Þjóðviljinn - 12.03.1958, Side 7

Þjóðviljinn - 12.03.1958, Side 7
Miðvikudagur 12. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Verðbélguþensla er eina orsök eína- hagslegra örðugleika þjéðarinnar VerSstöSvun ein gefur tryggt hagsmuni almennings Grein sú um efnahagsmál- in, er núverandi viðskipta- málaráðherra skrifaði hér í blaðið fyrir skömmu, virðist hafa snert hinar viðkvæmu taugar stjómarandst"ðunnar mjög illa. Eins og lesendur muna leiddi ráðherrann rök að því, að verðstöðvunar- stefna sú, er stjórnin beitti sér fyrir. og gerði að grund- velli heildarstefnu sinnar í efnahagsmálum, hefði gefizt vel og raunvemlega miög mikið framar vonum miðað við þá óhemju erfiðleika. sem við var að etja og íhalds- stjórnin fvrrverandi sk’Idi ©ftir sig. Era andmælavið- brögð í blöðum Siálfstæðis- flokksins næst.a brosleg, t.d. reynir Vísír að gera sér mat úr því s.l. f"studag, að hækk- un hafi orðið á áfengi og tóbaki og telur bað vitna um að stefna bessi hafi ekki tek- izt. Er betta einmitt eftir- tektarvert dæmi um viðborf stjómarandstöðunnar í bess- um málum. og sýnir greini- lega, hvevia hún ber fvrir br.iósti í baráttu sinni á hin- um pólitíska vettvangi. Viðskilnaður íyrr- verandi stjórnar Öll þjóðin veit að viðskiln- aður fyrrverandi stjórnar á efnahagsmálunum var þannig að fyrir hendi var enginn kost- ur góður. Til sönnunar því nægir að minna á upphaf stjómmálaályktunar nýafstað- ins miðstjórnarfundar Fram- sóknarflokksins. Þar sem sá flokkur var annar aðili þeirr- ar stjómar, mun hann tæp- lega gera hlut hennar verri en efni standa til með því að Ijúga á sjálfan sig. Upphaf þessarar ályktunar hljóðar svo: „AðaJfnndur miðstjómar Framsóknarflobksins minnir á I á staðre.ynd, að þegar nú- vérandi ríkisstjóm tók við völdum, var útflutningsfram- leiðslan, þrátt fyrir báta- gjaldeyriskerfið komin að stöðvun, og verðbólguástand ríkjandi. Stórfelldur halli var íyrir- sjáanlegur á ríkisbúskapnum að óbreyttum tekjum. Flestar meiri háttar framkvæmdir í þann veginn að stöðvast — eða strandaðar — vegna f jár- skorts. Gjaldeyrismálin komin í óefni“. Lýsingin er sannarlega ekki glæsileg. En frá þessum aðila mun hún tæpast verða rengd. Það er virðingarvert af Fram- sóknarflokknum að viður- kenna ástandið svo hrein- skilnislega. ^ Fyrri aðíerðir stefndu að gengis- lækkun Með þessar staðreyndir fyr- ir augum, verður ekki neitað því, sem fyrr er sagt, að raunyerulega væri enginn kostur góður. Það sem blasti við flestum, og stjómarand- staðan hefur ekki dregið dul á að væri hennar vilji, var það, að lífskjör almennings hlytu að lækka, sem fram- kvæmt yrði með gengislækk- un, er hækkaði allt almennt verðlag í landinu, án þess að tekjuaukning kæmi þar á móti. Þannig hefði aðalbyrð- um þeirra ráðstafana, sem ó- hjákvæmilega varð að gera, til að koma í veg fyrir stöðv- un framleiðslunnar, verið vélt á herðar þeirra mörgu, sem lítil eða engin tök hafa á að veita sér og fjölskyldum sín- um annað en brýnustu lífs- nauðsynjar. Þessi kostur var fyrir hendi, og hann hefði verið tekinn ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði orðið aðili þeirrar ríkisstjómar, er nú situr, í stað Alþýðubandalags- ins. Þessi kostur var tekinn einu ári fyrr, þegar samþykkt voru lögin um Framleiðslu- sjóð, þar sem 9.9% fram- leiðslusjóðsgjaldið var lagt á allar vömr jafnt. Sú aðferð hlýtur að leiða til allsherjar lækkunar á genginu fyrr eða síðar, því hún veitir allsherjarverðbólguskriðu á- fram, án neinna undantekn- inga. ^ Grundvallar stefnubreyting Til þess að hindra þá ó- heillavænlegu þróun, sem alls- herjarverðhækkun hefði haft í för með sér, var annar kost- ur til, þótt frá vissum sjónar- miðum væri hann e.t.v. ekki góður heldur. Hanu var sá, að reyna að stöðva verðlagið á Öllum þeim vömm, sem teljast mega brýnar lífsnauðsynjar alls fólks, svo og rekstrar- vömm þeim, er framleiðslan þarf til reltstursins, og koma þannig í veg fyrir þá alls- herjar verðbólguþróun, er fyrr eða síðar hlýtur að leiða tíl breytíngar á skrán- ingu gengisins, ef hún fær að lialda óhindrað áfram. Þetta var sú stefna sem Alþýðuhandalagið hiklaust hélt fram í samhandi við stjórnarmyndunina og allar umræður sem fram fóru inn- an vébanda stjómarinnar. Og þetta var sá kostur, sem tek- inn var, fyrst og fremst að tilhlutan þess. Framleiðslu- sjóðsgjaldið, sem áður hafði verið á lagt, 9.9% áallarvör- ur, var afnumið. Heildarupp- hæð þess hafði numið 125 millj. kr. Söluskattur á smá- sölu var afnumimi. Hann hafði numið samtals 25 millj. kr. Auðvitað varð ekki hjá því komizt að færa þetta meir yfir á aðrar vörur, sem ým- ist era viðurkenndar hreinar lúxusvörar eða tiltölulega lítið nauðsynlegar. Hér var því sannarlega um grundvallarstefnubreyt- ingu að ræða frá því, Sem gert var í stjórnartíð fyrr- verandi stjórnar. Og það er vegna þessarar stefnubreyt- ingar sem ílialdið hamast í áróðri sínum. Stjórnarand- staðan veit, að helztu skjól- stæðingar hennar hafa misst allmarga spæni úr sínum aski, því auk þess sem fyrr er nefnfc hefur verið fyrir- skipnð lækkuð verzlunar- álagning í mörsum greinum og verðlagseftirlitið liindrað það taumlausa okur, sem sumstaðar átti sér stað áð- ur. ^ Árangur þessarar stefmibreytingar Árangur þessarar stefnu- breytingar hefur bezt komið í ljós í því, að þegar athug- aður var framleiðslukostnað- ur sjávarútvegsins um s.l. áramót, þá kom í ljós, að hann hafði ekki hækkað á s.l. ári. Mun það hafa verið í fyrsta sinn í því sem næst tvo áratugi, sem hægt er að segja þá sögu. Þetta er glögg sönnun um áhrif verðstöðvun- arstefnunnar, og með því má fullyrða að þar sé náð fyrsta stigi þess, að færa efnahags- kerfið í heilbrigðara horf. Hitt má öllum vera ljóst, þegar ástand þess er orðið svo sem lýst er hér að framan þá verður það ekki lagfært, þegar jafnframt er öll áherzla á það lögð, að skerða ekki á neinn hátt Iffskjör al!s fjöldans. Einnig hefur það valdið erfiðleikum að fiskafl- inn varð á s.l. ári mun minni en : meðalári og þjóðartekjur þá auðvitað að sama skapi minni. Stjórnarandstaðan revnir nú að nota sér einnig þetta, til árása á ríkisstjóm- ina og er þar þó sannarlega langt seilzt til ádeiluefna. En þessi árangur sýnir, að hægt er að lagfæra efnahags- kerfið án teliandi sársauka, brátt fvrir ba.ð öngþveiti sem í var komið, - ef bæði þeir fiokkar, sem að stjóminni standa vilja bema að því sam- eiginlegri orku, og almenning- ur vill skilja að með bví einu er verið að skapa traustan grundvöll bættra lífskjara í framtíðinni. Hvers vegna má ekki rúila verð- bólgunni áfram? Svo lengi höfum við nú búið við sívaxandi verðbólgu- þróun, að hætt er við að margir séu farnir að líta á hana sem eðlilegt og sjálf- sagt fyrirbrigði. Því ber ekki heldur að neita að stórum hópi manna hefur hún verið hagstæð mj"g til auðsöfnun- ar. Einkum er þar um að rgeða þá er fást við verzlun og við- skipti, og enn fremur þá er mestu fjármagni hafa úr að spila til að binda i faste’gn- um, er sífellt hækka í verði eftir því, sem peningar lækka. Engir hafa þó grætt meira en þeir, sem greiðastan að- gang hafa átt að lánsfé til þess að binda í varanlegum verðmætum. Allur þessi stóri hópur vill halda verðbólgunni við, því hann veit fullvel að óhindruð þróun hennar leiðir fyrr eða síðar til gengislækk- unar, en hún þýðir eignayfir- færslu til þeirra, sem mest fjármagnið hafa í höndum. En auk þessara aðila er einnig stór hópur, sém af mis- skilningi kann verðbólgunni vel. Mörgum, sem þykir þægi- legt að fá lítið eitt hækkað kaup, sést yfir það, aé kaup- hækkunin hverfur aftur í hækkað verðlag og jafnvel miklu meira. Hin sanna reynsta er sú að það er stÖðv- un, en ekki þensla, sem tryggir hag hins almenna manns, hvort sem um er að ræða að halda kaupmætti launa sinna. verðgildi spari- fjár síns eða eignarrétti í- búðar sinnar, sem hann hefur eytt í óhemju erfiði til að koma yfir höfuð sér og sinna. Sívaxandi verðbólga er eiturnaðra í efnahagsberfi Iivers þjóðfélags, því hún flytur ætíð arðinn af vinnu hins vinnandi fjölda yfir á liendur ttltöiuiega fárra aðila og skapar því eignamisréttí í þjóðfélaginu. ^ Bezti kosturinn var valinn Ut frá þeim rökum, sem hér hafa verið leidd fram, liggur það augljóst fyrir, að miðað við það efnahagsástand, sem núverandi ríkisstjórn tók við var raunverulega um tvo kosti að velja. Annar var gengislækkunarleiðin, sem hefði velt verðbólgunni á- fram, hefði að vísu sparað nýjar skattaálögur í það skipt- ið, en hefði hins vegar velt verðbólgunni áfram, svo að einu ári liðnu hefði orðið að taka upp gamla þráðinn eins og gera þurfti 1951. Með þessu er þó ekki fullyrt, að ekki sé hægt að gera vissar hliðarráðstafanir, sem geti dregið úr sársauka gengis- lækkunar, og hinum óheppi- legu áhrifum hennar á verð- lagsþróun. En hitt er víst að ennþá hefur enginn h’nna borgaralegu stjórnmálaflokka vilja til að gera neinar slíkar ráðstafanir. Alþýðubandalagið kom í veg fyrir það, að þessi kostur væri valinn og verð- stöðvunarleiðin tekin í stað- inn. Árangri hennar hefur verið lýst. Hins vegar gat hún vitanlega ekki komið í veg fyrir erfiðleika af völd- um aflabrests og minnkandi þjóðartekna af hans völd- um, en þar af stafa nú ein- göngu þeir erfiðleikar sem við f r,i r.i nú í rambandi við frrm’"'ðnbina. Það er því eng- r’’ blöð’im urn rð f’etta, að í efni var beztí kostur- inn valinn, og hefur reynzt svo vel, að með fullum rök- um má vænta enn betri rr- angurs í framtíðinni ef rétt er á málum lialdið. ^ Árásimar á núver- andi efnahagskeríi Nú er því mj"g á lofti haldið, að efnahagskerfi okk- ar sé með afbrigðum óheil- brigt, og er einkum fært því til sönnunar það að uppbóta- og niðurgreiðslukerfi það sem við búum við sé ófært í alla staði. Ekki skal borið á móti því, að það hefur sína galla. En þeir gallar, eins og raun- ar kerfið sjálft eru afleiðing þeirrar efnahagsþróunar, sem hér hefur orðið á undanföm- um tveim áratugum. Að mjög miklu leyti er sú þróun að kenna utanaðkomandi ástæð- um, okkur óviðráðanlegum. En að sumu leyti er hún að kenna innlendum aðgerðum. Þess ber að geta, að við er- um ekki eina þjóðin, sem á við þetta að stríða, þótt ó- víða hafi þróunin gengið jafn langt og hjá okkur. Það. eru líka margar þjóðir aðrar. éem beita sömu ráðum og við til þess að bæta úr áhrifum verðbólguþróunarinna r. Þeim, sem mest ráðast á núverandi aðgerðir ber ótví- ræð skylda til að benda á aðrar leiðir, sem geta leyst hinar núverandi af hólml án þess að skapa nýja öldu, er leiddi tíl sama ástands að stuttmn tíma liðnum, svo hef ja þyrfti sömu aðgerðir á «ý- Þetta hafa þeir ekki gert; og bendir það ótvírætt til minni vilja á að skapa varan- lega traust efnahagskerfi, en látið er í veðri vaka. Komi slíkar tillögur fram, er sjálf- sagt að taka þær til ræki- legrar athugunar. En raunar mun ástæðan sú að þeir hafi ekki komið auga á þær enn, a.m.k. ekki leiðir, sem ekki mundu skerða lífs- kj.”r og afkomu fjöldans, sem einmitt hefur verið reynt að tryggja með núverandi ráð- stöfunum. Þótt efnahagsmál okkar séu vandasöm, þá eru þau engan veginn svo óleysanleg að til örþrifaráða þurfi að grípa, og fyrst og fremst skyldi varast að grípa til neinna þeirra ráða, sem auknum erfiðleik- um valda í framtíðinni, þótt þau virðist leysa einhvern vanda í bili.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.