Þjóðviljinn - 27.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.03.1958, Blaðsíða 6
 6) fóíXujU V L'-.L -• ■ :.C (X& ’^ífíp*&rJECE£fp*^? — t>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. marz Í95S Þióðviuinn] ÓtKeíandi: Samelningarflokkur alÞýðu - Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar Magnús Kjartansson. Sigurður Guðmundsson íáb.). - PréttaritatJórl* Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigffjsson, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. - Auglýs- tngastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgrelðsla. auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Siml: 17-500 <5 linur). - Áskriítarverð kr. 25 6 mán i Reykjavík og nágrennl: kr. 22 annarsst - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlðja ÞJóðvlljana _____________________________y Eiga fátækir að vera réttlausir /^ildandi lagaákvæði um sam- ^ vinnu rikis- og bæjarfélaga um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis eru til komin sem sérstakar félagslegar ráð- stafanir til að leysa vanda þess fólks sem af einhverjum ástæðum hefur lent í óhæfu húsnæði. Ástæðumar til þess em að sjálfsögðu margvísleg- ar en hinn almenni húsnæðis- skortur sem hér hefur ríkt á undanförnum árum er þó án efa höfuðorsökin. Fólk, og þá einkum tekjulágar bama- fjölskyldur, sem ekki hefur haft fjárhagálegt bolmagn til að byggja íbúðir af eigin rammleik eða greiða þá háu húsaleigu sem yfirleitt er krafizt, hefur beinlínis neyðzt til að koma sér fyrir í her- skálum, skúmm, kjöllumm og háaloftum enda þótt ,,ibúðin“ fullnægi á engan hátt nútíma- kröfum um hollustuhætti eða þægindi. Þegar hið opinbera, rikið og bæjarfélagið, leggja sam- eiginlega fé af mörkum til út- rýmingar slíku húsnæði, ligg- ur það í augum uppi að það er ástand húsnæðisins, fjöl- skyldustærð og heilsufar við- komandi fólks sem fyrst og fremst verður að taka tillit til þegar ákvörðun er tekin um ráðsf'fun þeirra íbúða sem reistar em í stað þess hús- næðis sem á að útrýma. Hér er um að ræða opinberar fé- lagsiegar ráðstafanir í hús- næðismálum, sem ætlað er að ná þeim tilgangi að bæta að- stöðu þeirra sem verst em settir. Það er þvi fráleitt að fylgja þeirri reglu sem meiri- liluti íhaldsins í bæjarráði Reykjavíkur hefur mótað, að láta fjárhagsviðskipti um- sækjendanna og bæjarsjóðs takmarka skilyrðislaust rétt þeirra til þess að verða slíkra íhúða aðnjótandi. Qkuldir við bæjarsjóð verða ^ að sjálfsögðu til með margvíslegum hætti og ekk- ert réttlæti í því að setja alla í sanfa flokk. Tökum t.d. það dæmi, að maður verði fyrir veikindum um árabil og verði að dveljast. á sjúkra- húsi eða heilsuhæli og neyð- ist af þeim sökum til að leita til bæjarins um framfærslu- eyri fyrir fjölskvldu sína. Sé um bammarga fiölskvldu að ræða er aðstoð bæjarins ekki Isngi að ná allhárri upphæð sem erðugt getur verið að greiða niður á skömmum tíma. þótt tek’zt hafi að end- urheimta starfsorkuna. Sam- kvæmt reglu íhaldsins missir þessi maður réttinn til að koma til greina við úthlutun íbúða sem reistar eru af bæj- arfélaginu með aðstoð rikis- ins, enda þótt húsnæði hans sé óhæft með öllu og stefni heilsu f jölskyldunnar í aug- Jjósa hættu. Þessi útlegð sem íhaldið heimtar yfir fátækt fólk sem misst hefur heilsuna á einhverju skeiði ævinnar verð- ur óhjákvæmilega til þess að það er áfram dæmt til að búa í húsnæði sem er óhæft og heilsuspiHandi. Fái það ekki aðstöðu til að komast 1 mann- sæmandi húsakvnni eftir þe;m leiðum sem varðaðar eru með ákvæðum húsnæðislöggjafar- innar um sérstakar ráðstafan- ir til útrýmingar óhæfu hús- næði eru flest eða öll sund lokuð. Enginn býr með fi"l- skvldu sinni í þægindasnauðri og heilsuspíllandi ibúð sér til skemmtunar heldur er það nevðin sem rekur menn til slíks. Eigi menn því ekki kost á umskiptum í gegn um sam- eigiuleg langtímalán. ríkis og bæjarfélags, sem veitt eru í þessum sérstaka tilgangi, eru þeir dæmdir til að sitja að óbreýttum kostum. Þaá er furðulegt að opinberir trúnaðárméPn1: skuli fyrir- finnast á síðari hluta tutt- ugustu aldar sem vilja gerast talsmenn þggs að skammta fólki mannréttindi eftir efna- legri aðstöðu. Eigi að síður er þetta sta.ðrevnd um það í- hald sem stiórnar bæjarmál- um höfuðstaðarins. Þannig virðast þær „hugsjónir" ekki útdauðar enn í dag, sem í- haidið yarð frægast fvrir forðum þega.r baráttan stóð sem hæst um að titvggia öll- um almennan kosningarétt án tillits tii efnahags. Það var hugsión íhaldsins að þeir sem þesáð hefðu oninberan stvrk skvldu ekkí búa við full mann- réttindi. ekki njóta kosninga- réttar. Ög bað þúrfti langa og harða bg^áttu við nátt- tröll ih n i<I srnennskunnar til þess að burrka bennan smán- arblett út úr sHjÓrnárskrá og kosningalögum. Vafalaust viidu ýmsir íhalds- menn helzt af öllu að flokkur þeirra bæri ekki þá erfðasýnd á herðunum að hafa barizt gegn almennum kosningarétti. En þá þarf þeiin sjálfum og forkólfum flokksins að vera ljóst að sú rfegla er af sama toga spunn- in sem ihaldið í bæjarráði notaði til að útiloka þá skjl- yrðislaust frá bæjarhúsunum við Gnoðarvog er kómizt höfðu í ákyeðna skuldarupphæð við * bæjarsjóð. f raun og veru stepdur spurningin eins og fyrr um það, hvort þeir sem fátækir eru eiga að vera rétt- laúsir eða njóta sömu mann- réttinda og þeir sem ekki hafa orðið fyrir sérstökum áföll- um. Væntánlega verða þeir fáír sem að athuguðu máli fallast á þau mannúðarlausu sjónarmið sem jhaldið tileink- ar sér. Suntarvegur milli Suður- og Norðurlands um Sprengisand Allrækilegar athuganir hafa þegar farið fram ÖIl líldndi eru tíl að á, næstu árum verfti gerður bflfær sumarvegur frá Galta- læk í Landsveit um Sprengi- sand aft Mýri f Bárðar- dal. Tillögu um athug- un á þessu máli lagði alls- herjamefnd neðri deildar ein- róma til að vísað yrði tíl rík- isstjóraarinnar „í traustí þess, að gengið verði endanlega frá umræddum athugunum og til- lögur hinna sérfróðu manna samræmdar", en sljkar athug- anir liafa þegar verið gerðar allrækile.ga samkvæmt fyrri samþykktum Alþingis. Hinir „sérfróðu menn“ eru m.a. vegamáiastjóri og raf- orkumálastjóri. Fylgja ýtar- legar umsagnir þeirra nefnd- aráliti allsherjamefndar. í umsögn Sigurðar Jóhanns- sonar vegamálastjóra segir m.a.: Álit vegamálastjóra „Hinn 22. marz 1956 var síðan samþykkt á Alþingi þingsályktun um rannsókn vegarstæða milli landsfjórð- unga, og með bréfi samgöngu- málaráðuneytisins, dags. 16. apríl 1956, var mér falið að koma téðri rannsókn í fram- kvæmd. Síðan hafa í samvinnu við raforkumálastjómina verið mæld þrjú brúarstæði á Tungnaá og eitt á Köldukvísl, Gerð hefur verið kostnaðar- áætlun um 83 m hengibrú á Tungnaá hjá Búðarhálsi, en þar er eitt hinna mældú brú- arstæða. Hin brúarstæðin á Tungnaá, sem mæld háfa ver- ið, eru bæði í Þóristungum, skammt ofan ármóta Tungna- ár og Köldukvislar. Kostn- aðaráætlanir hafa ekki enn verið gerðar um brýr á þess- um stöðum, en unnið er að undirbúningi þeirra. Frekari athugun á vegar- stæði um Sprengisand en fyr- ir hendi var, þegar umsögn var gefin um svipaða tillögu hinn 16. janúar 1956, hefur ekki verið gerð. Er það eink- um tvennt, sem veldur þar mestu um. 1 fyrsta lagi skipt- ir það verulegu máli, hvort Tungnaá verður brúuð hjá Búðarhálsi eða í Þóristung- um varðandi vegagerð á nokkrum hluta leiðarinnar, en unnið er nú að því að gera sa.manburðaráætlanir um þessi brúarstæði, eins og að framan greinir. 1 öðru lagi hefur orðið að beina tak- mörkuðu starfsliði fyrst og fremst að þeim verkefnum. sem fjárveitingar liafa verið veittar til á hverju ári, en láta frekar rannsóknir sém þessar sitja á hakanum. Raforkumálastjórnin heftír undanfarin ár látið gera um- fangsmiklar mælingar og rannsóknir á vatnasvæðum Þjórsár, Köldukvíslar og Tungnaár og ráðgérir að lialda áfram þessum rann- sóknum í vaxándi mæli næsta áratug, eins og nánar er gérð grein fyrir í bréfi raforku- málastjóra til mín, dags. 25. f.m., varðandi brúargerð á Tungnaá, sem fylgir hér méð í afriti. Af greinargerð raforku- málastjóra er ljóst, a-ð það yrði mjög aukið hagræði að því við rannsóknir og mæl- ingar við Þórisvatn og víðar, að Tungnaá yrði brúuð í Þóristungum frekar en við Búðarháls. Brú hjá Búðar- hálsi kæmi að litlum notum fyrir þessar rannsóknir, nema jafnframt yrði bj’ggð brú á Köldukvísl, sem auðveldast væri að byggja vestan við ós Þórisvatns. Við rannsóknir nærri Þóristungum yrði þessi leið þó um 50 km lengri en ef Tungnaá yrði brúuð þar. Við rannsóknir og mælingar má segja, að þetta skipti ekki miklu máli, en ef horfið yrði að virkjunarframkvæmdum í Þóristungum, yrði þessi krók- ur mjög tilfinnanJegur. Brú sú, sem gerð hefur ver- ið áætlun um hjá Búðarhálsi, er áætluð að kosta 2,6 mil'j. kr., og er brúin ætluð fyrir venjulegan vagnþunga á af- skekktari leiðum, sem er 14 tonn. Ef. brúin yrði byggð í Þóristungum teldi ég sjálf- sagt að byggja hana fyrir þann þunga, sem nauðsynleg- ur gæti talizt vegna virkjun- arfrantkvæmda við Þórisvatn, en það. yrði væntanlega 30— 4Q tonna, ypgnþungi, þar sem annars yrði e.t.v. að byggja nýja brú vegna virkjunar að 10 árum .liðnum. Slík brú myndi að sjálfsögðu kosta eitthvað nieira en brú fyrir venjulegan vagnþunga, en sá aukakostnaður yrði þó aldrei nema lítill hluti af verði nýrr- ar brúar. Ef miðað er eingöngu við að fá sem greiðasta og auð- veldasta leið frá Galtalæk. á Landi að Mýri i Bárðardal, þá er lítill vafi á því, að leið- in um Búðarháls er sú auð- veldasta og ódýrast yrði að gera hana bílfæra að sumar- lagi. í greinargerðinni frá 16. janúar 1956 voru vegabætur fyrir ruðningsveg á þessari leið áætlaðar á 500 þús. kr. auk brúa á Tungnaá og Fjórðungskvísl, sem áætlaðar voru lauslega á 2.35 millj. kr. Kostnað við þessar vegabæt- ur má nú áætla á 600 þús. kr., en brýmar á Tungnaá og Fjórðungskvísl á 3.0 millj. kr. Engar kostnaðartölur em enn fyrir hendi um brúargerð á Tungnaá bjá Þóristungu eða vegagerð þaðan á Sprengisandsleið um brú á Köldukvísl vestan Þórisvatns. Kostnaðartölur um þetta ættu að geta legið fyrir á hausti komanda, en ekki fyrr. Þegar þær áætlanir verða fyrir hendi, verður hægt að bera saman þessar tvær Ieiðir hvað kostnað snertir. Það skal þó tekið fram, að ruddur sumarfær vegur um Sprengisand getur aldrei komið að neinum hagkvæm- um notum til flutninga xnilli landsfjórðunga. Til þess þyrfti sasmilegan uppbyggðan malarveg og fyrst og fremst brýr á allar ámar, þar sem leið þessi er elcki snjólaus nema tvo mánuði ársins, þeg- ar bezt lætur., Hins vegar mundi brúargerð á Tungnaá opna þessi víðáttumiklu öi> æfi fyrir skemmtiferðafólk. 1 þvi sambandi kæmi brú á Tungnaá hjá Þóristungum og Köldukvísl að meira gagni, þar sem þá mundi o^nast leiS að Þórisvatni, Veiðivötnum, og sunnanverðum Vatnajökli auk þess hagræðis, sem að því yrði við rannsóknir rai» orkumálastjómarinnar. i Þar sem .unnið er að athug« unum á þessum leiðum og verið er að gera kostnaðar- áætlanir um brýr á Tungna.á og Köldukvisl samkvæmt þingsályktunartillögu frá 22. marz 1956 og væntanlega verður hægt að láta niðurstöð- ur þessara rannsókna liggja fyrir næstá reglulegú Alþingi, þá tel ég óþarft . að . sam- þykkja nýja þingsályktun um þetta mál. Virðingarfyllst, . :.i Sigurður Jóhánnssón. Til allsherjaméfndar samein- aðs Alþingis, Reykjavík“. Um brúargerð á Tungnaá I umsögn Jakobs Gíslason- ar raforkumálastjóra, segir: „Með vísun til viðtals við yður, herra vegamáiastjórí, og í sambandi við tillögu þá, sem fram hefur komið á Al- þingi um atihugun á brúar- gerð á Tungnaá við Búðar- háls, vildi ég taka fram eftir- farandi: Nú fara fram rannsóknír á virkjunaraðstöðu á vatna- svæði Þjórsár, Köldukvíslar og Tungnaár. Rannsóknir þessar eru enn á byrjunar- stigi, en þeim verður haldið áfram um margra ára skeið, því að þar er um umfangs- mikið verkefni að ræða. At- huga þarf rennsli ánna á öll- um tímum árs. Gera þarf frekari landmælingar. Leitað mun verða að byggingarefni. Borað verður til atbugunar á jarðlögum. Athúga þarf jarðfræði svæðanna, og verk- fræðingar þurfa að athuga staðhætti fyrir orkuver og raflínur. Gera, má ráð fyrir, að athuganir þessar standi yf- ir hinn næsta áratug eða lengur, enda er hér ■ um að ræða orkumestu vatnasvæði landsins. Benda lauslegar at- huganir til, að unnt kunm að vera áð vinna á þessum svæðum tífállt orkumagn á við núverandi raforkuvinnslu á íslandi. Þetta orkumagn er þó því áðeins hægt að vjnna, að unnt sé að gera umfangs- mikil miðlunarmannvirki, en. til að fá úr því skorið þaií miklar rannsóknir þessi miðlunarmahnvirki ráða einn- ig miklu' um skilyrði- tij. liagnýtingar á afli Þjórsár ' Vrámh. 6 10. si«u

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.