Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 7
------- Míðvikuílsgur ?£ „„ ,, Bér sést ein af nýjustu og fullkomiMista sprengjuþotomi bandariska flughersins. Það eru flugvéiar af þessaii gerffi sem sendar eru af staffi í átt tll skotmarka í Sovétríkj unuat £ hvert sinn sem eitthvað tortryggilegt sést í bandarískum ratv •» sjárstöðvum, — og þaffi var einnig flugvél af þessari tegund »em misstí úr sér vetnissprengju yfir sjálfum Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikuim. starfa við radíumrannsóknir og annað sem því kemur við, en allt mannkynið. Hvað hljótast muni af því, að ungbörn fái í - beinin skammt af strontíum 90,. haldi áfram að fá þetta efni allan vaxtartímann, fæð- ist einnig af mæðrum sem hafa strontíum 90 í beinunum, það veit enginn ennþá. Með tíman- breytingu, Syrir mörgum öld- um. Enn þann dag í dag eru allir kollóttir nautgripir þar i landi afkomendur þessára nauta. Ef til vill er hér einhver kona viðstödd, sam langar til að eignast dýran pe!s og kann- ast þá líklegá við orðið stökk- fei-cyfinSa-.T.-.inknr úr auglýs- in'sum í biöðunum. Þettá er togimd af minld, sem kom fram við stöiv tVreýtingú, og hann er þétthærðári en aðrir minkar og þess vegna eru skinnin betri. t>að er lítil von til þess að mannkynið muni baina . viffi stökkbreytingar, það er siður en svo, stökkbreytingar eru langoftast óheppilegar og valda vanskapnaði. Það hefur verið reynt að kynbæta korn og : stupdum tekizt, en fyrir hvert i Ahrií yetnissprengjiinnar á stríðs- og friðartímum Þegar sprengjan springur breytist nokkuð af úraninu í strontíum 90. Þetta efni mynd- ast þó ekki þegar í stað, held- ur krfpton, lofttegund sem þýtur upp og myndar hið gor- kúlulaga ský, en efni þetta er mjög skammært og helmingur- inn af því breytist í annað efni á 33 sekúndum. Þegar það breytist kemur fram rúbídum og varir litlu lengur, en breytist svo í strontíum 90, sem dreifist í afarsmáar agnir hátt uppi í íoftinu, og fer það eftir stærð sprengjunnar hve hátt það nær. ' Af rarmsóknum dr. Libbys varð það ljóst, að strontíum 90 hegðar sér á tvo vegu næsta ólíka — það fer eftir stærð sprengjunnar, og fellur tvenn- skonar helregn. Þess má geta, að þegar sprengja springur svo nærri jörð, að blossinn snertir hana, feílúr, allmikið af strontíum 90 á staðnum og í umhverfinu. Sé sprengjunni hins vegar kastað og hún lát- in springa hátt í lofti, mun mest allt af efni þessu fara upp í loftið, en hvort sem er, mun það staðnæmast í éfri loftlögunum. Sé sprengjan minni en eitt megatonn, eða með öðrum orðum jafngildi einni milljón tonna af trótýli, kemst strontíum 90 ekki hærra en upp í hin neðri loftlög, en vegna stefnu vindanna í þess- um loftlögum, berst strontíum 90 kringum jörðina á breiðu svæði, eða belti, sem fylgir breiddarstigunum, og eftir svo sem einn mánuð.fellur það með regni eða snjó niður á jörð. Þegar sagt er frá því í blöð- um, að geislavirkt regn hafi íallið í Noregi, Danmörku og Englandi, getur . athugull les- andi getið sér til um stærð sprengjunnar. Allt öðru máli er að gegna um strontíum 90 frá þeim afar- stóru sprengjum, sem eru stærri en eitt megatonn. Libby segir að takmörkin ákvarðist nokkuð nákvæmlega við þessa sprengjustærð. Þegar stórar sprengjur eru sprengdar, kemst strontíum 90 alla leið upp í stratosferuna, en þar eru vind- ar mjög stöðugir, en strontíum 90 ákaflega fínt, eða álíka stórt í sér og vírusar eru, og þess vegna getur það haldizt þar svo árum skíptir, eða svo sem tíu ár að meðaltali. Það dreifist jafnt um allan hnöttinn. Þetta helregn er það sem kall- ast háloftshelregn (global fall out) og vissulega hafa það ver- ið skýrslur um það sem hafa komið Albert Schweitzer til að gefa út áskorun sína. Við fá- um öll nokkum veginn sama skammt af þessU eitri, hvar á hnettinum sem við erum stödd. Allar lifandi verur verða fyrir því. Hve mikil hætta mun nú stafa af því? Er þetta efni, sem er ósýnilegt, lyktarlaust, bragð- laust, kemur á jörð, leggst það sem ósýnilegur hjúpur á hvað sem er, jurtir og jarðarsvörð. Það endist lengi, helmingur- inn af því breytist í annað efni á 28 árum, svo það er mesta óhræsi viðureignar. Það sígur í jörð með regnvatninu, eitrar síðan drykkjarvatn, hús- dýrin éta jurtir, sem hafa drukkið þetta í sig, og síðan fáum við það úr mjólk og mjólkurafurðum, Þvi miður er strontíum 90 svo líkt kalki, að menn og dýr taka það til sin á svipað- an hátt >og kalk, og þess vegna fer það i beinir> og situr þar fast. Strontíum 90 sendir frá sér betageisla, sem ekki ná langt (h.u.b. einn millímetra) óg eru svo veikir, að þeir komast ekki gegnum húðina. Sams konar geislar myndast í sjónvarpstækinu, en komast ekki gegnum glerið, og eru því engum hættulegir nema þeim sem framleiða eða gera við sjónvarpstæki. En þegar efni sem senda frá sér betageisla, Síðari hluti komast inn í mannslíkamann og geislamir eru í beinunum, fer svo á endanum, að bein- mergurinn skemmist, og mað- urinn veikist af hvítblæði eða beinkrabba. Þetta tekur nokk- ur ár, líklega 5 til 15. Vegna þess hve strontíum 90 er líkt kalki, er þeim hættast, sem eru á vaxtarskeiði, börnum og unglingum. Þeim sem full- orðnir eru er ekki eins mikil hætta búin. Þá er að svara því, hve mik- ið magn muni þurfa af þessu eitri, svo að það valdi slíku böli, en um þetta er nú þrátt- að meðal vísindamanna. Það er enginn ágreiningur um það, að strontíum 90 sé hættulegt, heldur hve mikið muni þurfa af því til að valda veikindum. Strontíum 90 er nýtt efni, og margt á huldu um það, en svo mikið vita menn, að það er náskylt radíum, og því er álitið að maður þoli álíka mik- ið af því og radium. Það er miðað við radíum og um það hvaða hámarksskammt maður- inn þoli er nú verið að þrátta. Dr. Libbys segir eins og satt er, að.mikið þurfi til enn, áður en því hámarki er náð, en aðrir ábyrgir vísindamenn segja, að hámarkið sé sett allt of hátt, því það sé öðru máli að gegna um einstaklinga, sem um verður úr því skorið, hvort það eru bjartsýnismennimir eða bölsýnismennimir sem hafa rétt fyrir sér. Ef bjartsýnis- mennirnir hafa rétt fyrir sér, þá er það gott, en ef bölsýnis- mennirnir hafa rétt fyrir sér, má ekki miklu bæta við það sem komið er. Væri ekki rétt að við mæðurn- ar krefðumst að miðað væri við skoðun bölsýnismannanna? Próf. Rotblat segir svo: „Eiga þá allir menn á jörðinni um allan aldur héðan í frá að súpa seyðið af þessum heimskulegu aðgerðum, sem nú fara fram?“ Ég hef ekki viljað lýsa á- hrifum geislaverkunar á erfða- stofnana, en um það hefur allmikið verið rætt, en ekki á- lít ég að það nái nokkurri átt að segja frá því í smáatriðum. Ég álít að það sé auðveldara að fá menn til að skilja yfir- vofandi hættu, ef þeim er gert það ljóst, að börn þeirra geti orðið fyrir henni eftir svo sem 10 til 15 ár, svo framarléga sem þessar heimskulegu tilraunir eru ekki stöðvaðar, en að fá þá til áð reyna að afstýra hættu, sem ekki er von á fyrr en eftir hundrað ár. Það er staðreynd að geisla- verkanir geta skemmt erfða- stofnana, því þær valda stökk- breytingum, sem ætíð eru ó- heppilcgar. Venjulega eru þeir einstaklingar, sem fyrir þessu verða dauðvona innan skamms, en jafnvel þó að þeir lifi og geti eignazt afkvæmi, ganga breytingarnar að erfðum til ó- fæddra kynslóða. Erfðastofn- ar manna eru óbreytanlegir að jafnaði og breytast aðeins við stökkbreytingu. Dæmi úr dýraríkinu má nefna: f Englandi komu fram kollóttir náútgripir með stökk- ■ eitt kornax sem hefur reynzt betra en áður hefur þek k*t hafa við stökkbreytingar kom- ið frám milljónir 'af ’transköp- uðum kornöxum. Það má gleggst sjá af af- stöðu læknanna, hve hættuleg- ar geislaverkanirnar eru taldar. Vegna þess hve mjög þær hafa aukizt, eru læknar farnir að spara svo sem unnt er gegnum- lýsjingar, því að þessir ' geislar hafa sömu áhrif, Læknar hafa með sér alþjóðleg sárntök um þetta, og ekki getur það komið af góðu, því gegnumlýsihg og röntgengeislun er eitt af þinum beztu hjálpartækjum, sem læknisfræðin á yfir að ráða, bæði til að greina sjúkdómá og til að lækna þá, m.a. krabba- mein. Ég get þessa af því: að þær sprengjur, sem þegar hefur ver- ið varpað eru hættulegar kom-r andi kynslóðum, þessu má ekkí gleyma, og nú hefur ný hsétta bætzt við, hættan af strontí- um 90, og sú hætta er nálaig- ari. Það er ískyggilegast að þetta efni fellur svo hægt, að áhrifin af fyrstu ægisprengjun- um hafa ekki enn náð hámarki. Lauslega áætlað eru tveir þriðju af því strontíum 90, sem íallið hefur hingað til, úr þess- um hinum fyrstu sprengjum, sem sprengdar voru árið 1954, og það má búast við að strontí- um frá þeim haldi áfram að falla til ársins 1990, og að há- markinu verði náð rétt fyrir 1970. Með hverri sprengju, sem sprengd er, eykst magnið af strontíum 90 og bætist við það sem fyrir er,..og á fiverjum degi fáum við einhvetjá ögn af þessu eitri til viðbótar í beinin. Allir, sem hér eru staddir, hafa þetta efni í bein- unum, og börn okkar hafa það. Það eru engar ýkjur, að allir menn á hnettinum hafa strónti- um 90 i beinunum. Að siðustu vil ég geta þéss, að það eru áhrifin af stront!- um 90, sem skera úr .um það, hve langt megi ganga í styrj- öld. Sé farið fram úr því m.a.rki af strontíum 90, sem manns- líkaminn þolir, tortímast allir, jafnt vinir sem óvinir. Dr. Framhald á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.