Þjóðviljinn - 15.05.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.05.1958, Blaðsíða 11
J<'imjn!.ydíig‘ur 15. maí 1958 — I\JÖÐVILJ1N>; (lt DOUGLAS RUTHERFORD: 11. dagur í grófinni að hreyfingar þeirra voru orðnar vélrænar. „Ágætt,“ sagði Nick. „Verið viðbúnir!“ Fremstu bílarnir voru nú aö' nálgast, enn í sams- konar bendu og haldið' hafði áhorfendum í ofvænf all- an tímann. Einn þeirra hægði á sér og kom 1 áttina að grófunum. Nick stóð' á veginum fyrir framan borðið með útréttan handlegg. Þrír fremstu bílarnir voru þeg- ar komnir framhjá. Daytoninn nálgaðist me'ö hundr- að og tuttugu kílómetra hraða, snai’stanzaði rétt við handlegginn á Nick. Það dó á vélinni. Jói hrifsaði hettuna af benzíngeyminum, stakk slönguendanum inn og fór að láta benzín á geyminn. Norman fór að ytra afturhjólinu vopnaður varadekki, lagði það upp að bílhliðinni og fór að slá hjólkoppinn af. Steve setti tjakk undir afturöxulinn og lyfti bílnum frá jörðu með einu handtaki. Svo fór hann að skipta um hægra afturhjó^ð — dekkið var næstuip.gljáslitið eftir næni þrjú hundruð kílómetra akstur með hundrað og áttatíu kílómetra hraða á klukkustund aö meðaltali. Norman var þegar búinn að ganga frá sínu hjóli. Hann færði sig réttsælis fram eftir bílnum, fram fyrír hann og tengdi ræsinn við. Jói var búinn að fylla á geyminn og stóð reiðubúinn til áð lækka tjakkinn. Um leið og Steve var búinn með síðasta handtakið, hleypti Jói afturhjólunum niður. Bifvélavirkjarnir voru búnir með sittiverk. Á meðan hafði Richard þurrkaö vindhlífina, skipt um vindgleraugu og tekið við diykknum sem Nick rétti honum. Hann teygaði helminginn undir eins, grétti sig og tæmdi afganginn niöm* hrygginn á sér fyrir innan hálsmálið. „Er allt í lagi?“ sagöi Nick og laut alveg að eyranu á honum. Richard kinkaði kolli. Hann kæröi sig ekki vrni að tala. Vildi aðeins komast af staö aftur. „Taktu það ekki of geýst,“ sagði Nick. „Þú ert góð- ur eins og er. Einhver hlýtur að kollsigla sig á þessum hraða.“ „Eg held að dekkin okkar séu í þynnsta lagi“, sagði Richard. „Eg veit það.“ Það drundi í vélinni og nýju hjólin báru Daytoninn Óðfluga bm*t fi’á þeim. Nick sneri sér að Gavin. „Hve lengi?“ 1 „Þrját.íu og siö sekúndur.“ Fyrirliðinn kinkaði kolli til bifvélavirkjanna. „Ágætt.” Lófaták og fagnaðarlæti frá stúkunni kváðu við í viðurkenningarskyni fyrir þessa skiótu afgreiðslu í grófinni. ítalimir voru öllum hnútmn kunnugir og gerðu sér ljóst aö hægt var aö vinna' margar sekúndur á< . þessum viöbragðsflýti seiú ekki gætu náðst með klukkustundar akstri. „Við tökum Tucker inn eftir fimm hringi,” sagði Nick. Richard var hálfum hring á eftir þrem fyi’stu bíl- unum, en hann var búinn að st-anza í grófinni! Við- búnaöur í grófum Romalfa og Mercedes bílanna sýndi að beír ætluðu líka að fara að stanza, Áhorfendur risu á fætur þegar Romalfa og þýzki bíllinn stönzuðu við grófir sínar. Þetta yrði alþjóða- kepphi í áfyllingu. Viðdvölin í þýzku grófinni vai* fyi’irmynd að flýti og verklagni. Mercedes bíllinn tók þriátíu gallon af bensíni, fékk ný afturdekk og var kominn af stað aftur eftir þrjátíu og fimm sekúndur. Italamir ráku höfuöin saman í tih-aunum sínum til áð gei’a kraftaverk, og Romalfa bíllinn komst af stað tvö hmxdruð metrum á eftir Mercedes bílnum um leið og Richard kom upp beinu bi-autin|i. Hann fór framhjá heimsmeistai’anum og ók inn á löngu bugðuna á hælunum á Mercedes bílnum. Fremstu bílamir voru nú ekki lengur í bendu. Fei’rari bíllinn sem enn átti eftir að fá áfyllingu, var hálfmn hring á undan. Þá kom Mereedesbíll 'Rittérs með Day- toninn á hælunum og Torelli þrjú hundi’uð metrum á eftir þeim. : ^ ^ ”'1 ,:. Menn lyftu brúnum í Mercedes, Romalfa. og Dayton grófunum. „Skyldu þeir hafa einhverja varageyma?“ tautaði Nick við Wilfred“. „Heldurðu að Piminto geti lokið akstrínum án þess að fá áfyllingu?“ „Það getur vai’la verið. Hann heföi ekki getað farið svona hart í byi’jun með allt það benzín. Svo efast ég um að dekkin þyldu það“. Eftir tvo hringi fengu þeir úr þessu skorið. Ferrari bíllinn kom eins og hraðlest að gróf sinni. Ljósmynd- arar og lögi’egluþjónar flýðu eins og fætur toguðu. Pimento, stói’vaxinn og hugmikill Argentínumaður, hafði misreiknaö sig á hraðanum og fór framhjá gróf sinni. Hann rann tuttugu metra framhjá. Vélin stöðv- aöist. Með bölvi og hávaða aö undirleik ýttu vél- virkjamir bílnum til baka að grófinni. Þeir komust úr jafnvægi og urðu of ruglaðir til áð vinna verk sín vel. Ferrai’ibíllinn stóð enn kyrr við grófina þegar Mercedes bíllinn og Daytoninn þutu framhjá í sam- floti og Romalfabíll Torellis var enn þrjú hundruð meti’um aftar. Pimento streytti hnefann og hvæsti af illsku um leið og hann þeyttist af stað inn í eltingaleil^mi. Mercedesbíllinn og Daytonin höfðu tekiö fomstuna vegna skjótrar grófarafgreiðslu. „Hamingjan góða, þvílíkur kappakstur!” Gavin leit niður til Nicks og brosti. „Eg vildi óska að ég væi*i með.” Gavin hafði lent illa í því í brezka verðlaunaak- strinum. Dekk hafði rifnað á næsta bíl fyrir framan hann og bíllinn snúizt til á brautinni. Gavin haföj beygt snögglega til að rekast ekki á hann, misst stiórn á bílnum, sem lenti úti í grasinu, rakst á giindverkið og kollveltist. Vélin var í fullum gangi. Gavin reyndi að losa sig úr sætinu sem hann var fastur í, hlustaði á djöfulganginn í vélinni og beið þess að kviknaði í öllu saman. Sýning ííristjáiis Framhald af 7. síðu. fundisí hann einhvemtíma vera skringilegur að gamnl, til þess að vera frumlegur eins og það er kallað, þá er nú fyrir þær liugmyndir gírt. Hinsvegar get- um við aldrei vitað fyrirfram hvers af honum sé að væ.nta. En ætíð væntum við einhvers. Við, þlum alltaf með okkur þá ósk að einhverju miði. í þetta sinn hefur okkur orðið að, ósk okkar, D. shiPAumeRÐ ríkisins Herðubreið austur um iand til Seyðisfjarð- ar hiim 20. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hontafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvílmr, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðsfjarð- ar og Seyðisfjarðar á föstucb.g. Es ja Salan Framhald af 12. síðu. láta í senn líta svo út að hann! væri hollur ríkisstjórninni og einlægur fylgismaður Massus. Á ekki upp á pallborðið Áður hefur ýmislegt gerzt sem gefið hefur mönnum á- stæðu til að ætla að SaJari væri ekki í miklum metum hjá ofstækisfyllstu og íhíaldssöm- ustu foringjum hei’sins. Fyrir tæpum tveim árum varð upp- víst um samsæri þessara aflá um að ráða. haiui af dögum. Spi’epgju var skotið á aðal- bækistöð ihersins í Algeirsborg, og hafði Salan rétt éður ver- ið í herberginu þar sem sprengjan sprakk. Eitt af því sem Salan hefur verið fundið til foráttu er lier- stjórn hans í Indókína, en það var hann sem stjómaði fran'ska hernum þar þegar striðinu iauk með óförum Frakka við Dien- bienphu. Síðustu fréttir gáfu til kyima, eins o,g segir á tiðrum stað, að Salan hefði borið hærri hlut í átökumun við Maasu og félaga lians. vestur um land til ísafjaröar •hinn 20. þ.m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Súgasdafjarðar og ísafjarð- ar á föstudag og árdegis á laugardag. Fai-seðiar seldir á mánudag. Félagsiíf Farfuglar Unnið verður í Valabóli og Heiðabóli um helgina. Skrif- stofan er opin á föstudags- kvóld kl. 6.30 til 7.30. Kvenfélag Laugarnessóknar Kvenfélag Laugamessóknar efnir til kaffisölu í kirkju- kjallaranum eftir messu kl. 3. Bonegal tvíd Hér er mynd af látlausri og smekklegri vordragt úr yrjóttu donegaltvidi, sem sameinar það að vera hlý og vorleg. Hún er ekki sérlega frábrugðin drögt- um imdanfarinna ára. Jakkinn er ef til vill vitund styttri, kragasniðið dálitið frábrugðið og mittislinan ekki oins kröpp. Fallegt er að nota prjóna- húfu og; prjómihanzka við þenn- cm sþortlega búning. Handci ungbörnnm Litlar telpur g<eta hæglega verið í samskonar sniði sumar og vetur. Smnarkjólinn má sauma úr bónvullarefni og vetr-, arkjólinn úr ullarmússeltni. Hvoru .tyeggja er auðvelt að halda við, hvað snertir þvott Og Strok. ■ • Iitil . sviuitusamsjtæða . með samsvarandi buxum getur lika verið úr bómullai’efni, og á veturna má svo færa barníð í peysu innanundir. Litli ermaiangi kjóllinn er ætlaður minnstu. telpunni. Hann er með þægilegri vidd og er og -■■■■ 'triamaH ié - ermuTimn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.