Þjóðviljinn - 27.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.03.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. marz 1958 Þjóðvegur um Sprengisand Framhald af 6. síðu allrar. Við suma þætti þessara rannsókna, svo sem efnisleit og jarðborun, þarf að nota þungar vélar. Við þessar athuganir allar er Tungnaá hinn versti far- artálmi. Ekki verður farið yfir hana á Hólsvaði nema á stórum og sterkum bílum, og þarf fylgd kunnugra manna. Einnig er áin oft ó- fær, þó að hægt sé að athafna sig á rannsóknarsvæðinu. Áin gerir og erfitt um aðdrætti og veikir mjög öryggi þeirra, sem eru að störfum norðan árinnar. Brú á Tungnaá mundi því gera athuganir þessar auð- veldari og hagkvæmari, en þar sem brú við Búðarháls mundi ekki ieysa þennan vanda nema að mjög litlu leyti, vildi ég fara þess á leit, að athugað yrði, hvort ekki væri hagkvæmt fyrir alla aðila, að Tungnaá -yrði brú- uð við Þóristungur. Brú á öðru hvoru af þeim tveim- ur brúarstæðum, sem ég hef látið mæla fyrir á Tungaá við Þóristungur, mundi liggja mjög vel við fyrir umræddar rannsóknir og síðan fyrir framkvæmd og rekstur virkj- unar úr Þórisvatni. Aðalvirkjunarrannsóknar- svæðin á þessum slóðum eru í Þóristungum, meðfram vest- urströnd Þórisvatns á kafla og uppi við Þórisós. Öll leiðin frá brúarstæðunum á Tungna- á við Þóristungur og upp að Köldukvísl við Þórisós hefur reynzt mjög greiðfær hvers konar ökutækjum. Á Köldu- 'kvísl er brúarstæði rétt fyrir neðan Þórisós, sem ég hef einnig látið mæla, svo sem yð- LOFTLEIÐIR ur er kunnugt. Er þar um að ræða 8—10 m brú. Með þeirri brú opnast leið að rannsókn- ar- og virkjunarsvæðum upp við Þjórsá, og er þá um leið komið á hina þekktu leið norður Sprengisand til Norð- urlands. Öll þessi leið frá Tungnaá norður fyrir Köldu- kvísl er, að dómi þeirra starfsmanna minna, sem kunnugir eru á þessum slóð- um, tiltölulega mjög snjólétt og mjög greiðfær. Svo sem að framan segir, mundi það vera mjög til hag- ræðis við margra ára virkj- unarrannsóknir, sem fram undan eru, að hafa brýr á Tungnaá við Þóristungur og á Köldukvísl uppi við Þóris- ós, og ef til virkjunarfram- kvæmda kemur við Þóris- vatn, verður ekki hjá því komizt að koma á brúarsam- bandi af þessu tagi. Af því er tekur til rannsóknanna einna saman er beinn hagn- Gengislækkmi... Framhald af 7. síðu Þegar slíkar kauphækkanir verða vegna verðbólgu, mun nauðsynlegt að breyta gengi eða greiða útflutningsuppbæt- ur til að hindra, að sjávarút- vegurinn dragist ört saman eða stöðvist. F jánnagnskostnaður Til fjármagnskostnaðar er talið: vextir af stofnlánum og rekstrarlánum, fyrningar, ið- gjöld vegna trygginga skips- hafnar, skips, veiðarfæra og afla, og leigugreiðslur. Fjármagnskostnaður er tahnn nema um 12% af útgerðar- kostnaði línubáts á vetrarver- tíð. Vaxtakostnaðurinn einn mun nema um 4% af útgerð- arkostnaðinum. Ef vextir til útvegsins eru lækkaðir um helming, lækkar þannig útgerð- arkostnaður línubáts um 2%. Upphæð fyminga fer eftir því, hvort þær eru miðaðar við kaupverð báts eða endumýj- unarverð og þess vegna í hæsta lagi breytast þær í samræmi við verðlag innflutnings. Vá- tryggingariðgjöld eru komin undir kostnaði af endurtrygg- ingu. Leiga mun yfirleitt ekki vera stór liður í útgerðarkostn- aði, né breytiiegur. Litlar horfur eru þess vegna á að til þess komi að endur- skoða þurfi gengisskráningu vegna breytinga á fjármagns- kostnaði. aður af brúarsambandi ekki svo mikill, að svari nema að mjög litlu leyti kostnaði af brúargerðinni. Sé hins vegar tekið tillit til þess, að með þessum brúm mundi opnast bæði bílleiðin norður yfir Sprengisand og leiðir fyrir umferð ferðamanna að Þór- isvatni, Veiðivötnum, í Jök- ulheima og upp að Vatna- jökli, og með hliðsjón af al- mennu hagræði, sem yrði af þessum brúm, virðist ástæða til, að athugaðir séu gaum- gæfilega möguleikar þess að koma hið fyrsta á brúarsam- bandi því, sem hér ræðir um. Með bréfi þessu fylgir, á- samt uppdráttum af brúar- stæðunum, kort af umræddú svæði. Hef ég látið marka á það brúarstæðin við Þóris- tungur og á Köldukvísl og leiðina frá brúarstæði á Tungnaá að Kjalvötnum. Einnig eru þar auðkennd þau svæði, sem virkjunarathug- anirnar munu einkum beinast að. Virðingai'fyllst, Jakob Gíslason. Lögsögn yfir fiskimiðum lífsnauðsyn Framhald af 12. síðu. mikið. 1 togveiðitilraunum sem gerðar voru í Faxaflóa á ár- unum 1922—1948 var meðal- afli á klst 22 kg., en á árun- um 1954—1957 var meðalafli á klst. .135,4 kg, Allur sá fiskur sem vex upp í flóanum gengur þaðan þegar hann hefur náð ákveðinni stærð. Hefur það sannazt við víðtækar fiskmerk- ingar sem framkvæmdar hafa verið við Islandsstrendur. Eg hef skýrt frá þessu hér, sagði Jón Jónsson, til að sýna að þessar ráðstafanir strand- ríkis, sem kallaðar hafa verið einhliða, hofa orðið þúsundum erlendra sjómanna til gagns, en ekki einungis strandríkinu sjálfu. Aðeins fyista sporið Fiskveiðitalanarkanirnar frá 1950 og 1952. hafa gefið góða raun, og þær ber að skoða sem fyrsta spor okkar á þeirri braut. Það er skoðun okkar að takmarka þurfi veiði á miklu s'tærra svæði en nú er innan fiskveiði takmarkanna. Efnaliagsleg afkoma okk- ar grundvallast á fiskstofn- unum á landgrunninu. 97% af útflutningi okkar eru fiskur o.g fiskvörur. Vernd- un fiskstofnanna er því lífs- spursmál fyrir íslenzku þjóð- ina. Aðeins eitt land — ísland Davíð Ólafsson fiskimála- stjóri gerði grein fyrir sérstöðu Islands í þessu máli og tók meðal annars eftirfarandi dæmi: ,,Ég tek fyrst sem dæmi töflu á bls. 5 í skýrslunni (frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, um fiskveiðar ýmissa þjóða), sem sýnir hvað miklum fiski er landað á hverja 100 í- búa í 53 löndum, þar á meðal öll helztu fiskveiðilönd heims fyrir utan Sovétríkin. I 31 þessara landa er landað minna en 1 tonni á hverja 100 íbúa. I 20 löndum er löndunin meiri en 1 tonn en undir 10 tonnum á hverja 100 íbúa. I þriðja flokknum, þar sem löndun á hverja 100 íbúa ligg- ur á milli 10 tonna og 99 tonna, er aðeins um eitt land að ræða Noreg og í síðasta flokloium er einnig aðeins um eitt land að ræða og það cr íslandp undir liðnum „100 tonn og meira“. Þegar horft er á þessa töflu, má búast við þessari spum- ingu: Hvaða tala er fyrir Is- land? Hún er allavega eitthvað meiri en 100 tonn. Ég get frætt um það að talan er rúm 300 tonn á hverja 100 íbúa á Islandi." Alger sérstaða íslands Davið heldur svo áfram að sýna fram á hvernig Island liafi sérstöðu í þessu máli og máli sinu til sönnunar bendir hann á skýrslu um mikilvægi sjávarafurða í útflutningi 103 landa. .. .“ Þessi tafla sýnir að í 57 löndum er minna en Vz % útflutningsins sjávarafurðir. I 32 löndum er þessi prós- entutala frá 1 til 5%. I 8 löndum er prósentutalan frá 6 til 20 prósent og í síð- asta lið er að finna 6 lönd þar sem þessi tala er sögð vera „yf- ir 20%. ísland er þar á meðal. Aftur sjáum við að þessi tafla gefur enga raunveru- lega hugmynd um ísland. 1 þessu sambandi þýðir „yfir 20%“ ekki 25, 30 eða jafn- vel 50% nei, það þýðir, með hliðsjón af sundurgreindri skýrslu, 96% og hefur sum árin nunúð 97% útflutnings- ins“. • / • íþróttir Framhald af 9. síðu hraða og snúa mótherjana af sér. >! Baráttuviljinn í liði Víkings var mikill, sérstaklega að standast hinar leiftursnöggu sóknaraðgerðir Hafnfirðinga, Hins vegar var sóknarhraði þeirra lítill og þeir léku ör- uggt sem mest þieir máttu. Hafnfirðingar léku að þessu sinni með nýliða sem ekki hef- ur leikið með þeim í stórum leik fvrr. Heitir hann Sigurður Oddsson. Annars var liðið eins og veniulega, og átti góðan leik. Hraðinn einkennir leik þeirra, og það er það sem handknattleikur nútímans bygg- ist á. Það er hraðinn sem öil góð lið keppast um að ná, en hann krefst þjálfunar og út- lialds og það liafa Hafnfirðing- ar í ríkustum mæH íslenzkra liða. Þeir sem skonjðu mörkin fyr- ir FH: Birgir 8, Ragnar 7, Hörður og Sverrir 2 og Sig- urður og Einar 1 livor. Fvrir Víking skoruðu: Sig- uður Bjamason 5, Bjöm 4, Sierurður Jónsson 2 og Pétusr eitt. Dómari var Karl Jóhannsson og dæmdi nokkuð vel. Á laugardagskvöldið kepptu einnig þriðju flokkar B úr Haukum og Fram, og lauk beirri viðureign með því -að Haukar unnu með 14:9. 14. dagur. „Er skipstjórinn veikur?“ spurði Þórður stúlkuna, vegna þess að honum fannst undarlegt að hafa ekki séð skipstjórann síðan hann kom um borð. Stúlkan kinkaði kolli og sagði Þórði allt af létta. „Hvert eruð þið að fara með okkur“, spurði hún næst og beið kviðafull eftir svari. „Til Rotterdam býst ég við1', svaraði hann. „Ö . . . jæja, ég ætla að fara og segja skipstjóranum frá því. Rúdolf fannst litið til um tíð- indin, „En ég býst við að við getum alveg eins fengið gert við vélarnar þar eins og í Englandi", sagði hann. RAFMAGNS- VÖRUR Straujárn Raf-ofnar Eldavélar Hitavatnskútar Hárþui'rkur Hraðsuðukatlar Viftur Brauðristar Skordýraeyðir Lykteyðir í kæliskápa Hitabakstrar Vasaljós Vöfflujárn Steikingaráhöld Kaffikönnur Perur, alls konar Raflagningaefni Prjónavélar Rakvélar Hrærivélar Rafgeymar Bónvélar Bökunarofnar Suðuáhöld Straubretti Lampar, alls konar Ljósakrónur Eldhúsklukkur Borðeldavélar Teppahreinsarar Kaffivélar Hitakönnur Uppþvottavéla-sápa Rafm.skóburstarar Grænme^iskvamir Vatnshitarar Útiluktir Eldhúslampar undlr skápa Amerískir plast-sleðar Hraðsuðupottar Ljósakrónuskálar Véla- og Raf- tækjaverzlunin k.f„ Bankastræti 10. Sími 12852, Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.