Þjóðviljinn - 07.05.1958, Page 3
Miðvikudagur 7. maí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Eiðaskóli er 75 ára á þessu ári
Afmœlismóf i sumar og saga skólans
effir Benedikf Gislason frá Hoffeigi
100 nemendur veru í skóianum s.l. vehir
Alþýðuskólanum á Eiðum var slitið 27. apríl s.l.
Skólinn er 75 ára á þessu ári. Bændaskóli var stofnaður
á Eiðum árið 1883. Árið 1919 var honum breytt í al-
þýðuskóla. Síðan starfaði hann sem tveggia vetra al-
þýðuskóli þangað til 1946, að bætt var viö framhalds-
deild, sem nú skiptist í landsprófs-, bóknáms- cg verk-
námsdeild.
í vetur voru aðeins 100 nem-
endur í skólanum og skiptust
þannig milli deilda, að 19 voru
í yngri deild, 38 í eldri deild
og 43 alls í framhaldsdeild, þar
af 18 í landsprófsdeild. Fram-
haldsdeildin er enn við nám, en
eamkvæmt venju er skólanum
slitið formlega fyrsta sunnudag
í sumri, þegar yngri og eldri
deild lýkur.
Burtfararpróf stóðust allir
nemendur eldri deildar. Hæstu
einkunnir fengu: í bóklegum
greinum Gunnar Magnússon frá
Bakkafirði, 9,09, í verklegum
greinum Þorvaldur Þorsteins-
son frá Þórunesi i Reyðarfirði,
8,32, og úr iöllum greinum
samanlögðum Jón Snæbjörns-
son frá Geitdal í Skriðdal 8,60.
í yngri deild hlaut Geirlaug,
Sveinsdóttir frá Hvannstóði í
Borgarfirði hæstu einkunn í
bóklegum greinum, 9.61, og
Bergþóra Gísladóttir frá Hlíð-
arenda í Breiðdal í verklegum
greihum, 8,06, og öllum grein-
um samanlögðum, 8,52.
Fæðiskostnaður varð að jafn-
Á aS jofna
Rauðhólana
við jörðu?
Reykvíkingar áttuðu sig á
því þegar þeir voru búnir að
umtuma mjög Rauðhólunum,
að í þessum hólum hefðu
þeir átt sjaldgæfa og sér-
kennilega furðusmíð náttúr-
unnar. Kom þá fram krafa
Um að frekari eyðileggingu
þeirra yrði hætt. Margir
standa í þeirri trú að starf-
andi sé- á bæjarins vegum
náttúruverndarnefnd og enn-
fremur að bæjarráð hafi sam-
þykkt að ofaníburðartöku í
Rauðhólum skyldi hætt.
Staðreyndin er hinsvegár að
imdanfarið hefur unnið þar
vinnuflokkur frá Reykjavík-
urbæ við að rífa hölana nið-
ur og flytja þá til ofaníburð-
ar og það mun hafa verið í
fyrradag að bætt var við öðr-
um vinnuflokki til þessa
starfs.
Það eru margir Reykvíking-
ar sem spyrja: Ætla bæjaryf-
irvöldin að láta jafna Rauð-
hólana við jörðu? Á að þurfa
að segja eftirkomendunum
sem um veginn fara: þarna
áttum við eina af furðusmíð-
urn náttúrunnar rétt við bæj-
arvegginn, en , bæjarstjórn
Reykjavíkur, á fyrra helmingi
tuttugustu aldarinnar lét rífa
hana í burtu. Eða eigum við
kannski að fá að halda því
sem haldið verður, af þess-
um stað? ' .. ' — ■
aði kr. 22,55 á dag. — Flestir
nemendur voru í mötuneyti
skólans, sem frú Sigurlaug
Jónsdóttir veitti forstöðu.
Heilsufar var ágætt í vetur og
líkamlegur viðgangur mikill.
Verðlaun og viðurkenningar
úr sjóðum skólans, þeim er til
þeirra hluta eru ætlaðir, hlutu
þessir nemendur:
Úr styrktarsjóði Jónasar Ei-
ríkssonar og Guðlaugar M.
Jónsdóttur: Rafn Kjartansson'
frá Djúpavogi. Sami piltur
hlaut einnig prúðmennskuverð-
laun þau, sem árlega eru veitt,
en skólastúlkur velja þann, sem
hlýtur, með leynilegri atkvæða-
greiðslu.
Úr Hansonssjóði hlaut viður-
kenningu Þórhallur Eyjólfsson
frá Áreyjum í Reyðarfirði og
Díana Sjöfn Helgadóttir frá
Freyvangi í Eyjafirði úr minn-
íngarsjóði Sigurðar Hafsteins
Emilssonar.
Úr styrktarsjóði Helga Ölafs-
sonar frá Hrærekslæk, sem sér-
staklega er ætlaður nemendum
úr Hróarstungu, hlaut verð-
laun Hermann Eiriksson frá
Bót.
Þau Soffía Jónsdóttir frá
Gunnhildarholti í Hróarstungu
og Þr"stur Þorgrímsson frá'
Selnesi í Breiðdal hiutu sér-
staka viðurkenningu fyrir að
hafa verið í öllum þeim kennslu
stundum, sem þeim bar að
sækja. án þéss að koma nokk-
urn tíma of seint, í þrjá vetur.
Verðlaun þessi og viðurkenning-
ar eru veitt fyrir árangursríkt
nám, dugnað, trúmennsku og
prúðmennsku.
Skólaslitin hófust með guðs-
biónustu. Sóknaruresturinn. sr.
Einar Þór Þorsteinsson prédik-
aði og nemendur sungu. Helgi
EMasson fræðslum'álastjóri var
víðstaddur skólashtin og flutti
ræðu. Minnt.ist hann afmælis
skólans og ámaði heilla. Þórar-
inn Þórarinsson, skólastióri
flut.ti skólaslitaræðu að vanda.
Blandaður kór nemenda söng
allmörg lög undir stjórn skóla-
Stióra.
Svning var h'ddm á handa-
vinmi nemenda. Þót**’ bún fiöl-
bre'dt, og vöndnft ÁHa r»i’<'ar
í verknArv,sdei1d smí^tiðn 5 sófa-
sett (sófa, 2 djúpa stóla og
borð), eitt skrifborð og stól, 6
matborð, mörg smáborð, rennda
muni svo sem lampa og skálar
o. fl. Tveir afkastamestu nem-
endurnir smíðuðu húsgögn virt
á 10—12 þús. kr. Tíu stúlkur í
sömu deild lærðu vélsaum, út-
saum, prjón og hekl. Þær sýndu
hver um sig kjól, náttkjól,
blússu, sloppsvuntu, barnafatn-
að, púða, dúka o. fl.
Veður var gott, en vegna af-
leitrar færðar á vegum sökum
holklaka og forar, var fáttl
gesta.
Verknámshús er í smíðum á
Eiðum og var tekin • í notkun
í haust 130 nr smíðastofa.
mjög vistleg og björt. Vonir
standa til, að mögulegt verði
að ljúka þessari byggingu bráð-
lega. í þeim hluta hússins, sem
eftir er að toyggja, verður
saumastofa, húsrými fyrir
kennslu, kennslu í vélgæzlu og
geymslur fyrir efni og unna
muni.
Eins og getið hefur verið,
verður Eiðaskóli 75 ára á þessu
ári. Af því tilefni er fyrirhugað
að halda mót í sumar, fjTst og
fremst nemenda og kennara,
svo og annarra velunnara skól-
ans. Þá er væntanlegt í sumar
minningarrit um skólann eftir
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Óperettan Kysstu mig Kota
frumsýnd í lok mónaðarins
Hljómsveitarstjórinn verður bandarískur
og aðalsöngkonan sænsk
í lok mánað'arins hefjast væntanlega sýningar í Þjóð-
leikhúsinu á bandarísku óperettunni Kysstu mig Kata.
Leikstjórinn verður danskur, hljómsveitarstjórinn banda-
rískur og aðalsöngkonan sænsk.
Óperettan er nú æfð af full-
um krafti í Þjóðleikhúsinu.
Leikstjórinn, Sven Áge Larsen,
er kominn hingað fyrir um
því viðfangsefnið. Hér við
Þjóóðleikhúsið hefur Sven Age
Larsen sem kunnugt er áður
stjórnað sviðsetningu óperett-
anna Káta ekkjan og Sumar í
Týról.
Um næstu helgi er væntan-
legur hingað til Reykjavikur
frá New York bandaríski
hljómsveitarstjórinn Saul Sch-
echtman. Þriðji erlendi gest-
urinn er væntanlegur síðar, en
það er óperettusöngkonan Ulla
Sallert frá Stokkhólmi. Söng-
konan hefur sungið við óperuna
í Vín undanfarna tvo vetur.
Alls munu taka þátt í sýn-
ingum óperettunnar í Þjóðleik-
húsinu miili 50—60 manns.
Sven Age Larsen
hálfum mánuði frá Danmörku
og hefur stjórnað æfingum sið-
an. Hann hefur áður sett óper-
ettuna Kysstu mig Kata á svið
í Kaupmannahöfn, Osló, Stokk-
hólmi og Helsinki og gerþekkir
r
1
Vatnaskógi
í sumar mupu 10 flokkar
dvelja í Vatnaskógi á vegum
Skógarmanna KFUM. Flestir
flokkanna. verða viku. Hópar 9
ára drengja skiptast á vikulega
á timanum frá 13. júni til 4. júlí
og aftur til 1. ágúst. Loks verður
flokkur fullorðinna frá 22.—29.
ágúst.
Sérstakur skógræktarflokkur fer
uppeftir um næstu mánaðamót.
Kristilegt æskulýðsblað—Fermingar-
bamamót og sumarbúðir á Löngumý ri
Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar hefur hafið útgáfu á
kristilegu blaði fyrir unglinga. Það gengst fyrir kristi-
legnm fenningarbarnamótum á 8 stöðum og starfrækir
sumarbúðir að Löngutunýri.
Biskup fslands skipaði í fyrra,
samkvæmt samþykkt presta-
stefnu, æskulýðsnefnd þjóðkirkj-
unnar og skal hún vinna að öll-
urrí æskulýðsmálum er kirkjan
lætur sig varða. Formaður
nefridarinnar er sr. Bragi Frið-
riksson, en aðrir í nefndinni sr.
Árelíus Níelsson, Jón Þorvarðar-
sori, Magnús Runólfsson, Jón Kr.
ísféld, Pétur Sigurgeirsson og
Erlendur Sigmundsson.
Jóhannsdóttir boðið þjóðkirkj-
unni húseign skólans ásamt
nokkru jarðnæði til kaups.
Fermingarbarnamót
Nefndin gengst fyrir kristileg-
Framhald á 6. siðn
Systrabrúðkaup
í Hveragerði
Á laugardaginn var eaf sr.
Gunnar Benediktsson saman
tvenn brúðhjón og voru brúð-
irnar systur. Voru það Sigrún
Bergþórsdóttir frá Fljótstungu
og Kristleifur Þorsteinsson frá
Húsafelli og Ingibjörg Bergþórs-
dóttir og Árni Þorsteinsson.
Vélstjórafrum-
varpið komið til 1
síðustu umræðu
Frumvarp Karls Guðjónsson-
ar um réttindi vélstjóra var til
framhalds 2. umræðu á fundi
neðri deildar Alþmgis í gær.
Frumvarpsgreinarnar voru sam-
þykktar með 14—16 atkvæð-
um gegn 1—3 svo og breyting-
artillögur sjávarútvegsnefndar,
og því eíðan vísað til 3. umr.
Sumarbúðir að Löngumýri
Sumarbúðir verða í skólanum
að Löngumýri, 30. júní — 12.
júlí íyrir 9—11 ára drengi, 14.
júlí — 26. júlí fyrir 11 ára
drengi og eldri, 28. júlí — 9,
ágúst fyrir 9—11 ára telpur og
11. — 23. ágúst fyrir 11 ára
telpur og eldri. — Viðfangsefni
verða bibiíulestur, söngur, í-,
þróttir, föndur, garðyrkja og
grasatinsla. Þátttökugjald kr.
450,00 fyrir hálfsmánaðardvöl.
Umsóknir sendist sóknarprest-
um eða biskupsskrifstofunni.
Skóliun að Löngumýri var
reistur sem einkaskóli og hefur
forstöðukona skólans, Ingibjörg
Faðirinn
Framhald af 12. siðu.
er fyrsta sænska leikritið sem
sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Vegna
þess að önnur viðfangsefni leik-
hússins kalla að verður aðeins
uimt að hafa fimm sýningar á
leikritinu á þessu vori, en sýn-
ingar verðar teknar upp að
nýju í haust.
Skíðamót Norðurlands háð
við Akureyri mn helgina
Akureyri, Frá fi'éttaritara Þjóðviljans.
Skíðamót Norðurlands fór fram í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri um síðustu helgi.
Veður var ágætt og fór mótið
vel og skipulega fram, en það
urðu þó nokkur vonbrigði að
mun færri keppendur mættu til
leiks en skráðir höfðu verið.
Fljótamenn tilkynntu forföll á
síðustu stundu og frá Siglufirði
mættu fjórir menn.
Helztu úrslit urðu þessi:
Stórsvig: 1 A-flokki sigraði
Magnús Guðmundsson og er
hann því Norðurlandsmeistari í
stórsvigi 1958. í B-fl. varð
fyrstur Hákon Ólafsson Siglu-
firði og í C-fl. Hallgrimur Jóns-
son Akureyri.
1 4x5 km boðgöngu varð fyrst
sveit Akureyringa, önnur sveit
Þingeyinga og þriðja sveit Sigl-
firðinga. Þess skal getið að
þekktustu göngumenn Þingey-
inga mættu ekki á mótinu.
1 skíðastökki varð Norður-
landsmeistari Kristinn Steins-
son Akureyri, 2. Einar Valur
Kristjánsson Ólafsfirði og 3.
Hjálmar Stefánsson Akureyri.
I unglingaflokki varð fyrstur
Jón Halldórsson Eyjafjarðar-
sýslu.
Svig: Fyrstur í A-flokki og
Norðurlandsmeistari 1958 varð
Hjálmar Stefánsson Akureyri, í
B-flokki Hákon Ólafsson Siglu-
firði og C-flokki ívar Sigmunds-
son Akureyri.
Gestir mótsins voru Haraldur
Pálsson, Marteinn Guðjónsson
og Ásgeir Ólafsson, allir frá
Reykjavík. Náðu þeir ágætum
árangri. Haraldur varð 4. í
stökkkeppninni og svigi, Mar-
teinn 2. í stórsvigi og Ásgeir
fyrstur í svigkeppni. Marteinn
og Ásgeir eru báðir B-flokks-
menn.
Mótsstjóri var Svavar Otté-
sen.