Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.04.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJto\T&JlXNr — SCð\-ikuáaiur 23.: apríl';ÍÖ5SV'^-— ÞIÓÐVIUINH ÚtReiauui. oamemingarfiofckur alþý6u - BóslallBtalioiíKurlnn. - Ritstjórai Magnús Kjartansson. Sigurður Ouðmundsson (áb.) Fréttarltstjórl: Jón Bjarnason Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson. Guðmundur Vlgfússon. fvar H. Jónsson, Magnús Toríi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Augiýs- ingastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn. afgreið&ia augiysingar, prent- amiðja: Skólavörðustíg 19. - Síml: 17-500 (5 linur) Áskrlftarverð kr. 25 á mán i Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsst. Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlðja Þjóðviljans Nú er komið að athöfnum f 7- T--------m "V Fréttamenn telja ná horfur k því að ráðstefnunni í Genf muni ljúka án þess að endan- leg niðurstaða fáist, en tvo þriðju atkvæða þarf til að nokkur tillaga nái formlegu isamþykki. Engu að síður bera fréttir með sér að meirihluti ríkjanna á ráðstefnunni telur 12 mílna fiskveiðatakmörk það lágmark sem strandríki eigi rétt á. Innan þeirra rikja sem aðhyllast þetta sjónarmið er hins vegar ágreiningur um það hvort hin eiginlega land- helgi eigi einnig að vera 12 mílur; bera Sovétríkin fram tillögur um 12 mílna almenna landhelgi enda hafa þau tryggt sér hana fyrir löngu, en Kanada og fleiri ríki leggja til að hin almenna landhelgi sé aðeins 6 mílur en síðan bætist við sex mílna fiskveiða- belti, og fleiri tilbrigði eru á þessum tillögum eins og kunn- ugt er. Þessi ólíku sjónarmið valda }:ví að ríki, sem öll fela í tillrgxim sínum 12 mílna fiskveiðatakmörk, greiða at- kvæði hvert gegn annars til- lögum, þannig að líkur eni á að ekki fáist nægilegur meiri- hluti með neinni þeirra. Engu að síður er það niðurstaða, sem siálfsagt er að hagnýta til hlítar, að 12 mílna fisk- veiðatakmörlc njóta svo al- menns fylgis, jafnvel þótt þau nái ekki formlegu sam- þykki. 1 TT'yrir ísléndinga væru 12 * mílna fiskveiðatakmörk mjög mikilvægur áfangi í sókninni að bví marki, að Is- lendingar öðlist einir allan rétt yfir auðlindum land- grunnsins og hafsins yfir því. Þarf þegar að ráðstefnunni lokinni að gera þær ráðstaf- anir sem eins og nú standa sakir trvggja bezt rétt okkar og mesta samúð hafa á al- þjóðnvet.tvangi. brátt fyrir of- be'd’shótanír Breta. og lúaleg svik hinna bandarísku „vernd- pra“ okkar. Jafnframt munu Is’endinaar I engu hvika frá þe'rri afstöðu sinni að þeim beri réttur vfir landgrunninu ir’llu og hafinu fvrir ofan það. í bví sambandi er það mjög ámæl’svert. að íslenzku full- tníarnir á ráðst.efnunni í Genf skuli hafa fellt ákvæði um gerðardóm inn í almenna til- lögu um réttindi islendinga utan 12 mílna. fiskveiðitak- markana: sú tillaga hefur ekki veríð samþvkkt af nein- um bar til bærum aðil- um; bvert á móti hlýtur það að vera ófrávíkjanleg afstaða ts’enfiinprR að engir erlendir dómstóiar,. get.i. fiallað um ís- lenzk landsréttindi. Frir Islendinga hefur það verið mjög lærdómsríkt hver hefur verið afstaða hlnna ýmsu ríkja á ráðstefn- unni í Genf. 12 mílna fisk- veíðalandhelgi sem lágmark hefur verið studd af sósíalist- ísku ríkjunum og flestum þeim ríkjum sem nýverið hafa losnað undan nýlenduáþján. Þeir sem mest hamast gegn auknum réttindum strandríkja eru hins vegar nýlenduveldin, þar á meðal Atlanzhafsbanda- lagsríkin '— samherjar okkar og samningsbundnar vinaþjóð- ir!—Ósvífnust hefur afstaða Breta verið, en þeir hafa sem kunnugt er hótað okkur vopnavaldi, og níðingslegust hefur verið framkoma Banda- ríkjanna sem hafa lagt allt kapp á að tryggja Bretum á- framhaldaridi gripdeildir á Is- landsmiðum og jafnframt lagt til að núverandi aðstaða íslendinga verði skert. Ekki þárf þessi skipting þó að koma okkur neitt á óvart. Bárátta okkar í landhelgis- málinu er snar þáttur af sjálfstæðisbaráttu okkar. Það var nýlendustjórn Dana sem sveik af okkur forn réttindi og hleypti erlendum fiskiskip- um upp að landsteinum okk- ar. Þegar við berjumst fyrir því að endurheimta landsrétt- indin e’gum við að sjálfsögðu samstöðu méð þeim þjóðum sem hafa háð og heyja hlið- stæða barátt'u, en andstæðirig- ar okkar eru þær þjóðir serii kúga ög arðræna áðrá. Aldréí hefur það birzt ljósar en nú hvílík fjárstæða það ér áð Islendingar skuli hafa veríð flæktir inn í hernaðarsamtök nýlenduveldanna, þeirra ríkja sem nú hafa enn einu sinni sýnt okkur fullan fjandskap. í verki. .. ........ .. Þær raddir eru nú farnar að heýrást á ráðstefnunni ; í Genf, að rétt sé áð fréstá málinu öllu, leita að nýjum leiðum til samkomulags og halda svo aðra ráðstefnu ein- hvem tima seinna þegar lík- ur eru taldar á að einhver nið- urstaða fáist. Slík frestun kemur að siálfs^gðu ekki til greina af Islands hálfu, Við hefum þegar dregið of lengi að gera óhjákvæmilegar ráð- stafanir í landhelgismálum, og enginn getur borið okkur á brýn að við höfum ekki teygt okkur mjög langt til þess að túlka mál okkar á alþjóða- vettvangi. En nú verða at- hafnir ekki dregnar lengur. Það hefur hegar verið sam- þykkt í rík'sstjóminni að stækka landhelgina eftir Genf- arráðstefnuna. Við vitum eft- ir hótanir Breta og framkomu Bandaríkiamanna að næsti áfangi okkar í landhelgismál- um muní valda átökum, sem geta orðið alvarleg. En ís- lendingar em staðráðnir í því að hvika í engu frá rétti sínum ov Hfsnauðsyn; í land- helg’smálinu mun þjóðin standa. saman sem eínn mað- ur, og Genfarráðstefnan hef- ur sannað okkur að barátta okkar á samúð og stúðníng mikils meirihluta þeirra þjóða sem að ráðstefnunni standa. Á sama tíma og stærsta útgerðarfélag landsins á ekkert físldðjuver, hefur bæjarútgerð Hafnarfjarðar komið sér upp myndarlegu hraðfrystihúsi. Steindór Ámason: Stöðvum ílóttann Fyrir tuttugu og fjói-um mán- uðum ritaði ég grein sem bjrt var í þessu blaði og ræddi þar allýtarlega um þörf Bæjarút- gerðar Reykjavíkur á því að eignast sitt eigið fiskiðjuvei', stáðsetningu þess og fieira. Skal það ekki endurtekið hér. En vegna þess að meiri hluti útgei’ðarráðs höfuðborgarinnar hefur alveg nýverið ráðlagt bæjarútgerðinni að heykjast á byggingu hraðfrystihúss, og bæjarstjórnarmeirihlutinn (á- samt „má ég vera með“ — fulltrúa Alþýðuflokksins) hef- ur sporðrennt hugmyndinni gersamlega, þá get ég ekki lát- ið þetta harkalega piláttlens Sjálfstæðisfulltrúanna í máli þessu afskiptalaust með öllu. Bygging fiskiðjuvers af full- komnustu gerð til afnota fyr- ir Bæjai’útgerð Reykjavíkur er eitt stærsta mál höfuðstaðar- ins í dag. Aðalröksemd útgerð- arráðs gegn því að hi-aðað verði byggingu hraðfrystihúss er sú, að nú sé gott verðlag á saltfiski og afsetning í beztá lagi. Þetta eru vægast sagt haldlítil rök. Engin fiskverkun hefur leik- ið okkur íslendinga eins harka- lega og saltfiskverkunin, fjár- hagslega séð, Eitt dæmi af mörgum skal hér tilfært: Sam- fleytt í fimm ár (1926 til 1931) féll verðlag á saltfiski stanz- laust, eða úr“ kr. 216 hvert skippund af verkuðum fiski (1925) niður í kr. 48 hvert skippund (1931). Á þessu fimm ára tímabili var ekki um neina stórfellda gengisbreyt- ingu að ræða, sem vegið gæti á móti verðfailiriu. Þetta dæmi ætti formaður útgei-ðarráðs að muna öðrum mönnum fremur. Saltfiskverð getur verið og ei* ekki síður óstöðugt en verðlag annarra tegunda sjávarafurða. Og sama er að segja um sol- una, hún hefur verið miklum duttlungum háð. Hraðfrystihúsarekstur hefui-, sem betur fer, verið ágætlega ai-ðsamur undanfarin ár. Þess vegna er seinágangur útgerð- arráðs varðandi þetta rriál ó- afsakanlegur. Þetta er orðin þjóðarsmán, að stærsta útgerð- arfélag íslands skuli ekki enn í dag, eftir 10 ára starfsemi, verka og nýta afla skipa sinna að fullu og öllu á eigin reikn- Það er betra hjá sjálfum sér ,að taka en sinn bróður að biðja. Fyrr en varir getur svo farið að hlutur frystihúsanna i-ými, en starfsgi-undvöllur útgerðar- batni. Samstundis myndi áhugi h raðf ry s(j)i úsaeigen da á fisk- kaupum dvína, Þá gætÞsvo far- ið, að enginn.fengist tjl þess að . kaupa þæjartpgaranna. Það. eiþeþki þpngt um di.ðið síð- an en,gin fry;st.ihús vjð þaxaflóa gátu tekið yið afia þeirra og þéir yoru. sepdír út á land til lpsunar. Það ex-;slæmt að lxux-fa a ð sp a pg.} a n.d,a ni r f j a r ri : h ei rii a- höfn, og hoijur er hpimafeng- inn baggi, Eg býst ekki heldur við því aðnokkur Reykvíking- ur hafj áhuga á rekstri útgerð- ar fyrir önnur bæjarfélög. , Reykyíkingar verða að auka útgerð sína að miklum mun í mjög páinni framtíð. Strax og „vex-ndararnir‘‘ hætta að ausa fjármunum sínum yfir skag- ann, sem væntanlega vei-ður fljótlega, verða íbúar þessa bæjarfélags að standa á eigin fótum atvinnulega séð. Sam- tímis stóraukinni útgerð gætu svo kornið þeir tímar, að við yrðum til neyddir að beina verkun aflans nær eingöngu að frystingu. Hvar værum við þá á vegi staddir? Það er of seint að fara að byggja þegar skipin bíða fullhlaðin, tjóðruð land- festum. Ölí rök hníga í sömu átt. Hraðfi-ystihúsbyggingu verður að hrinda í framkvæmd nú þegar. Allur dráttur getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir bæjarfélagið. Engin lík- indi eru til þéss að við getum aflað okkur gjaldeyris með biðskýlaútflutningi! Útflutn- ings'ðnaður okkar hefur nær eingöngu byggzt á sjófangi, og svo mim enn verða um langa framtíð. Hér duga engin vettlingatök. Framsóknarfulltrúinn í bæjar- stjórri hefur samstöðu með Al- þýðubandalaginu í frystihúss- málinu, og er þáð mikill stj-rk- rir, því ætla verður að hann túlki viðhorf síns flokks. Aftur á móti tel ég vafasamt að prentarinn í bæjarstjóm hafi borið gæfu til að greiða at- kvæði í samræmi við vilja Al- þýðuflokksins á síðasta bæjar- stjórnarfundi, þegar tillaga út- gerðarráðs var samþykkt illu heilli. Það verður að hefja öf’- ugan áróður til framdráttax’ fiskiðjuversmálinu i öllum blöðum vinstri manna nú þeg- ar. Flokksfélögin ættu einnig að láta málið til sín taka. Stöðvum flótta Sjálfstæðis- flokksins áður eri í óefni er komið. Tökum Hafnfirðinga okkur til fyrirmyndar; Þeir liafa lyft Grettistaki í saman- burði við höfúðborgina' irieS byggingu fiskiðjuvers síns. Bæjarútgei-ð Reykjavíkur hef- ur orðið af ábata sem nemur tugum milljóna króna, einungis sakir þess að henni hafa ekki veiáð búin skilyrði til vinnslu eigin afla, og mál er að linni. Eftirlit með ríkis- rekstri Framhald af 12. síðu. Varamann fyrir ráðuneytis- stjórann í fjármálaráðuneytinu tilnefnir fjármálaráðherra, en. fjárveitinganefnd og ríkisstjóm- in í heild, hvor fyrir sig, sinn fulltrúa. 4. gr. Nú kemur fram ósk um fjölgun starfsmanna við ríkis- stofnun eða ráðningu í lausa stöðu, og skal þá hlutaðeigandi ráðuneyti senda beiðnina til trúnaðarmanna þeirra, sem um getur i 3. gi-. Er skipun, ráðning eða setning í stöðuna ógild þar til tillögur þeirra hafa borizt. Tiilaga skal gerð eigi síðar erx hálfum mánuði eftir að erindi barst, nema hlutaðeigandi ráð- herra samþykki lengri frest. Telji ráðherra eigi fært. að fara að tillögunum, er hann eigi við þær bundinn, en skal þá senda fjárveitinganefnd Alþingis rök- studda greinargerð. 5. gr. Nú vill stofnun, er lög þessi taka til, auka við húsnæði sitt, kaupa bif-reið eða gera aðrar ráðstafanir, sem auka verulega reksturskostnað stofnunarinnar, og skal þá með fara á saraa hátt og segir i 4. gr. um fjölgun i’tai-fsliðs. 6. gr. Skylt er hlutaðeigandi ráðuneytum og stofnunum að láta trúnaðarmönnum , þeim, er um ræðir í 3. gr., í té allar nauð- synlegar upplýsingar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.