Þjóðviljinn - 20.05.1958, Síða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1958, Síða 1
Inni í blaðinu Ræða Einars Olgeirssonar — 7. siða — Spútnik 3. aðeins eiim þátt- ur í viðtækri áætlim — 5. síða — Þriðjudagur 20. mai 1958 — 23. árgaugur — 112. tölublað Yerður reglugerð um stækkun land- helgínnar í 12 mílur geíin út í dag? Þjóðliættulegt samsæri brezkra og íslenzkra togar aú tgerðarmanna um að veita erlendum togurum fiskveiðiréttindi í íslenzkri landhelgi! Nú er komið aö úrslitastund í landhelg ismálinu, ákvörðun um að stækka land- lielgina í 12 mílur. Öll þjóöin hefur beðiö eftir reglugerð um það efni undanfarnar vikur, og innan ríkisstjómarinnar hefur þaö margsinnis verið rætt hvaða tíma skyldi velja. Hefur Hermann Jónasson forsætisráðherra lýst yfir því skriflega að' hann telji einsætt að reglugerð um stækkun fiskveiðalandhelginnar í 12 sjómílur verði birt á tímabilinu 10.—20. maí. í dag er 20. maí, svo að*líklegt má telja að reglugeröin verði birt í dag. Birting reglugerðarinnar hefur tafizt mun lengur en ráð var fyr- ir gert í upphafi. Á sínum tíma var það samþykkt í ríkisstjórn- inni að fiskveiðalandhelgin skyldi stækkuð „þegar að Genfarráð- stefnunni lokinni“. Nú eru þrjár vikúr liðnar síðan ráðstefnunni lauk, embættismennirnir sem tóku þátt í henni eru komnir heim fyrir löngu, viðræðum við þá er lokið fyrir löngu og allar staðreyndir ljósar. Það er ekki eftir neinu að bíða lengur, þvi eins og Hermann Jónasson for- sætisráðherra komst að orði í viðtali við brezka stórblaðið Manchester Guardian 7. þ. m.: „Það getur ekki verið neitt svig- rúm til málamiðlunar í máli sem varðar líf eða dauða þjóðar- iirnar." Einstætt samsæri Allir vita hvað reynt hefur verið af erlendum aðilum til þess að reyna að knýja íslendinga til undanhalds. Hitt er stórum al- varlegra að ýmsir islenzkir tog- araútgerðarmenn og aðstandend- ur þeirra hafa að undanförnu beinlínis lagzt gegn því að land- helgin yrði stækkuð i 12 mílur. Það er t. d. alkur.nugt að Thors- aramir og Jón Axei Pétursson hafa barizt gegn stækkun með hnúum og hnefurn néma því að- eins að erlendir og inriendir tog- arar feng ju sérréttindi tii þ!ss að veiða innan landhelgislinu. Er hér um að ræða skipu'agt samsæri brezk^a og ía’.enzkra togaraútgerðarina mia og ótrúlegt tiiræði við þjóðina á övlaga- stiuid. Verður þvi ekki trúað að þessir aðilar fái örnur sviir en fyrirlitninguna eina, eða að nokkrir ábyrgir aðilar taki í mál að veita útlendingum séivéttindi i fiskveiðilandhelgi islendinga. þeirri sem miðað er við, þann- ig ,að þau stóru vik sem ákveðin voru með reglugerðimii 1952 verði nú tekin ,af og grunnlínur hafðar lengri en áður. Eins og kunnugt er hafa tillögur um þetta efni verið fluttar á þingi áður, og er um mestar breytingar að ræða á Selvogsbanka, í Húna- flóa, fyrir sunnan Langanes og í bugtunum fyrir suðurlandi. Um leið og landhelgin er stækkuð í 12 mílur væri sjálfsagt að leið- rétta þetta, og einnig i því efni virðast íslendingar hafa með sér allan rétt. Hvað sagði Guðnmndur á Atlanzfnndinum? Eins og Þjóðviljiim liefur áður skýrt frá hélt brezka blaðið Sunday Times því fram að Bretar hefðu á sein- ustu stundu fengið Guðmund 1. Guðmundsson utanríkis- ráðherra ofan af þvi lað lýsa yfir ásetningi íslenzku ríkisstjómarimiar um að stækka landhelgina í 12 míl- ur á Atlanzliafsbandalagsfundinum í Kaupmannahöfn. Time and Tide, útbreiddasta vikublað Bretlands, hélt því sama fram í forustugrein á laugardaginn var. Það er því ærin ástæða til að Guðmundur í. Guðmundsson segi íslendingum sjálfur frá því livað gerðist. Hélt hann ræðu eða hélt hann ekki ræðu? Sagði hann að land- helgin yrði stækkuð eða sagði hami það ekki? Bandankin asdvig brezkmn refsi- algeriuin gep Islendingum? Óttast að slíkar aðgerðir myndu haía óheppileg áhrií í herstöðvamé-.inu Brezku blöðin skýi-a frá því þessa dagana að þótt Bandaríkin séu andvíg því að íslendingar stækki land- helgina muni þau snúast gegn því að Bretar beiti nokkr- um refsiaðgerðum. Sunday Express komst rvo að orði 11. maí s.l.: „Mr. Sehvyn Lloyd hefur sagt að við munum grípa til alvar- legra gagnráðstafana ef íslend- ingar reyna að setja 12 mílna landhelgi. En það blæs ekki byr- lega. Mr. Dulles vill fyrir alla muni að Bretar valdi ekki upp- námi á íslandi. Hvers vegna? Vegna þess að íslendingar kynnu að fara úr Atlanzhafsbandalag- inu í fússi.“ j í lesandabréfi til The Daily Telegi*aph 14. maí er vikið að því sama. Þar segir: „Má ég leggja áherzlu á það sem mér finnst ömurlegast af þessu öllu saman. Eftir því sem I ég veit bezt vilja Bandaríkja- , menn að við sleppum fiskveiða- réttindum okkar til þess. að friða íslendinga, en ástæðan er sú að sem stendur er ísland hlekkur í vamarkerfi Bandaríkjanna. Við eigum þannig að afsala okkur rétti okkar um alla framtíð til þess að fullnægja tímabundnum, þörfum Bandaríkjanna. Eftir fimm ár í hæsta lagi þurfa Bandaríkin alls ekki á þessum flugvöllum að halda, því að þá munu langdræg flugskeyti hafa komið í stað sprengjuflugvéla með áhöfn.“ KR — Þróttur Áttundi leikur Rejdijavíkur—, mótsins í knattspymu var háð- ur í gærkvöld. KR sigraði Þrótt með 1 marki gegu 0. 11 Brezka þjóðin á ekki að súpa seyðið af fíflsku togaraeigenda 11 Brezkf íjármálablaS gagnrýnir harðlega kröfurnar um rersíaSgerÖir gegn Islendingum vegna landhelginnar Breytt grunnlína Óháð brezkt vikublað, The City Press, snerist s.l. föstu- ;dag harkalega gegn kröfum brezkra togaraeigenda um nýtt löndunarbann. Birti það grein undir fyrirsögninni | ..Þjóðin á ekki aö súpa seyöið' aö fíflsku togaraeigenda“ j og lagði til aö Bretar ykju aðeins íiskkaup sín frá ís- |iandi eftir að landhelgin hefði veriö stækkuð. Blaðið Tlie City Press kemur þeim rökum að Bretar líefðu út í Luhdúnum og f.iallar eink- verið frumherjar á ísiandsmið- um! The City Press segir m. a.: Enginn þarf að draga einhug þjóðarinnar í efa, hvaðanæfa að berast nú samþykktir um tafar- tausa stækkun. En jafnframt þvi sem landhelgin er stækkuð í 12 mílur, þarf einnig .að fara fram leiðrétting á grunnlínu nm um efnahagsmál; það Hefur komið út siðan 1857. Kaupum fisk af íslendingiun. Blaðið vitnar fyrst í ummæli Sir Famdale Phillips, sem er forseti brezka togaraeigetidásam- bandsins, en .hafði, lagzt gegn síækkun landhelginnar og mælt með löndunarbanni m. a. með Það er liílum vafa bundið að tillaga íslendinga um 12 inilna landlielgi er svar við löndunar- bamú togaraeigendanna í Grims- by fyrir tveinun* árum. Þessi til- laga er óæsklleg, en togaraeig- endurnir í Grimsby hafa boðið lienni heim. Þeir gerðu íslend- inga v*>rule»a háða Rússum efna- hagslega. Og* Rússar eru reiðu- búnir til að kaupa meira en þau se n þeir kaupa mi af fisk- framleiðslu íslendinga. Sir Farn- dale PhiJlips segir „við getum ekki sætt ekkur við þetta á- stamV', en sérhyggja Grimsby- ma'.'iia gerði Rússuin fært að komast í gættina og það ástand getur skapazt að Grimsby verði að sætta sig við orðiim hlut. Við sjáiun ekki að við eigum neliut rétt af þeirri ástæðu einni að við höfum verið frum- herjar á fiskimiðunum. Við efld- um fiskveiðar okkar vegna þess að þjóðin þurfti á fiski að lialda og ekki vegna þess að við vær- um að taka að okkur félagslegt verkefni í þágu heimsins alls. Og hvað því viðvíkur að verða liáður erlendum matvæhun, ætt- um við að kaupa fisk ef íslend- uigar geta boðið okkur núkið magn af góðum fiski á sam- keppnisfæru verði, og ef Grims- bymenn ákveða að stöðva allar landanir á íslenzkum fiski ef 12 mílna landhelgi verðiu* sett, fer fiskurinn til Rússlands í æ rík- ara mæli og Island verður háð Rússuin, þetta er mál sem meiri meitiv en Itogaraeigeindur í Grimsby verða að taka ákvörðui* Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.