Þjóðviljinn - 03.01.1958, Side 11
Föstudagur 3. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11
ERNEST GANN:
•»»o*oe»eooooooe»®eB»«®»onsa»«t»o
Sýður á keipum
©eoooeeeoooooeosooosooso
1, dagur.
i
Þaö' voru marg:v lit'lir bátar eins og Caledonian, John
Bosco, Vegfarandinn, Fred Holmes, Ginger, Kapella,
Vörður og Taage. Mennimir í þessurn litlu skipum voru
alltaf í nánd Kyrrahafsins. Þeir lifðu af gnægðum þess.
því aö þetta voru sjómennirnir.
Þeir stóöu á votum framþiljunum, hölluöu sér stund-
um upp að stýrishúsinu, sátu stundum á kaðalhönk,
eöa hvar sem þeir gátu komizt hjá aö hlusta á hiö
'ágenga hljóðfall vélanna, sem truflaði heyrn þeirra.
Þeir sem sigldu einir, eins og Símon Lee á Veröi, voru
einmana og votir, og þeir lilustuöu aðeins meö hálfum
huga, vegna þess aö þeim stóö næstum á sama. Ef
þeir lentu í árekstri eöa þeim sást yfir dufl og lentu
á skeri, þá var það afleitt. Ef þeir ættu að tapa bátum
sínum eöa týna lífinu, þá væri þaö vegna eölilegs og
óhjákvæmilegs samruna höfuðskepnanna, sem þeir gátu
ekki viö ráðið, og þeir hættu á það. Það var tilgangs-
laust aö þrefa við véðriö. Hlýtt og rakt loft hafði bor-
izt yfir Kyrrahafið, snerti Japanstrauminn og þegar þaö
kólnaöi gat þaö ekki lengur leynt raka sínum. Og þess
vegna var þoka. Mennirnir sem sigldu einir, neru á sér
nefin, horfðu á svart Kyrrahafið eftir sjávarfallastraum-
um, svöruöu einmanalegu gargi máfanna með bölvi —
og hlustuöu.
Þoka lagöist yfir snemma dags. Fyrst í staö var hún
-gisin, blettir á ströndinni hér og þar, og þegar kom
undir kvöld tengdust blettirnir hver öðrum. Samein-
ing þeirra flýtti nóttinni.
■ Þoka seig gegnum Gullna hliöið, mjakaði sér í austur-
átt unz hún gleypti San Francisco borg. Hún lagðist
yfir bryggjurnar, umlukti þær og hæöirnar sem grúföu
yfir þær. Hún lækkaöi áftur; breiddi úr sér, hófst og
hneig eftir götunum. Lúðrar á brúnum og á Lime tanga,
Alcatraz eyju og Mile bjargi mótmæltu þessum óboöna
gesti. Þeir blésu hver fyrir sig eða samtímis eftir duttl-
ungum golunnar.
Þokan lágðist yfir Embarcadero og Brúnó Felkin var
henni þakklátur. Hann gleypti hana, saug hana djúpt-í
aö sér. Það var eins og lungu hans væru full af brotn-
um rakvélarblöðum.
Skellirnir 1 slcóm hans viö gangstéttina og soghljóö-
iö í hálsi hans voru einu hljóöin framandi þokunni.
Þessir skór höföu aldrei verið gerðir fyrir svona kapp-
hlaup. Þetta voru dýrir skór. Beztu skórnir sem Brúnó
Felkin hafði nokkru sinni átt. Þeir voru támjóir og
hælarnir voru óvenju háir — til aö hæk'ka mann í loft-
inu. Þetta voru góöir skór til aö dansa á viö Connie
eöa standa álengdar og vera þýðingarmikill á svip.
En ekki góðir, alls ekki góðir til aö hlaupai á, Ekki þeg-
ar öll framtíö manns var komin undir því hve hratt
hann hljóp. Ekki þegar líf hans var komiö undir hraða;
aö kómast burt frá Sam, langt í burtu, svo aö Brúnó
Felkin sæist annars staöar á ákveönum tíma, segjum
til dæmis klukkan níu. Nokkrar mínútur skiptu öllu
uiáli. Þaö varð að gera ráð fyrir aö tíminn væri ná-
kvæmlega útréiknaður. Maöur var aö enda við aö drepa
annan mann, maöur sem hafði aldrei fyrr gert aöra
eins vitleysu, varð að gera sér ýmislegt í hugarlund,
hugsa og hlaupa — ef hann átti ekki bíl.
En bíll heföi hvort sem var komiö aö engu haldi.
Ekki í San Francisco. Það var sú stórborg sem helzt
Jnnilegar þakkir fyrir anðsýnda samúð og vinar-
iiug við andlát og útför móður minnar
GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna.
ólafur Geirsson, lælcnir
gat gert mann vitlausan. Maöur var eins og fluga í
flösku í San Francisco. Slungnir menn forðuöust þann
staö. Slungnir menn sáu hvernig San Francisco var.
Þeir vissu hvernig borgin var byggö. Skipulagiö var al-
rangt: Það voru aðeins fjórar undankomuleiöir fyrir
mann sem var aö flýta sér. Gullna hliös brúin í noröur-
átt. Víkurbrúin í austurátt. Þjóövegur 101 í suöurátt.
Ein útvarpsending gæti lokaö þeim öllum. Eins og til
dæmis núna. En svo var auðvitaö alltaf fjóröa leiöin,
ef sundvængirnir höfðu ekki gleymzt. Kyrrahafiö var
svo blautt og víðattumikiö.
Brúnó hljóp og bölvaði í hljóöi á hlaupunum. Hann
var of móöur til aö gera þaö upphátt. Aö segja álit
Brúnó Felkins á Brúnó Felkin. Það álit þyrfti mikiö
loft og ómetanlegan tíma. Þessa stundina var hvorugt
handbært.
Framhjá 5. bryg'gju. 7. bryggja aö baki og kaffistofan
hjá skrifstofu hafnarstjóra. Kaffistofan var lokuö. Frarn-
hjá 9. bryggju og nú var tækifæriö til aö hætta að
reykja. Einmitt núna. Á stundinni — þegar manni verö-
ur ljóst hvaö sígarettur gera hann andstuttan. Vélin
í þessum Brúnó Felkin er aðeins lrálft liestafl. Þaö er
nikótíninu að kenna'. Allar sígaretturnar á tuttugu ár-
um, hver einasta ein fékk sitt gjald núna á hlaupun-
um, sem nauðsynlegan kraft vantaöi í. Veslings aulinn
þinn.
Veslings aulinn þinn. Sam glensast dálítið og þú æs-
ir þig upp. Þú veifar byssunni eins og hálfstálpaöur
drengstauli og fjandans skotiö hleypur af. Sú staöreynd
aö Sam tók um kverkarnar á þér, sjálfsvarnaratriðiö
nægöi ekki — og myndi ekki.nægja. Ekki fyrir náunga
sem hafði þrisvar beöið lægra hlut. Þú misstir stjórn
á þér og nú hleypuröu eftir steinstéttunum eins og
óður.
Sam dettur í gólfið og hann er búinn að vera. Ber-
sýnilega. Og hverju ert þú bættari? Hverju er Brúnó
Felkin bættari? Engu. Hann er hreint engu bættari,
nema hann þarf að leggja upp í heimsins lengsta sprett-
lilaup. En Sam heföi aldrei átt aö minnast á McNeil-
eyjuna. Hann vissi að þaö var aumur blettur.
Hann hefði ekki átt aö segja: „Brúnó, þetta er mitt
yfirráöasvæði. Þú og þetta vesala Vestur-sðlufélag þitt
virðist vera full stórhuga. Þaö er kominn tími til að viö
komum á fullnægjandi tilhögun. Eg læt þig uín fram-
kvæmdina, en gleymdu ekki aö ég á hlut að máli og
gleymdu ekki að hafa hlutföllin fjörutíu og sextíu.“
Sam heföi ekki átt aö segja þetta um leiö og hann
teygði feita hendina eftir sextíu prósenta hlut. Sam
heföi átt að halda sér að klinkvélunum sínum. Hann
komst vel ,af. Hann gæti enn haldiö áfram aö veöja
á hross og ljóshæröar kvensur, ef hann heföi ekki ver-
iö svo ósanngjarn. Og þá gæti Brúnó Felkin gengið í
stað þess aö hlaupa. Þanið út viöskiptin í staö lungn-
Pils handa
skólatelpunni
Allar skólatelpur hafa ágirnd
á víðu pilsi. 11—13 ára telpa
getur hæglega saumað slíkt pils
með aðstoð móður sinnar.
Pilsin á teikningunni hór eru
mátuleg á 11 — 13 ára (síddin
62 sm) og í þau þarf 2,25 metra
af efni 90 sm breiðu (t.v.) og
1,3 metra af efni 1,25 m breiðu
(skipt sundur í miðju).
!• Útsniðna pilsið samanstendur
; af tvoim fjórðuhiutum úr hriiifí
Teiknið mynstrið með uppgefn-
um málum a stóra pappírsörk.
G*etið þess vandlega að málin
séu mátuleg. Saumið hliðarsaum-
ana saman og setjið 18 sm lang-
an rennilás í vinstri hlið. í mitt-
ið er saumað 7 sm breitt tvö-
falt band sem á að vera 1,2
Bæjarpóstur
Framhald af 4. síðu.
þeir sem að þættinum standa,
haldi sig vera „andlega yfir-
stétt“, langt yfir okkur hlust-
endur hafna að vitsmunum.
Gæti ekki hugsa.:f, að stjórn-
endur Skrápskinnuþáttarins
hafi hugsað sem svo: Það er
augijóst mál, að mikill fjöldi
fólks, einkum ungs fólks, hef-
ur mesta skemmtun af hávaða-
sömum kjánalátum, vegsamar
delluna, en skilur ekki spaug-
ið; — það er bezt að láta þetta
fólk einu sinni fá vel útilátinn
skammt af dellunni. — Hefði
slík ályktun verið alveg út í-
bláinn? Er það ekki staðreynd,
að húmorlaus fíflalæti eiga sí-
vaxandi vinsældum að fagna
sem skemmtiatriði, einkum hjá
unga fólkinu? Þeir munu hela
óg reynast talsvert fleiri en
okkur grunar, sem tækju
bjánalegan hávaðaþátt fram
yfir íslandsklukkuna eða sam-
svarandi verk. Skrápskinnu-
þátturinn er ein af mörgum
sönnunum fyrir þvi, að svona
djúpt gat andleg menning okk-
ar sokkið á tæpiega tuttugu
hernámsárum, og hún á eftir
að sökkva dýpra, ef ekki verð-
ur spyrnt við fótum. Það er til-
gangslaust, að berja höfðinu
við þann stein að krnna fáein-
um forustumönnum um þenn-
an ófarnað; við veröum einnig
að krefjast ' þess' at almenn-
ingi, að hann láti ekki bjóða
sér allt. En þá er fólki oþin
ieið að láta í Ijósi álit sitt á
menningarmáium og stjórnmál-
um, hvort heldur í ræðu eða
riti. Það er ekki forustumönn-
um í stjórnmálum eða stjórn-
endum delluþátta að kenna,
þótt fólk nenni ekki að mynda
sér skoðanir á hmum ýmsu
málum og berjast fyrir þeim.
Einkum finnst mér að við verð-
um að krefjast þes., af yngri
kyhslóðinni, þeirri kynslóð, sem
þekkir ekki óheruumið ísland,
að hún gleymi ekk': uppruna
sínum, og horfi þegjandi og
aðgerðarlaus upp á hvert til-
ræði við andlega menningu;
já, meira að segja hlægi gjall-
andi spiladósarhlátr' að fá-
bjánaskapnum, sem sjálft ríkis-
útvarpið lætur sér sænra að
bjóða okkur hlustendum iil
sölu.
metri á lengd, svo að hægt sé að
hnýta það í slaufu í hliðinni.
Faldið pilsið að neðan með þétt-
um sporum.
Skrautið eru tvö mislit bóm-
uliarbönd og á milli þeirra eru
isaumaðir hnúðar af mismun-
andi stærð, sem settir eru niður
með óreglulegum millibilum.
Á rykkta pilsinu er mittis-
bandið 6 sm breitt og tvöfalt og
það er mátulegt i mittið og það
er hneppt yfir lokað nriilásn-
um með hnapp og hnappagati.
Skvautið á því eru tveir stórir',
ferhyrndir vasar som saumað er
utan með með mislitu garni. Sjá
teikninguna.
Það er alltaf hægt að :já þeg-
ar pils hefur verið sikkað, og
óhjákvæmilegt er að margsíkka
pils á telpur á vaxtaraldri. Hæ^t
er að hylja ljótu brúnina með
J dáUthun ísaumi í fallegum lit.