Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 3
Það ér'mál slcilgóðra manna að ' söngleikirnir amerísku, The musicals, séu frumlegast- ur skerfur hins nýja heims til leikmennta nútímans, en þeir eru fæddir á Broadway og hafa vaxið þar og dafnað í hálfa öld, og náð fádæma vin- sældum í Evrópu á síðustu árum, sýndir, dáðir og stældir víða um l;önd. Listgrein þessa mun torvelt að skilgreina, en hún á ætt sína að rekja til margháttaðra skemmtana vestur þar af alþýðlegum og gamansömum toga. Þar ægir öllu saman, f jörugum ísmeygi- legum lögum, skringilegum samtölum og látum, gáska- fullum kátlegum dönsum, smellnum gamanvísum — blá- eygri barnalegri rómantík, skopi og liáði. Þegar bezt læt- ur eru söngvaleikirnir heill- andi, þróttmikil og lifandi list, enda eiga þeir framar löðrum hylli þjóðar sinnar, eru blóð *®f hennar blóði. Og þótt gam- anið sé oft létt á metunum hefur hin alþýðlega listgrein eignast merk tónskáld og margvíslega snillinga, en einn þeirra er Cole Porter, höfund- ur laga og Ijóða í „Kysstu mig Kata“, hinu alkunna, fyndna og fjöruga verki sem flutt er á íslandi fyrst amer- ískra söngvaleika. Leikritið sjáíft sömdu hjónin Bella og Samuel Spewack, hin vinsælu gamanskáld, að ógleymdu eldra skjildi og stærra — William Shakespeare. um, þá mikilsverðu atvinnu- stétt má að sjálfsögðu ekki vanta í bandarískan gaman- leik. Nánar skal efnið ekki rakið, það myndi ósköp mjó- slegið ef elcki nyti Shake- speares, persóna hans og orð- evara, en sjálfur efnisþráður- inn er í rauninni aukaatriði í slíkum leik. Ég hef víst oftar en einu sinni hvatt Þjóðleikhúsið til að hverfa frá evrópskum ó- perettum nítjándu aldar 'sem flestár virðast staðnaðar og væmnar, og leita vestur um haf að lifandi lífi, að æðaslög- um okkar daga, leggja á nýj- ar brautir. Að því hlaut auð- vitað að koma fyrr eða síðar, . og það skal þegar tekið fram að tilraun þessi veldur eng- um vonbrigðum, heldur þvert á móti: hér er myndarlega ýtt úr vör og fleyginu stýrt öruggiega í höfn. iSýningin er öðrum mannfleiri, kostnaðar- samari og margbrotnari, hér hafa ófáar hendur unnið sam- an og góðum árangri náð. Mestur er hlutur leikstjórans, Sven Áge Larsen, „Kysstu mig Kata“ ber tvímælalaust af fyrri sýningum hans hér á landi. Larsen hefur sem kunn- ugt er eett leikinn á svið í flestum stórborgum Norður- landa, gagnkunnugur öllum atriðum h.ans og minnstu blæbrigðum. Honum tekst furðuvel að laða fram kímni leiksins, sameina hina mörgu og ólíku þætti og beina kröft- Sænska leikkonan Ulla Sallert. Þjóðleikhúsið: fíysstu mig Kata eftir Cole Porter Leikstjóri: Sven Age Larsen Efni leika þessara er að jafnaði sótt í þekktar skáld- sögur eða sjónleiki, og í þetta sinn varð „Vargurinn taminn“ fyrir valinu, gaman það sem Shákespeare sneri ungur að árum úr öðrum grínleik með sama nafni, og fór raunar um þeim snillingshöndum að þau Kata og Petruchio eru við beztu heilsu enn í dag. Óþarft er að taka leik þennan hátíð- lega þótt hann beri nafn meistarans frá Avon, en kjarni hans er sú gamalkunna en úrelta kenning að konan eigi að vera manni sínum und- irgefin og hlýðin í einu og öllu; þó undarlegt kunni að virðast í fljótu bragði hefur „Vargurinn taminn“ verið jafnástsæll af konum sem körlum allt til þessa dags. Leikflokkur hefur reynslu- sýningu í Baltimore, viðfangs- efnið er söngleikur reistur á ieikriti Shakespeares. Þar verða ýmsir tálmar á vegi og árekstra skortir ekki — aðal- leikendurnir eru fráskilin hjón, skapmikil og aðsópsmik- il líkt og hjónin frægu sem þau túlka, ást þeirra og erj- ur fléttast inn í sýninguna sjálfa með ærið kátlegum hætti, og svo mjög að fyrir- tækið riðar til falls. Og tveir ósviknir bófar taka þátt í sýn- ingunni af sérstökum ástæð- unum farsællega að einu marki; þess gætti vonum minna að leikendumir íslenzku væru staddir á ókunnum slóð- ið verk og vel unnið. Falleg- ast er útisviðið í Padúa og myndi hvarvetna til sóma í Shakespeareleik, en lýsing hans á leikhúsinu að tjalda- baki er ekki síður hnitmiðuð og. athyglisverð og á ríkan þátt í að skapa sterkan hug- blæ, rétt andrúmsloft. Það kom ekki sízt í ljós í upphafi annars þátar, það er kæfandi hiti í lofti, leikendurnir híma aðframkomnir að baki sviðs- ins, en fara allt í einu að syngja og dansa — þáð er aldrei of heitt til að stíga 'sporið! Búningarnir eru und- antekningarlaust fallegir, — mjög fjölbreyttir og skraut- legir og auðsæilega ekkert sparað til neins. Stundum gat jafnvel virzt um ofrausn að ræða, það var eins og umbúð- Eindansarinn Svend Bunch ásamt tveimur dansmeyjum. um. Hinu má auðvitað ekki gleyma að hann nýtur ómet- anlegs stuðnings annarra er- lendra gesta, eigi sízt hljóm- sveitarstjórans og tónskálds- ins bandaríska Saul Schecht- mans, hins ágætasta lista- manns sem stýrir hljómsveit leikhússins af sönnum mynd- ugleik og snilli. Lothar Grund málaði leiktjöld og teikhaði búninga og verður framlag hans vart of hátt metið, mik- imar bæru innihaldið ofurliði. Dönsunum má ekki gleyma, þeir eru mikilsverður þáttur þessarar sýningar. Þar kemur enn útlendur gestur við sögu, eindansarinn Svend Bunch, mjúkur og kattfimur, öruggur og skemmtiíegur listamaður, en með honum dansaði Bryn- dís Schram sem fullyrða má að orðin sé augasteinn okkar allra. Og enn á ný birtist góð- ur árangur af kennslu Eriks Sunnudagur 1. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 eru ágætir fulltrúar kímninn- ar í leiknum, þeir njóta ó- skiptrar hylli áhorfenda, og mjög að verðleikum. Ævar hefur orð fyrir þeim kumpán- um, hæfilega skuggalegur í sjón og raun, leikurinn léttur og öruggur; og svo innilega brosleg eru svipbrigði og allt látbragð Bessa að hláturinn kveður við í salnum. Þeir fé- lagar eru jafnan samtaka og mjög skemmtilegur t'vísöngur þeirra í lokin, „Rifjaðu upp Shakespaere“. Þriðji skopleik- arinn lætur ekki heldur sitt eftir liggja, það er Rúrik Haraldsson sem leikur for- ríkan embættismann í Wash- ington, magaveikan og nokk- uð við aldur, af þeirri hnit- miðuðu kímni sem honum er laginn, gerir mikið úr litlu hlutverki. Vegna forfalla' var Sigríði Þorvaldsdóttur, hinni korn- ungu óreyndu leikkonu falið annað mesta kvenhlutyerkið í leiknum. Hún ræður lítt við það sem að líkum lætur, skort- ir þroska til að lýsa hinni léttúðugu, veraldarvönu stúlkú og söngkona er hún ekki, enda vist aldrei sungið fyrr á æv- inni. Hún ýkir og ofleikur þegar svo ber undir, áreynsl- an er auðsæ; og þó gefur ein- mitt þessi leikur hinnar fríðu, geðþekku, tápmiklu og óvenju- lega skýrmæltu stúlku vonir um að hún sé efni í góða leik- konu. — Árni Jónsson er vin- sæll s"ngvari, en hann er frá- léitur Lucentio — hann á að vera ungur maður, gáfaður og friður og bera af meðbiðlum sínum sem gull af eiri. Það er ervitt að skilja að hann skuli hljóta hönd og hjarta Biöncu, ég hefði hiklaust gef- ið Gremio hana, hinum rösk- lega og laglega pilti Ólafi Jónssyni. Af öðrum leikendum er mér Klemenz Jónsson minnisstæð- astur í örlitlu hlutverki dyra- varðarins, gamall og giktveik- ur, l"ngu samgróinn umhverf- inu. Valdimar Helgason leikur Baptista gamla skýrt og skil- merkilega. en minnir að von- um meir á íslenzkan forn>,''ann en ítalskan auðmann á o^dur- re:snartímanum. Erlingur Gi^lason leikur snotur1e<Ta, en viðfangsefnið er honum bó of- viða; og enn fleiri hafa ör- smá hlutverk með h"ndum. Egill Bjarnason snaraði bundna málinu í leiknum og skal ég sízt lasta verk hans, textarnir eru liprir og ná- kvæmir eftir atvikum, en naumur timi til stefn'u. En þýðing slíkra söngvaleika er mikið vandaverk, og raunar he'zt á færi skapandi skálda, manna sem eiga nóg ímyndun- arafl, myndugleik og smekk- vísi til að eemja upp að nýju, fara á stundum eigin leiðir; og þeir eru því miður ekki 4 hverju strái. Enn er ógetið ágætrar þátt- töku leikhúskórsins og söng- stjóra hans, Magnúsar Bl. Jó- hannssonar, en sjálfa tónlist- ina verð ég að láta öðrum eftir að ræða. — Söngva- leikirnir amerisku eiga vísa mikla og alménna hylli Islend- inga, um það var einlægur fögnuður áhorfenda á frum- sýningu þessa fyndna, geð- fellda og íburðarmikla leiks ljóst vitni. Bidsted, dansfólkið unga gerði tvímælalaust skyldu sína. Að ýunsu má finna sem að líkum lætur, leikur og söngur er ærið misjafn að gæðum. Fullkomna tækni skortir í sumu, en stundum næga inn- lifun, fjör og glóð; sum at- -riði njóta sín ekki til hlítar, en þau eru vonum færri. Það skiptir mestu máli að aðal- hlutverkin tvö eru í traust- um liöndum, Ulla Salert og Jón Sigurbjörnsson eru hvort- tveggja í senn, snjallir söngv- arar og vel til þess fallin að túlka hlutverkin frægu í skop- leik Shakespeares. Listakonan sænska Ulla Sal- ert hefur getið sér frægðarorð fyrir söng og leik í óperett- um, gamanleikum og kvik- myndum og breezt áreiðanlega engra vonum. Hún hefur góða söngrödd, ræður yfir mikilli og alhliða tækni, þróttmikil, glæsileg og skapheit og lýsir jafn vel ástum og dutlungum ieikkonunnar Lilli sem ástríðu og ofsa. skassins Katarínu, leikur og svngur af lífi og sál. Hinn góðkunna söng Kötu „Eg hata menn“ túlkaði hún af þeirri sannfæringu og þrótti að það atriði leiksins mun einna lengst geymast í minnum. Jón Sigurbjönisson var alls ekki í essinu sí.nu á frum- sýningu og virtist nolckra snerpu vanta í leik hans, en hitt dylst ekki að hann hefur hlutverkið á sínu valdi, á næg- an mymdugleik og manndóm, reisn og raddgæði til að halda á lofti merki þeirra Freds og Petruchio. Vel nýtur hann sín í gervi hins síðarnefnda, karl- mannlegur maður, harður í horn að taka, en þó kurteis og riddaralegur eins og Pet- ruchio á að vera. Söngur hans er jafnan innilegur og falleg- ur, hvort sem um er að ræða gáskafullar ,gamanvísur eða rómantíska mansöngva. Bófana tvo leika Ævar Kvaran og Bessi Bjarnason og Á. Hj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.