Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Blaðsíða 11
Þriójudagur 24. deseaiber 1957 — ÞJÖÐVILJINIM — (23 Leck Fischer: Þaö var ekki fyrr en inni í salnum að ég varð vör við líf. Þrjár konur sátu prjónandi og masandi um- hverfis kringlótta borðið og þær þögnuðu allar og sökktu sér af kappi niður í prjónaskapinn þegar ég kom. Ein þeirra reis fasmikil á fætur og fór út 'úr stofunni. Litla — frú Sewald missti hnykilinn og teygði sig ringluð eftir honum. Úti í ganginum gekk ungfrú Schwartz fram- hjá mér eins og ísklumpur. Eg var lítilfjörlegri en gólfið sem hún gekk á. Eg var alls ekki til. Þetta fannst mér ganga of langt. Eg fór í rannsóknarleiðangur og hitti engan heima, hvorki á skrifstofunni 'eöa í her- bergi Ebbu. Ein stúlknanna sagði mér frá því, að hún hefði farið til bæjarins. Enginn vissi hvar frú Baden - var. Hún hafð víst farið í gönguferð. En Ejlersen var í kompunni sinni. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom inn til hans, í lítið herbergi með lágu rúmi og gamalli hillu. Yfir hillunni hékk Ruth meö bundinið og leit ásakandi á mig. Ejlersen tók dótið af eina stólnum sínum og roðnaði. Hann var uppábúinn og vantaði aðeins jakkann: — Nei, eruö þaö þér .... Hann varð glaður á falleg- an og hrífandi hátt. Og hann bætti við: — Eg sagði líka.........og svo þagnaði hann. Hann minnti á gamla ömmu sem hefur verið trufluð meöan hún var aö klæða sig. Bindið hékk laust um hálsinn á honum. Hann reyndi að herða það í vandræöum sínum. — Eg hélt líka........Eg hélt líka alltaf . . . Þaö var auöséð aö hann hafði ekki vonazt eftir mér. Hann _ langaði til aö gefa mér skýringar, en hann gat ekki byrjaS. Hann varð að tylla sér á rúmiö. Og smám saman fékk ég að heyra furðulega sögu. Frú Thermansen hafði í morgun fengið símskeyti frá nýgiftri dótturinni um að eiginmaðurinn sýndi henni ruddaskap, og frúin varð því að fara, í tilefni af því bað hún Elísu blessaða um fjögur hundruð krónur, sem hún hafði fengið henni til geymslu þegar hún kom. Því miður gat Elísa ekki borgað út peningana. Hún hafði þá alls ekki. Hún hafði lánað mér þá, því að ég þurfti bráðnauðsynlega að komast til bróður míns en hún skyldi géi’a það sem hún gæti til að útvega upphæðina. Þetta var um tíuleytið. Síðan hafði eng- inn séð hana,. Frú Thermansen hafði farið og siegið um sig með hótunum. Ef hún fengi ekki peningana þegar í stað, myndi hún taka til sinna ráða. Ungfní Schwartz hafði lánað henni hundrað krónur. Annars hefði hún ekki kom- izt af stað. Og þá var röðin komin að mér að gapa af undrun, og Ejlersen sat gráti nær og sló tánurn í gólfið og sagði loks að ég væri ekki búin að heyra hið allr’a versta. Það gengi orðrómur um það meðal kvennanna að ég hefði fengið elsku fxú Baden til að afhenda peninga og síðan hefði ég stungið af fi’á tómri ferðatösku. Frú Sewald hafði gefið þetta í skyn. í tilefni af því hafði Ebba farið til bæjarins til að útvega peninga. Hann var líka sjálfur á leiðinni þangað. — Já, en hélduð þið í alvöru .... Eg var alltof lömuð til að geta orðið reið. Þetta var reglulegt ævintýri. Eg hafði aldrei . ... — Eg hélt ekkert, hreint ekki neitt, en mér hefur liðið svo illa. Yjð vissum ekki hvar þér voruð. Ebba. varð í’eið við mig, vegna þess að ég hafði hlustað á frú Sewald. Hún fór sjálf til Meldals læknis og ég á bankabók hér. Ejlei’sen kraup á kné og fór að leita í hillunni og kom fram með fituga, gráa bankabók: — Það er aðvísu ekki mikið í henni, en dálítið er það, og ég læt peningana með glöðu geði vegna Elísu. Ejlersen opnaði þókina með titrandi fingrum. Hann leit á uppþæðina með lotningu. Hún vai’ geyrnd þar fyi'ir útförinni. — Hélduð þér .... Eg gat ekki gleymt. því að hann hafði Hka. tortryggt mig. Það var ekki við öðru að búast en kvenfólkið byggi til sögur, það hafði ekki annað að gera. Og ég fór smám sarnan að skilja allt. Eg skildi hvernig Elísa- hafði getáð áent peninga upp í húsaleiguna og hvernig stóð á því að við fengum allt í einu hátíðarmat. Hún hafði notað peningana. — Eg vil ekki ætla öðrum illt, en eitthvað vei'ðum við að gera. Við verðum líka að finna Elísu. Ef til vill hefur Ebbu tekizt að ná í það sem á vantar. — Kannski. Eg rétti Ejlersen bókina hans aftur. Þetta var fulllangt gengið. Ef til vill er mannorð mitt ekki m'ik- ils virði, en samt sem áður. Þetta síðasta uppátæki var skemmfeilegxa en góðu hófi gegndi. Gleðileg jól. Verriunin Hafblik Gleðileg jól. Gúmmíiðjan, Veltusuntli 1 Gleðileg jól. Verzlunin Ingólfur Grettisgötu 74 Gleðileg jól. Rafvii’kinn s.f. Gleðileg jól. Edda h.f. umboðs- og' heildv. Gleðileg jól. Verzlunin Brekka Ásvallagötu I Gleðileg jól. EEl umboðið á Islandi Gleðileg jól. Einar J. Skúlason, skrifstoi'uvélaverzlun Gleðileg jól. Húsgagnavinnustofan Birki Laugaveg 7 Gleðileg jól. ! Lampinn, raflækjaverzlim Gleðileg jól. Herrabúðin Skólavörðustíg 1, Vesturveri ■wjgmr 'wm: Gleðileg jól. Borgarprenl h.f. Gleðiley fól! £ ♦ Bítamarkaðurinn H. Jónsson & Co. Bi’autarlxolti 22 Gleðiletf fol! * Iðnó og Ingólfscafé Gleðiletf fól! Vei’zlunin Edinborg og Asgeir Sigurðsson, heildverzlun h.f. Gleðileg fól! Rjónxaísgerðin, Laugarnesvegi 78 a Gleðiletf fól! TOLEÐO GleðiltHf fól! Verzlunin Aldan, Öldugötu 23 Gleðiletf fól! Sig. Þ. Skjaldberg h.f. Gleðiletf fól! Verzlunin Pfaff, Skólavörðustíg I Gleðiletf fóí! Kjartan Ásnxundsson, gullsmiður Aðalstræti 8 . Gleðiletf fóí! Árni Jónsson, vmiboðs- og lieildverzhm Gleðiletf ftU! Matbarinn, Lækjargötu ö Gleðiletf fól! Þvottahúsið Lín h.f. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.