Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.06.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 1. ji’ini 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það er almennt viðurkennt, að íslenzka þjóðin býr við betri kjör en almennt tíðkast um allan þorra manna meðal annarra þjóða. Flestum þeim, sem hér koma erlendis frá, kemur þessi staðreynd á óvart, er þeir hafa hana hér fyrir aug- um, og það því fremur, sem margir vita það, að ísland er hrjóstrugt, skóglaust og korn- akralaust að kalla. — Málm- ar, olía eða kol, sem orðið hafa mörgum öði-um þjóðum hinn drýgsti búiinykkur, eru hér heldur ekki til í jörðu. En glöggskyggnir athug- endur þurfa samt ekki lengi að leita þess grundvallar, sem Islendingar byggja afkomu sína á. Fiskur og fis'kafurðir eru óumdeilanlega þau verð- mæti, sem öllu öðru fremur bera uppi hag þessa lands og lífskjör þjóðarinnar. Þessu hættir okkur stund- um sjálfum við að gleyma eða minnsta kosti að vanmeta. Þegar einhverjum góðum borgara er synjað um gjald- eyrisleyfi, fyrir einhverjum hlut, sem hann sjálfur telur gagnlegan eða nauðsynlegan hættir honum oft við að út- hrópa mannvonzku innflutn- ingsyfirvaldanna eða að minnsta kosti telja skilnings- leysi innflutningsskrifstof- unnar dæmalaust. Nú kann það vel að vera að stundum sé þörfin fyrir já- kvæða afgreiðslu einstakra umsókna. rangmetin. En ekki breytir það hinu, sem er mergurinn málsins, að gjald- eyrir er ekki framleiddur á inhflutningsskrifstofunni og sú starfsemi sem þar fer frám er ekki nema ávísana- útgáfa á þann fisk sem ís- lendingar draga úr sjó og færa á erlendan markað, þótt ýmsir gjaldeyrisumsækjendur telji þá atvinnugrein alla lítil- mótlegri en gjaldeyrishöndl- unina. Það hefur haldizt stöðugt hin siðari ár að milli 90 og 100% af íslenzkum útflutn- ingi er sjávarafli, og þar með eru það aflabrögð íslenzkra skipa öllu öðru fremur, sem blása innflutningsyfirvöldun- um nízku eða örlæti í brjóst. Um þessar mundir þykir ýmsum ekki sem bjartast yf- ir í íslenzkum efnahagsmálum, og það er vissulega rétt, að ekki er vænlegt að standa frammi fyrir nýrrf dýrtíðar- bylgju. En það er ekki lausn á neinum vanda, að láta aðeins uppi vandlætingu á erfiðleik- um. Það ber að leita orsak- anna og búa svo í haginn að erfiðleikarnir verði yfirstign- ir. Alvarlegasti vágesturinn, sem að garði hefur ríðið hér á undanförnum árum er hvorki verðsveifla á kaffi, sykri, kaupgjaldi, bifreiðum, benzíni eða neinar verðlags- breytingar yfirleitt þótt slæmar séu. Minnkandi fiskafli er í- skyggilegri gestur í íslenzkri dyragátt en ndkkuð annað. Og á undangengnum árum (má- Ske er síðastliðinn vetur þó undantekning, þótt ekki sé það með vissu vitað enn) hef- ur aflamagnið raunverulega farið hraðminnkandi. Heild- araflanum hefur verið haldið uppi flest árin, þannig að með aukinni veiðarfæranotkun bátaflotans og lengdum vinnu. degi sjómanna, sjósókn á fjarlægari mið og aukinni veiðitækni, fleiri og stærri bátum hefur verið haldið í horfinu en heldur ekki mikið meira. Aflamagn á hvem krók eða í hvert net hefur þorrið — þetta er alvarlegasta mál okkar: ofveiði er á íslenzku miðunum. Það sem hér hefur verið sagt um minnkandi aflamagn á bæði við um togarana okk- ar og einnig og ekki síður um bátaflotann. Það fer ekkj milli mála, að ef möguleikar okkar til fiski- fanga þverra að mun, þá er vá fyrir dyrum, þá duga eng- in bjargráð, þá verða lífs- 'kjörin að versna, því enn sem komið er býr þessi þjóð ekki yfir neinum möguleikum, sem vegið geta upp á móti afla- bresti. Það er í skýrslur skráð, að eitt árið reyndist afli okkar vera um 70 tonn að meðaltali á hvern sjómann okkar. Það voru langsamlega mestu afla- brögð sem þekkt voru í viðri veröld. Þeir sem næstir Islend. ingum komust þá, skiluðu einungis sjötta hluta þessa,' á hvern sinn sjómann. Á þessu byggjast hin til- tölulega góðu lífskjör Islend- inga öllu öðru fremur og það er heldur ekki vitað um neina þá atvinnu- eða framleiðslu- grein, sem við getum sýnt neitt svipaða yfirburði í. Á sjónum og sjávaraflanum verða lífskjör okkar að byggj- ast á næstu tímum að minnsta kosti, — það er gott hvað við kann að bætast af arðvæn- legri framleiðslu, en fiskveið- arnar hafa verið og verða okkar örlög í næstu framtíð. Ef við ættum einskis ann- ars kost en að horfa á ofveiði yrja mið okkar ur>p, og afla- magn okkar mlnnka ár frá ári svo sem líklegt er, ef ekki væri að gert, þá væri allt annað en bjart framundan nú. En sem betur fer er sagan hér ekki sögð til enda. Þrátt fyrir vaxandi útgerð okkar á seinni árum erum við íslendingar hvergi nærri hálfdrættingar við aðra sem Islandsmið sækja til fiskjar enn sem komið er. Hafið umhverfis land okk- ar, íslandsmið, er sem sagt ekki nema að litlu leyti viður- kennt séreign okkar en sem komið er, enda sótt og nytjað af eriendum aðilum meira en okkur sjálfum. Það er til dæmis talið, að togarafloti okkar sé ekki nema tíundi hluti þeirra togara sem Is- landsmið sækja. , Greinilegt er því að mjög miklir möguleikar sköpuðust til að bægja ofveiðinni alger- léga frá miðum okkar ef við hefðum þar einir rétt til veiða. Jafnframt mundi slíkt auka að miklum mun veiðimögu- leika íslenzku skipanna. Það er þess vegna grund- völlur allra efnahagsmála á Islandi að islenzk landhelgi verði stækkuð. Eins og nú er komið okkar hag á heimsmálasviðinu er þess þó ekki að vænta, að við Með þeirri stækkun land- helgimmr sem nú hefur verið endanlega ákveðin stækkar hún um 58% og nær einkaréttur Islendinga þá ti! 68.000 ferkílómetra svæð- js af miðunum. getum fengið viðurkenndan allan þann rétt sem við sið- ferðilega og efnahagslega eigum til okkar miða í einum áfanga. Til þess erum við illu heilli of fast reyrðir í hernaðar- bandalag NATO-ríkjanna, sem r’:amtr s ’ u' - rf* ’rnmálamenn hrfa be"r" gert o'kkur að meðHrnii’"'1. í n" kal’a vina- b'ióðir okka»’. þótt revuslan hafi gert okkur þá nafngift að öfugmæli, að því er sum- ar þeirra varðar. En þrátt fyrir alla örðug-. leika og tálmanir af hendi þeirra aðila, sem telja okkur fleðulæti við Norður-Atlanz- hafshernaðarbandaiagið meira virði en fisk úr sjó hefur nú verið ákveðið, svo sem kunn- ugt er, að ríkisstjórn íslands ákveði landi okkar fiskveiði- landhelgi 12 sjómílur út ffá grunnlínu, í stað 4 mílna fiskveiðitakmarkr.línu, sem nú er. Breyting þessi á að ganga í gildi hinn 1. september í haust. Núverandi fiskveiðitak- markalína umlykur tæolega 43 þús. ferkm. svæði af ís- landsmiðum. Talið er að stækkunin í 12 mílur muni auka svæði þetta um því seni næst 58% og nær einkaréttur Islendinga þá til 68 þús. fer- kílómetra svæðis af miðun- um. Enginn skyldi þó ætla að landhelgismálum okkar værl endanlega siglt í höfn með þessum aðgerðum. Þær eru aðeins skref, vissulega lang- samlega viturlegasta og nauð- svnlegasta skrefið sem stigið hefur verið í efnahagsmálum okkar á síðustu árum og jafnframt hluti af okkar s.iálfstæðisbaráttu, og þvi er landhelgisstækkuninni innileg- ar fagnað með þjóðinní en nokkurri annarri ráðstöfun síðustu ára. Á siómannadaginn er alveg sérstök ást.æða til að óska siómannastéttinni til ham- insriu með þá ákvörðun sem tekin hefur verið um stækkun landhelginnar.'Það mun verða rýmra um ísienzka fiskimenn á miðum okkar í framtíðinni en að undanförnu og þeir munu af þeim sökum verða fengsælli en áður, hreppa ihærri hlut fvrir strit s’+t á fifnum öldum og færa þ.ióðar- búinu enn meira verðmæt; pu nokkru sinni fvrr. en úr þeim stað einum er bióðinni varan- legra hjargráða von. Vil kaupa tveggja. herbergja íbúð eða lítið hús í eða utan við bæinn. Tilboð merkt „4“ skilist á afgreiðslu blaðsins. Karl Guðjónsson, alþingismaður: STÆKKUN LANDHELG- INNAR — grundvöllur allra efnahagsmála á næstunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.