Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 6
18) _ ÞJÖÐVILJINN' — Þriðjudagur 24. desember 1957 Þjóðleikhúsið Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið leikritið Ullu Winblad eftir Carl Zuckmayer í þýðingu Bjarna Guðmundsson- ar og Egils Bjarnasonar, sem þýddi ljóðin. Leikritið fjallar aðallega um sænska skáldið Carl Michael Bellman, eitt þekktasta og vinsælasta skáld, sem uppi hef- ur verið á Norðurlöndum, og Ullu Winblad, sem er dul- nefni á vel kunnri konu, er mikið sótti krárnar í Stokk- hólmi á tímum Bellmans og var sögð lauslát, glaðvær og skemmtileg. Átti Ulla vingott við ýmsa og þar á meðal Bell- man, sem var mjög ástfang- inn af henni, enda orti hann mörg af sínum fegurstu ljóðum til hennar eða um hana. Þá koma allmikið við sögu í leik- ritinu ýmsir kunningjar og drykkjufélagar Bellmans, svo og Gústaf þriðji Svíakonungur, sem var mikill velgerðarmaður Bellmans. Ulla Winblad er ekki sagn- fræðilegt leikrit þótt það fjalli að miklu leyti um sögulegar persónur og styðjist við sögu- lega atburði. Inn í leikinn eru fléttaðir margir vinsælir Bell- mansöngvar, sem sungnir eru af Kristni Hallssyni, Ævari Kvaran, Lárusi Pálssyni, Sverri Kjartanssyni, Þorsteini Hann- essyni, auk Róberts Arnfinns- sonar sem leikur Belman skáld. Aðrir helztu leikendur eru Herdís Þörvaldsdóttir, sem leikur Ullu Winblad, Haraldur Björnsson sem leikur Gústaf konung III., Baldvin Halldórs- son leikur von Schröderheim forsætisráðherra, Guðbjörg Þor- bjai-nardóttir leikur forsætis- ráðherrafrúna, Helgi Skúlason og Klemenz Jónsson leika þá Ankarström og Horn greifa. morðingia konungs. Þá leikur Jón Aðils Lindkrona barón, Inga Þórðardóttir Kajsu Lisu knæpueiganda ,og Valdimar Helgason brennivínsbruggarann Ljundholm. Ýms smærri hlut- verk eru í leikritinu, einnig leikur lítil hljómsveit, klædd IS.aldarbúningum, undir söngn- um á sviðinu og eru hljómsveit- armennirnir þannig þátttakend- ur i leiknum. Leikst.ióri er Indriði Waage. ealeiktjöld gerði LotharGrund. sem einnig teiknaði búningana, en þeir eru allir saumaðir á saumastofu Þjóðleikhússins undir stjórn Nönnu Magnússon. Leikfélagið til þess að ekki rækjust á frurn- sýningar í báðum leikhúsum borgarinnar samtímis. Á annan í jólum verður því sýnt í Iðnó leikrit sem Leikfélagið hefur þegar sýnt ellefu sinnum nú i vetur og jafnan við húsfylli, þ. e. gaimanleikurinn Grátsöngvar- inn eftir Vernon Sylvaine. Með aðalhlutverkin í þessum leik fara Árni Tryggvason, sem leik- ur sjálfan grátsöngvarann, Helga Valtýsdóttir og Brynjólf- ur Jóhannesson. . Leikfélagið mun taka nýtt viðfangsefni til meðferðar bráð- lega eftir áramótin og verður nánar skýrt frá því á sínúm tíma. Haínaríjarðarbíó var tekin af lífi 1918. Sú saga fékk byr undir báða vængi fyrir nokkrum árum, þegar sum heimsblaðanna birtu frásagnir Onnu nokkurrar Anderson, sem þóttist vera Anastasia keisara- dóttir. Voru síðan gerðar tvær kvikmyndir á svipuðum tíma byggðar á þessari sögu, önnur vestur-þýzk með Lili Palmer í aðalhlutverkinu, hin bandarísk og Ingrid Bergman í aðalhlutv. Það er siðarnefnda myndin, sem Nýja bió byrjar að sýna á annan í jólum. Rétt er að taka fram að báðar fyrrgreindar kvikmyndir voru gerðar áðuren dómstóll í Vestur-Þýzkalandi kvað upp þann dóm í fyrra, að Anna Anderson væri ekki Ana- stasia keisaradóttir heldur pólsk vinnukona. Ludmila Gui-sjenkó í lilutverki sínu í Nýársfagnaíi. Hafnarfjarðarbíó hefur valið sem jólamynd 1957 ítölsku kvik- myndina Sól og syndir. Mynd þessi er byggð á einni af skáld- sögum hins kunna ítalska rit- höfundar Albertos Moravia „Racconti Romani“ og verður efni hennar ekki rakið Isjér. Þetta er breiðtjaldsmynd (Cin- Jólnleibrit 09 Á miðri myndinni Anastasia (Ingrid Bergman); til hægri Bounine (Yul Brynner). emaScope) í litum og er brugð- ið upp hinum fegurstu augna- bliksmyndum frá Rómaborg á virkum dögum og hátíðum. Sól og syndir hefur hlotið góða dóma þar sem hún hefur verið sýnd erlendis, m. a. á Norður- löndum, og hlotið mikla aðsókn. Með aðalhlutverkin fara Sil- vana Pampanini, Franco Fabr- izi, Vittorio de Sica og Toto. Eins og fyrr segir, leikur Ingrid Bergman Anastasiu í kvikmyndinni í Nýja bíói, Yul Brynner sköllótta kvennagullið frá Hollywood, leikur annað að- alhlutverkið, Bounine fyrrver- andi hershöfðingja í her Rússa- keisara. Af öðrum leikendum má nefna Helen Hayes og Akim Taminroff. Leikstjóri er Ana- tole Litvak. Nýja bíó Trípólibíé Nokkur undanfarin ár hefur Leikfélag Reykjavíkur ekki frumsýnt nýtt leikrit á jólum Jólamyndin í Nýja bíói heitir Anastasia og fjallar, eins og nafnið bendir til, um dóttur Nikulásar 2. Rússakeisara sem sögur gengu um að hefði ein komizt af er keisarafjölskyldan Trípólibíó hefur valið sem jólamynd 1957 víðkunna banda- ríska sirkusmynd í litum. Kvikmynd þessi, Á svifránni (Trapeze), er tekin í einu stærsta fjölleikabúsi heims í París og leika í henni listamenn og' trúðar frá Bandaríkjunúm, Ítalíu, Ungverjalandi, Mexíkó og Spáni. Leikstjóri er hinn heimskunni kvikmyndagerðar- maður Carrol Reed. Langmestur liluti kvikmynd- arinnar gerist að sjálfsögðu inn- an veggja fjölleikahússins og koma þar aðallega við sögu þrír loftfimleikamenn, tveir karlar og kona. Konuna leikur engin önnur en ítalska leikkon- án Gina Lollobrigida, en með karlmannahlutverkin fara þeir Burt Lancaster (sem sjálfur var akróbat og fjöllistamaður áður en hann fór að leika í kvikmvndum i Hollywóod) og Tony Curtis. kwikmywdiv Er hún látin gerast á gamlárs- kvöld í æskulýðshöllinni, þar sem allt er á ferð og flugi og hvert skemmtiatriðið rekur annað, einsöngur, kórsöngur, liljómsveitarleikur, danssýning- ar o. s. frv. Gerð þessarar mynd- ar stjórnaði E. Ryazanoff, en höfundur tónlistarinnar, sem flutt er, nefnist A. Lepin. Aðal- hlutverkin leika Ludmila Gurs- jenkó, Igor Ilyinskí og Y. Bel- off. Bæjarbíó Bæjarbíó í Hafnarfirði byrj- ar að sýna á annan í jólum nýja, enska kvikmynd sem heit- ir Olympíumeistarinn (Geor- die). Segir þar frá því hvernig Geordie, sem býr í hálendi Skotlands og er í barnæsku lít- Burt Lancaster, Gina Loliobri- gida og Tony Curtis á svifránni. ann og Norah Gorson stúlkuna hans, en meðal annarra leik- enda er hinn frægi Alastair Sim. Norah Corson í myndinni Olympíumeistarinn. Helga Valtýsdóitir og ÍBrynjólfur Jóliarmesson sínum í Grátsöngvaranum. hlutverkum Jólamynd Laugarássbíós er rússnesk söngva- og gaman- mynd og nefnist Nýársfagnaður. ill og renglulegur, tekst með viljafestu og kappi að stæla krafta sína svo, að hann nær, er fram liða stundir, prýðilegum árangri í sleggjukasti, er valinn í brezka olympíuliðið og send- ur til Melbourne, þar sem hann sigrar í íþóttagrein sinni. Bill Travers leikur sleggjukastar- Tjamarbíó Jólamynd Tjarnarbíós hgfnist Heillandi bros (Funny Face), bandaríska kvikmynd tekin og sýnd með svoneíndri Vistavisi- on-aðferð. í myndinni segir frá ungri stúlku, sem forstöðumenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.