Þjóðviljinn - 13.04.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.04.1958, Blaðsíða 9
Surmudagur 13. april 1058 — ÞJÓÐVILJINN’ —< (9 Herberger veit að stjórnandi argentínska liðsins, Stabile, er enginn skussi, gamall atvinnu- maður frá Italíu og töluvérður áhangandi hins enska knatt- spyrnuskóla,. og það getur þýtt að þeir leiki mjög, skipulega og eftir áætlun. Norður-lrland erfiðast Þýzkaland hefur dregizt í hóp með Argentínu, Norður-ír- landi og Tékkóslóvakíu. Talið er að Norður-írar verði Þjcð- verjum erfiðastir ekki sízt vegna þess að þeir leika líkt og Þjóðverjar sjálfir, eru harð- ir og sterkir og hafa mjög gott úthald. Tékkar eru líka með lið sem Þjóðverjum stend- ur ógn af. Tékkar hafa oft átt mjög góða knattspyrnu- menn og liðið sem heild verð- ur erfitt og getur komið Þjóð- verjunum á óvart. Þó er al- frrSTJORIi FMUAHH HtlGASOa Þjóðverjar hafa reynt yfir 40 leikmenn í lið sitt fyrir HM Aftur á móti hefur hann ekki fundið framlínu sem hann er ánægður með. Hann vinnur með þýzkri nákvæmni að því að leysa þann vanda og því er almennt trúað að honum takist það áður en lýkur. Þeg- ar hefur hann fundið menn sem hann hefur trú á og er þar tilnefndur maður 32 ára Fá lönd munu leggja aðra eins áherzlu á að koma vel undirbúin til lokakeppninnar í Svíþjóð í sumar og Þýzka- land. Er þar um að ræða að verja titilinn sem þeir unnu ó- vænt á H.M'. í Sviss 1954. Kyndir þar undir hinn þýzki metnaður og von að það sem skeði í Sviss geti líka skeð í Svíþjóð. Samkvæmt þýzkri ná- kvæmni er ekki látið skeika að sköpuðu um undirbúning liðs- ins, og maðurinn sem stendur á bak við það allt saman er Sepp Herberger eða ,,Sepp frændi“ 'einá' óg hann er kall- aður í gamni. Hann hefur ver- ið í 6 ár einvaldur hvað snert- ir þýzka landsliðið, og á eftir 4 ár af samningi þeim sem hann gerði við þýzka knattspyrnusambandið á sínum tíma. KEILULEGAN enn vegna þess að hún er smíðuð úr nikkel- stáli, sem síðan er innbrennt og hert — þannig að það myndast harður slitflötur en Eftir sxgunnn 1954 varð Herberger mjög dáður af öll- um Þjóðverjum og einn vin- sælasti maður þar í landi. Hann er nú orðinn 61 árs. En „Sepp frændi" fékk eins og margir á undan honum að reyna fallvaltleik lofsins. Sögu- sagnir komust á kreik um að menn hans hefðu notað örfandi meðöl og varð af því mála- rekstur og leiðindi. Því var haldið fram af mörgum að sig- urinn hefði ekki verið verð- skuldaður, þýzka liðið hefði ekki verið bezta liðið o.s.frv. Við þetta bættist svo síðar á árinu að liðið fór að tapa leik eftir leik. Við Belgíu 2:0 í Brússel, 3:1 móti Frökkum í Hannover, og af 13 landsleik- um unnu heimsmeistararnir að- eins 1 eða gegn Portúgal. Þetta var meira en Þjóðverjar gátu þolað og öllu var skellt á Her- berger. Hann hélt fast í menn sína frá keppninni í Sviss, en blöð- in voru farin að tala um að það væri ekki hægt að velja skugga til þess að leika í landsliði! Vorið 1956 tók Herberger svo nýja stefnu og nú byrjaði reynslutíminn aftur. Hann tók nýja menn inn í liðið en hélt nokkrum hinna eldri eftir. Og það gekk ekki sérlega örfandi það árið, 2 sigrar, 1 jafntefli og 5 töp. Þetta var rcynsluár Herberg- ers. Hann fann leikmenn sem lofuðu góðu og þá sérstaklega varnarleikmenn, sem eru fljót- ir og harðir í hindrunum, líkt og Bretar, og ungverski fyrir- liðinn kvartaði undán þeim eft- ir leikinn í Hannover í haust. Árangur af þessari leit Her- bergers kom vel í ljós á ár- inu 1957, þvi að þá töpuðu Þjóðverjar aðeins einum leik af Þýzka knattspyrnuliðið, ásamt Herberger þjálfara, að loknum úrslitaleiknmn við Ungverja í heimsmeistarakeppninni 1954. SEIGUR KJARNI mennt talið að Herberger hafi verið heppinn með þessa fyrstu mótherja og lið I>jóð- verjanna eigi ekki að þurfa að kvíða því að komast áfram gegnum þennan fyrsta hreins- unareld, hvað sem svo tekur við. sem heitir Alfred Kelbassa og lék á móti Ungverjalandi í haust. Hann hleypur 100 m á 10.8 og fer 1.80 í hástökki, en Herberger leggur mikið uppúr hraða og krafti. Talið er að Herberger hafi látið sér detta í hug að gera hinn fræga, alhliða knatt- spyrnumann, og aldraða, Fritz Walter, að miðframherja og halda framlínunni saman. Hann leikur alltaf með þýzka lið- inu Kaiserlautern. Það er talið öruggt að þeg- ar Herberger velur lið sitt muni hann velja fyrst og fremst líkamlega sterka menn sem vilja fórna sér. Hann er þeirrar skoðunar að leikir á H.M. í Svíþjóð verði ekki nein sýning eða listræn knatt- spyrna. sem skapar AUKIÐ BURÐARÞOL Fyrsti landsleikur Þjóðverja fyrir 50 árum I næsta mánuði, eða nánar til tekið 5. apríl, eru liðin 50 ár síðan fyrsti landsleikur Þjóðverja var háður. Leikurinn var við Sviss og fór fram í Basel, og unnu Svisslendingar 5:3. Síðan hafa Þjóðverjar háð 246 landsleiki (miðað við síð- ustu áramót). Þeir hafa unn- ið 127, gert 39 jafntefli og tapað 80. Skorað 636 mörk eix fengið 441. Fyrstu- árin var starfandi nefnd sem valdi þýzka lands- liðið, en síðar var það sett á ábyrgð eins manns, en það var Otto Nerz. Þegar Þjóð- verjar voru slegnir nokkuð eft- irminnilega út úr OL-keppninni 1936, töpuðu m.a. fyrir Noregi 2':0, var liann settur af og þá tók Herberger við af honum og var hann síðan skipaður eftir stríðið aftur sem nokkurskon- ar einvaldur landsliðsins. í Svíþjóð verður Helmuth Schön aðstoðarmaður Herberg- ers og þjálfari Malmö F.F. Pepi Stroh sem kann sænsku og er gamall vinur Herberger. Frú Stroh á svo að rikja í eld- húsinu og sjá um að Þjóð- verjarnir fái mat sem þeir eru vanir að borða. Æfingaleikurinn við Spán- verja gekk vel. Þjóðverjarnir unnu 2:0. Alvaran byrjar 8. júní í sumar. REGISTERED TRADE MARK ( TIMKEN. Licensed user BrSdsh Timken Líé. Miklu til kostað Þjóðverjarnir hafa lagt mikla peninga í það að búa lið sitt undir það að verja tit- ilinn. I fyrra lögðu þeir 170 þús. mörk í þetta, sem að mestu gengur í A-liðið, en það er líka vel lmgsað um B-Iiðið og .stjórnar því gamalkunnur herra sem heitir Helmuth Schön. — Meistarakeppninni þýzku er flýtt og er lokið um miðjan maí, en venjulega lýk- ur henni i lok júní. Miklum tíma er varið til þess að æfa og halda hópnum sam- an. Frá því um áramót hefur Herberger safnað möixnum sín- um saman tvisvar í mánuði til þess að ræða við þá og eins til þess að reyna líkam- legt þol þeirra, Hann hefur haft í hyggju að skreppa til Suður-Ameríku að horfa á knattspyrnu- liðin sem koma eiga þaðan til Svíþjóðar í sumar, en það eru Brasilíumenn, Argentínumenn og Paraguaymenn. Hann vill sem sagt vera við öllu búinn. ENGLAND DUSTON NORTHAMPTON ASalumboð á íslandi: STÁL HF. — Reykjavík Ekki fundið nógu fljóta framherja Það er öruggt að Herberger notfærir sér þann „múr“ sem hann hefur fundið, en það eru allt menn um og nokkuð inn- m við 30 ára aldur. UfbreíSiB ÞióSvHJann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.