Þjóðviljinn - 15.12.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. desember 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Hver var Snorri Sturluson?
Heimsdramaö í hnotskorn
HEIMURINN OKKAR. —
Saga veraldar í máli og
myrdum. — 299 blaðsíður,
35x26 sm, með 363 mynd-
uni, — Hjörtur Ilalldórsson
íslenzbaði. — Almenna
bókafélagið 1957.
Jörðin er ekki miðdepill
kerfis, rem við köl'um Vc'rar-
braut“. Það Gefur nokkra hug-
myrd um viðáttu Vetrarbraut-
ar, að næstu stjörnur hennar
— að frátal’nni sóiu — eru í
4,4 ljósára fjarlægð;. og þó er
hún aðeíns ei' t af ótöldum
stjörnukerfum alrúmsí.nsj. Af
sjónarhó'i þess ér jörðin ein-
Gunnar Benedrktsson í
Hveragerði hefur ritað merki-
lega bók um Snorra skáld í
Reykholti, frægasta snilling
íslenzkrar þjóðar, en jafn-
framt umdeildan stórhöfð-
ingja. Mér á að vera ljúft og
skylt að rita um þessa bók, en
í allri hreinskilni sagt, þá er
hún mér svo skapfelld, ég
hef lesið hana mér til óvæntr-
ar ánægju, að það vefst fyr-
ir mér að hraðsjóða „ritdóm“
um hana mitt í jólaönnunum.
Ritið birtir okkur yfirlætis-
lausa leikmannsþanka um
eitt stórbrotnasta viðfangs-
efni íslenzkrar menningar-
sögti, hver var Snorri Sturlu-
son? Ófróðum lesanda getur
virzt, að margfróðir próf-
essorar hafi svarað þeirr'
spurningu fyrir ævalöngu og
til þess standi engar vonir,
að persóna Snorra Sturlu-
sonar verði betur skýrð í
Hveragerði en Kaupmanna-
liöfn og Reykjavík. Af því er
skemmst að segja, að skoðan-
ir lærdómsmánna hafa verið
mjög skiptar um Sn.orra
Sturluson; mönnum liefur
orðið starsýnast á stórhöfð-
ingjann og auðmanninn
Snorra, en hirt lítt um að
samræma persónu stórhöfð-
ingjans skáldinu og lista-
manninum. Jafnvel Sigurður
Nordal heldur því fram, að
valdabarátta og auðsöfnun
hafi verið aðalkeppikefli
Snorra, en ritstörfin hafi ver-
ið honum tómstundastarf,
„þegar litla umsjá þurfti með
húinu og friðsamt var að öðru
leyti". Gunnar virðist hafa all-
mikið til síns máls, er hann
leitast við að hnekkja þessari
iullyrðingu. Væri hún rétt,
hvaðan kemur þá hinum
valdagráðuga fjárplógsmanni,
Snorra Sturlusyni hinn
magnþrungi uppreistarhugur
gegn ríkjandi samfélagshug-
myndum síns tíma. Rithöfund-
urinn og listamaðurinn Snorri
Stuiiuson brýzt alls staðar
undan fargi ríkjandi tízku-
Stefna í bókmenntum, og höfð-
inginn, bóndasonur vestan úr
Dclum, uppeidissonur sunn-
lenzkra stcrhöfðingja, lendir
óviljandi 1 fylkingarbrjósti
andstæðinga gamalgróinna
stórhöfðingja Suðurlands. Ör-
lögin leika Snorra Sturluson
grátt; hann er alinn upp til
þess að verða höfðingi og
styrktarmaður Oddaverja í
valdabaráttunni. Þeir sóttu
til áhrifa á Vesturlandi og
tóku son Þorgils Oddasonar
á Staðarhóli í Saurbæ til fóst-
urs, en hann dó, áður en
hann tæki við mannaforræði,
og þá völdu þeir son Sturlu
í Hvammi til þess að verða
bandamann sinn í þessum
landshluta. En Snorri varð
ekki skjólstæðingur og fylgi-
fiskur neins, uppeldið í Odda
virðist hafa magnað með
honum óstýriláta uppreistar-
þrá. Gifting að frændaráði
eykur einstæðingsskap hans;
utanferðir og upphefð erlend-
is blása að kolum tortryggni
í hans garð, og þróun stjórn-
málabaráttunnar heima verð-
ur honum ofurefli. Hann virð-
ist ætla að draga sig út úr
öllum umsvifum, en er myrt-
ur áður.
í ritum Snorra gætir hvar-
vetna þrákelkins andófs og
uppreistar; í Eddu rís hann
til vamar fornri, íslenzkri
ljóðagerð, i Heimskringlu
sviptir hann helgiblæjum af
konungum og syngur stór-
bændum lof, varpar fyrir borð
allri rómantík riddarasagna í
Gunnar Benediktsson
ástamálum og hetjudýrkun,
og hafi hann samið Egils
sögu, leggst hann þar enn
dýpra í markvissum áróðri
gegn konungsvaldi og hetju-
hugsjónum 13. aldar; þar er
hinn ósigrandi bóndi gerður
að þjóðhetju Islendinga. Það
mun sennilega koma á daginn,
að E'gilssaga er ekki jafnsann-
fróð og menn vOja ætla, „höf-
undur“ hefur lagt þar fram
firnamikið frá sjálfum sér.
Sá maður, sem hefur lagzt
jafndjúpt í rannsóknum og
listsköpun og Snorri Sturlu-
son, stundar ekki fræðistörf,
sem tómstundaiðju. Engum
dettur í hug að líta á grísku
sagnaritarana Hei’ódót og
Þúkídíd aðallega sem mis-
heppnaða stjórnmálamenn og'
útlaga, heldur sem fræði- og
listamenn; og því síður kem-
ur mönnum til hugar að telja
Heródót vera á þönum milli
landa til þess að reyna að
næla sér í auð og upphefð,
en slíkt á jafnan að vera
Snorra ríkast í huga, ef hann
hrevfir sig úr stað.
Sigurður Nordal segir í for-
mála fyrir bók sinni um
Snorra Sturluson, að norræn
ritskýring sigli með lík í lest-
inni, og dauðasigling hennar
opinberast m.a. i því, að enn
þá hefur öllum þeim, sem við
íslenzk fræði fást, ekki tekizt
að skilja og skjrgreina ein-
hvern glæsilegasta sagnfræð-
ing miðalda svo, að hann kom-
ist inn í rit um sagnritun
þess tíma. Á ári hverju koma
út bækur um sagnritun hjá
erledum þjóðum án þess að
minnzt sé á íslenzka sagn-
fræði eða öndvegish"fundana
Ara og Snorra; þessi stað-
reynd er talandi tákn þess,
hve íslenzk ritskýring og
sagnfræði er andlega geld.
1 riti sínu um Snorra
Sturluson rekur Gunnar Bene-
diktsson kenningar og um-
mæli fræðimanna um Snorra
frá upphafi til vorra daga,
og sýnir þar með ljcsum
dæmum, hvernig eitt rekur sig
á annars horn eins og grað-
peningur skáldsins á Bægisá.
Til þess þ'íttar verksins hefur
hann aflað fanga víða og fátt
undanskilið, sem mér er kunn-
ugt; þó virðast honum ókunn-
ar brezk-amerískar útgáfur
Heimskringlu og einn’g hefur
farið fram hjá Gunnari rit
Víkingafélagsins enska, Saga
— Book. I því riti er m. a.
merkileg grein um Sturlu-
sögu eftir Peter G. Foote,
en þar kemur fyrst fram, svo
að mér sé kunnugt, skýringin
á því, hvers vegna Snorri
flyzt að Reykholti, Eg minn-
ist þess, að hafa eitt sinn
hlustað á prófessor hér við
háskólann flytja erindi um
Snorra og lýsa þar yfir því,
að hann skildi ekki, hvers
vegna Snorri tók upp á því að
flytja frá Borg að Reykholti,
á jafnljótan stað í þessari
fögru sveit. Mér þótti þessi
yfirlýsing allmerkileg, og
skýringin kom fyrst fram í
fyrrnefndri ritgerð P. Footes;
að nokkru leyti liggja rætur
að riti Gunnars í rannsóknum
þeim, sem Pétur vann að hér
á landi fyrir nokkrum árum.
Jón Sigurðsson segir um
Snorra í Safni til sögu ísl.
II. b. bls. 28: „Minning hans
hefur að vísu verið fræg með-
al íslendinga, en aldrei mjög
vinsæl, því menn hafa eignað
honum allmikinn þátt í að
landið missti frelsi sitt“. Á
sömu lund fjalla dómar fjöl-
margra annarra fræðimanna
um Snorra; hann er talinn
marglyndur, meyr, huglaus,
staðfestulaus, þunglamalegur,
tilfinningar hans grunnar og
hverfular, valdafýkinn, fé-
gráðugur o. s. frv., en aftan
við allt níðið er svo skellt
orðinu snillingur. Þessir dóm-
ar, segir Gunnar, „spretta af
því, að á mesta andans j 'fur
sinnar samtíðar um öll Norð-
urlönd er lagður mælikvarði
smáskítlegs valdajúðara og
aurasálar. En um leið og við
lítum á Snorra sem innblás-
inn vísindamann og listamann,
þi eru forsendur þessara á-
lyktana roknar út í veður og
vind“ (bls. 173).
í danskri alfræðabók finn-
ur hann þessi ummæli: „Sem
rithöfundur er Snorri Sturlu-
son einn hinna stærstu um
miðaldir, sem persónuleiki í
röðum liinna stórbrotnustu, og
á flestum sviðum liinna hug-
Pramhald á 15. síðu.
sköpunarverksins, heldur
„minni háttar fylgihnöttur
annars flokks stjörnu (: sólar-
innar) við útjaðra . . . stjörnu-
unp:s duggunarlitið sandkorn
á reki um heimsrj’m'ð. og mað-
urinn ósm Hfvera — agnarlitil
Framhald á 14. síðu.
ésamt ævisögu iiennar
eítir Bjarna Benediktsson alþm.
Ólafía vakti furðu samtiðarmanna sinna sakir andlegs a'gerv-
is og glæsilegs þokka, enda var og margt er hún tók sér fyrir
hendur harla.fjarri hversdagslegri meðalmennskunni.
Ólafía hafði líka góðan nenna og rikan frásagn-
armátt. Hinar lýlegu lýs ngar hennar af gömlu
íslenzku heimilunum í Viðcy, Engey og að Skóla-
vörðustíg 11 í Reykjavík. íÞorbjörg Sveinsdóttir)
eru merkilegur þáttur úr menningarsögu Reykja-
víkur og sögur hennar úr stórborgariííinu (Oslo)
urðu á sinni tíð umtalaðar um öll Norðurlönd
sakir hinnar nærfærnu frásagnar.
Ævisaga Ólafiu eftir Bjarna Eenediktsson
alþm., er skörulega rituð og gagnmerkileg keimild um lif og örlög
og persónuleika þessarar svipmiklu koru, ættmenn hennar og
umhverfi.
Á STAí
Gagnmerk bók, ev lýsir Iífskjörum cg fram-
farahug aldamótainaimanna eftir eir.n þeirra.
Bók handa bókamönnum og þeim. er unna
sögu þjóðar sinnar.
Vísurnar valdi
Símon Jóh. Ágústsson.
Teikningar eftir
Halldór Fétursscn.
Hin sígilda bók barranna.
Bákin, sem hverju barni er
gefin.