Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. r.príl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Forsíðurnar á Iiinum tveim útgál'um: Xi? vinstri cr upprunalega íorsíðan með greininni eftir Priestlcy og myndunum af kjarnasprenginguin o.fl. Til hægri er svo forsíðan, sem Vestur-: Þjóðvorjar fengu að sjá. I staðinn fyrir greinina; som ckki fékkst birt, voru settar greinar um sjúkratryggirv*ar og fyrirmyndir hjá Picasso. Vegna kfoiu aoaiuiiímarans, sem er þingmaðiir ár flokki Adenauers Þetta blaðahneyksli hefur vakið raikla ólgu undan- fariö í Vestur-Þýzkalandi. Hiö stóra vesturþýzka. viku- blað „Der Stern“ birti í síöasta mánuöi finrai síðna grein frá brezku sjónvarpssendingunni „Dómsdagur herra. Dysons“, en í henni sýndi höfundurinn, John Priestley, Englendingum fram á ógnir kjarnasprengjunn- ar og eina svariö við þeim. Þii ert sá seki Það var útgefandinn og þing- maðurinn Gerd Bucerius, sem kom í veg fyrir birtingá grein- arinnar, en byrjað var að prenta blaðið, þegar hún var tekin út. Eins og venja er til fékk hann sem hluthafi eitt af fyrstu eintökunum í hendur, og vai'ð hann þá mjög skelfd- ur yfir greininni um kjarna- sprengjnna. Ástæðan fyrir ótta híins var sú, að umræður um kjamavopn handa vesturþýzka hernum, stóðu fyrir dyrum í þingihu í Bonn. Greinin í „Stern“ var birt á- samt. myndum úr sjónvarps- sendingpm Priestleys undir fyr irsögninni „Af misgáningi" Þar er sýnt þegar Dyson venjulegur Lundúnabúi kemur, að lokinni kjarnasprengjuárás á London, fram fyrir hinn liimneska dóm- ara. Hann gerir mikið úr sak- leysi sínu, og fær þá leyfi til að finna. þann hinn seka. En hann verður að gefast upp: Kjamasprengjan, sem olli gjör- eyðingunni, féll af misgáningi. Og úrskurður hins himneska dómara hljóðar: Þú ert sá séki, því að þú gerðir ekkert til að hindra kjarnasprengjuna. 24 stundmn seinna Síðan segir frá því í grein- inni er tveir stjórnmálamenn, sósíaldemókratinn Shinwell og íhaldsmaðurinn Thorneycroft koma fram á sjónvarpstjaldinu og segja: „Afneitun kjarna- vopna eins aðila væri sjálfs- morð. Við verðum að halda á- fram að framleiða vetnis- sprengjur okkar, fá fjandmenn- ina til að hörfa í árás“ — Þetta em nákvæmlega sömu orðin, sem stjómmálamennirn- ir í sjónvarpsleikriti Priestleys höfðu afsakað sig mcð frammi fyrir Dyson. ) Dcr Stern lýkur greininni mcð þn að ræða um það, sem skeði 24 klukkustundum seinna. Þá missti bandari.sk flugvél kjarnasprengju af misgáningi. Priestley hafði reynzt spámað- ur. Sá misgáningur leiddi í það sinn ekkj til gjöreyðilegg- ingar, en atburðurinn sánnaði, að hugmyndaflug manna um þessi hræðilegu vopn getur hvenær sem er orðið að veru- leika. Algjörlega óháð blað ■ Þetta. var meira en stærsti hluthafi blaðsins gat þolað. Þetta gat orðið hindrun í bar- áttu hans og flokksbræðra hans til þess að búa vestur- þýzka herinn kjamavopnum. Hann greip símann í skyndi og stöðvaði prentun blaðsins. Síðan fékk hann því til leiðar komið að þessar fimm síður voru teknar úr blaðinu og ann- að efni sett í staðinn. Það skeði dagimi eftir að ritstjóri blaðsins, Henry Nannen, liafði lýst yfir því í sjónvarpi, að blaðið væri fullkomlega óháð. Þegar málið varð uppvíst, reyndj Bucerius að koma af sér sökinni, með því að segja að ritstjórinn hefði sjálfur vilj- að hætta við birtingu greinar- innar. En þessi afsökun har.s mistókst algjörlega, þvi sta.rfs- menn blaðsins mótmæltu, sendu honum bréf og heimtuðu skýr- ingu á. framfei’ði hans. Einn blaðamannanna, dx’. Keller- mann, var svo heiðarlegur, að segja þegar upp stöðu sinni við blaðið í mótmælaskyni. Frelsi handa milljóneriun Dr. Kellermann segir í upp- sagnarbréfi sínu til Buceriusar: „Þér gerið meira en þnð sem þér hafið heimilcl til, og grípið frammí fyrir hendurnar á blaðafx’elsinu og skoðanafrels- inu . . . Iíinn gegnumsæi rök- stuðningur yðar, að fjallað hafi verið um mál án næg'ilegra upplýsinga, virðist ætluð heimskingjum en ekki skyn- samlega hugsandi fólki, sem þeþkir samlxengi málsins . . . Þetta sem skeði í dag getur líka skeð á morgun, og ég fyrir mitt leyti hef enga löngun til að standa þegar þar að kem- ur frammi fyrir æðsta dómára |og láta segja við mig líkt og jDyson, söguhetju Pi-iestleys: I Þú hefur látið þetta óátalið, þú hefur ekkex-t aðhafzt. I Vestur-Þýzkalandi er nú mikið rætt um skoðanafrelsi og tjáningafrelsi blaðamanna gagnvart almætti hluthafanna í útgáfufyrirtækinu. Það eru bráðum hundrað ár síðan hinn mikli rússneski rit- höfundur Dostojevskí snéri 'heim frá Vestur-Evrópu og lagði sín orð til samskonar um- ræðna: „Hvað er liberté? Frelsi. Hverskonar frelsi? -— Sama fresli fyrir alla til að gera allt, sem mann fýsir að gera innan vébanda laganna. Framhald á síðu. Happdrættisskuldabréf Fluq- télagsins til fermingargjafa og annarra tækifærisgjafa. Þau kosta aðeins 100 fcrónur og endurgreiðast 30. des. 1963 með 5% vöxtum og vaxta- vöxtum. * O » » 0 0 ■' Auk þess hefur eigandi happ- drættisskuldabréfsins vinninqs- von næstu sex ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.