Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.06.1958, Blaðsíða 7
FÖstudagur 27. júní 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Eíiir danska skáldið Hans Scheríig; Fyrstu jnennirnir sem lyftu sér upp í loftið og flugu voru byggingaverkfræðingur- inn Daidalos og Ikaros sonur hans. Daidalos er talinn brautryðjandi grískrar listar. Af öfundsýki listamannsins hafði hann framið morð og orðið að flýja frá Aþenu til Krítar, og þar byggði hann ■ völimdarhúsið fræga fyrir Mínos konung. Minos konungur var sonur Seifs og Eatópu, og hann var friðsamlegur konungur og löggjafi. Hann varð fyrir því óláni að kona hans Pasifae varð gegntekin óeðlilegri ást á nauti og ól hina skelfilegu ófreskju Minotáros, sem var lokuð inni í völundarhúsinu og alin á ungum jómfrúm. Síðar drap Þeseus ófreskjuna, og þar sem Daidalos hafði að- • stoðað Þeseus, var hann á- samt syni sínum lokaður inni í sínu eigin völundarhúsi, sem var svo flókið að jafnvel byggingafræðingurinn sjálfur fann ekki leiðina út úr því. En hann beitti þá snilli einni til að gera tvenna vængi úr stuttum og löngum fuglsfjöðr- um og límdi þær saman með vaxi. Síðan hófu þeir sig báð- ir auðveldlega til flugs og sveimuðu út yfir hafið. íkar- os var svo hrifinn af því að geta flogið að hann hóf sig hærra og hærra og komst svo nálægt sólinni að vaxið á vængjunum bráðnaði. Fjaðr- irnar sundruðust, og íkaros féll í Ikaríska hafið, baðandi öllum öngum. Daidalos hélt flugi sínu áfram til Sikileyjar, og lenti þar heill á húfi. Svo gamall er draumur mannsins um að geta hafið sig til flugs. Sama drauminn er að finna í ævintýrum og þióðvísum, þar sem menn fljúga í tilbúnum fjaðraham. Og hann er einnig að finna í teikningum fjölmargra loft- kastalasmiða af loftskipum og vængjuðum vélum. Fræg er hugmynd franska skáldsins Cvrano de Bérgeracs rim loft- skin sem borið væri uppi af loftfylltum flöskum, sem sólin átti að hita upp, og hinar snjöllu teikningar Eeonardos da Vincis af flugvélum með leðurblökuvængi sem hugvits- samlegar vélar áttu að bæra. 17011 er drauminn að finna i býsna raunsæju ævintýri eftir H. C. Andersen: „Eftir þúsundir ára“. — „Já, eftir þúsundir ára koma þeir á vængjum gufunnar gegnum loftið vfir heimshafið! Hinir ungu íbúar Ameríku gista hina fornu Evrópu. — í Evr- óþu er margt að sjá, segir ameríkumaðurinn ungi, og við höfum séð það í átta daga, og þeir nægja ——.“ Það kann að idrðast lítið nú. En þegar verk er hafið eru engin takmörk fyrir þró- uninni. í 3ok síðasta árs var opnuð flugleið milli Moskvu og Kaupmannahafnar með nýjum sovézkum vélum TU- 104, sem fara milli þessara tveggja höfuðborga á tveim- ur tímum. Á sama tima og heimur okkar stækkar nálgast mennimír sífellt hverir aðra. Það er til annað ævintýri eftir H. C. Andersen. litil frásögn, eem er ekki sérlega þekkt: „Dís hinnar nýju áld- ar,“ heitir hún og er fremur draumur en ævintýri. Skáldið skrifar um öldina nýju, sem hann fær ekki að lifa sjálfur. Hann sér fyrir hina geysilegu þróun tækninnar, vísindin munu færa mönnum vængi. Andstætt liinum vísindalegu teikningum Leonardos da Vincis gefur þessi teikning eftir Goya hugmynd um hinn sígilda flugdráum: mennirnir fá aðeins vængi eins og fuglar. dularfullt eins og máninn, og Kínverja hafði maður aðeins séð málaða á postulínsbolla ásamt drekum og öðrum kynjaverum! Nú hefur okkur vitrazt að Kínverjar eru eins og annað fólk. Þjóðimar í villta vestrinu gætu margt af þeim lært. Áður en öldin er liðin verð- ur máninn varla fjarlægur og Flótti Ikarosar og Daidalosar úr fangavistinni á Kr,ít. Það tók ekki þúsundir ára. Aðeins mannsaldri eftir að H. C. Andersen dó gátu tveir ungir ameriskir bræður Wright hafið sig frá j"rðu með vél- knúinni flugu. I þriðju tilraun flugu þeir 250 metra, tveimur ámm siðar tókst þeim að halda sér 38 mínútur á lofti. Hann sér „tíð vélaþytsins", þegar blcðlausar, sjálfvirkar vélar vinna dag og nótt, og hann sér vélarnar sem þjóna mannanna og þræla. Hann sér ný samgöngutæki, sem færa mennina nær hverjum öðrum — þau þjóta gegnum g"ng, yfir höf, um loftið. „Brátt fellur kínverski múr- inn; jámbrautir Evrópu ná til hinna lokuðu menningar- safna Asíu — menningar- straumamir tveir mætast!“ Og H. C. Andersen spáir falli hinna fornu guða og „fram- þróun mannúðarinnar i vitund um frelsi". dularfullur lengur. Á einni og sömu öld hafa mennirnir lagt loftið undir sig og síðan tóma ævintýrið ekki verið skrifað rúmið fyrir utan andrúmsloft- fynr hundrað ámm, hefði ið. Þetta hefur gerzt á einni kynslóð. Síðasta ár mun lifa í sögunni vegna nýju stjörn- unnar sem Sovétríkin lyftu upp á himin okkar allra. Rússneska orðið fyrir ferða- félagi — spútnik — hefur þegar orðið heimilisfast í öll- um þjóðmálum. Og maður minnist þriðja ævintýrisins eftir H. C. And- ersen. Það heitir „Það ótrú- legasta". Sá sem gæti gert það ótrú- legasta átti að hreppa prinsessuna og konungsríkið hálft. Árangurinn átti að birta ákveðinn dag, og það kom hreint safn af ótrúleg- um hlutum. En allir voru sammála um að ótrúlegast af löllu væri dásamlegt úr með hugvitssamlegu verki. Hvenær sem klukkan sló komu fram lifandi myndir og verur sem hreyfðu sig, sungu og töluðu. — Þetta er það ótrúlegasta sagði fólk. Listamaðurinn var ungur maður, hjartahreinn, bam- góður, tryggur vinur og góð- ur þeim sem aldurhnignir voru. Hann verðskuldaði prinsessuna og rikið hálft. En þá birtist allt í einu langur, beinaber beljaki — og hefði maður haldið að hann væri bandarískur öldungadeildar- maður. — Maðurinn sveiflaði öxi sinni að listaverkinu, og þarna lá það allt! Hjól og fjaðrir —- allt var eyðilagt. Þetta gat ég! -— sagði mað- urinn. — Afrek niitt hefur yfirunnið afrek hans og af- rek ykkar allra! Eg hef gert það ótrúlegasta! — Og þá átti prinsessan að giftast fúlmenninu, og hún var ekki fegin. En einmitt þegar brúðkaupið átti að hef j- ast, kom úrverkið í fylkingu og skipaði sér milli brúðar og brúðguma. — Dauðir menn geta ekki gengið aftur, það vitum við vel — segir H. C. Andersen. —• En listaverk getur gengið aftur! — og verurnar úr úrinu komu í hópum og þær stækkuðu á skelfilegasta hátt, og sú síð- asta, sem var varðmaðui- með morgunstjörnu, réðst á fúl- mennið og sló hann í ennið: — Liggðu þarna! — sagði hún. Og rétti maðurinn, scm gert hafði listaverkið, hreppti prinsessuna. Þegar Sovétríkin lögðu það fram til hinnar alþjóðlegu vísindasamvinnu á jarðeðlis- fræðiárinu að senda spútnik upp í himingeiminn og láta Framhald á 10. síðu Hið ,,fjarlæga“ Kína er ekki lengur fjarlægt. Leiðin frá Moskvu til Peking er nii flogin á 8 til 9 tímum með þotunum nýju. I bernsku minni var Kina fjarlægt og Fyrsta loftferð mannkynssögunnar með loftbelg, fylltum af heitu lofti, var gerð j nóvember 1783. Hún stóð í hálftima. Þegar uppfimiingamaður gasbelgsins, Jaegues Charles, Iyfti sér í desember yfír Tuileri-garðana hélt liann sér uppi í tvo tiiua. — Draumurinn \ ar orðinn að veruleika. Frá íkarosi til spútniks

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.