Þjóðviljinn - 20.02.1958, Síða 10
■'ív xu.íi’r ia<\
.iiníio'l ,CS
jO) — ÞJÓÐVILJINN —. Fimmtudagur 20. febrúar 1958
«*er
Fríverzlunarsvœði Evrópu
Framhald af 1. síðu mynd. Að við íslendingar get-
Iagssvæðis ? Mikinn hluta af út- Um aklrei annað en tapað á
flutningnum snertir það ekki henni ef hún kemst í fram-
neitt. Hins vegar snertir það kvæmd. Við getum ekkert unn-
útflutning okkar á óverkuðum
saltfiski og skreið. Árið 1950
fluttum við til ítalíu óverkað-
an saltfisk fyrir 19 milljónir
króna. Alveg er óvíst að sá
tnarkaður tapist við myndun
tollabandalagsins. Það er þó
hugsanlegt, en af okkar fisk-
útflutningi upp á 800—900
milljónir yrði enginn vandi að
bæta okkur þetta upp. Við
liöfum unnið það þrekvirki að
stórauka fiskútflutninginn þó
Suðurlandamarkaðurinn brygð-
ist í heimskreppunni. Af skreið-
inni kaupir Italía nú fyrir 7
milljónir, af 93 milljóna fram-
leiðslu. Vestur-Þýzkaland kaup-
ir fyrir eina milljón. Þennan
markað gætu Þjóðverjar ef til
vill tekið af okkur ef þeir
færu í skreiðarframleiðslu, en
hingað til hafa íslendingar og
Norðmenn setið að henni ein-
ir. Þó er það ekki sérstak-
lega Iíklegt, en jafnvel þó svo
færi eru ekki hundrað í hætt-
unni þó þessi ítalski markað-
; ur glataðist.
Ekki hundrað í hættunni
Þá litlu prósentF'iu af út-
flutningi okkar sem tapast
kynni í þessum löndum, væri
enginn vandi fyrir okkur ís-
lendínva að vinna upp hjá öðr-
um þjóðum. Við Islendingar er-
um í vandræðum að framleiða
nægan fisk til þess að geta
sinnt eftirspurn eftir fiski okk-
ar. Við þurfum því ekkert að
óttast af þessu tollabandalagi.
ið við hana, en höfum nokkru
að tapa.
Samkvæmt því sem mennta-
málaráðherra hélt fram, yrði
ísland ekki einungis að af-
nema alla tolla gagnvart öðr-
um þ'átttökuríkjum fríverzlun-
arsvæðisins, heldur líka gagn-
vart sósíalistísku ríkjunum og
Bandaríkjunum, vegna okkar
miklu viðskipta við þau. Yrði
Island þá að líkindum eina
tollfrjálsa landið í heiminum.
Ennfremur taldi ráðherrann að
við yrðum að afsala okkur inn-
flutningshömlum og beita ein
ungis fjármálalegum ráðstöfun-
um til áhrifa hins opinbera á
innflutning, verðlag og annað
slíkt, m.ö.o. gengisbreytingum.
Ef við verðum að afsala okk-
ur öllum innflutningshömlum,
þýðir það, að við verðum að
samræma verðlag okkar við það
verðlag sem væri í þessum frí-
verzlunarlöndum. Hér yrði það
ástand að allir mættu flytja inn
allar vörur og síðan yrðum við
að samræma allt verðlag hér
innanlands.
Það þýðir að samræma allt
verðlag á vinnuafli verka-
manna, bænda og sjómanna því
verðlagi sem gildir á fríverzl-
unarsvæðinu. En það þýddi að
gera íslenzka verkamenn og
bændur fátækari og búa þeim
Iangtum lélegri lífskjör en þeir
hafa nú.
Nú, hvað snertir ost og!|> Einar benti á, að með af-
smjör og annað slíkt, er greini-
legt, hvernig fara mundi.
Þetta mundi þýða að koma
landbúnaðarframleiðslunni nið-
ur í . það að vera framleiðsla
á neýzlumjólk og fækka i
bændastéttinni sem því svaraði.
Ef til vill tækist okkur að
halda einhverjum sauðfjárbú-
skap við, en hann væri minnsta
kosti allur í hættu. Og við mun
lélegri kjör hlytu þeir bænd-
ur þá að lifa en þeir þó lifa nú.
Eg er hræddur um, að okkar
landbúnaður, sem hvað mest
hefur nú verið verndaður af
öllu, mundi standa mjög erf-
iðlega að vígi í slíku fríverzl-
unarsvæði, og að það rót mundi
verða á íslenzkri bændastétt,
íslenzkri bændamenningu og
öllum íslenzkum landbúnaði,
það skjótt og það mikið, að
ekki bara atvinnulífið heldur
sérstaklega þjóðlifið mundi
ekki bíða þess bætur.
Hvað iðnaðinn snertir, er
hann sú atvinnugrein, sem
flestir lifa hér af. Ymislegt af
honum er vissulega skapað í
skjóli hárra tolla, en annað er
allgott, og þá sérstaklega sjáv-
arútvegsiðnaðurinn.
Hv«r yrðu áhriíin
Hvaða áhrif mundi afnám
Við yrðum fyrir ofurlitlum ó- tollanna hafa á aðalatvinnu-
þægindum, sem við gætum þó
sennilega afstýrt með því að
hugsa fvrir þessu í tíma. Þar
væri í hæsta lagi um hað að
ræða að t.ana markaði fyrir' 20
—30 milliónir kr. í óverkuð-
um saltfiski og skreið.
Geíum eldrei annað
e’"'
Fríverzlunarsvæðið er hins
vegar miklu stærra og alvar-
legra mál. En þar erum við að
ræða um hugmynd, en ekki um
staðreynd eins og tollabanda-
lagið er, þó það sé á frum-
stigi enn. Um fríverzlunarsvæð-
ið er allt í óvissu, hvort það
verður til og hvernig það yrði.
Þó er nauðsynlegt að við
gerum okkur ljóst hverja þýð-
ingu slíkt samband hefði.
Eitt er þó víst um þessa hug-
vegi íslendinga?
Við skulum taka landbúnað-
inn, sem Skúli Guðmundsson
var að tala um sem okkar
elzta atvinnuveg. Það er rétt
hjá honum, að mjólkurfram-
leiðslan fyrir neyzlumjólk
mundi haldast. Og þá neyzlu-
mjólk, sem við þurfum, getur
örlítill hluti þeirra bænda, sem
nú starfa á íslandi, framleitt.
Allt annað af landbúnaðar-
framleiðslu er í hættu. Það er
rétt, að íslenzkt dilkakjöt er að
mörgu leyti betra en margt
útlent kjöt og við sérstak-
lega vanari við það, en það
er ekki víst, að menn hefðu
efni á að kaupa það dilka-
kjöt, þegar miklu fátækara fólk
á íslandi en nú er hér, ætti
að -fara að ‘kaupa ódýrar vör-
ur í búðum og liefði til sam-
keppni helmingi eða þrefalt
ódýrara argentínskt kjöt eða
annað slíkt.
námi tollanna væri alveg óvíst
hve mikið yrði keypt af olíu
eða öðru slíku frá Austur-Evr-
ópu og þá líka hve mikið við
gætum selt þangað. En þá yrði
allt í óvissu um markaði fyrir
fiskframleiðslu íslendinga.
Fyrsta afleiðinfpn liér á Is-
landi mnndi vera gífurlegt at-
vinnuleysí og veruleg unpflosn-
un í sveituin og stórkostleg
lækkun á kaupi og rýrnun á
Iífskjörum. Þetta væri óhjá-
kvæmilega höfuðafleiðingin af
því að við yrðum að onna
landið með afnámi allra okkar
tolla og innflutningshamla fyr-
ir öllum þeim aðilum, sem við
hefðum von um, að vildu kaima
af okkur fisk og selja hér vör-
ur. Við leiddum með því þá
algeru óvissu yfir allt okkar
athafnah'f, sem einkenndi okk-
ur á tímabilinu eftir 1930 og
sem við vorum að reyna að
briótast út úr þá.
Þetta er það raunliæfa imú-
hald, ef fríverzlunarsvæði yrði
myndað og vrði jí svinuðu formi
og lvst hefur verið.
Útdráttur úr síðari hluta af
ræðu Einar verður birtur í
blaðinu á morgun.
Hræddur er ég samt um, að
það yrði ekki sérstaklega mik-
ið af iðnaði landsins, sem stæð-
ist, ef allt væri opnað hér. Það
er eðli iðnaðarþróunar, að þeir
stóru bylta burt þeim smáu, og
allur íslenzkur iðnaður er smár
samanborið við það, ef útlend-
ir stóriðjuhringar hefðu áhuga
fyrir því að koma hér upp
stóriðnaði í einhverri mynd.
Þannig er hætta á, að iðnað-
urinn hér á íslandi mundi koll-
varpast, meginið af honum.
'Sjávarútvegurinn er tví-
mælalaust sá atvinnuvegur sem
mundi standast skárst, og færi
það þó eftir atriðum, sem hæst-
virt. menntamrh. benti rétti-
lega á, að við höfum nú ekki
hugmynd um hvernig verða
muni, en það er, hvernig okkur
gengi að halda þeim mörkuð-
um, sem við höfum bæði í Aust-
ur-Evrópu og Bandaríkjunum,
ef við værum þátttakendur í
svona fríverzlunarsvæði.
í þessum dúr. Ekki vildi Ólafur
gefa yfirlýsingu um afstöðu
Sjálfstæðisflokksins né sjálfs
sín, þó hann vissi orðið mik-
ið um málið af lestri erlendra
blaða (hann læsi þó ekki önn-
ur blöð en ensk og skandinav-
isk og lítillega amerísk). En
enginn leikur yrði fyrir Islend-
inga að ætla sér að standa utan
við fríverzlunarsamtökin.
Gylfi Þ. Gíslason kvaðst hafa
flutt Alþingi skýrslu sína nú
vegna þess að það væri fyrst
nú nýlega, á ráðherrafundinum
í janúar, að komið hefðu til
umræðu vandamál sem beint
snertu ísland. Þá hefði verið
fallizt á að greina sundur um-
ræðurnar um sjávarútvegs- og
landbúnaðarvörur.
Ákveðið 'var að skipa nefnd
sérfræðinga um sjávarútvegs-
málin, og hefði sú nefnd ekki
verið skipuð enn, en ísland
ætti að eiga þar fulltrúa. Ef
eitthvað meiriháttar gerist i
þessum málum yrði þinginu
flutt vitneskja um það tafar-
la'úsC
,,Þri?iia rikirS”
Ólafur Thórs lýsti ræðum
þeirra Einars og Gylfa á þá
leið, að annar hefði blásið
vestan, en hinn austan. Gylfi
hefðj viljað sagt hafa að
hann teldi mjög liklegt að frí-
verzlunarsvæði Evrópu kæmist
á og hann væri ráðinn í því
að íslendingar yrðu þar þátt-
takendur. Einar hefði hinsveg-
ar útmálað það sem dyr vítis ef
Islendingar gengju í þau sam-
tök,
Væri svo sem auðskilið hvað
vekti fyrir Einari. Fríverzlun-
arsvæðinu væri ætlað að vera
frumdrög að sameiginlegri Evr-
ópu. Hann hefði það beint eftir
sjálfum Churchill, að þessi
hugmynd væri að fá byr hjá
helztu ráðamönnum Evrópu.
Á döfinni væri tilraun til
stofnunar þriðja ríkisins. Móti
því væru Sovétríkin og því
Einar Olgeirsson, — og áfram
Ræðu Einars svaraði Gylfi
fáeinum orðum, og taldi rétt
að Islendingar hefðu viðskipti
við öll svæði og þjóðhagskerfi
í heiminum. En jafnvel þó Is-
lendingar gætu fundið markað
fyrir útflutningsvörur sínar til
fríverzlunarlanda yrði engu
síður vandamál með innflutn-
ing Islendinga þaðan. Þann
innflutning gæt.um við hvergi
fengið nema frá Vestur-Evr-
ópu. Einnig taldi hann senni-
legt að fríverzlunarsamtökin
vrðu svo frjálsleg, að áætlunar-
búskapur einstakra landa ætti
ekkí að vera útilokaður.
Umræðunni var enn frestað.
Fimiskir gestir
Framhald af 12. síðu
fyrir félagsmenn og gestj í
Breiðfirðingabúð uppi annað
kvöld kl. 8.30. Verða þar sýnd-
ar íslenzkar kvikmyndir, m. a.
Heklukvikmynd Guðm. Enars-
sonar frá Miðdal og fararstjóri
Finnanna mun halda ræðu. Að
lokum verður dansað.
Erlend tíðindi
Framhald af 6. síðu
ust vera stærsti flokkur eyj-
arinnar í bæja- og sveita-
stjórnakosningum á síðast-
liðnu ári. Á úteyjunum eru
hinsvegar aðalvígi íhalds-
flokkanna, sem einkum styðj-
ast við prestastétt múham-
eðstrúarmanna. Þennan hér-
aðarig, hagsmunaárekstra og
pólitísku andstæður hafa upp-
reisnarmenn hagnýtt sér eftir
beztu getu.
Eins og áður er rakið hefur
uppreisnarástand ríkt um
hluta af Indónesíu á annað
ár, en hvergi hefur enn kom-
ið til hernaðarátaka. Indónes-
ar eru menn friðsamir og ó-
gjarnir til stórræða. Þar að
auki eru bæði uppreisnarmenn
og stjórnendur í Jakarta
vopnabræður úr frelsisstríð-
inu gegn Hollendingum og
skirrast af þeim sökum í
lengstu lög við að berast á
banaspjót. Átrúnaðargoð upp-
reisnarmanna, Hatta og sold-
áninn í Djogjakarta, sitja á
Java og hafa sig hvergi í
frammi. Upp á síðkastið eru
forustumenn á báða bóga
farnir að tæpa á því að til
blóðsúthellinga muni brátt
koma, ef andstæðingar þeirra
láti sig ekki. Ríkisstjórnin er
búin að setja hafnbann á yfir-
ráðasvæði uppreisnarmanna,
til að stöðva vöruskiptaverzl-
un þeirra við Singapore. Allt
bendir þó til að enn um hríð
verði látið sitja við tauga-
stríð í Indónesíu, hvað sem
síðar kann að verða. M.T.Ó.
Forn og ný vandamál
eftir BRYNJÓLF BJARNASON.
Um fyrri bók höfundarins, Forn og ný vandamál, seg-
ir Ásgeir Blöndal Magnússon í grein í Rétti eftirfar-
andi: „Bókin er ekki mikil að vöxtum, en hún er
skrifuð af mikilli skerpu og rökvísi.
Höfundur 'kemst að kjarna þeirra mála, sem um er
rætt, og kemur furðulega víða vð.
Helzt heíði ég þó kosið, að bókin hefði verið stærri
og tekið enn fleira til athugunar . . . . “
Gátan mikla
í þessari bók er framhaldið. Hún fjallar enn um
grundvallaratriði allrar heimspeki, hver sé afstaða
hugsunar til veruleika og áhrif heimspekikenninga á
náttúruvísindin, leitast við að svara hinni fomu spurn-
ingu: Hvið er sannleikur, og á grundvelli þess ræðir
höfundur um viðhorf vísindalegrar hugsunar til stöðu
mannsins í tilverunni og gátuna miklu um framhalds-
líf hans, — Loks tekur hann til meðferðar afstöðu
marxismans til trúarbragða.
Báðar þ:-ssar bækur fást m.a. hjá Bókabúð Máls og
menningat, Skólavörðustíg 21, og sendar í póstkröfu
um allt land.