Þjóðviljinn - 12.01.1958, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.01.1958, Síða 9
Sunnudagur 12, janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN •— (9 A ÍÞRÓTTIR llrrSTJORl; FRIMANN HEVCASOH Ifíróttahreyíingin má ekki eingöngu treysta á Iþóttaskólann Hán verðui að halda síireigin. námskeið Eitt af þeim málurrvf sem stendur íþróttahreyfingunni fyrir þrifum, er skortur á kennurum og leiðbeinendum. í svo að segja öllum greinum í- þrótta, hvort þur eru fámenn- ar eða fjölmennar, er sama sagan: alltof fáir kennarar, alltof fáir leiðbeinendui. Stjórn- ir sérsambandanna þekkja þetta vel og þar með talin fram- kvæmdastjórn ÍSl, sem fer með sérmál þeirra greina sem ekki hafa stofnað með sér sérsam- bönd. Fjölda beiðna berast ár- legá um kennara og leiðbein- endur, sem ekki er hægt'að afgreiða, vegna þess að kenn-; arar eru ekki til. Síðasta ársþing ISl virðist; hafa gert sér grein fyrir þessu! og bendir eftirfarandi tillaga til þess: „Ársþing ISÍ haldið á Akur- eyri dagana 26.—27. júlí felur framkvæmdastjórn ISÍ að vinna að því að íþróttaskóli Is- Iands miðaði starfsemi sína við það að geta í ríltara mæli sér- menntað kennara fyrjr íþrótta- samtökin í iandinu og skorar á Alþingi að veita skólanum | aukna fjárstyrki til þess að ! afla skólanum þeirrar aðstöðu ! sem hann þarfnast til þess að rækja hlutverk sitt til fulln- ustu.“ Eins og fyrr segir, bendir tillga. þessi eindregið til þess að tiilögumenn og þingið hafi fundið fyrir því, að það væri tilfinnanlegt að hafa ekki næga kennara, og þá verður fyrst fyrir þeim að samþyklíja með öllum greiddum atkvæðum á- I ! skorun t’l Ibróttakennaraskóla ' Islands að hann „miði starf- semi cina við það að geta í ríkara mæli sérmenntað kenn- ara fyrir íþróttasamtökin“. Hér skal sannarlega ekki amast við tillögum sem miða að því að bæta íþróttakennara- skóla íslands, það hlýtur að vera íramtíðarmál sem styðja verður, að gera hann sem bezt- an. Við verðum aðeins að horf- ast í augu við það, hvernig aðstaðan er hér hjá okkur; fámennið, skortur á fé til að leggja í slíkan skóla', sem einn- ig þýðir það að ekki er hægt að hafa hann eins langan og æskilegt er, og ennfremur að ekki er hægt að nota beztu kennara . sm vSl er á, . svo að gagni verði í mörgum grein- um. Oi' fáir kennarar frá Laugar- vatni fara lil íþróttafélaga. Það hefði verið nógu fróð- legt að fyrir hefði legið skrá yfir þann fjölda kennara sem eru starfandi að meira eða minna leyti lijá íþróttafélögun- um, og skrifast hafa frá I- þróttakennaraskólanum, frá því iiann fór að útskrifa kennara. Því er nefnilega haldið fram hér að j ótt sú lagfæring sem fariö er fram á í framan- greindri tillögu fengist mundi skólinn hvergi nærri útskrifa þann fjölda sem til þyrfti að sinna eftirspurn frá félögun- um. Ef maður reynit- að geta sér til um það hvað verður um þá sem útslcrifast frá skólanum t. d. á einu ári, mundi varla f jærri lagi að skipta þeim þann- ig, ef um er að ræða-12 nem,- endur: Fimm þeirra fari til skóla eingöngu og starfi ekk- ert meðal íþróttafélaga, fjórir starfi að einhverju eða öllu leyti hjá íþróttafélöguin og að nokkru hjá skólum, og þrír hverfi fijótlega alveg bæði skól- um og íþróttafélögiun. Ef þetta væri tala sem byggjandi væri á og sem gert verður þar til annað reyndist réttara sjá allir að þetta er alltof lítil viðkoma til þess að nægja þörfinni, eins og reynslan sýnir um fjölda ára. Menn skulu ekki halda að þetta sé eitthvað alveg sér- stakt fyrir okkur hér, að kenn- ara vanti, og að þar eigi í- þróttaskólinn alla sök. Ef við tökum dæmi frá Norðurlönd- um þá er þar starfandi fjöldi íþróttaskóla þar sem menn eru þrjú ár að fullnuma sig. Þrátt fyrir þessa fullkomnu skóla hafa íþróttasamböndin og sér- samböndin áriega styttri ög íengri námskeið til þess að | hjálpa sér sjálf um þessi mál i og brúa þ að bil sem íþrótta- I skólarnir getá ekki brúað. Ár- j lega taka hundruð manna í hverju landi þátt í námskeið- um sem haldin em á vegum ' sambandanna til þess einmitt ! að mennta og útskrifa leiðbein- endur og þjálfara. Þetta er snar þáttur í starfi þeirra og miidð lagt upp úr því að þetta sé sem bezt undirbúiö og sem fléstir taki þátt í þeim. Ef iþróttahreyfingin ætlar að valda hlutverki sínu verður hún að byggja þetta mál upp á svipuðum grundvelli og hér hefur verið lýst. Ef ársþingið hefði komið fram með tillögu í þá átt að fá opinbera aðila til þess að áætla ákveðna upphæð til þess að efna til smánámskeiða hér og þar um landið og' þar verið lögð áherzla á að fá menn á stöðunum til þess að taka þátt í námskeiðunum til þess svo að leiðbeina. Uppúr þxíim jarð- vegi mundi svo vaxa hópur á- hugasamra manna sem ýmist mundi vinna í félögum sínum eða fara svo áfram til meira náms í íþróttakennslu, nema hvort tveggja væri. Til að byrja með gætu námskeið þessi verið stutt, en staðfastlega í - Framhald á 8. síðu. Hidcgkuti Hidegkiiti flytur til Þyzkalands Frá því segir að hinn ung- verski landsliðsfyrirliði, Sandor Hidegkuti, muni eftir heims- meistarakeppnina 1958 flytja til Þýzkálands. Um skeið á hann að leika fyrir knattspyrnuliðið Bayern í Múnehen, og á hann að hafa lofað þessu í sambandi við landsleikinn við Þjóðverja um daginn. Hidegkuti skýrði frá því að hánn hefði fengið leyfi ungverska knattspyrnusam- bandsins til þess að setjast að í Þýzkalandi eftir H.M. Haft er eftir forráðamönnum knatt- spyrnufélagsins Bayern að Hid- egkuti eigi að leika með félag- inu 1958-’59, og samtímis að hafa umsjón með drengjum félagsins. hýður ifður eiíirf&rundi þfónustu Trésmíðaverkstæði vort annast smíði á: eldhúsinnréttingum — verzlunar- innréttingum — stigum — gluggum — hurðum og íieiru. Leigjum leftpressu og vélkrana. Tbkum að oss nýbyggingar og breyt- ingar. — Gerum kostnaðaráætlanir yð- ur að kostnaðarlausu og án nokkurrar skuldbindingar frá yðar hálfu. Víðgerðaverkstæði vort annast smíoi á handriðum (úti og inni). Annast jafnframt viðgerðir á: bifreiðum og tækjum. Tökum að oss gröft, sprengingar og fleygavinnu í grunnum. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Tökum að oss ntúrhúðun og annað múrverk. HÖfum trausta og vandvirka fagmenn í þjónusfu vorri og þaulvana bygginga- verkamenn. Vinnum ofantalin verk hvort heldur er eítir reikningi eða föstum tilboðum. H.F. :V> •V .» Melavöllum við Rauðagerði og Miklubraut. Sími 33560 (2 línur).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.