Þjóðviljinn - 11.04.1958, Síða 10

Þjóðviljinn - 11.04.1958, Síða 10
I ) KVÍH JH/GOl/f 10) — ÞJÓÐVILJINN 111'' u-;:': 'I •urgcbjUH-f-'í.. Föstudagur 11. apríl 1958 íþróttir Framhald af 9. síðu skorar 19 mark ÍR 19:18. Enn jafna Hafnfirðingar 19:19, en Gunnaugur skorar á ný og Birgir jafnar aftur 20:20. Enn eru eftir 15 mín af leik, margt gat skeð. Nú er það Valur sem skorar fyrir ÍR og litlu síðar Gunnlaugur. Birgir skorar 21. mark FH, en svo skora þeir Hermann og Gunnlaugur sitt markið hvor og standa nú leik- ar 24:21 og 5 mín til leiksioka! Ragnar skorar 22. mark Hafn- firðinga, en Gunnlaugur svar- ar því með 25. marki ÍR. Enn er það Ragnar sem skorar og litlu síða^ Sigurður Júlíusson og var það síðasta mark leiks- 4ns, 25:24. L, :;.v Ekki tapað í 59 Ieikjum í röð Lið Hafnarfjarðar tapaði nú í fyrsta sinn í nær 3 ér eða eftir að hafa leikið 59 leiki í röð í opinberum mótum án þess að tapa. Er það afrek sem seint mun slegið og sýnir hve sterk- ir þeir hafa verið, og ef litið er á markamuninn var ekki hægt að tapa með minni mun en hér var um að ræða. Hafa þeir sýnt handknattleiksmönn- um hér hve langt er hægt að komast í handknattleik ef vilji og áhugi er fyrir hendi, og vit- að er það að Hafnfirðingar hafa mun erfiðari skilyrði til æfinga en aðrir sem mót þetta sækja. Eigi að síður er það skemmti- legt fyrir ÍR að sigra hinn sterka, sem allir þrá að gera, og það verður ekki sagt að hér hafi verið um heppni að ræða, sem rekja mætti til þess að hinir ágætu Hafnfirðingar hefðu verið illa fyrir kallaðir og átt sérstaklega slæman leik. Þeir léku svipað og þeir eru vanir, en ÍR setti allan vilja sinn og orku í leikinn og náðu því bezta sem þeir hafa nokk- um tíma sýnt, enda er þetta unga ÍR lið á hinum ákjósan- legasta þroskaaidri, og af því má mikils vænta í framtíð- inni. Beztu menn þess voru Ker- mann, Gunnlaugur og Þorgeir. Matthías er nú kominn aftur eftir langan lasleika og er það sýnilega styrkur fyrir liðið. Annars voru allir góðir og iéku .. á toppi getu sinnar. Mörkin skoruðu: Gunnlaugur 11, Iíermann 8, Matthías 3, Val-i ur 2 og Pétur 1. í liði Hafnfirðinga voru þeir Einar og Birgir beztir. Ragnai Var líka ágætur og hann er sá sem skorar mest og við ótrú- leg skilyrði, Þessi ósigur á sennilega rót sína að rekja til smá „taktískra" galla í leik liðsins. Mörkin. skoruðu: Ragnar 12, Birgir 6/ Einar 3 Sverrir 2 og Sigurður 1. Áhorfendur voru rnargir og skemmtu sér konunglega. Fram vaim Þrótt 31:8 Fyrri lcikur kvöldsins var álíka lítið skemmtilegur og sá seinni var spennandi. Leikur Þrótíar var veikur og Fram- arar urðu lítið varir við mót- spymu nema svolitia stund í byrjun síðari hálfleiks. Leikur Franuiva var virkur og hraður, óvenjulega hraður, og má vera að hin veika mótstaða hafi ýkt hraðan. í hálfleik stóðu leikar 14:3 fvrír Fram og þessi þrjú mörk komu, á fvrslu 7 mín . og síðustu 12 mín. skoruðu Þróttarar ekkert mark en Fram 11. Lið Þróttnr vanta-r allt sem til þarf að ná góðum leik og getur varla verið um annað að ræða en að leikmenn séu ilia æfðir og taki þetta ekki alvar- lega, qg þó eru flestir á fram- fara- og þroskaskeiði. Árniann vann 2 fl.- mót kvenna Úrslitaleikur í 2. fl. kvenna var á milli Ármanns og Vík- ings, og var leikurinn jafn og tvísýnn allan tíman. Það er ekki fyrr en seint í leiknum sem úrslit fást og bera mörk- in með sér að leikurinn hefur verið jafn. Ármann vann með aðeins 2:1. íMmensv * sendi- herrann væatasiíegur í áag TTinn nýj sendiherm Rúm- enín er vsentan’egnr til Reykja- vílnir föstndaginn 11. þ.m. or afhendir forseía Islands trún- rðarhréf siít mánudaginn 14. 1». m. Sendiherrarui, sem I.iúsettur r í London, er fæddur 1 nóv. 1906 í Cetate í Craiova héraði og gokk á verzlunarh'skóla i Búkarest. 1946-1950 var hann þirPTnað- ur í rúmenska þinginu 1946 til 1947 viðskiptafulltrúj í rúm- | enska sendiráðinu í Washing- ton, 1948-1949 sendiherra iands síns í Buenos Aires, 1949-1953 varaforseti áætlunarráðs ríkis- ins, 1953-1955 forseti Ríkis- bankans, 1955 til 1957 aðstoð- arfjármálaráðherra og síðan 1957 forseti Rikisbanknns. Bnlaceann sendiherrn er kvæntur og á eitt ham. (Frá utanrikisráðuneytinu). Hestamannamót á Þingvöllum í júlí ? Þjóftviljanuiii Sumarferðir Ferðafél. Framhald af 3. síðu ekki fyrr en á seinusiu árum að ferðir hófusf þangað. Helgarferðir Of langt yrði upp að telja helgarferðirnar. Þær eru marg- ar hér um Reykjanesið, á Esju, ennfremur Skjaldbreið. Eiríks- jökul, Heklu o fl. staði er fjær liggja, auk fiö’margra ferða í Þórsmörk, Landamannalaugar og Kerlingarfjöll. — Allar upplýs- ingar um ferðirnar eru veittar í skrifstofu félagsins, Túngötu 5, sími 19533. Framhald af 12. síðu ráð fyrir, að 30—40 góðhestar komi á sýninguna og mun óhætt að fullyrða að á meðal þeirra verði beztu gæðingar landsins. Keppt fyrsta sinni í 400 m. hlaupi Mótið verður opnað almenn- ingi laugardaginn 19. júlí. Þann dag og sunnudaginn 20. júlí verða kynbótahross og góðhest- ar sýndir í dómhring og dóm- um lýst. Þá fara kappreiðar einnig fram. Keppt verður í 300 og 400 m stökkj og 250 m skeiði. Keppni í 400 m stökki er ný- lunda, því ekki hefur áður verið keppt á svö löngu sprettfæri, Er þess að vænta, að áhorfendum þyki fengur að lengingu hlaups- ins. Skeiðkeppni fer einnig fram með nokkuð öðrum hætti en áður. Að þessu sinni verður hverjum hesti hleypt tvisvar og ræður betri tími úrslitum. Þetta hefur í för með sér, að hestur fellur ekki úr keppni, þó hann „hlaupi upp“ í fyrsta spretti. Boð-kapp reiðar Fyrirhugað er, að kappreiðar með boðhlaupsfyrirkomulagi fari fram milli hestamannafélaga, en slík keppni hefur ekki farið fram á landsmótunum fyrr. Er sennilegt, að þessi þáttur verði vinsæll af áhorfendum. Reiðmennska öndvegisíþrótt Landssamband hestamannafé- laga var stofnað árið 1949 og eru nú starfandi 16 hestamannafé- lög innan vébanda þess. Hlut- verk þess er að vinna að ræktun íslenzka reiðhestsins og hefja hestamennskuna til þess vegs, ^sem henni ber að skipa sem önd- vegisíþrótt þjóðarinnar. Þau tvö landsmót, sem Lands- sambandið hefur efnt til, hafa tekizt með ágætum og hafa reynzt hestamennsku og hrossa- rækt mikil lyftistöng, auk þess sem þau hafa orðið fjölda hesta- unnenda, sem hafa sótt mótin, til mikiliar ánægju. Fyrsta landsmótið var háð á Þingvöll- um árið 1950 en árið 1954 var annað mótið haldið á Þverár- eyrum í Eyjafirði. Það er von allra þeirra, sem að mótinu í sumar standa, að það verði til þess að efla áhuga á íslenzka hestinum og styrkja hin fornu tengsl þjóðarinnar við þennan ástvin sinn. Norðurlandasigliegar m. s, sumarið 1958 HEKLU Frá Reykjavík laugardag 7/6 21/6 5/7 19/7 2/8 16/8 30/8 Til/frá Thorshavn mánudag 9/6 23/6 7/7 21/7 4/8 18/8 1/9 — Bergen þriðjudag 10 6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 — Kaupm.h. fimmtud. 12/6 26/6 10/7 24/7 7/8 21/8 4/9 — Gautaborg föstudag 13/6 27/6 11/7 25/7 8/8 22/8 5/9 —■ Kristiansand laugard. 14/6 28/6 L2/7 26/7 9/8 23/8 6/9 —■ Thorshavn mánudag 16/6 30/6 14/7 28/7 11/8 25/8 8/9 Til Reykjavíkur miðvikud. 18/6 2/7 16/7 30/7 13/8 27/8 10/9 Vísitölubréf Framhald af 12. síðu. Eigendur útdreginna ■' bréfa úr fyrsta flokki, er var gefinn. út 1955, hafa fengið 10,4% vísitöluupphót, þ.e. fengið 10 þúsund króna bréf greitt með kr. 11.040,00. Á bréf úr öðr- um flokki hefur komið 6,11% uppbót og 2,14 á bréf úr þriðja flokki. \iferðgi!di 4. flokks bréf- anna er óbreytt vegna stöð- ugrar vísitölu. Þess ber einn- ig að gæta, að bréfin eru skatt frjáls og undanþegin framtals- skyldu á sama hátt og sparifé. Lækki visitalan skal aldrei endurgreiða lægri upphæð en bréfin hljóða upp á. Enn er nokkuð óselt af vísi- töluhréfum þriðja flokks og verða þau seld á nafnverði út aprílmánuð, en ekki lengur, en grunnverð þeirra hefur hækk- að um 2,14%, sem fellur vænt- anlegum kaupendum í hlut. Auk þess njóta kaupendur þeirra kjara, að frá verði bréfanna verða dregnir vextir frá söludegi til gjald- daga, hinn 1. marz 1959. Verð- ur því söluverð bréfanna. rúm 95%. Bréf þriðja flokks eru til sölu í Reykjavík hjá Lands- bankanum, Útvegsbankanum og Búnaðarbankanum, en í sparisjóðum og hjá helztu verðbréfasölum er tekið á móti áskriftum. Utaij Reykjavíkur er tekið á móti áskriftum í útibúum bankanna og væntaon- lega einnig hjá sparisjóðum úti á landi. Fargjaldinu er mjög stillt í hóf. Til dæmis kostar hringferð, sem tekur 11 daga, aðeins frá kr. 1744,00 til kr. 2623,00. Ferð til Bergen kosfar frá kr. 703,00 til kr. 1020,00. Fyrsta flokks fæði og framreiðslugjald er innifalið í fargjöldum. Farþegar, sem koma með skipinu erlendis frá, geta fengið að nota skipið sem liótel meðan það stendur við í Reykjavík frá miðvikudagsmorgni til laugardagskvölds. Skipaútgerð ríkisins. Þórður sjóari 'tisi lAi Sex vikum síðar er skonnortan var komin til Rio Janeiro kom skipstjórinn fyrst upp á þiljur og tók við stjórninni. Hann sagði Þórði, að nú myndi hald- ið áfram suðurfyrir Hom útí Kyrrahafið, en nákvæma staðarákvörðun gaf hann ekki. Er þeir komu suður fyrir Horn, lentu þeir í þungum sjó, og sá Þórður þá, að skipstjórinn var fráhær sjómaður. Er hann stýrði skonnortunni í gegnum hættumar, byrjaði Þórður að velta fyrir sér hvert ferðinni væri heitið. Dregið í Happ- drætti Háskólams í gær var dregið í 4. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Voru dregnir út 793 vinningar að upphæð samtals ein milljón og 35 þús. kr. Hæsti vinning- urinn 100.000 kr. kom á heil- miða nr. 31255, er var seldur í umboði Elíasar Jónssonar Kirkjuteigi 5. 50 þús. króna vinningurinn kom á fjórðúngs- miða nr. 9083. Voru tveir fjórðungarnir seldir í Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafn- arfirði, einn fjórðungurinn á Vopnafirði og einn í umboði Helga Sívertsen í Vesturveri. 10 þús. kr. vinningar komu á nr. 1297, 10217, 30324, 32324, 34403 og 38005. 5 þús. kr. vinningar komu á nr. 6561, 13162, 13397, 16045, 31431, 36657, 40370, 43889. (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.