Þjóðviljinn - 19.03.1958, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 19.03.1958, Qupperneq 7
Miðvikudagur 19, marz 1958 — I'JÖÐVILJINN — (T Loítvarnanefnd-má Fvrrililuli greinargerða r stefnds í meiðyrðamáíiim nr. 430/I958* Hjálmar Biöndal gegn Inga R. Helgas. Fj'rri hluti Greinargerðar stefnds í meiðyrðaniáiinu nr. 430/1958 Hjálmar Blöndal gegn Inga R. Helgasyni Ég flyt mál þetta sjálfur og legg frani greinargerð þessa og afrit af bréfi til dómsmála- ráðherra. Ég leyfi mér að gera þær réttarkröfur, í fyrsta Iagi, að sú aðalkrafa stefnanda, að ég verði dæmdur til refsingar skv. 108. gr. hegningariaga verði vísað frá dómi, í öðru lagi að öllum öðrum kröfum stefnanda verði hrundið, og í þriðja lagi að mér verði dæmd hæfileg málsvarnarlaun að mati hins virðulega réttar. Mál þetta er risið út af ummælum minum í útvarps- umræðunum í Ríkisútvarpinu 22. janúar s.l. um stefnanda, sem hann telur ærumeiðandi fyrir sig. Eru ummælin á þessa leið: .......Þó eru það smámunir hjá framkvæmdastjóranum Hjálmari Blöndal, því að hann hefur fengið frá miðju ári 1951 rúmar 700.000.— kr. í greiðslur, eða rúmlega 100.00. — kr. á ári, en af þeirri fjár- hæð hefur hann greitt ein- hvern skrifstofukostnað til annarra....... Þessi framkvæmdastjóri er jafnframt framkvæmdastjóri Heilsuverndarstöðvarinnar og er þar á hæstu launum .... methafi íhaldsins í sukki. Þar fær hann þriðja framkvæmda- stjórastarfið....“ Sáttakæra var gefin út í máli þessu hinn 25. janúar 1958 og sáttafundur haldinn hinn 3. febr. s.l. Á þeim fundi kvaðst ég að athuguðu máli geta tekið þau ummæli mín Stefna í málinu var síðan útgefin 11. febr. s.l. og málið þingfest í bæjarþingi Reykja- víkur hinn 13. febr. s.I. ásamt 3 öðrum málum í sama dúr. HjáJmar Blöndal aftur um stefnanda að „liann væri methafi íhaldsins í sukki“, enda. erfitt að færa sönnur á það, en við hin um- mælin skyldi ég standa. Þessu sáttaboði var ekki tekið og málinu vísað til aðgerða dóm- stólaftna. Ingi R. Helgasom Á þessu stigi málsins vil ég taka þetta fram: (1) Frávísunarkrafa mín byggist á 24. grein hegningar- laga, sem svo er orðuð: „Sérhver refsiverður verknað- ur skal sæta opinberri ákæm, nema annað sé sérstaklega á- kveðið í lögum“. Aðalkrafa stefnanda er sú, að ég verði dæmdur eftir 108. gr. hegnl., en hún er svohljóðandi: „Hver sem hefur í frammi skainmar- yrði, aðrar ínóðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeið- andi aðdróttanir rið opinberau Mímir á Seifossi sýnir Kjarnorku og kvenhylii Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Leikfélagið Mímír á Selfossi frumsýnir gamanleikinn Kjam- orka og kvenhylli, eftir Agnar Þórðarson, í Selíossbíói n. k. föstudag. Leikstjóri er Ilildur Kalman. Aðalhlutverkin leika þau Magnús Aðalbjarnai'son: al- þingismanninn, Svava Kjart- ansdóttir: Karitas konu a.1- þingismannsins, Elín Arnolds- dóttir leikur dóttur þeirra, Guðmundur Jónsson Sigmund bónda og Ólafur Jóhannsson leikur dr. Alfreð. Alls eru hlutverk 14. Leikurinn verður sýndur á Hellu laugardaginn 22. þm. og í Gunnarshólma 29. þm. Leikfélagið Mimir var stofn- að í byrjun janúar sl. að til- hlutan Kvenfélags Selfoss. Fé- lagsmenn eru nú 40. 1 ráði er að stofna leikskóla á vegum félagsins með haustinu. Stjórn Mímis skipa: Ingi Ebenhards- son formaður, Sigrid Österby ritari og Ólafur Ólafsson gjaldkeri. Framkvæmdastjóri er frú Áslaug Símonardóttir. starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta. sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun þótt sönnuð sé, varðar sektiun, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt“. Hvergi er á það minnzt í 108. gr. hegnl. né í öllum 7. kaflanum um brot gegn valds- stjórninni, að einstaklingar geti höfðað mál út af meint- um brotum á þeim lagagrein- um, og' gildir því hér grund- vallarregla 24. gr. hegnl., að mál til refsingar eftir 108. gr. skuli aðeins höfða eftir opinberri ákæru. Er því hvort- tveggja, að Hjálmar Blöndal hefur enga aðild að þessari refsikröfu og að hún er liöfð uppi fyrir röngum dómstól, og sætir því frávísun frá dómi eftir 68. gr. laga um meðferð einkamála nr. 80/1936. (2) Aðrar kröfur mínar mun ég ekki ræða að svo stöddu efnislega. Hinn 21. febr. s.l. skrifaði ég dóms- málaráðherranum bréf og fór þess á leit við hann, að fram yrði látin fara opinber rann- sókn á störfum Loftvamar- nefndar Reykjavikur út af málaferlum þessum sérstak- lega vegna kröfunnar um refs- ingu eftir 108. gr. hegningar- laganna, sem Hjálmar Blöndal setur fram til málamynda í stað þess að krefjast sjálfur opinberrar rannsóknar, svo að hægt væri að f jalla um meint brot mitt eftir 108. grein. Meðan svar er ókomið frá ráðuneytinu við bréfi mínu svo og meðan hin opinbera rannsókn fari fram, óska ég þess, að mál þetta bí.ði hér fyrir réttinum, en að því loknu mun ég taka til vama og gera kröfum mínum efnis- leg skil. Virðingarfyllst, Ingi R. Helgason. Bréf Inga R. Hel gasonsr til dómsmálaráðherra 21. febr. 1958 I kosningabaráttunni fyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar, sem fram fóru hór í Reykja- vík í janúarmánuði síðast- liðnum, bar Loftvarnanefnd Reykjavíkur og störf hennar nokkuð á góma. Dagblaðið Þjóðviljinn birti ýmsar upp- lýsingar um nefndina og störf hennar og undirritaður gerði sömu upplýsingar að um- ræðuefni i rökræðum stjórn- málafiokkanna í útvarpinu nokkru fyrir kosningarnar. Framkvæmdastjóri nefnd- arinnar, Hjálmar Blöndal • framkvæmdastjóri hagsýslu- skrifstofu Reykjavíkur svo og nefndin sjálf hafa kveinkað sér mjög undan upplýsingum og gagnrýni Þjóðviljans og mín og talið sig þurfa að höfða mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur gegn ritstjóra Þjóðviljans, Magnúsi Kjart- anssyni og mér fyrir meið- andi ummæli, og eru nú í gangi fyrir bæjarþinginu fjögur meiðyrðamál J þessu tilefni: nr. 428/1958 Loftvarna- nefnd gegn Magnúsi Kjart- anssyni nr. 429/1958 Loftvarna- nefnd gegn Inga R. Helga- syni nr. 430/1958 Hjálmar Blön- dal gegn Inga R. Helgasyni nr. 431 /1958 Hjálmar Blön- dal gegn Magnúsi Kartans- syni og voru þau öll þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur hinn 13. febrúar s.l. Aðalkrafan í öllum málun- um er sú, að varaaraðili verði dæmdur til refsingar eftir 108. gr. hegningarlaga, en til vara eftir 236. eða 235. gr. sömu laga. Auk þess eru kröfur um ómerkingu um- mælanna eftir 241. gr„ sömu laga og um málskostnað. Nú er ijóst, að refsikrafan eftir 108. gr. hegningarlaga er í ír.áiaferlu.n þessum höfð ir?;:i fyrir röngum dómstól og nvur.di s!:v. 68. gr. laga nr. 06/1936 sæta frávísun frá bæjarþingi Reykjavíkur. Mái til refsingar eftir 108. gr. hegningarlaga skal aðeins höfða eftir opinberri ákæru. Opinber embættismaður, sem njóta vill æruvemdar 108. gr. hegningarlaganna, á þvi ekki aðild, að slíku máli, en get- ur farið fram á það við dóms- málaráðuneytið að það fyrir- skipi opinbera rannsókn út af hinum meintu ærumeiðing- um, en að henni lokinni tek- ur hið opinbera ákvörðun um málshöfðun. Þar sem nú Hjálmar Blön- dal sem framkvæmdastjóri Loftvarnanefndar Reykjavík- ur og Loftvarnanefndin sjálf hafa ekki farið hina eðlilegu leið og óskað eftir opinberri rannsókn en hafa þó uppi kröfuna um refsingu eftir 108 gr. hegningarlaganna, og með tilliti til þess að varnaraðil- ar eiga ekki aðgang að skjöl- um og gögnum Loftvarna- nefndar til stuðnings máli sínu, leyfa þeir sér hér með að fara fram á það við yður, hr. dómsmálaráðherra, að þér látið fram fara opinbera rann- sókn á störfum Loftvarna- nefndar Reykjavíkur út af hinum meintu meiðyrðum. Virðingarfyllst, Ingi R. Helgason (sign) Til Dómsmálaráðherrans Reykjavík. Minningarorð: LOFTUR BJARNASON pipulagningameistari I dag er til moldar borinn Loftur Bjarnason, pípulagn- ingameistari. Hann fæddist 30. september 1881 að Kirkju- bóli i Hvítársíðu. Um tvítugt flutti hann til Reykjavíkifr og lærði á fyrstu árum sínum þar járnsmíði hjá Þorsteini Jónssyni járnsmið. Að námi loknu flutti hann til Eyrar- bakka og dvaldi þar til haustsins 1911, en það haust settist hann að í Reykjavik aftur og hefur dvalið hér síðan. Loftur vann í mörg ár að járnsmíði á verkstæði „Lands- sjóðs“, sem svo var kallað. Þegar Félag jámiðnaðar- manna var stofnað árið 1920, var hann einn af aðal hvata- mönnum að stofnun þess og fyrsti formaður félagsins. Um 1927' fór Loftur að vinna við pípulagnir og vann að þeim meðan honum endt- ist heilsa. Meistararéttindi hafði hann í þeirri iðngrein. Loftur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Kristófersdótir frá Hrauns- múla í Kolbeinsstaðahreppi. Kristín lézt árið 1944. Þau Kristín og Loftur eignuðust tvær dætur, Ástu, sem lézt 1946, og Laufeyju. Laufey er gift' Sigurði Guðmundasyni Loftur Bjarnason vélstjóra við Andalkílsárvirkj- unina. Síðari kona Lofts, Helga Sigurbjörnsdóttir, frá Grund í Húnavatnssýslu lifir mann sinn. S.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.