Þjóðviljinn - 03.04.1958, Síða 7
FHiruntudagur 3« . aprll 1958 — >4ÓÐVI'W1NN — 0
„Hreykinn stendur stafur á bók“
Jón Óskar: nóttin á hcró-
nm okkar. — 29 ljóð —
Kristján Davíðsson gerði
teikningar og sá um út-
lit bókarinnar. — Heiga-
fell, Reykjavik 1958.
Fyrir nokkru kom út ný
Ijóðabók eftir Jón Óskar, er
hann nefnir nóttin á herðum
okkar. Áður hafa komið út
tvær bækur eftir hann: Mit+
andlit og bitt (1952) og Skrif-
að í vindinn (1953).
Jón Óskar er tvimælalaust
meðal hinna kunnustu af ungm
skáldunum, mönnum „nýia
tímans“ í íslenzkri Ijóðagerð
er hafa með skáldskap sínum
vakið mikið umtal og almenna
athyerli, verið ótæoilega for-
dæmdir af aiiri albvðu manna
en lika hlotið mikið lof og
viðurkenningu í sinn hóp.
Ég hlýt að viðurkenna, að
mér hafði eigi alls kostar fall-
ið í geð sumur sá skáldskap-
ur eftir Jón Óskar, er fyrir
mig hafði borið á bókum og í
tímaritum, þótt ýmislegt væri
þar og, er góð fyrirheit gaf.
l>að var því með allmikilli
forvitni, að ég las þessa bók,
nóttina á herðum okkar, er
mér barst hún í hendur fyrir
um það bil hálfum mánuði.
Eftir að hafa lesið bókina
allgaumgæfilega, er það mín
ityggja. að réttari dómur
verði vart um hana felldur
en sá, er höfundur sjálfur
kveður upp um þennan skáld-
skap sinn að bókarlokum af _
fágætri sjálfsrýni, enda mælir
þar sá maður, er gerst ætti
að þekkja kost og l"st á þess-
um kvæðum. Hann segir svo
í næstsiðasta ljóði bókarinn-
ar, er hann nefnir Hugsun
og orð:
„Ég vildi geta sagt þér allt,
en hvernig sem ég aga hugann
i leit að dýpstn merking orða,
í leit að hversdagsmerking
orða,
þá finn ég aldrei aldrei neitt
sem verði sagt til fulls.
Ég mæni dönru auga burt
frá hálfu orði, veit ég þó
að mér býr margt í hug.
Til einskis mæli ég við þig.
Ó, hupsun, ég þykist ráða þér
en ræð þó engu, þú svíkur
mig.
Hreykinn stendur stafur á
bók,
en livað hann merkir, það er
valt“.
Vissulega ber bókin því
Ijóst vitni, að höfundi hennar
býr margt í hug, þótt yrkis-
efnin verði hins vegar ekki
talin ýkjafiölbrevtileg. Jafn-
skýrt er hitt, að höfundurinn
leggur sig allan, fram um að
tjá lesandanum hug sinn —
á sinn hátt —, en helztil oft
mælir hann þar til lítils. (Það
er oft fast að orði kveðið hjá
skáldinu að segja „til ein-‘
skis“.) -— 1 óþreytandi leit
sinni að „dýpstu merking
órða“, „að hversdagsmerking
orða“ ætla ég, að hann leiti
stundum langt yfir skammt
og fyrir því finni hann tíðum
ekki nema hálfyrði þess, sem
hann vildi segja.
Ég skal aðeins nefna eitt
JÓN ÓSKAR
dæmi um þessa hlið á kveð-
skap Jóns Óskars, kyæðið
Leit að fegurð. í þessu ljóði
finnur lesandinn, að skáldið
vill tjá homrni mikinn sann-
leik, en það er gert með svo
torræðum orðum og líkingum,
að hann er eftir sem áður
jafnóljós og myrkri hulinn,
eins og svör véfréttarinnar í
Delfi forðum. Og þama gæt-
ir einnig nokkuð skeikullar
smekkvísi í vali sumra líking-
anna.
Nú á tímum er það af mörg-
um talinn mikill ljóður á ráði
skálda og rithöfunda að tjá
sig of berlega, segja lesand-
anum of mikið, að skilja hon-
um ekki eftir nokkurt ihugun-
arefni. Slíkan lcst virðist mér,
að Jón Óskar vilji forðast
flestu fremur. En það er
sjaldgæf list að segja mikið
í fáum orðum, svo að skiljan-
legt sé, og mistakist tilraun-
in fellur verkið um sjálft sig
og á milli Iesandans og höf-
undar myndast tírætt djúp
misskilnings.
Yrkisefni Jóns Öskars eru
ekki fjölbreytileg. 1 flestum
kvæðunum glímir hann við
sama viðfangsefnið, hina sí-
gildu gátu um lifið, sem öll
ung skáld þykjast kjörin til
þess að leysa, en fá aldrei
leyst. Skal Jóni Óskari sízt
láð, þótt honum fari þar sem
öðrum. í þessum ljóðum sín-
um varpar hann fram mörg-
um spurningum en fær við
fæstum svar, enda verður
þeim víst seint svarað sumum
hverjum. Af þessum sökum
m.a. bera kvæðin flest heldur
dapurlegan blæ. I þeim er
furðu lítið af æskufjöri og
þrótti, litill lífsfögnuður. Hins
vegar býr í þeim öllum ósvik-
in tilfinning, einkanlega ætt-
jarðarljóðunum og þeim kvæð-
um er fjalla um velferð mann-
anna hvar sem er í heimin-
um, samanber t.d. Hamingja
Islands, Ljós tendruð og slökt
Framhald á 5. síðu.
Syngjandi páskar
„Féiag íslenzkra einsöngv-
ara“ hefur tekið upp þá venju
að efna til söngskemmtunar á
ári hverju um páskaleytið, ög
hefur henni verið valið heiti
það, sem hér stendur í fyrir-
sögn.
Þegar söngskemmtun þessi
var haldin síðast, fyrir hér
uih bil ári, skrifaði Undírritað-
ur um hana nokkur orð hér
í blaðinu, leyfði sér að finna
að verkefnavali félagsins og
láta í ljósi furðu sína á þeiri
músíkalska auvirðileik, sem eúi
kenndi margt (þó ekki allt)
af því, sem fhitt var. Á það
var bent, að visstilega væri
góðra gjalda vert, að lærðir
einsöngvarar vorir efndu til
léttra og alþýðlegra song-
skemmtana og þættust ekki
hafnir yfir það að syngja
annað en óperuaríur og því
um líkt, en víst mættu þeir
þó teljast of góðir til að
syngja rykk og skrykk. Einnig
var á það bent, að til væri
mikil áuðlegð léttra, aíþýð-
legra og þó verðmætra söng-
laga, er tilvalin Væru að
flytja á slíkum söngskemmt-
unum, og var sérstaklega á
það minnzt að í því tilliti væri
um auðugan garð að gresja í
þjóðlagasöfnum, bæði innlend-
um og erlendum, og væri ó-
sannað mál, að aðsókn slíkra
söngskemmtana yrði lakari en
þó að léleg dægurlög og óper-
ettulög andiausustu tegundar
væru í meirihluta á efnis-
skránni. Loks vár sú athuga-
semd gerð, að ef nauðsyniegt
teldist að hafa eitthvað af
dægurlögum á efnisskrá slíkra
söngskemmtana, þá mætti
vissulega finna Iög þeirrar
tegundar, sem hlustandi væri
á, og kæmu þar þá ekki sízt
til greina sum þau íslenzk
dægurlög, er fram hafa komið
á síðaii árum.
„Svhgj-
S " n g s k em m t u n i n
andi páskar“ í Austi’”K"\jar-
bíói að þessu sinni sýnir. að
ekkert márk hefur verið tekið .
á þessuin umvöndunum. En
þó að ég finni m’g fullsn vel-
vildar í garð íslenzkra ein-
söngvara, eigi síður en ann-
arra tónlistarmanna i’orra,
kemst ég ekki hjá þvi að
endurtaka þær, úr því að mér
er falið að skrifa um þetta,
og mun þó trúlega. lítið stcða.
Tra’ gof”1’" l:'’4-’’TOenn. sem
hlotið hafa aóða menntun,
hafa ekki einungis skvldu
gagnvart sjálfum sér. he’dur
einnig, og raunar miklu frem-
ur, gagnvart þjóð sinui og
listmenningu hennar. að stárf
þeirra megi verða til að þoka
listsmekk almennings unr> 4
við fremur en í hina átt.ma.
Hér skal ekki út í bað farið
að dæma um hvert atriði bess-
arar söngskemmtunar sérstak-
lega, en skylt er þó að geta
þess, að ekki eiga allir söngv-
ararnir óskipt mál um efnis-
val. Vandastur að virðingu
sinni reyndist Árni Jónsson,
sem söng Mattinata eftir Le-
oncavallo mjög ágætlega.
Fleira gat talizt nokkurn veg-
inn frambærilegt, en sumt
fyrir neðan allar hellur, og
mörgum góðum s''”PTÖddum
sóað á óverðug verke^ni. Gam-
an var þó að „Pokatízkunni",
ekki vegna tónlistarinnar,
heldur skringilegrar skoostæl-
ingar á dálítið hjákátlegri
tízku og vegna þess, hve
skemmtilegur Sigurður Ólafs-
son var í sínu hlutverki. Þátt-
ur þeirra Gests Þorgrímsson-
ar og Ketils Jenssonar var
spaugilegur, en helzt til
ýkjukenndur. Karl Guðmunds-
son er alltaf hrókur alls fagn-
aðar, þar sem hann kemur
fram.
B. F.
Félagsmálaskóli verkalýðsfélaganna
og andsfaSa og blekkingaskrif AlþýSuhlaSsins
Laugardaginn 29. marz s.l.
birtist í Alþýðublaðinu grein
á forsíðu með stórletruðum fyr-
irsögnum um deilu, sem risin
sé um fræðslumál verkalýðs-
ins milli Alþýðuflokksmanna
og kommúnista, eins og blaðið
orðar það.
Nánari grein er svo gerð fyr-
ir þessu „deiluefni" á þann
villandi hátt í undirfyrirsögn,
að Alþýðuflokksmenn vilji „al-
hliða fræðslustofnun", en
kommúnistar sjö mánaða- vetr-
arskóia. Með þessu er gefið í
skyn að félagsmálaskó’i verka-
lýðshreyfingarjnnar hljóti að
verða einhliða. Það er svo að-
eins skortur á nákvæmni hjá
blaðinu, að hins vegar sé um
að ræða 7 mánaða vetrar-
skóla, þyí að þar er um að
ræða skóla er starfi sex mán-
uði að vetrinum og megi skipta
þeim námstíma í tvö þriggja
mánaða. námskeið. Þá er einn-
ig ráð fyrir því gert, að á öðr-
um tímum árs hafi skólinn
stutt fræðslunámskeið, og fari
kennsla þá áðallega fram í
fyrirlestrum og með námshópa-
starfi.
Þetta er nú það rétta í mál-
inu, sbr. 1. gr. frumvarps til
laga um Félagsmálaskóla
verkalýðssamtakanna.
í Alþýðublaðsgreininni er
svo hvað eftir annað talað um,
að „fræðslustofnun launþega“,
sem þeir Alþýðuflokksmenn
vilja koma á fót, eigi að verða
íneð nútimasniði, og á það víst
að benda til þess, að verkalýðs-
skólar nágrannalandanna séu
gamaldags og til engrar fyrir-
myndar sem nútímastofnanir.
Enda er í beinu framhaldi af
þessu fullyrt í Alþýðublaðs-
greininni, að illa hafi gengið
hjá nágrannaþjóðum okkar að
fá aðsókn að verkalýðsskólun-
um. Þetta ér þó álrangt og
stangast við allar staðreyndir.
Greip Alþýðublaðsins lýkur
. svo á því að ríkisstjómin hafi
enn ekki getað hrundið málinu
í framkvæmd, og yaldi þar um
mestu „þrákelkni félagsmála-
ráðherra“ og nánustu sam-
starfsmanna hans. — Þá yita
menn það. — Einnig þetta er
Hannibal að kenna!
Sannleikur málsins er þó sá,
sem nú skal greina.
Hannibal Valdimarsson flutti
á árunum 1954 og 1955 frum-
varp til laga á Alþingi um
verkalýðsskóla. Munu finnast
sannanir fyrir því, að Alþýðu-
blaðinu fannst þetta þá ekki
vera einskisvert mál, þó að nú
sé annað orðið uppi á teningn-
um.
Vegna áhuga Hannibals
Valdimarssonar á þ.essum mál-
um og að hans frumkvæði var
því heitið er núverandi rikis-
stjóm var mynduð, að stöfnað-
Ur skyldi á þessu kjörtímabili
félagsmálaskóli verkalýðssam-
takanna. Var ekki vitað ann-
að, en að þetta væri einnig
mikið áhugamál Alþýðuflokks-
ins.
En brátt kom í ljós, að Al-
þýðuflokksménn bárti fram til-
lögu til þingsályktunar um
„fræðslustofmm launþega“.
Var þess beint getið í greinar-
gerð, að herini væri ætlað að
koma í stað þeirrar hugmynd-
ar, sem áður hefðu verið uppi
um verkalýðsskóla. Að því
þurfti því engum getum að
leiða. Þetta var gert til að
fleyga málið og koma í veg fyr-
ir stofnun verkalýðsskólans,
sem lofað hafði verið.
Á þessu þingi fluttu Alþýðu-
flokksmenn tillögu sína um
fræðslustofnun launþega í ann-
að sinn. Var hún þá meðal
annars send Alþýðusambandí
íslands til umsagnar. Var um-
sögn Alþýðusambandsins á
þessa leið:
Umsögn Alþýðusambands ís-
lands um þingsályktunartillögu
um fræðslustofnun launþega. !
„Fyrir jólin var Alþýðusam-
bandi íslands send tillaga sú
til þingsályktunar, er þeir
Eggert G. Þorsteinsson, Bene-
dikt Gröndal og Pétur Péturs-
son flytja:
Um fræðslustofnun
launþega:
Alþýðusambandið fagnar því
að eiga þess kost að láta í ljós
álit sitt á umræddri tiHögu.
Tillagan sjálf ber það að
nokkru leyti með sér, og enn
ljósara verður það af greinar-
Framhald á 9. síðu