Þjóðviljinn - 03.01.1958, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 03.01.1958, Qupperneq 2
2) ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 3. janúar 1958 ★ I daR er föstudagurinn 3. janúar — Enok-Jörð næst sólu ki. 13. Tungl hæst á lóíti; í hásuðri kl.22.51. — Árdegishál'læði kl. 3.38. — Síðdegisháflæði kl. 15.59. tJtvarpið í dag: 18.30 Bornin fara í heimsókn til merkra manna (Leið- sögurnaður: Guðmundur M. Þorláksson). 18.55 Harmonikuiög pl. 20.30 Daglegt má! (Árni Böð- varsson kand. mag.). 20.35 Erindi: Áhrif iðnaðarins á stöðu kvenna í þjóðfé- laginu; fyrra erindi (Sig- ríður J. Magnússon). 21.00 Tónieikar: Þrjár ung- verskar rapsódíur eftir Liszt (Kentner leikur á píanó). 21.30 Upplestur: Litla dúfan, smásaga eftir Anton Tje- kliov, í þýðingu Málfríð- ar Einarsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 22.00 Erindi; ÓhTnpíuleikar og Ólympíuþingíð 1957 (fe. G. Waage forseti ÍSÍ). 22.30 Frægir hljómsveitarstjór- ar pl.: Sinfónía nr. 4 í e- moll op. 98 eftir Brahms (Sinfóníuhljómsveitin í Boston leikur; Serge Koussevitzky stjórnar). 23.05 Dagskrárlok. títvarpið á morgun: 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.00 Laugardagslcgin. 16.00 Radair frá Norðurlönd- um; IX. 16.30 Endurtekið efni. 17.15 Skákþáttur (Guðmundur Arnlaugsson). — Tón- leikar. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálss.). 18.30 Otvarpssaga barnanna: Glaðheimakvöld eftir Ragnheiði Jónsdóttur; I. (Höfundur des). 18.55 1 kvöldrökkrinu: Tón- leiltar af plötum. a) Lou- is Butler syngur lög úr óperettum. b) Ronnie Munro og hljómsveit hans leika prelúdíur og mazúrka eftir Chopin, í útsetningu hljómsveitar- stjórans. 20.30 Leikrit: Litla kliðandi lind, gamalt kínverskt ævintýr, fært í letur af S. I. Hsiung. Þýðandi: Halldór Stefánsson. — Leikstjóri Lárus Pálsson. Leikendur Valur Gísla- son, Arndís Björnsdóttii', Hólmfríður Pálsdóttir, Katrín Thors, Jón Aðils, , Ævar Kvaran, Helgi. Skúláson o. fl. 22.10 Danslög pl. 24.00 Dagskrárlok. Happdrætti N.L.F.Í. Dregið var í háppdrætti Nátt- úruíækningafélags Islands 21. des. $.1. Vinningar komu á eft- irtalin númer: Nr. 15421 vöruf eftir eigin vali 25 þús. kr. 29318 vörur eftir eiginvali 15 þús. kr. 08456 vörur eftir eigin vali 10 þús. kr. 09219 vörur eftir eigin vali 5 þús. kr. 06176 vörur eftir eigin vali 5 þús. kr. 02758 vörur eftir eigin \ali 5 þúsund kr. 01200 bækur félags- ins í skinnbandi verðgildi 2.700 kr. 02070 10 daga dv.I í hress- ingarhæli félagsins í Hvera- gerði fyrir 2 1.800 kr. — Vinn- ingana ber að vitja í krifslofú félagsins Hafnarstræti 11. SjKiriinerki Sparimerki eru seld í póststof- unni í Reykjavík, annarri hæð, kl. 10*12 og 13-16. Gengið inn frá Austurstræti. Frá skrifstofu borgarlæknis: — Farsóttir í Reykjavík vikuna 1.- 7. des. 1957 samkvæmt skýrsl- um 21 (21) starfandi læknis. Hálsbólga 41 (26). Kvefsótt 45 (27). Iðrakvef 18 (18). Inflú- enza 34 (48). Hvotsótt 3 (3). Kveflungnabólga 1 (5). Rauðir hundar 1 (0). Hlaupabóla 1 (0). Frá skrifstofu borgarlæknis: — Farsóttir í Reykjavík vikuna 8.- 14. des. 1957 sarnkvæmt skýrsl- um 16 (21) starfandi lælcnis. Hálsbólga 19 (41). Kvefsótt 68 (45). Iðrakvef 16 (18). Gigt- sótt 1 (0). Influenza 13 (34). Hvotsótt 1 (3). Híaupabóla 2 (1). Ristill 1 (0). hjúkrunarkonu, fyrir hjúkrun- ar- og kennslustörf. 5. Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóra, fyrir embættis- störf. 6. Sigurð Björnsson, brúa- smið, fyrir verkstjórn og brúa- smíði. (Frá orðuritara). G e it g i 9 Kaupg. Sölug. 100 danskar krónur 235.50 236.30 100 sænskar krónur 314.45 315.50 100 finnsk möri: — 5.10 1 Bandaríkjadoilar 16.26 16.32 1 Sterlingspund 45.55 45.70 1 Kanadadouar 16.80 16.86 100 vesturþýzk mörk 390.00 391.30 1000 lírur 25.94 26.02 — Hann er hvergi smeykur pessi náungi . . . . Sextugsafmæli Sextugur er í dag Ólafur P. Ólafsson veitingamaður Sporða- grunni 2. Lokunartími ajióteka Næturvarzla er í lyfjabúðinni j Iðunni. Ingólfs-. Laugavegs- og j Reykjavíkurapþtek fy.^ja fram- jvegis lokunarlíma sólubúða. S k i p i n Skipadeild SlS Hvassafell fer væntanlega frá Kiel á moi'gun til Riga. Arnar- fell fór frá Seyðisfirði 31. fm. áleiðis til Ábo, Hangö og Hels- ingfors. Jökulfell er á Horna- firði. Litlafell er á leið til R- víkur. Helgafell er á ísafirði. Hamrafeil er í Batumi. Laura Danielsen er á Akureyri. Finn- lith væntanlegt til Reyðarfjarð- ar í dag., Skijiaútgerð ríkisins Hekla er á Vestfjörðum á leið til Akureyrar. Esja er á Aust- fjörðum á leið til Akureyrar. Herðubreið fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Þórshafnar. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun vestur um land til Akureyrar. Þyrill ér á leið f rá Karlshamn til Islands. Skaftfellingur fer frá Reykja- vík í kvöld til Vestmannaeyja. Nýir krossberar. Á nýársdag 1958 sæmdi forseti íslands, að tillögu orðunefndar, þessa menn riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: 1. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóra, fyrir embættis- störf og önnur störf í þágu flugmála íslands. 2. Guðmund Pétursson, út- gerðarmann, Akureyri, fyrir störf í þágu sjávarútvegsins. 3. Jón Nikulásson, bónda, Kringlu, Miðdalahreppi í Döl- um, fyrir búnaðarstörf. 4. Sigríði Bachmann, yfir- S Ií I L A F R E S T U R Akveðið hefur verið að fram- lengja skilafrest á ráðningum verðlaunakrossgátnanna í happ- drættinu og í jólablaðinu til 15. janúar næstkomandi. Nöfn þeirra, sem hlotið hafa vinning, verða þá sennilega hirt föstu- da.ginn 17. janúar. Fzá Æl.R. jSkemmti- og skíðaferð Laugardaginn 4. janúar verður farin skemmti- og skíðaferð í ÆFR-skálann. — Margvísleg skemmtiatriði verða um hönd höfð, m. a. þrettándabrenna, leilcþáttur, upplestur og dans. Bæjarbókasafnið Otibúið Hólmgarði 34 er opið 5—7 (fyrir börn) og 5—9 (fyrir fullorðna) á mánudög- um; miðvikudögum 5—7 og föstudögum 5—7. Innbrot á nýársnótt Á nýársnótt var brotizt inn á nokkrum sti'rðum hér í bæn- um, en lítið höfðu þeir, sem þar voru á ferð, upp úr krafs- inu. Eitt imibrotið var framið í skrifstofu Grænmetisverzlunar landbúnaðarins við Sölvhóls- götu og annað í skrifstofu Loftleiða, Reykjanesbraut 6. Þá var brotizt inn í Sanitas Lindargötu 9 og stolið 50 krón- nm og sömu fjárhæð var stolið í vogarhúsinu við Ægisgötu. Loks var brotizt inn í Kaffi- vaghinn við Grandagarð og stolið þó nokkru af sælgæti, tóbaksvörum ,og vinnuyettlingr um. Nýárskveðjur íil forseta Isknds Meðal fjölda árnaðaróska, sem forseta Islands bárust á nýársdag, voru heillaskeyti frá Friðrik IX Danakonungi, Ólafi V Noregskonungi, Gústaf VI Adolf, konungi Svíþjóðar, Ur- ho Kekkonen Finnlandsforseta og O’CealIaigh, forseta írlands. Ennfremur bárust forseta heillaskeyti frá Mohammad Reza Pahlavi íranskeisara, Francisco Franco, ríkisleiðtoga Spánar og þeim Voroshilov for- seta Sovétríkjanna, Bulganin forsætisráðherra og Krustjoff, aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Þá bárust og heillaóskir frá íslenzkum sendiherrum og ræð- ismönnum erlendis og ýmsum öðrum. Áramótamóttaka forseta. 'fslands: Forseti Islands hafði venju samkvæmt móttöku í Alþingis- húsinu. Meðal gesta voru ríkis- stjórnin, fulltrúar erlendra ríkja, ýmsir embættismenn og fleiri. YeSrið Suðaustan kaldi, lítilsliáttar snjóltoma, síðan slydda. Kl. 18 í gær var 8 stiga frost í Reykjavík, 13 stiga frost á Akureyri og mest var frostið í Möðrudal, 24 stig. Stokkhólmsbúar höfðu 12 stiga frost á sama-tíma og í Kaup- mannahöfn var -^8, París 1, London 5, Þórshöfn H-l, og í New York var 2 stiga frost. Sárreið yfir því að Lafa verið blekkt hljóp Rikka á eftir Pétri. Enginn reyndi að stöðva hana. Hún litaðist um í hálf- dimmum ganginum, en sá ekk- ert til ferða Péturs. Hún rakst á dyr, sem hún hratt upp. Hún var komin inn í uppljómað herbergi og eftir andartaks umhugsun hljóp hún að glugganum. Er hún leit út, sá hún hvar Pétur var að hverfa bakvið múr- vegg. Átti hún að freista þess að elta hann? Við nánari at- hugun var hemii ljóst, að spil- ið var tapað — hún var alveg ókunnug hér, og Pétri yrði víst ekki skotaskuld úr því að stinga hana af, cnda þótt hún héldi áfram eftirförinni. Daginn eftir hitti hún Pál- sen og sagði honum sínar farir ekki sléttar. Pálsen tók þessu með mestu ró, en Rikka gat ekki fyrirgefið sjálfri sér að miasa Pétur út úr hönd- unum á sér. „Plann hefur nú aðvarað þá alla“, sagði Rikka vonleysislega, „og allar ráða- gerðir okkar hafa nú runnið útí sandinn“. Rikka ætlaði að fara að segja eitthvað meira, en þá var barið að dyrum...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.