Þjóðviljinn - 14.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1958, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN (7 Alfreð Gíslason: Frjálslyndir og víðsýnir vinstrimenn eiga að fylkja sér um JUþýðubandalagið í vafa um, hvort hún sé lífs eða liðin. Framsókn lét flytja þau boð munnleya. að hún væri til viðtals um sameiginlega stefnuyfirlýsingu og annað ekki. Þaö varð hlutverk Al- þýfuflrkksins að koma í veg Það voru frjálslyndir íhalds- andstæðingar, sem beittu sér fyrir stofnun Alþýðubandalags- ins skömmu fyrir alþingiskosn- ingar 1956. Nauðsynin á stofn- un slíkra samtaka var þá orð- in mjög brýn, enda kröfur manna um hana háværar. All- ur þorri fylgismanna vinstri flokkanna hafði lengi fordæm’t það háttalag þessara flokka að barast á banaspjót, í stað þess að einbeita kröftunum að lausn sameiginlegra áhugamála, sem voru væði mörg og stór. Sömu skoðunar gætti og víða meðal leiðtoganna, þótt önnur og annarlegri sjónarmið yrðu ráðandi í þeirra hópi, þegar til kastanna kom, Hugmyndin um stofnun Al- þýðubandalags átti sterk ítök í hugum vinstri manna um allt land og innan alira flokka, Það sannaðist áþreifanlega í alþing- iskosningunum siðustu. Út úr þeim hreánsunareldi kom Al- þýðubandalagið sem næst- Minnisblað fyrir verkamenn. 5. Hvað kostar það verkalýð- imi, ef íhald og hægri Al- þýðuflokksmenn ná tökum á Alþýðnsambandi og ríkis- stjórn? Lífskjararýrnunin 1947—1955 sannar það bezt: Gengislækkun, 20% rýmun á kaup- mætti launa, aðeins á nauðsynjavörum — og: margföldun húsaleign þar að auki. Amerískt auðvald blandaði sér í innanlandsmál íslands veturinn 1946—47 og tókst að koma a þvi aratugstíma- bili í íslenzkum stjórnmálum, sem einkenmst af yfir- drottnun amerisks auðvalds yfir efnahagslífinu, aftur- haldi í stjónxmálum, lífskjaraskerðingu hjá verkalýðn- itm og' hnig'irun íslenzks atvinnulífs og atvinnuleysi. t desember 1947 var vísitalan bundin með lögum og þarmeð kauj>ið. 1948 tókst ílialdi og hægri mönnum Al- þýðuflokks'ms að ná Alþýðusambandinu. Það lenti þaðan af á Dagsbrím fyrst og fremst að halda uppi barátta verkalýðsins gegn rýrnandi lífskjörum og atvinnuleysi. Hvert förnfrekt verkfall var liáð á fætur öðni til þess að reyna að hefta rýrnun lífskjaranna. 1947, 1949, 1951 og loks í desember 1952 voru liáð verkföll og vannst noklaið á í þeim öllum. En afturhaldið beitíi vægðarlaust ríkisvaldinu til að rýra. kjör verkalýðsins og svifti hann áyöxtum sigr- ?.nna. 20. marz 1950 var gengislækkuninni skellt á. íhaldið sýndi sinn sanna hug í garð verkalýðsins: lækk- aði krónuna, þannig að dollar, sem áður var 6,50, varð 16,32 kr. — O.g meining Sjá 1 fstæðisf 1 okksins var að gefa Landsbankanum síðan vald til að læklia alltaf króiiuna, ef „almenn hreyfing veröur á kaupgjaldi,“ — eins og stóð i gengislækkunarfrumvarpinu ]>egar Sjáif- stæðisflokkurinn lagði það einn fram fyrir Alþingi. Þétta þýdd að ef Dagsbrún hækkaði kaup, átti allt- af að verða gengislækkun á íslandi. — Þetta er stefna Sjálfstæðisfloliksins og bægra dótsins í Alþýðuflokkn- um, seni níi er á mála lijá honinn. Kaup íslenzks haínarverkamanns jafngOti 1.40 i doll- urum í des. 1947 — og samsvarandi kaup höfðu þá hafnarverkamenn í New York. Eftir gengislækkun íhalds og Amerikana var kaup Dagsbrúnarverkamanns 1. maí 1951 jafngildi 0,69 dollara. En þrátt fyrir alla verkfallsbaráttu og þá kauphækk- nn, dýrtíðarlækkun, orlof og fjölskyldubætur, sem hún knúði frain, var ástandið þannig. í marzbyrjun 1955 að kaupmáttur tímakaups hafði minnkað um 20% frá úes. 1947, og var þó aðeins miðað við brýnar nauðsvnj- avörur, en ekki t.d. húsaleigu, sem hafði víða í Rvík tifaklazt frá 1947. — Atvinnuleysl svarf að 1951—2, efan á aðra lífskiararýrnun. Þétta var afleiðingin af íhaldsstjöra í Alþýðusainbandinu fram til 1954. stærsti flokkur landsins og hlaut í Reykjavík viðlíka mörg' atkvæði og hinir vinstri flokk- arnir allir til samans, Þá var lokið sjálfstæðri tilveru AI- þýðuflokksins, sem síðan er á próventu hjá öðruni flokki, og þá þurrkaðist Þjóðvamarflokk- urinn með öllu út úr íslenzk- xun stjórnmálum. Allt þetta sýndi greinilega hug vinstri- sinnaðra kjósenda til Alþýðu- bandalagsins. Sigur þess var mikill, enda þótt leiðtogar nei- kvæðu þríflokkanna yrði um of ágegnt í róðri sínum gegn póli- tískri sameiningu vinnustétt- anna. Nú standa fyrir dyrum kosn- ingar í kaupstöðum og kaup- túnum landsins. Enn er hvar- - i Alfreð Gíslason vetna ríkjandi sami áhuginn og áður á því, að ihaldsand- stæðingar fylki liði sameigin- lega. Hafa tilraunir í þá átt farið fram og viða borið full- an árangur. Að sjálfsögðu hef- ur Alþýðubandalagið ekki að- eins stutt þessa viðleitni alls- staðar, heldur og haft um hana forgöngu. Er nú svo komið, að á Akranesi, Blönduósi, í Bol- unganrík, á Hellissandi, ísa- firðj, Ólafsfirði og Selfossi hef- ur náðst alger sainstaða ílialds- andstæðinga í kosningum þeim, sem í liönd fara. Á hverjum þessara staða er borinn fram einn listi frjálsljmdra kjósenda, og standa allir vinstri flokk- arnir að honum. í Reykjavík var fyrir meira en ári farið að athuga mögu- leika á slíkri samvinnu í næstu bæjarstjórnarkosningum. Hefur Alþýðubandalagið frá upphafi einbeitt sér að því, að það samstarf mætti takast. Meðal Framsóknarmanna í Reykjavík hefur einnig gætt mikils áhuga á algerri sam- vinnu vinstri flokkanna í kosn- ingunum, en þeim mun daufari hafa undirtektirnar verið hjá forkólfum Alþýðuflokksins. og Þjóðvarnar. Fyrir rúmu ári stungu Fram- sóknarmenn upp á því bréf- lega, að vinstri flokkarnir í Reykjavík hæfu viðræður um samstarf í bæjarstjórnarkosn- ingunum. Alþýðuflokkurinn var fljótur til svars, sem reyndist afdráttarlaust neitandi. Var svarbréfið undirritað af flokks- stjörnunni Áka Jakobssyni og þótti hortugt að efni og orða- lagi. Hneyksluðust Framsókn- armenn að vonum á svarinu, því að þeir litu með réttu á Áka sem sinn próventukarl frá seinustu alþingiskosningum. Fulltrúaráð Alþýðubandalags- ins í Reykjavik vildi þó ekki gefast upp við svo búið, og í desember síðastliðnum sendi það vinstri flokkunum bréf, þar sem enn er stungið upp á við- ræðum um samvinnu í ein- hverri mynd. Svar barst fyrst frá Alþýðuflokknum og var neitandi eins og vænta mátti. Frá Þjóðvörn kom ekkert lífs- mark sem og við var að bú- ast, því að sjálf er hún sögð fyrir sameiglnlegt frainbeð í- þaldsavdstæðteffa í Reykjavik. Hann einn neitaði frá öndverðu hvers kon = - samvinnu. en án hans, þótt hrörlegur sé, gat ssmstaðan ekki orðið al- ger. Þau fáránlegu rök voru færð fram fyrir svnjuninni. að hinii- vinstri flokkarnir hefðu siðustu árin gert með sér sam- tök um að ryða áhrifum Al- þýðuflokksins í bæjarmálum Reykjavikur Hið sanna er þó, að gengið var eftir bæjarfull- trúa flokks:ns um samvinnu, enda bar sú viðleitni stundum góðan árangur. Einhuga bamtta Alþýðu- bandalagsi”® auknu sam- starfi viostri fte!cV'""ia á rík- an hljómgrunn í öllum flokk- unum. Það eru mi sem fyrr fá- einir misvitrr foringjar, sem standa í veai fyrir, að þeirri baráttu Ijúki með fu’lum sigri einingarmanna. Það er ekki á- greiningur um stefnumál, serrt aðskilur vinst-i flokkana í þessum bæiar'tjórnarkosning- um. Sá ágreinin«ur er ekki til. Fulltrúar minnihluta fiokkanna i bæjarstjórn fl.vtia sameigin- lega tillögur um stjórnmál og standa í meginmálum sem sam- felldur múr gegn íhaldsmeiri- hlutanum. Þegar skoðanamun- ar gætir, er hann ekki meiil en gengur og gerist með mönn- um innan eins og sama flokks. Hið tilbúna sundurlyndi vinstri flokkanna er auðvitað saméiginlegum má’stað þeirra þungur fjötur um fót. Þegar þeim Iærist að standa saman, eiga þeir auðunninn kosninga- sigur í Reykjavik. Þetta sjá allir frjálslyndir kjósendur, og því ættu þeir nú að fyikja sér um Alþýðubandalagið, sem beinlínis er til þess stofnað, að kraftamir geti sanieinazt. Enn vantar herzlumuninn. Kosn- Framhald á 8. síðu. Þið eruð þjófar, kjósið mig •k Nýlega komst Bjami Bene- diktsson svo að orði í Morgun- blaðinu að verklýðssamtökin væru ,,afl utan Alþingis“, og það væri stjórnarskrárbrot og allt að ])ví landráð að hafa samvinnu við þau um Iausn efnahagsmála. í fyrradag hnykkir hann enn frekar á og segir í blaði sínu: „Eu „patent- lyf“ á borð við það þegar Her- rnann Jónasson kallar komm- únista til að stöðva verðbólg- una er ómenguð skottulækning. Það er eins og innbrotsþjófn- um sé fenginn fjársjóðurinn, sem liann brauzt inn til að ná í. í þeirri von að liami láti af innbrotunum“. ★ Þegar Bjami talar um ,,kommúnista“ á hann að sjálf- sögðu við verklýðssamtökin, því það er meginatriði núver- andi stjórnarstefnu að hafa samráð við verklýðssamtökm til þess að stöðva verðbólguna. Bjami Benediktsson kallar sem sé verkamenn þjófa, vegna þess að þeir hafa með samtökum sínum tryggt sér stærri hlut af þjóðártekjunum en auð- mannastéttin vill una. Og ef þessi lærisveinn þýzku nazist- anna hefði völd til myndi hann auðvitað ekki hika við að koma fram við vinnandi fólk eins og sakamenn. ★ Á sama tíma býður Bjarni Benediktsson svo fram í Dags- bi'ún! Boðskapur hans til verka- manna er því þessi: Þið ei’uð innbrotsþjófar sem engu eigið að ráða í þjóðmálum; kjósið mig. Eru ennþá vongóðir ★ Morgunblaðið birtir í fyrradag fréttina, um að tog- araeigendur hafi sætt sig við tilboð sjávarútvegsmálaráð- herra og ákveðið að semja við sjómenn „svo sem í bréfi sjáv- arútvegsmálaráðherra greinir“ undir fyrirsögninni: „Yfirvof- audi rekstrarstöðvun hjá tog- araflota laudsmanna:“ ★ Lengi væntir vonin, segir málshátturinn. Allt er þá þrennt er ★ Á kjósendafundi í Kópavogl ræddi efsti maður ihaldslistans, Sveinn Einarsson, um atvinnu- mál, og hefur hann væntanlega skýrt sérstaklega frá afrekum sínum á þeim sviðum. Hann var sem kunnugt er um langt ára- bil framkvæmdastjóri Faxa- verksmiðjunnar, eins mesta gjaldþrotafyrirtækis þjóðarinn- ar, þar sem tugum milljóna af fjármunum Reykvíkinga hefur verið sóað til einskis. Að þeim afrekum loknum var hann sett- ur yfir glerverksmiðjuna og gáir til veðurs á hverjum morgni af glerfjal’inu mikla. En nú er röðin sem sé komin að Kópavogi. ★ Sagt er að Sveinn geri sér sérstakar vonir um stuðning Reykvíkinga í kosningabarátt- unni í Kópavogi. Þeir rnuni alít vilja til vinna að losna við hann úr höfuðborginni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.