvinnu-
menn að sögn. Og sagt er að
þeir þurfi sumir hverjir ekki
annað að gera en æfa. Og
þjálfun annast að sjálfsögðu
eingöngu atvinnuþjálfarar. I
slíkt mót, þýðir ekki að senda
aðra en harða menn og þrek-
mikla. En það, sem gæti gefið
okkur von, um að tapa ekki
mjög mikið, er eingöngu það,
ef við getum komið eitthvað
á óvart með einstaklinga-lið
sem heild, en þó fyrst og
.fremst leikaðferð.
Nú fer að hefjast mót þar
sem fjögur lið keppa, Hafnfirð-
ingar og tvö beztu lið úr Rvík
og úrval úr liinum félögunum.
Þetta hiót verður áreiðanlega
skemmtilegt og fjölsótt því að
engu er hægt að spá um úr-
slit. Félögin eru að verða svo
lík, a. m. k. í Hálogalandi. Eft-
ir það mót mun landsliðsnefnd
skila áliti sínu um það, liverja
velja ber í landsliðið. Maður
vonar að valið takist vel, en
það er vandasamt. En áreiðan-
lega gerir nefndin eins vel og
hún getur.
Undanfarin ár hefur verið
valið landslið og pressulið. 1
landslið hefur verið valið fyrst,
áreiðanlega af mönnum sem
talið hafa sig færa í þetta, og
engin ráð þurft að sækja til
annarra. En reynslan hefur nú
bara orðið sú að landsliðið hef-
ur ekki unnið ennþá. Annað-
hvort hefur það verið illa val-
ið, eða illa stjórnað í leik,
nema hvorttveggja hafi skeð.
Landslið getur öðru hvoru tap-
að, en ekki má það vera föst
regla.
Það sem svo háir mest æf-
ingum og undirbúningi er að
við eigum ekki stórt hús. Við
skulum samt ekki gefast upp
og vona liið bezta.
Hallsteinn Hinriksson.
Hver var Snorri
Sturluson?
Framhald af 9. síðu.
þekkustu, ef maður les ekki
meira út úr heimildunum en
í þeim stendur“.
Knúinn ■ af ■ þeirri sannfær-
ingu, að.,.þetta.sé rét.tur dóm-
ur um Snörrá Sturíuson,
ræðst Gunnar Benediktsson 1
það að rita bók sína um hann.
Þettá er várnarrit fyrir minn-
ingu mesta stórmennis, sem ísl.
þjóð hefur alið. Gunnar er á-
kafur og harður málflytjandi,
og lætur þá, sem nítt hafa
minningu Snorra, rífa niður
hvern fyrir öðrum rök dóma
sinna. En hann rífur ekki ein-
ungis niður forna sleggju-
dóma um þennan mann, held-
ur leitast einnig við að
leggja drög að heilsteyptari
persónulýsingu hans, en þá
verður hann einnig að lesa
„meira út úr heimildunum en
í þeim stendur".
Ég hef heyrt nokkra menn
hafa það á orði, að „Snorri
skáld í Reykholti“ sé bezto
bók, sem Gunnar hefur samið
Mér er nær að halda að svo
sé. Með þessu riti hefur hann
lagt fram drjúgan skerf til
skýringar á mikilhæfustu per-
sónu íslenzkrar sögu.
Gunnar er tómstundafræði-
maður, eins og sumir telja
Snorra, og ekki alltaf ná-
kvæmur í tilvitnununum, t.d.
íslenzkar ártíðaskrár nefnir
hahn .annálaskrár bls. 79,
þjóðveldi verður lýðveldi bls
121, knésetja verður knásetja
bls. 106 o.fl. þess konar mætti
telja.
Ég hefði viljað rita betur
og ýtarlegar um þessa bók,
en þetta verður að nægja, og
bið ég Gunnar og aðra vel-
virðingar á því, að þarft verk
blýtur hér óverðuga umsögn.
Björn Þorsteinsson.
í verzlun okkar í Austurstræíi 10.
J erseyk jólar,
prjónakjólar, pils,
og hollenzkum
vetrarkápum. .
Nýfar bækur eítir Þórunni Elíu Magnúsdóttur:
Eldliljan
er nýstárleg og bráðspennandi skáldsaga um
unga og glæsilega Reykjavikurfrú.
er hugnæm saga um átthagatryggö og unaö
fagurrar dalabyggöar. Saga jafnframt viö hæfi
ungra og aldinna.
Barnasögur:
Litla stúlkan á snjólandinu
Liíli í sumarleyfi
eru nýung í íslenzkum barnabókmenntum.
Hiö lifandi, sanna mál barnsins bóktest.
Bókaútgáfan Tíbrá.
og bókin fæst hjá okkur
Munið eftir S tafla kössunum á aðeins krónur 61.95.
Ennfremur mikið úrval af jólakortum, jólapappír, jólamerki-
miðum , jólalímböndum o. fl.
BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR
Skólavörðustíg 21. — Sími 1-50-55.