Þjóðviljinn - 11.04.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 11.04.1958, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJÍNN — Föstudagur 11. apríl 1958 iMÓÐinUIN V. Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistiaflokkurinn. - Ritstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.). - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóbannsson. - Auglýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. augiýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverö kr. 25 á mán. í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Óbrotið vaudamál rústjoff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefur • nú sent Hermanni Jónassyni for- saetisráðherra íslands bréf um kjarnorkumál. Er þar rakið hver hætta mannkyninu er bú- in af tilraunum stórveldanna með kjarnorkusprengjur, skýrt var frá þeirri ákvörðun Sovét- ríkjanna að hætta einhliða hverskyns tilraunum af slíku tagi. og mælzt tii þess ,,að rík- isstjóm ísiands styðji þetta frumkvæði í þágu mannkyns- ins alis‘. ¥ú um langt skeið hefur ver- ^ ið háð mjög víðtæk bar- átta gegn tilraunasprengingum stórveldanna og sífellt aukizt að þunga. Ástæðan er ekki að- eins sú hversu ógnarlegt það er að einbeita sér að því að fullgera þau vopn sem tor- tírnt geta öllu mannkyni, held- ur ber vísindamönnum saman um að sjálfar tilraunimar séu lífshættulegar. Við kjarnorku- sprengingu berst geislavirkt xyk upp í háloftin, helryk, en fellur síðan til jarðar um hnöttinn allan, sezt í vatn og á jurtir, berst síðan inn í lik- amsvefi dýra og manna og get- ur valdið hinum ægilegustu sjúkdómum. Auk þess segja vísindamenn að ókleift sé að sjá fyrir hver áhrif geislanir af völdum kjarnorkusprenginga geti haft á erfðaeiginleika, og geti þær tilraunir sem þegar liafa verið gerðar bitnað á ó- bomum kynslóðum, valdið lík- amlegum og andlegum af- skræmingum. Síðan tilraunir stórveldanna hófust hefur magnið af hættulegum geisla- virkum efnum vaxið stórlega, og mætti okkur íslendingum vera í minni að bandarískar -mælingar sýndu að fyrir nokkru hafði óvenjumikið magn af helryki fallið til jarðar hér á landi. Stórveldin hafa í orði viður- kennt þessa hættu og nú um langt skeið skipzt á orð- sendingum um það hvemig farið skyldi að því að stöðva þennan leik að dauðanum, bor- ið fram tillögur og gagntillög- ur, breytingatillögur og við- aukatillögur. Menn kunna að hafa haft skiptar skoðanir á því hvað í þessum orðsending- um hafi faiizt, en varla verð- ur þó um það deilt að nýjasta aðgerð Sovétríkjanna er ein- faldasta og afdráttarlausasta lausnin á vandamálinu: Sovét- ríkin liafa hætt tilraunum sín- um einhliða og skora á Banda- ríkin og Breta að gera siíkt hið sama. Nú þarf ekki lengur að kieila um orð og inntak í tillög- um; það eru verkin sem tala. Og eftirlitið er einnig sjálfgef- ið; vísindamenn ráða yfir þeim tækjum að ekki er hægt að gera kjamorkusprengingu án þess að upp komist. l^ngu að síður segja ráða- menn Bandaríkjanna að þessi ákvörðun Sovétríkjanna sé tómur áróður, og fer það orð þá að hafa býsna víðtæka merkingu. Einnig segja Banda- ríkjamenn að tíminn sé val- ínn af miklum óheilindum, því Sovétrikin hafi nú nýlokið við mikla tilraunakeðju en Banda- ríkjamenn hafi stórfelldar til- raunir á prjónunum. Ef menn hirða um að beita slíkum mál- flutningi, verður auðvitað hægt að halda því fram að allur tími sé óhentugur og aldrei verði unnt að stöðva tilráunir af þejrri ástæðu einni sarnan. Hitt ér engu að síður staðreynd að allt til þessa dags hafa Sov- étríkin sprengt 39 kjaniorku- spreng.þir ún Handaríkin 90 auk tilrauna Breta, svo að því verður ekki haldið frain að það halli á VesturveJdin í * dauðaleiknum. Auk þess er það alkunna að bæði Bandaríkin og Sovétríkin ráffa yfir því magni af kjarnoi-kusprengjum að hvor um sig gæti tortínit öllu mannkyni. Skyldi maður ætla að það væri nægjanlegt. að er einatt erfitt fyrir al- menning að meta og skil- greina réttilega það semi felst í orðsendingum og tiílögum stórveldánna, oft næsta flókn- um. En nýjasta aðgerð Sovét- ríkjanna er svo einföld, óbrot- in og sjálfsögð að hún verður ekki kæfð með orðaflaumi. Hvað er sjálfgefnara en að þeir sem trúað hafa á góðan vilja Vesturveldanna í málinu krefj- ist þess nú að þau taki Sovét- ríkin á orðinu og fylgi for- dæmi þeirra umsvifalaust. Með því væri ekki aðeins bundinn endir á verk sem ógna framtíð alls mannkyns, heldur og stig- ið skref sem gæti greitt götu frekara samkomulagi, samning- um um friðsamlega sambúð og afvopnun. 'JC’ngum ætti að vera þéssi ó- ■*-J brotna staðreynd ljósari en Islendingum. Því bíða menn þess nú með nokkurri eftir- væntingu hvemig Hermann Jónasson snúist við. í vetur megnaði hann sem kunnugt er ekki að túlka islenzka sjónar- miðið að neinu leyti í bréfi sínu til Sovétstjórnarinnar heldur bergmálaði kenningar Dullesar. Þá var hins vegar ura næsta flókin vandamál að ræða, svo að ráðherranum tókst að nokkru að fela afstöðu sína bak við orðaflækjur. En nú er aðeins spurt um já eða nei, um það hvort helrykinu skuii halda áfram að rigna yf- ' ir íslendinga í vaxandi mæli, um það hvort íslendingar telji það í samræmi víð hagsmuni sína að stórveldin haldi áfram að leika sér að þeim .vopnum sem tortímt geta allri heims- byggðinni. Það verðuf sannar- Fyrsta vetnissprenging Bandaríkjamanna á Bikini í marz 1954. Ályktun Æðstaráðs Ráðstjórííámkjanna uin að hætta tilraunum með kjarna- og vetnisvopn Elnn mikilvægasti atlm rð- ur fem gerzt hefur í alþjóða- málum um langt skeið er á- kvörðun Æðstaráffs Sovét- ríkjanna nm að hætta til- raunum með hvers kyns kjarnorku- og vetnisvopn innan endimarlta Sovétríkj- anna og skora á Bretíand og Bandarikin að fylgja því fordæmi. Þar með hafa at- hafnir komið í stað orða í átökunum um kjarnorkumái, og þessi ákvörðun Sovétríkj- anna getur orðið upphaf þess að tilraunir með kjarn- orkuvopn verði niður felldar með öllu ef almenningsálit- ið knýr Bandaríkin og Bret- land til þess að gera slíkt hið sama. Þar með væri stig- ið fyrsta raunhæfa skrefið til þess að draga úr viðsjám í heiminum og þau næstu gætu orðið auðveldari. Þjóðviljanum þykir rétt að birta hina mikilvægu á- kvörðun Æðstaráffs Sovét- ríkjanna um þetta efni í heilu lagi, og fer hún hér á eftir: Með hverju ári og hverjum mánuði, sem líður, verður meira og meira í húfi ivm frið og velferð þjóða, að hætt sé tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn. Yfirgnæfandi meiri hluti manna um allan heim krefst þess nú, að þessum tilraunum sé hætt. En þó að þjóðimar hafi ekki árum saman linnt kröfum um, að endir yrði bundinn á kjarnorkutilraun- irnar, er þeirn sífellt haldið áfram, og ávöxtur þess er sívaxandi fjöldi banvænna kjarnorkuvopna, svo og auk- ið magn geislavirkra efna í lofthjúp og jarðvegi, er eitra mannslíkamann og fela í sér háska fyrir heilbrigði kom- andi kynslcða. Ráðstjómarrikin hafa aldrei hvikað frá þeirri viðleitni lega fróðlegt að sjá hvort for- sætisráðherra íslands bregzt við því vandamáli eins og ís- lendingur með óbrjálaða skyn- semi eða hvort samneytið við Bandaríkjamenn hefur svipt hann bæði þjóðerni og viti. sinni að koma til léiðar samn- ingi ríkja þeirra, er eiga yfir kjamorkuvopnum að ráða, um það, að kjarnorkutilraun- um yrði hætt, I þeim tilgangi hafa Æðstaráðið og ráð- stjómin hvað eftir annað á undánförnum árum borið fham • á'kveðnar tillögur um að stöðva. tilrcunir þessar. Sam- komulag um þetta hefði átt að geta tekizt fyrir löngu samkvæmt þeim tillögum. Hinn 10. maí 1957 sendi Æðstaráð Ráðstjórnarríkj- anna ríkisþingunum í Banda- ríkjunum og Bretlandi ávarp, þar sem skorað var á þau að stuðla að samkomulagi Ráð- stjóraarríkjanna, Bandaríkj- anna. og Bretlands um að hætta þegar í stað tilrauna- sprengingnm kjarnorku- og vetnissprengna. Síðasti fundur Æðstaráðs- ins í desember 1957 lýsti yfir einhuga og öbifanlegum frið- arvilja Ráðstjórnarþjóðanna og lagði til, að Ráðstjómar- ríkin, Bretland og Bandarík-' in skuldbyndu sig til að hætta öilu.m tilraunum með kjam- orku- og vetnisvopn frá 1. janúar 1958 að telja. Bandaríkin og Bretland vildu þó el^ki sinna þessum tillögum Ráðstjórnarríkjanna. Tilraunasprengingum kjam- orku- og vetnissprengna er því enn haldið áfram hér og þar um lmöttinn. Þetta sýn- ir, að enn er verið að herða á kenpninni um framleiðslu æ háskalegri múgdrápstækja. Með því að Æðstaráði Ráð- stjómarríkjanna er það hið mest.a áhugamál að koma því til leiðar, að allar tilraunir með kjamorku- og vetnisvopn verði stöðvaðar, vill það fyrir sitt leyti stíga fyrsta, skref- ið til að létta af mannkyn- inu kjarnoúkustyrjaldar- og tortímingarhættunni og sam- þykkir þess vegna: 1. Að hætta tilraunum með hvers hyns kjarnorku- og vetnisvopn innaii endiinarka Ráffstjórnarríkjanna. ÆðvStaráðið lýsir yfir þeirri von sinni, að þjóðþing ann- arra þeirra, ríkja, er hafa yfir kjarnorku- og vetnisvopnum aff ráða, geri einnig fyrir aitt leyti allar nauðsvnlegar ráð- stafanir til að koma til leiðar stöðvun tilraunasprenginga hjá sér. 2. Að fela ríkisstjóm Ráð- stjórnarríkjanna að sjá mn framkvæmd þeirrar ákvörðun,- ar, sem fyrri grein þessarar ályktunar fjallar um, og aff skora á stjómir annarra þeirra ríkja, er ráða yfir kjarnorku- og vetnisvopnum, að hefjast einnig handa um að koma því til leiðar, að til- raunir með kjamorku- og vetnisvopn verðj stöðvaðar allsstaðar og um alla framtíff. Ef önnur riki, sem ráða yfir kjamorku- og vetnis- vopnum, skyldu eigi að síður halda áfram þessum tilraun- um, hlýtur ráðstjórnin að sjálfsögðu, með tilliti til þess- arar staðreyndar og vegna ör- yggis ríkisins, að áskilja sér rétt til að hefja tilraunir aff nýju. Æðstaráðið Iætur í ljósi þá einlægu von súia, að þjóðþing annarra ríkja muni styðja á verðugan hátt þetta frum- kvæði Ráðstjómarríkjanna um að stöðva tilraunir með 'kjarnorkuvopn. Æðstaráðið lýsir yfir þeirri fullvissu sinni, að svari önn- ur ríki, sem eiga kjarnorku- vopn, þessari ákvörðun Ráð- stjórnarríkjanna með þvi að lýsa einnig fyrir sitt leyti yf- ir stöðvun kjarnorkuvopnatil- rauna, þá myndi þar með stigið mikilsvert og raunveru- legt skref í þá átt að treysta frið í heiminum og öryggi allra þjóða. Slíkt mjmdi óefað stuðla stórlega að því að bæta samkomulag þjóða í öllu tilliti og létta af mannkyninu hin- um þjakandi áhyggjum um framtíð friðar i heiminum og örlög komandi kynslóða. Kreml í Moskvu 31. marz 1958, Æðstaráff Ráffstjómar- rikjanna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.