Þjóðviljinn - 07.05.1958, Qupperneq 9
Miðvikudagur 7. mai 1958 — ÞJÓÐVIUINN — <9
ÍÞRÓTTIR
mrSTJÚRI; FMHAHH HCLCASO0
1958
Á sunnudaginn var fór 48.
íslandsgliman fram hér í
Reylcjavík, þar sem keppt er
um hið fræga Grettisbelti, sem
gefið var á Akureyri fyrir
röskum 50 árum, því þar fór
fyrsía keppnin um beltið fram
árið 1906 og varð sigurvegari
þá Ólafur V. Davíðsson. Keppni
féll niður um beltið árin 1914
—1918.
Glíman var að þessu siimi
ekki sérlega rismikil og menn
voru misjafnir. Dómarar voru
slappir að þessu sinni, og
setti það slænian svip á glím-
una í lieild.
er ungur. glímumaður og lítt
vanur kappglímum. Skyldi ungi
maðurinn ekki hugsa sér að
nota þetta líka? Þetta gekk
svo langt að sjálfur snillingur
glímu þessarar og raunar
margra annarra, og giímukóng-
ur, leyfir sér að kasta sér
endilöngum ofan á Kristján H.
Lárusson i síðustu glímunni,
og auðvitað þoldi Kristján ekki!
þessi þyngsli. Þetta þurfti Ár-
mann ekki að gera, til þess
hafði hann of mikla yfirburði
yfir næsta mann. Og dómar-
arnir, - • „s;hi ekkcri"'.
Ármann í sérflokki
Af þeini 45 glímum sem
glíindar voru, fengust úrslit
í 11 glínium með níði. Það er
alltof há taia en það talar
sínu máli. Mörgum kann nú
að finnast þetta nóg sagt um
lögbrotin sem leyfð voru í
glímu þessari. Því miður.er því
eklcí að Iieilsa. Dómararnir létu
það óátalið að glímumenn hopp-
nðu eins og krabbar útá hlið-
ina á miili þess að gerð var
tiíraun til þess að taka brögð.
Nii vita þeir að glímustaðan
niilli bragða á að vera allt
Önnur. Þeir vita líka að það
er ekki leyfilegt að menn séu
tímum saman með kreppt hné
í nárum mótherja og spyrni
þeim frá sér á þann hátt, eða
hoþpandi á öðrum fæti með
Iiriéð kreppt tiíbúið, ef fang-
bróðir gerir tilraun til að ná
bragði. Þeir vita líka að það
á ekki að beita öxjinni að
brjósti þess sem glímt er við.
Þeir vita þetta en þora ekki
að taka á þessu. Sumir hafa
ef til vill tamið sér þessa lög-
leysu og verið þátttakendur í
því að svæfa smátt og smátt
vitundina um það sem er rangt
í meðferð glímunnar í dag og
þar með telja sig yfir það
hafna að halda lög glímunnar,
en þau eru skýr ef menn vilja
skilja þau og túlka, eða
kannski eins og sagt var áðan:
þora að túlka þau eins og
þau eru. Þó að öll glíman hafi
ekki verið með þessum ein-
kennum, sem betur fer, þá
kom þetta svo oft fyrir að
vandræði voru að, og auðvitað
eiga dómarar hverju sinni að
láta í sér lieyra þegar regla
er brotin, til þess eru þeir.
Þeir vita að það er ekki leyfi-
legt að snúast með mami einn
og hálfan hring án þess að
broyta um brag og niða, eins
og Sigmundur gerði við Ólaf
Eyjólfsson, svo „smá“-dæmi sé
iiefnt. Hilmar og Ólafarnir að
austan níddu Svein niður. Hann
Af glímumönnum var Ár-
mann J. Lárusspn í sérflokki;
liefur hann sennilega aldrei
verið sterlcari en í dag. Brögð-
in voru yfirleitt hreiri og vel
tekin, og satt að segja hafði
hann enga keppni, og ekkert
að óttast uin sigurmn. Hann
getur líka sýnt léttleika og
mýkt ef hann vill það við
hafa. , .
Kristján H. Lárusson ghmir
nokkuð hart, en er sigursæh
og sterkur glímumaður, og a
til ágæt brögð, ’og ekki mddi
hann í þessari glímu.
Um þriðja sætið urðu þem
Hannes Þorkelsson og Knstjan
Grétar Tryggvason að gluna
og fóru Ieikar þannig að Knst-
ján vann þá glímu. Kristján er
einn efnilegasti ungi glímumað-
urinn sem fram hefur komið
lengi. Hann er sterkur og all-
brögðóttur. Hannes er allsigur-
sæll í glímu þessari, en leit
hans að brögðum og sókn er
of fálmkennd og óákvéðin.
Hann níddi ekki.
Ólafur Eyjólfsson sýndi ekki
svipað eins góða glimu og fyrst
í vetur. Glímustaðan var oft
slæm. Hann níddi bæði Svein
og Ólaf Guðlaugsson.
Hilmar Bjarnason var nokk-
uð misjafn í glímunni. Átti til
góð tilþrif, hrein brögð og góð-
ar varnir, eri svo á liann líka til
að standa iila að glímu, en
hann kann meir en yfirleitt
kemur fram í kappglímum.
Sigmundur Ámundason er oft
mjög lipur glímumaður, brögð-
cttur og stendur oftast allvel
að glímu. Þó leyfði hánn sér
að grípa til níðsins, og því
ekki að revna það fyrst dóm-
arnir eru svona þægilegir!
Ólafur Guðlaugsson frá UMF
Dagsbrún glímdi ekki eins vel
og hann gerði í vetur. Hann
stóð fremur illa að glímunni á
ýmsan hátt, ekki eins brögð-
óttur og þá og greip til níðsins
á burfti að halda. það
var svo hættulítið, Ef hann
temdi sér frjálsaii glímu. og
léttari mundi hann fá Tnun
meira útúr glímum sínum.
Kristján Andrésson var miklu
slappari en hann hefur ver-
ið um langan tíma. Það var
eins og honum tækist aldrei
upp alla glímuna út, en liann
hefur oft átt mjKg góðar glím-
ur og verið sigursæll. Hann
hefur oft verið ‘hið góða dæmi
um glímumaim, eins og hann á
að vera samkvæmt anda glím-
unnar. Hann kemur vonandi
sterkari næst. Vera kaiin að
átölc og aflaunir fyi'stu
glímunnar hafi haft þessi áhrif.
Sveinn Sigurjójisson er ung-
ur glímumaður, sem lofar tölu-
verðn. ef hann, heldur áfram.
Hann er mjúkur og nokkuð
sterkur en vantar hörku og það
bætir, ekki úr fyrir nýliða að
vera vægðarlaust níddur niður.
Annars er hann opmn fyrir
brögðum.
Ólöglegu varirnar
Þeir sem Iiorfa á glímu í dag
rnunu sannfærast um það, að
það eru liinar ólöglegu varnir
sem fara verst með glímuna.
Það er gripið til þess næstum
ótrúlegasta til þess að forðast
byltu, og það er látið óátalið
að mestu. Glíman hefur sinn
ákveðna ramma sem varnir
•verða. að vera markaðar af,
„Nútíma“-varnir virðast miða
að þvi að bragði verði ekki
komið á, og þá gripið til þesa
að standa boginn, bola, stund-
um skakkur, beita kné í nára,
stökkva útá hliðina, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þetta varnar-
fyrirkomulag kemur í veg fyrir
það að hægt sé að nota mörg
þeirra bragða sem glíman ger-
ir þó ráð fyrir með reglum
sínum. Hún verður að láta í
minni pokann fyrir þessum „nú-
tíma“-vörnum. Hún fær ékki
að njóta sín. Þetta ér m.a.
smátt og smátt að lama hinn
almenna áhuga fyrir glimunni
Framhald á 11. síðu.
eftir ameríska rithöfundimi SIX)AN WILSON
Maí-bók
Almenna bókaíélagsins
,bíö vd?.a fibulrnrni'l
Sloan Wilson er ungur rithöfundur, 36
ára að aldri. Hann var hermaður í síð-
asta stríði, en er nú kennari í enskri
tungu og bókmenntum við háskólann í
Buffalo. Gráklæddi maðurimi kom
fyrst út 1956 og hefur lerigi verið met-
sölubók um öll Ba.ndaríkin.
Páll Skúlason ritstjóri þýðir bókina á
íslenzku.
Gráklæddi maðurinn fjallar um ungan
heimilisföður, Tom Rath, sem býr á-
samt Betsy, ungri og fallegri konu
sinni, og þremur börnum í lélegu húsi
í Westport. Tom er vel gefinn mað-
ur með miðlungs tekjur, en húsið er
orðið of lítið, og þessi ungu hjón
dreymir, eins og títt er, um hærri
laun, betri íbúð og háskólanám barn-
anna.
Stríð Toms fyrir bættum kjörum verð-
ur allsögulegt og áhyggjur þungar. —-
Margar minnisstæðar persónur koma
við sögu, m.a. hinn ógleymanlegi millj-
ónamæringur Hopkins, sem hugsar
ekki um neitt nema vinnu sína, dag
og nótt, 365 sólarhringa á ári.
ÍBókm er bæði gamansöm og spenn-
andi, og allir, sem lesa hana, hafa
áreiðanlega mikla ánægju af. Þarna
er lýst ungum hjónum eftir stríðið
og lífsbaráttu þeirra betur en d nokk-
urri annarri bók, sem við höfum
kynnzt.
Grákíæddi
maðurÍDB
• Fæst í öllum bókabúðum
• Er til afgreiðslu hjá umboðsmönnum
• og á afgreiðslunni Tjamargötu 16.
Dregið verður á laugardag í 5. flokki. — Vinningar 793. — Samtals krónur 1.035000.00.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS.