Þjóðviljinn - 19.03.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 19. marz 1958
Tóniist í kvikmyndum
„Kvikmyndamúsík er hávaði“, sagði Sir Thomas
Beecham, hinn heimskunni brezki hljómsveitarstjóri
einhverju sinni. Og sú var tíðin, að kvikmyndaleik-
stjórar í Hollywood töldu þá
tónlist hæfa kvikmyndum sínum
bezt, sem áheyrendur (eða á-
horfendur) tækju sem minnst
eftir, heyrðu ekki. Áhorfendur
hafa líka til skamms tíma látið
tónlist með kvikmyndum að öll-
um jafnaði sem vind um eyrun
þjóta; einstaka lög og lagasyrp-
ur hafa þó náð almenningshylli
og minna má hér á, að íslenzka
ríkisútvarpið hefur um langt
árabil haft fastan, vikulegan lið
í dagskránni með nafninu: Lög
Á síðustu árum hefur viðhorf
manna, jafnt kvikmyndagerðarmanna sem almenn-
ings, til tónlistar í kvikmyndum breytzt mjög mik-
ið og nú seljast hljómplötur m'eð"^sliWr^musik í
geystistórum upplögum í Bandaríkjunum til dæmis.
Fyrsta lagið, sem vefúlega „sló í gegn“ var Þriðji
maðurinn úr samnefndri kvikmynd, sem mikla ,at-
Honegger
úr kvikmyndum.
Úr tékknesku teiknimyndinni, sem gerð hef-
ur verið eftir myndasögu franska teiknar-
ans Jean Effeis um sköpun heimsins. Þjóð-
viljinn hcfur nokkrum sinnum birt teikning-
ar úr þessari myndasögu Effels.
Hún er ítölsk þessi og heitir
Christina Denise.
hygli vakti og aðsókn. Eins hlaut lag Dimitri Tiomk-
ins High Noon úr kvikmyndinni Ifádegi, sem sýnd
var hér í Trípólíbíói, fnjög miklar vinsældir. Bæðl
þessi iög áttu mikinfí þátt i að skapa þá drama-
'tísku .„§pennu, sem einkenndi fyrrgreindar kvik-
myndir, jafnframt •þv.í. sem .þau náðu eyrum hlust-
enda utan kvikmyndahúsanna.
Af jjcim lögum úr kvikmyndum, sem selzt hafa
í stærstum hljómplötu-upplögum að undanförnu í
Bandaríkjunum má nefna tónlist Elmer Bernstein
við kvikmyndina Maðurinn með gultna arminn, lög
Victör Young við myndina Umhverfis jörðina á 80
dögum, lög brezka tónskáldsins Malcolm Arnold
við Brúin yfir Kwai-ána og franska tónskáldsins
Georges Auric við myndina Bonjour Tristesse, og
eru þá aðeins nokkur dæmi nefnd.
Af öðrum tónskáldum, sem getið hafa sér orð fyr-
ir tónsmíðar í kvikmyndum (einkum áður fyrr)
má nefna Max Steiner, bandarískt tónskáld. sem
samdi lögin við stórmyndina Á hverfanda hveli,
og landa hans Aaron Copland og Leonard Bernstein.
Sá síðarnefndi samdi m. a. tónlistina við mynd
Elia Kazan Á eyrinni. Enn má nefna sovézku tón-
skáldin Prokoféff og Aram Katsjatúrían og Frakk*
ann Honegger.
Aðsókn eykst aftur
Eins, og greint var frá hér í þættinum í janúar-
mánuði s.l., voru flestir kvikmyndagerðarménn í
Bendaríkjunúm uggandi um hag sinn um síðustu
' áramót vegna síminnkandi aðsóknar að sýningum
kvikmýndahúsa þar í landi og samkeppni sjónvarps-
ins. Nú herma fréttir hinsvegar að vestan að aðsókn
að kvikmyndahúsum hafi orðið talsvert meiri en
búizt hafði verið við fyrstu tvo mánuði þessa árs,
þrátt fyrir illviðri í janúar. Samkvæmt yfrliti
bandaríska tímaritsins Variety skiluðu eftirtaldar
fimm kvikmyndir mestum tekjum í síðasta mánuði:
1. Vopnin kvödd (20th Century-Fox).
2. Umhverfis jörðina á 80 dögum (United Artists).
3. Peyton Place (20th Century-Fox)
■ 4. Old Yeller (Walt Disney).
5. Raintree County (M—G—M).
Austurbæjarbíó sýnir nú bráðskemmtilega íta'lska
gamanmynd, sem nefnist Fagra malarakonanr Efni
myndarinnar er sótt aftur til loka 17. aldar og með
þáð íarið á kankvísan og léttan hátt, en ytri búnað-
ur er hinn glæsilegasti: fallegir Eastman-litir og
Cinema-Scope. Aðallrlutverkin eru leikin mjög
skemmtilega af Sophiu Loren, VitíorioMe Sica og
Marcello Mastroiani. — Myndin hér fyrir ofán er
af einu atriði kvikmyndarinnar: Landstjórinn (Vitt-
orio de Sica) leitar eftir ástum fögru malarakon-
unnar (Sophia Loren).
Hláka — Rok —
ÞAÐ hlánaði heldur betur um
helgina, og nú segja menn, að
ekki muni festa snjó hér meira
í vetur. Hvort sem sú spá ræt-
ist eða ekki, þá er víst um það,
að þetta hefur verið leiðinda-
tíð núna um lengri tíma, og
hér hefur verið óvenjumikill
snjór í vetur. Bifreiðarstjór-
ar hafa sagt mér, að þeir muni
varla eftir því, að hafa þurft
að nota snjókeðjur jafnmikið
og í vetur, enda hefur oft verið
erfitt að komast um bæinn
sökum ófærðar. Göturnar hafa
oft verið slæmar, margyr
hverjar, og annan daginn fljúg-
andi hálka á þeim, hinn dag-
inn ófærð. En hiákunni fylgir
aur og bleyta; það var tæplega
farandi út úr húsi um helgina
nema í bíl; maður gat átt á
hættu að fá óþyrmilegar aur-
slettur frá bílunum, og raunar
er varla hægt að komast hjá
slíku, þegar jafn blautt er um
eins og núna um helgina.
OG Á laugardaginn og sunnu-
daginn voru göturnar orðnar
slæmar yfirferðar ekki sökum
snjóa, heldur fyrir holurnar
sem komnar voru í þær. Og á
sama hátt og maður bölvaði
snjónum áður, formælti maður
nú holunum og bleytunni á göt-
Hattar,húfur og pils.
unum. Aðfaranótt laugardags-
ins og fram eftir deginum var
heiftarrok hér, og rok er, ykkur
að segja, eitthvert leiðinlegas’ta
veður, sem ég kem út í. Eg
veit að það þarf ekki að lýsa
því fyrir ykkur hvernig það er,
þegar maður ræður sér varla
úti og verður ýmist að ganga
óeðiilega álútur eða óeðlilega
fattur, eftir því hvort maður
fer á móti storminum eða und-
an honum. Og svo er maður
alltaf á glóðurn um að höfuð-
fatið fjúki af manni, hvort sem
maður gengur með simpilt
húfupottlok eða forláta hatt.
Og þrátt fyrir það, þótt menn
reyni að bera höfuðin þannjg
til, að höfuðfötin fjúki ekki af
þeim, þá fer varia hjá því, að
einn og einn hattur og ein og
ein húfa svífi af höfði eigenda
sinna spölkorn upp í lo.ftjð Qg
setjist síðan á ólíklegustu stöð-
um, jafnvel á pollana á göt-
unum. Einu sinni var ég lát-
inn glíma við að ráða gátu,
sem er á þessa leið:
„Býr mér innan rifja ró,
reiði, hryggð og kæti.
Kurteisin og kári þó
koma mér út sæti.“
Og ráðningin var sem sé hatt-
ur eða húfa.
MENN taka ofan af kurteisi,
og kóri (rokið) rífur af manni
höfuðfatið án þess að spyrja
neitt að því, hvort maður hafi
sétltyjj að taka ofan hvort eð
var. En þótt ég hafi 'jafnan
sámúð með mönnum, sem eru'
að elta höfuðfötin sín, þá vor-
kenni ég blessuðu kvenfólk-
inu enn þá meira. í roki er
kvenfólkið nefnilega alltaf í
vandræðum með pilsin sín, því
að kári er mesti ruddi og leit-
ast við að lyfta pilsunum ó-
sæmilega hátt ef svo ber und-
ir. — Einu sinni orti piltur
einn' kvæðisnefnu um rok og
rigningu; það byrjaði svoha:
„Um himininn sveima í suðri
og vestri
hin svörtu óveðursský.
Svo rignir hann djöfulinn
ráðalausan,
og, rokið er eftir því.
Eg bít á jaxlinn, bölva í hljóði
og baki í veðrið sný.“
—- JÁ, það var nú meira leið-
indarokið aðfaranótt laugar-
dagsins, og gott er til þess að
vitá, að ekki hefur frétzt um
neina mannskaða á sjó eða
landi af þess völdum, en marg-
ir bátar munu hafa orðið fyrir
talsverðu veiðarfæratjóni.
Æííarsamfélag og ríkis-
vald í þjóðveld i '
islendinga
eftir F.INAR OLGFIRSSON.
Eins og nafn hókarmnar ber með sér fjallar hún um
sögu ístands á hinu mikla umbyltingartímabili á Norð-
urlöndum, þegar hin stéttlausu ættarsamfélög eru
að líða ur.dir lok og stéttaþjóðfélag að myndast.
Einar telur, að þjóðveldið liafi verið eins conar framlenging og endurnýjun ættasam-
télagsins á íslenzkri grund, og út frá því sjónarmiði skýrir hann félagsstofnanir
þjóðveldisms, lífsskoðun þess, bókmenntir og siðgæðishugmyndir.
Björn Þorsteinsson sagnfræðingur segir um bókina:
„Bók Einars neistar af nýjum hugmyndum og þjóðfélagslegu innsæi í fornn
tíma, en er þó jafnframt mjög fræðileg“. Og um stílinn segir hann: „Bókin er ekki
þung aflestrar, heldur lipur og eitt skemm tilegasta rit sinnar tegundar.“
Bókm fæst í öllum bókaverzlunum og er send í póstkröfu um allt land.