Þjóðviljinn - 09.03.1958, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.03.1958, Qupperneq 7
Sunnudagur 9. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Roðasteinnimi og ritfrelsið Goðar myndír aí misjöfmnn hnsrnn ÍSLENZK BYGGING Brautryðjandastarf Guðjóns Samúelssonar — Texti og ritstjórn: Jónas Jónsson og Bene- dikt Gröndal. — Bóka- útgáfan Norðri 1957. Húsameistarar eru þeir högg- myndasmiðir sem þurfa ekki aðeins að búa myndinni hæfi- , legan svip í bak og fyrir, heldur og að innanverðu; og því er sæmilegt að sýna myndir af verkum þeirra eins og annarra listamanna Norðri hófst handf' á síðastliðnu ári og gaf út gerð arlega myndabók um verk Guð jóns Samúelssonar, fyrrurr húsameistara ríkisins. Bókin ev 140 síður í mjög stóru broti mikill meirihluti hennar skýrar myndir af húsateikningum Guð jóns — og af húsunum fullgerð um. Bókin sýnir afköst hanf mætavel og þróunarferil hanf sæmilega. Hún ieiðir einnig 1 ljós, að hann hefur gert ýmsar stíltilraunir; og því er sízt að leyna að leikmanni þykir fyrsti húsin hans einna ankannaleg ust, en þau síðustu lánlegust, svo sem Gagnfræðaskóli Aust- urbæjar og Skógaskóli. Guðjón Samúelsson verður að teljast mjög misgæfur listamað- ur, þegar á hei’dina er litið. Það er einstakt raup þegar segir á kápusíðu, að hann hafi vei’ið „einn af mestu og sérstæðustu listamönnum þjóðarinnar". At- orka hans verður ekki dregin í efa, en listgáfa hans hefur stað- ið höllum fæti gagnvart dugn- aðinum. Vanmáttur hennar verður einna berastur af því, hve hugmyndir mannsins eru fráleitar og óskáldlegar þegar þær leika lausum hala. Fram- tíðarsýnin um Skólavörðuholt á 67. blaðsíðu er til dæmis of- þoðsleg sýn. Skammt frá er teikning af Hallgrímskirkju í Saurbæ, sem enginn vildi nýta þegar til kom. Enda var ímynd- unarafl teiknarans svo hraemu- legt, að hann kvað turninn gerð- an „sem mjög stóran legstein", en framan í legsteininum standa súlur þrjár — „og eiga þær að minna á hörpustrengi“. Svona ímyndunargáfa er býsna fjar- skyld allri listskynjun. Eitt dæmi enn um fáránlegt hug- myndaflug mannsins er svo Hallgrímskirkja í Reykjavík. Turninn á henni er sem sé snið- inn eftir Hraundranga i Óxna- dal; en hjá Hraundranga er annar iægri drangur, og húsa- meistari kom honum fyrir á öðrum stað í kirkjunni. Vinnu- brögð af þessu tagi eru hrein- ræktuð vitleysa, en svona var skáldskapur Guðjóns Samúels- sonar: turninn á að minna á drangann. húsið á að tákna fjall; en hann megnaði ekki að skapa nein lifræn listartengsl milli fyrirmyndar og eftirlík- ingar. Það er svo kapituli fyrir sig, hvað minningarkirkja um Hallgrim Pétursson hefði að gera með turn i likingu við fjall Jónasar Hallgrimssonar. Það hefði farið bétur á því, að einhver annar en Jónas Jóns- son helði ritað textann í þessa myndabók. Hann skrifar fyrst æviágrtp Guðjóns, en síðan langa ritgerð: Strauma í húsa- jerðarlist ■—efni sem við báðir berum næsta lítið skynbragð á. í báðum þessum greinum er borið þvílíkt oflof á húsameist- ara, að mann klígjar við. Jónas hefur aldrei kunnað að meta menn á hlutlægan hátt; og ég veit svo sem ekki, hverjum er mætara lof hans nú en last hans forðum. Það er ekki til vilhall- ari dómari um verðleika manna en Jónas frá Hriflu. En það er ekki einasta oflofið, til að endurmeta ritsnilld Jón- asar ft’á Hriflu; hún hefur hvort sem er alltaf verið 45% þjóð- saga.. Guðjóni Samúelssyni hefur víst tekizt bezt með þau hús, þar sem hann var rígbundnast- ur iif ætlunarverkum þeirra, svo sem skóla og sundlaugar — að burstaskólunum þó undan- teknum. En sköpunargáfa hans hefur verið vængstutt og stirð í sveiflunni. En hann var fyrir aðstöðu sína þvilíkur miðherji í* byggingamáium landsins um langt skeið, að útgáfa þessarar Þjóðleikhúsið, eitt af stórhýsimum, sem reist var eftir teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar. sem illa hlýðir í þessum rit- smiðum. Stíllinn og orðalagið á síðarnefndu greininni ber því augljóst vitni, að maðurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hann segir: „í húsum, sem byggð eru í lýðveldisstíl eru þökin með nokkrum halla í fullu samræmi við veðráttu landsins“. Þetta ber svo að skilja, að ólukkans regnið fellur út af þeim í stað þess að leka inn. En tvö helztu hús Guðjóns Samúelssonar í lýðveldisstíl eru Háskólinn og Gagnfræðaskóli Austurbæjar — bæði húsin með þökum eins og þau gerast einna flötust. En á síðunm, þar sem Jónas talar um lýðveldishallann á húsþökun- um, er mynd af húsmæðraskól- anum á Laugum. Hann var reistur löngu áður en húsa- meistari fann upp lýðveldis- stílinn sinn, svo rigningin færi ekki rakleiðis inn í stofu — og hann nr með snarbröttu þaki, sem engan dropa festir á! Neðar á sömu síðu kemst Jónas að þessari niðurstöðu um gluggaua á Gagnfræðaskóla Austurbæjar: „Deildaskipun gluggaraðanna á aðalhliðum hússins minna (svo!) á flug fugla í oddfylkingu“. Raunar hefur Jónas ekki séð fuglana í gluggunum sjálfur, heldur hef- ur húsameistari bent honum á þá. Það er alveg í stíl við hraun- drangaskáldskapinn hans. Moðhausaskapurinn heldur á- fram i Þáttum úr byggingar- sögu, sem Jónas skrifar aftast í bókina Þar segir m. a. svo um Laugarneskirkju: „Form og skipulag kirkjunnar er í eðli- legu sambandi við sögu kristni- haldsins i landinu....“ Það er gagnslaust að spyrja um merk- inguna í þessari setningu; höf- undurinn skilur sig ekki sjálfur. Þá segir hann um afgangs- teikningu frá Hallgrímskirkju i Reykjavík: „Efsti hluti turnsins minnir á bylgjur norðurljósa á vetrariiimni.... “ Ritmennska af þessu tagi mætti örva menn bókar hlýtur að teljast vel til fundin. Mættu þá aðrar á eftir fara. B.B. Jóhannes úr Kötlum: Roðasteinninn og rit- frelsið. — 98 blaðsíður. — Prentað á ábyrgð liöfundar, Reykjavík 1958. Jóhannes úr Kötlum var byrj- aður að þýða Roðastein Mykles hins norska, þegar Kristján Al- bertsson boðaði þá nýung i is- lenzku menningarlífi að bækur væru lögreglumálefni. Lögreglu stjórinn í Reykjavík lýsti því þá yfir, að hann tæki hlutverk- ið að sér: það væri alveg sjálf- sagt að hann gerðist bókmennta- ráðunautur þjóðarinnar. Utgef- andi Roðasteinsins viidi þá ekki eiga úigáfu sína undir smekk Sigurj óns Sigurðssonar og hætti við hana; Jóhannes úr Kötlum varð að snúast að öðrum verk- efnum. íslenzk dómsvöld bönnuðu sem sé útgáfu Roðasteinsins fyrirfrt m — og brutu vitaskuld lög ríkisins: það er ekki hægt að banna bók, fyrr en hún er komir. út. Hér var vegið harka- lega að ritfrelsinu í iandinu; en það er búið að brjóta á okkur svo mörg lög nú um sinn, að jafnvel rithöfundarnir þögðu við árásinni — unz Jóhannes úr Kötlum kvaddi sér hljóðs með þessum myndarlega bæklingi. Ég vil vekja athygli dómsvald- anna á því, að einn lengsti þáttur hans er kafli úr Roða- steininum, þýddur á fagra ís- lenzku. Viljið þið ekki halda áfram að banna, herrar mínir? Höfundur bæklingsins rekur málareksturinn gegn Mykle í Noregi og síðan viðbrögð ís- lenzkra siðapostula og dóms- valda — auk þess sem hanu fræðir okkur obbolítið um mannlega náttúru svona al- mennt, nefnir nokkur dæmi um klámið í bibliunni, og brýnir að lokum fyrir íslendingum stoltari reisn en þeir haía tamið sér um skeið. Hann víkur einnig að því hve siðlegir mælikvarðar okkar eru rangsnúnir; bók- menntaþjóðin forna tekur því með þögn og þolinmæöi að bækur séu gerðar lögreglumál- efni og settar á bannlista, á sama tíma og „jafnt riki sem einstaklingar leggja allskonar tálsnörur fyrir æskulýðinn bæði leynt og Ijóst.... Eða hveinit; væri að lun hneyksl- rð • máttarvöld kynnt.u sér það sálerdrepandi sorpritaflóö sem samvizkulausir menningarníð- ingar hella látlaust yfir æsku- lýðinn í gróðaskyni? Hvernig væri að þau athuguðu betur kvikmyndahlandforirnar sem beinlínis ala unglingana upp í aðdáun á skefjalausri glæpa- rómantík allt niður i kyalalosta og morð? Hvernig væri að þau tempruðu bununa úr þeim sí- mjólknndi áfengisspena sem rikið blátt áfram stingur upp í ungt fólk á kynþroskaskeiði? Hvernig væri að þau reyndu að fjarlægja hersveitir dauðans af Rcykjanesskaga áður en. stórveldin brenna æskulýð vorn upp í helvítiseldi kjarnorku- flugskeytanna — og þar með alla þá hreinu áru sem postul- arnir boða?“ Ég þakka Jóhannesi úr Kötl- um hreinskilið og djarft orð. Bæklingurinn hans gæti orðið til þ?ss að binda endi á af- skipti Sigurjóns Sigurðssonar af listrænum bókmenntum. Og nú yrði þeim erfiðara að þegja, sem bera hag listarinnar fyrir brjósti — ef dómsvöldin á Is- landi skyldi einhverntíma langa til að vega aftur í sama kné- runn. B.B. Ritstjóri: Sveiribjöm Beinteinsson.. Enn er óskað eftir meiri fróðleik um bragarhætti. Eg mun auka nokkuð við það sem sagt var um þetta efni hér í þættinum fyrir skömmu. Þar voru taldir upp frumhættir rímna, tuttugu talsins. Hér verða talin nokkur þau af- brigði þessara hátta sem al- geng eru, einkum þau sem finnast í lausavísum eða öðr- um kveðs'kap sem víða fer. Kunnasta afbrigði fer- skeytts háttar er hringhend- an, hún er fyrst þekkt á 17. öld. Anda heitum yndi nóg unaðsreitir geyma seinna leitar þráin þó þinna sveita heima. Oddhenda: Laug á. bak það leiða lirak, lastnæm staka flýgur. Bykur brak og orðaskak andans Lakagígur. Sléttubönd voru fyrst kveð- in á 16. öld, svo vitað sé, en þó ekki verulega fyrr en á 17. öld. Þessi háttur mun vera einna vandkveðnastur allra rímnahátta, Samt veit ég til að u.þ.b. tuttugu skáld hafa ort rímu með þessum hætti. Mikið hefur verið ort af sléttuböndum, en aðeins fáar vísur sem tálizt geta listaverk. Eg mundi ráðleggja mönnum að hverfa freniur til annarra hátta í vísnagerð sinni, svo fremi sem þeir telja sér ekki alla vegi færa; aðrir hættir eru meðfærilegri og þola betur misfellur. Sléttu- bönd með víxlhendu miðrími eru þannig: Meðan strengur nokkur nær nýtum háttuin braga héðan lengi fregnast fær frægðar m&ttug saga. Skrautlegt afbrigði hring- hendu er þráðhendan hljóm- mikill háttur og fagur: Skríða menn í hraðför hjá hlíðar fenniköfuni, skíðum renna röskir á, ríða tvennum stöfum. Fi*emúr ungt afbrigði skammhendu er hringhend skammhenda, svokallað glæsi- lag. Háttur þessi er vel þekkt- ur úr Númarímum Sigurðar Breiðfjörðs, einnig má nefna Vegtamskviðu eftir Stephan G, Stephansson. Húnvetningar munu einnig kannast vel við háttinn, því þar var hann í tízku um skeið : Blik frá rauðum ástareldi eftir nauðir mér j, sumarauðugt sólarv'eldi síðan bauð hjá þér. Algengasta afbrigði af úr> kasti var framhent úrkast: Sína götu gekk þó hvort < frá grænum hlíðum; liggja glötuð ljóðin ort ' á liðnum tíðum. > Eitt af þekktustu tilbrigð- um gagaraljóða er Kolbeins- lag; höfundur þess var Kói- beinn Jöklaraskáld. Hreppti stranga hríð í fang hann sem neyðarkjörin beið; átti langan útigang einn á heiðar bröttuleið. Annað vinsælt afbrigði þessa háttar er svokölluð stíma, algengust þannig: Þá úr háska hvatan dró, hneigjast lét af boðum ei; fráum liann á fáki þó feginn komst í burt og mey. Fagursneitt er annað merki- legt afbrigði gagaraljóða: Bóndi niíplir hlítt við hal: Hent ég tel þú gerir dvöl; herja kalinn heiðardal hriðarélin jnyrk og svöl. Lengi vel var algengast að yrkja langhendu með víxl- hendu rími, en sá háttur er þannig: Man ég prýddu vorsins veldi veðrin mætu Ijúf og hlý. Dagur, skrýddur fögrum feldi, fram á nætur vakti því. Langhenda hringhend: ; Nóttin köld og þögul þekkti það sem kvöldið gaf í skyn; dagsins" völd og vilja blekkti vélráð öld í morgundyn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.