Þjóðviljinn - 11.01.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.01.1958, Blaðsíða 9
4) — Óskastundin ORÐSEN Eg óska eftir að kom- ast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 11—13 ára Utanáskrift til mín er: Margrét HaLLdórsdöttir, Fjalli, Seyluhreppi. Skagafirði. Kæra .Óskastund. Mig langar til iað kom- ast í bréfasamband við pilt eða ' stúlku á aldrin- um 9—11 ára. Ragna Valgerður Egg- ertsdóttir, — Steðja, Flókadal, Borgarfirði. Sirrí Adda: Nafnið þitt er ekki sem verst. Blöðin, sem þú bið- ur um reynum . við að tína saman handa, þér, en kannski þarftu aðeins að taka á þolirnæðinni. Skriftin þín er góð, hetzt er það út á hana að setja að hallinn er ekki jafn, en Hklega hefur þú vand- að þig of mikið þegar þú skvifaðir bréfið og orðið skjálfhent af öllu saman. Vísan um Óla rokkara kemur vonandi bráðum. Guðbjörg: Skriftin þín er aldeilis prýðileg. — Sigriður Dagsdótiir: Krossgátan þín. er góð Myndqátan í síðasta blaði augtýst- um við samkeppni um beztu myndagátuna. Okk- ur hefur nú strax borizt ein gáta frá 13 ára dreng í Reykjavík. í>ið hin megið ekki láta ykkar eftir liggja. DING AR og mun koma í blaðinu bráðum, þó að það þurfi að gera fyrir hana nýtt mót. Krist.ján Pálsson. Bréfið þitt þar sem þú óskar eftir öllum árgangi Óskastundarinnar er. .hérna hjá mér og þú færð hann sendan og nú þennan írá byrjun. Við vonum að þú látir okkur heyra frá þér og skrifir í blaðið okkar þegar þú nu ert orðinn kaupandi. LITLA SAGAN Prestur einn í Suður- Ameríku hafði blámann í þjónustu sinni Einn sunnudag, þegar prestui’- inn var að messa, varð honum litið út í horn, þar sem negrinn sat, hafði hann biað og blý- ant og páraði í hamf.ör- um. Presti þótti. þetta. kynlegt, því . hann vissi að negrinn kunni . hvorki að skriía né lesa og þekkti-ekki nokkurn staf. Eftír messu spurði presturinn hann hvað hann hefði verið að gera um messutímann. „Eg var að skrifa upp úr ræð- unni“, .sagði negrinn,- ,,það gerir hreppstjór- inn“. „Láttu mig sjá það sem þú skrifaðir“, sagði prestur. Negrinn sótti nú blöðin og sýndi presti. Prestur fór að athuga krassið á blöðunum og segir: „Já, en þetta er Þessi glæsiiegi liani er miklu fallegri á mjmd- inni, sem við fengum, þar var hann í allra skrautlegustu litum, ráuður, blár, gulur og græira, en þvi miður get- urn við ekki fengið hann prentaðan í litum. Það viljum við segja við jrkk- ur öll, sem eruð að senda okkur myndir, að þær ættu aidrei að Vera í lit- um heldur teikningar með blýanti eða bleki. Slíkar myndir njóta- sín bezt á prenti. Hananum fylgdu þessi orð: Kæra Óskastund! Eg sendi þér mynd af hana, sem ég teiknaði í skólan- mn. Mér þykir gaman að teikna. og gaman í skól- anum. Kristín Anna Guð- mundsdóttír 8 ára, Austurvegi 60, Selfossi. allt eintóm vitleysa frá upphafi til enda. „Já, það er nú einmitt það, sem méf. fannst líka, á meðan þér voruð að flytja það“, sagði negr- inn. ROM LOIS Kennarinn var gamall pip.arsveinn og eftirlæt- isstarf Iians var að kenna biblíusögur. Hánn kenndi þessa námsgrein seint og snemma. þangað til læri- sveinunum tók að leiðast þetta,- og ákváðu, að gera honum dálítinn grikk. GÁT A Þessi gáta er gesta- þráut.i Hún skal ráðast með ferhendu, sem hafi fáðninguna í upphafi hverraf Ijóðlínu. ' Eg er vötn, er velta fram að sævi, vissulega brot úr þinni ævi. Ég er púki, illskufullur iandi, ómissandi, ef róa skal frá landi. Erla. Þeir tóku biblíuna hans j og lírndu saman nokkur | blöð í henni, einmitt þar, sem kennarinn ætlaði að byrja daginn eftiv í næsta kristinfræði- tírna byrjaði kennarinn , neðarlega á blaðsíðu og j fletti síðán við. Upphaf i ritni ngargrein arinn a r var um konu Lots, en áfram- haldið um örkína. Grein- in hljóðaði þannig: — Kona Lots var (flettir vjð) 300 álna löng, 30 álna breið og bikuð utan og innan. Kennarinn sat sem steini lostinn góða stund. Að lokum sagði hann: — Nú hef ég lesið bibliuna í þrjátíu ár, en aldrei rekizt. á þessa ritiv, ingargrein fyrr. Annars sarmar þetta hve ógurleg konan getur orðið. Bréí og tízkudama írá Hönnu Gunnu Kæra Óskastund! Eg sendi þér eins nýtízkudömu frá sjálfii mér, svo senda tvær systur mínar líka njé- tízkudömur. Önnur send- ir tvær, hin eina. Þær skrifuðu sitt nafn á þæt Þær eru allar frá Skag.- - strönd. Þá vil ég þakka þér fyrir allar sögumar, kvæðin, gáturnar og skrýtlurnar og siðast eu ekki sízt alla danslagi- textana, og ég vildi óska að væri texti í hveri.. blaði, en það er auðvh- að ekki hægt, mér þyk r ganian að Óskastundin t: og ég safna henni. Framhald á 3. sí?u <$>- Teikning af vélbát eftir Jón Valgeir. Kóts varð áttundi í nýárs hlaupinu í Sao Paulo Rússneski hlauparinn Viadi- mir Kúts var meðal keppenda á nýárshlaupinu sem árlega er hlaupið í Sao Paulo í Brasilíu. Hlaup þetta er 7400 m og var hlaupið í 33. sinn núna á ný- ársdag. Hvörki meira né minna en 293 képpendúr hófu hlaupið sem liggur um götur borgarinn- ar. Kúts byrjaði vel og hélt sig í fremstu röð hlauparanna. Það kom þó fljótt í Ijós að Bandaríski spretthlauparinn Bobby Morrov/, sem varð þrc- faldur olympíumeistari í Mel- bourn, hefur hlotið þann heið- ur að fá Sullivanverðlaunin sem táknar að hann er talinn snjallasti iþróttamaður Banda- ríkjanna 1957. Þykir það alltaf mikill heiður að fá verðlaun þessi. Annar varð Thcmas Couilney, 800 m hlauparinn, sem sigraði einnig á þeirri vegalengd í Melbourne. Þriðji varð Harold O’Connolly, sem einnig vann gullverðlaun í Melbourne og er kunnur hér af komu sinni hingað í fyrra. Glen Davis var í fimmta. sæti. hann kunni illa við sig á þess- um hörðu götum, sem hann er óvanur að nota sem hlaupa- Vladimir Kúts braut. Fyrstu 4500 m. höfðu hann og Argentínumaðurinn Suares forustuna, en þá er það Portúgali sem kemur til skjal- anna og á síðustu 3000 m skiptast Portúgalinn og Argen- tínumaðurinn um að hafa for- ústuna. En þegar einn kíló- metri Var eftir er það Manuel Farias frá Portúgai, eem tekur frábæran endasprett er gaf honum forustuna þcgar. Var þessi cndasprettur hans bæði langur og harður og það svo að hinn snjalli Kuts varð að gefa eftir og lileypa sex öðrum framhjá sér og kom hann 8. í mark. Tími M. Farias frá Portúgal var 21,37,4, annar varð Suar- es frá Argentínu á 21,58,4 og Um alllangt skeið liafa staðið ýfir samningar milli Karls Guðmundssonar íþróttakennara ; og norska knattspyrnuliðsins Strömmen um það að Karl gerist þjálfari félagsins næsta keppnistímabil. Nú fyrir nokkru varð fuilt samkomulag milli að- ila og í dag flýgur Karl til Osló og byrjar á þessu nýja starfi sinu innan skannns. Knattspyrnufélagið Strömm- en, sem er rétt ulan við Osló, er eitt af beztu liðum Noregs, talið vera það 3.-4. í rcðinni. Er þetta mikið traust sem Karli er sýnt með því að ráða hann til þess að annast þjálf- un þessa ágæta félags. Mun það hafa verið aðalritari norska knattspymusambandsins sem hafði milligöngu um ráðningu Karls, en hann var hér í sum- ar með norska landsliðinu sem þriðji Leenárt frá Belgíu 22,04,4. Timi Kúts var 22,47,7. Posti frá Finnlandi varð í 6. sæti á 22,43,1. Kúts keppti aftur 4. janúar í 5000 m hlaupi og tapaði þar einnig; varð i þriðja. sæti. Sig- urvegari var Argentínurnaður- inn Osvaldo Suares á 14,23,3, annar varð sigurvegarinn á ný- ársdag M. Farias frá Portúgal á 14,24,1 og Kúts hljóp á 14,45,0. tók þátt í afmælismóti KSÍ. Karl . er löngu kunnur hér fyrir þáttöku sína í knatt- spyrnuíþróttinni fyrst . sem starfandi knáttspyrnumaður, stoð og stytta í Knattspvrnu- félaginu Fram, og hann lék einnig í 10 fyrstu landsleikj- um íslendinga. Karl hefur lagt sig allra manna bezt eftir því að kvnna sér allt það sem lýt- ur að kennslu og tilsögn í knattspyrnu. Lauk hann prófi á íþróttaskólanum á Laúgar- vatni, hefur tekið þátt í nám- skeiðum enska: knattspyrnusam- bandsins undir handleiðslu Winterbottom. Hann hefiur tek- ið þátt í æfingum með Arsen- al og Chelsea i London, verið á námskeiði hjá hinum fræga þýzka þjálfara Herberger, og ennfremur tekið þátt i stuttu námskeiði í Bosön í Sviþjóð. Sem kunnugt er liefur Ka rl tekið þátt í þjálfun félaga hér með góðum árangri og hann hefur einnig verið urn skeið landsþjálfari KSl. I þessari ferð sinni mun Karl öðrum þræði taka tima í Iþróttaskól- anum í Osió og kynna sér allt það sem hann getur varðandi þjálfun og leiðbeiningar yngri sem eldri. Þó það sé skemmtilegt fyr- ir okkur að geta lijálpað frændum vorum Norðmönnum um bezta þjálfara okkar, þá er það nú samt skarð að fylla fyrir okkur sem höfum alltof fáa þjálfara og kennara. Það er einmitt maður með áhuga, þekkingu á knatt- spyrnumálum og kunnugleik á íslenzkum staðháttum sem olck- ur vantar og þetta 'hefur Karl. Því er lialdið fram hér að knattspyrnuyfirvöldin hér hafa ekki haft fullan skilning á því að notfæra sér þessa eiginleika Karls og nota hann meir til þess að byggja upp knattspyrnuna með því að láta hann kenna mönnum að leið- beina og samtímis að vinna fast að málum drengja og unglinga o. fl. Vonandi ltemur Karl aftur reynslunni ríkari og meir menntaður, og þá verða kraftar hans væntanlega notaðir betur en hingað til, á þeim stöðum sem þeir fá mestu áorkað. Karli er hér óskað fararheilla og fjölskvldu hans sem fer líka, en þó ekki fyrr en um mánaðamótin næstu, og munu þau dveljast í Noregi til næsta hausts. Karl Guðmundsson ráðinn til Strömmen í Noregi sem þjálfari Laugardagur 11. janúar 1958 —ÞJÓÐVILJINN — (9 á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.