Þjóðviljinn - 07.05.1958, Síða 7
Miðviktídágur 7. maí 1958 — ÞJÖÐVILJIÍíN — 'C7
Áttunda norraena listsýning-
in var haldin í Gautaborg s.l.
haust, hún var opnuð 12. októ-
.ber og henni lauk. 17. nóvem-
ber. s.l.
.. Að þessu sinni var sýning-
unni sniðinn nokkuð annar
stakkur en hún hefur áður
borið. Á öllum fyrri sýningum
Norræna listbandalagsins var
verkunum skipað saman eftir
löndum, en nú var verkunum
blandað saman og komið fyrir
í sýningarsölunum eftir listsögu-
legum reglum, en ekki land-
fræðilegum. Þá hefur og að
þessu sinni verið hafður á sá
háttur, að sýningin hefur nú
á að skipa fleiri verkum eftir
færri listamenn. Ef dæma má
eftir ummælum Norðurlanda-
blaða um þessa nýbreytni, hef-
ur þetta fyrirkomuiag vakið
óskipta athygli og almenna á-
því komið, hvemig valið er
saman".
Þetta sýnishom af ummæium
um heildaráhrif sýningarinnar
verður látið nægja.
Hér verða á eftir tilfærð um-
mæli blaðanna um islenzka
þátttöku í sýningunni og ein-
staka íslenzka listamenn: —
Svenska Dagbladet, Stoek-
holm: „Það eru fyrst og fremst
íslendingarnir, sem halda uppi
merkjum abstrakt stefnunnar i
höggmyndaiist á þessari sýn-
ingu. Það er ekki eins ein-
kennilegt og virðast kann í
fyrstu, þar sem þjóðin hefur
nýlega losnað úr viðjum fein-
angrunarinnar og er ef til vill
aðeins nýbyrjuð að átta sig á
hinum nýja tíma. Það er ekki
nema eðlilegt, að ýmislegt af
þessum áhuga komi fram sem
fremur ómelt áhrif frá evrópsk-
Hvað sögðu Norðurlandablöðin
r
þátt Islendinga í Gautaborgarsýningunm?
iTr»bíHid Ö£
1í6-:o öb 1 v»bnsH
■ jitotÍB v:-
nægju jafnt sýningargesta sem
gagnrýnenda.
Gotthard Johansson segir í
Svenska Dagbladet, Stockholm,
um heildaráhrif sýningarinn-
ar: —
„Yngri kynslóðin er í meiri-
hluta, og fyrst og fremst sá
hluti hennar, sem hefur orðið
fyrir áhrifum abstrakt listar-
innar, hvort heldur hann hefur
algerlega tileinkað sér hugsjónir
hennar, eða haft í frammi hin
ólíkustu viðbrögð gegn henni
— algerlega ósnortinn af henni
er því sem næst enginn. Það
er ef til vill dálítið einhliða, en
fyrir mitt leyti, kann ég því
bara vel. Jafn ríka og marg-
þætta mynd af þessar list, með
jafn miklum þjóðlegum og per-
sónulegum umbrotum, hefur
tæpast nokkur fyrri sýning gef-
ið» Þar sem teflt er saman
jafn ólíkum brotum og skap-
lyndi, verður heildarmyndin
auðug og gefur — a.m.k. hvað
mér viðvíkur — glöggt til
kynna samstöðu kynslóðarinn-
ar. Þrátt fyrir allt, sem aðskil-
ur. — Eg álít, að meira að
segja hefði verið hægt að gefa
enn skýrari mynd af takmörk-
unum milli kynslóðanna, og á
ég þar auðvitað við þau list-
rænu, en ekki þau, sem við-
koma aldursárum. Þeir fuil-
trúar eldri kynslóðarinnar, sem
fyrir siðasakir voru teknir með,
falla auðveldlega út úr heildar-
myndinni, og eru heldur ekki
sýndir á þann hátt, að þeim
séu gerð rétt skil. — Högg-
myndunum hefur verið ætlað
allgott rúm á sýningunni, en
vegna niðurröðunar þeirra í
hina ýmsu sali, verður heiid-
armyndin mjög óljós. Það hef-
ur jafnan verið vandasamt að
koma höggmyndum fyrir til
sýningar, Með allmjkilli undr-
un kemst maður að raun um,
að hin gamla og - margreynda
aðferð, sem -svo oft hefur sætt
harðri gagnrýni, þ.e. að koma
höggmyndunum fyrir innan um
málverkin; er þrátt fyrir allt
»» það, sem bezt hefur reynzt.
En auðvitað er það þó undir
um og amerískum afburða-
mönnum. Sá elzti í þessum
brautryðjendahópi er Ásmund-
ur Sveinsson, sem þegar hefur
náð sextugsaldri við látlausar
tilraunir í ólíkar áttir, en mesti
gáfumaðurinn í þessum hópi
er þó Sigurjón Ólafsson, sem er
allmiklu yngri maður. Eftir
hann er myndin af íslenzku
kríunni með rauða nefið og
stálþráðsvængi, en hann stend-
ur einnig framarlega í „natúr-
alistiskum" verkum, fyrst og
fremst í andlitsmyndum sín-
um“.
— Um myndvefnaðinn segir:
„Almennt má segja, að beztur
árangur hafi náðst, þar sem
listamaðurinn, sem myndina
skóp, og vefarinn, sem óf hana,
hafa verið einn og sami mað-
ur. Fyrst og fremst gildir þetta
um Hannah Ryggen, sem skap-
ar mjög persónulega frásagn-
arlist í vefnaði sínum, en þetta
í einnig við um íslenzku lista-
konuna Júlíönu Sveinsdóttur,
sem lengi hefur verið búsett
í Ðanmörku. Hún nær dásam-
legum efnisáhrifum í litlum
abstrakt kompósitionum".
— Þar sem talað er um
abstrakta list með Ijóðrænum
(lyriskum) einkehnum, segir
m.a.: — „Verk unga íslenzka
málarans Sverris Haraldssonar,
hafa viðkvæm og fínleg ein-
kenni, en að þessum viðkvæma
fínleika undanskildum — sem
er mjög óvanalegur hjá íslend-
ingum — á mjúkur og ljóð-
rænn tónn verka hans eitthváð
sameiginlegt með verkum Dan-
ans, Vogel-Jörgensen, sem er
meira en 40. árum eldri mað-
ur“.
Morgon Tidningen, Stock-
hohn: — „Sýningin hefst, ef
svo mætti segja, á verkum
þeirra Yrjö Saarinen og Jó-
hannesar Kjarvals, sem- báðir
eru fæddir fyrir aldamót, óg
mála áhrifarikar- -landslags-
myndir. Pensill Kjarvals lætur:
eftir sig skrift, sem liðast og
hringast, Hann mniheldur kraft,
sem einungis - méð erfiðleikum
er hægt að beizla,.. þannig að
ekki verði um óhamið eldgos
að ræða“.
Ny Tid, Göteborg: — Fyrr í
greininni er talað um áhrif
enska málarans Nicholson á
Svíann Torsten Andersson. Síð-
ar segir: — „Nicholson hefur
þegar verjð getið. Því 'ekki
nefna hann aftur, og í þetta
skipti í sambandi við íslending-
inn Sverri Haraldsson. Hann er
málari, sem sameinar skarpa
og ljósa uppbyggingu verka
sinna hárfínum litastiga í grá-
um og brúnum tónum“.
— Um skreytilistina segir
m.a.: — „Af glermyndum sýn-
ingarinnar hafa verk íslenzku
listakonunnar Nínu Tryggva-
dóttur, mest áhrif. — íslenzka
listakonan, Júlíana Sveinsdótt-
ir, sýnir fjögur mjög fáguð
verk, ofin með einföldu, en
eggjandi munstri“.
Göteborgs Tidningen: —
„Höggmyndadeildin gefur ekki
ástæðu til fagnaðarópa. Þessi
listgrein lifir nú krepputíma
á Norðurlöndum. Losaraleg
verk eru þar í meirihluta, ým-
ist sem óinnblásin eftirlegu-
kind af natúralisma eða til-
gangslausar og máttlausar
„nonfigurationir". íslendingur-
inn Ásmundur Sveinsson sann-
ar, að góðar höggmyndir sjá
þó enn dagsins ljós á okkar af-
skekktu snjóslóðum með fjör-
miklum og hugmyndaríkum
verkum eins og „Trúin“ og
„Rafmagn“.“
„Af glermyndum sýningar-
innar hefur fjörlegt formspil
íslenzku listakonunnar Nínu
Tryggvadóttur, þægilegustu
áhrif.
Ásgerður Búadóttir og Júli-
ana Sveinsdóttir sýna næma
túlkun á „nonfigurativum“ við-
•fangsefnum í- fögrum listvefn-
• aði.
• Mósaikin er ekki sérlega
spennandi, en kompositionir
Valtýs Péturssonar úr íslenzk-
um hergtegundum sýna þó
giöggt, h\íersu vel þessi list-
-grem ^gfetun íamræmzt nútíma
byggingarlist“.
Morgonbladet, Stockholm: —
„Bezti listamaður íslands, Nína
Tryggvadóttir, sem þegar hefur
hlotið viðurkenningu í París,
á aðeins 2 glermyndir á þess-
ari sýningu, en það nægir ekki
til að gera þessari gáfuðu lista-
konu rétt skil. — Af íslending-
unum hefur Hjörleifi Sigurðs-
syni, af óþekktum ástæðum,
verið gefjnn kostur á að sýna
hvorki meira né minna en 7
,plangeometrisk‘ verk, sem bera
þess vitni að lístamaðurinn hef-
ur ekki hugmynd um, hvemig
Skapa á spennu milli litflata,
Sverrir Haraldsson og Karl
Kvaran mála laglega „nonfig-
urativar kompósitionir", sem
þó ekki geta talizt sérlega þýð-
ingamiikil verk“.
Dagens Nyheter, Stockholm:
— „Verk nokkurra ungra ís-
lendinga bera vott um hrifn-
ingu þeirra á því róttæka, en
því miður verður að líta á
mikið af þessum verkum sem
leiðinlegan misskilning. Hitt ei
svo annað mál, að þeir vinna
þrátt fyrir þetta mjög nauð-
synlegt brautryðjendastarf í
heimalandi sínu. Fágaðastur
abstraktmálaranna er Sverrir
Haraldsson, sem er aðeins 27
ára gamall. — Hraungrá mál-
verk Jóhannesar Kjarvals vekja
athygli, þau sýna sanna upp-
lifun á sérkennilegu landslagi.
— Erfitt er að finna góð verk
í höggmyndadeildinni, en nefna
má þó Finnann Tukianen . . .
og verk Sigin-jóns Ólafssönar,
„Rauðnefjuð kria“, sem þýr yf-
ir vissum yndisþokka".
Göteborgs Posten: — „Þjóð-
legra sérkenna, sem annars eru
frjósamt umhugsunarefni, verð-
ur ekki mikið vart á þessari
sýningu, Ef til vill má þó
nefna hin formföstu og glöggu
landslagsmálverk Jóhannesar
Kjarváls sem undantekningu.
— Um Danann, Vogel-Jörgen-
sen segir: — „Að málverk hans
ná til svo margra óíikra hópa
áhorfenda, er það ekki einmitt
vegna þess að þau innihalda
eitthvað, sem er óháð stilteg-
undum, eit.thvað, sem ef til
vill mætti kalla mýkt og við-
kvæmni — ljóðræna eiginleika,
Málv'erk Gunnlaugs Sehevings
vöktu athygli gagnrýnenda
á Norðurlöndum
ef svo mætti segja? Lík ein-
kenni hafa „kompósitionir"
hins unga íslendings, Sverris
Haraidssonar. — Efíirtektar-
verðasta glermynd sýningarinn-
ar er v'erk íslenzku listakonunn-
ar, Nínu Tryggvadéttur. Hún
lætur svartar, breiðar og bein-
ar línur umlykja ljósbláa, gula
og gráa fléti. Þetta myndar
rólega „kompósition“, sem þó
ekki dregur athyglina frá
glugganum sem slíkum, og
skapar látlaust og blæbrigða-
ríkt litrof. Spurningin er, hvort
drýgsta skerfinn í þátttöku ís-
lendinganna — sem á öllum
sviðum sýna dálæti á ströngum
„nonf igurativum“ vinnuaðf e rð-
um — sé ekki einmitt að finna
í glermyndum Nínu Tryggva-
dóttur. —
— I svartlistardeildinni sýna
nokkrir ungir íslendingar til-
raunir sínar, og má þar neína
Veturliða Gunnarsson, sem sýn-
ir einfaldar og hugvekjandi
landslags- og bæjarmyndir. —
íslendingurinn Ásmundur
Sveinsson sýnir, að það er ekki
hægt að skapa höggmynd með
því að reyna að yfirfæra
abstrakt hugtak — eins og trú
— í tré, jám og málmþráð.
Sami listamaður hefur þó með
2 tréskurðarmyndum lagt sitt
af mörkum til að skapa stemn-
ingu í höggmyndadeildina"
Sydsvenska Dagbladet Snáll-
posten: — „Beztum árangri hef-
ur íslenzk „konkret" list náð
í glermyndum Nínu Tryggva-
dóttur og vefnaði Ester • Búa-
dóttur og Júlíönu Sveinsdótt-
ur“.
Vástmanlands Folkblad, Vást-
erás og Lánstidningen, Öster-
sund: — „Við höfum fengið
okkur sadda af hraunstríðum
landslagslýsingum íslendingsins
Jóhannesar Kjarvals, og vilj-
um losna við lélegar myndir
eftir Danann Jens Söndergaard.
sem við vitum, að var afbragðs
málari. fslenzku myndhöggvar-
arnir reyna að vinna abstrakt.
Árangurinn er einna helzt
hlægilegur. Koparþráður eítir
Sigurjón Ólafsson ber nafnið
„Siðaskiptin“ „Symmetrisk“
spennulaus kompósition úr tré.
járni og málmþræði eftir As-
mund Sveinsson verður ekki
hótinu betri, þótt hún sé köll-
uð „Trúin".
Framhald á 10. síðu