Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 7
Finuntudagur 3. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Góðir áheyrendur. Það geta orðið þung andartök í lífi íslenzks forsætisráðherra enda þótt nóg frambqð hafi verið á mönnum í þá stöðu hingað til. Menn geta rétt getið sér til um það, hvort svo hafi ekki verið hjá forsætisráðherra okkar, þegar hann þurfti að svara Búlganín síðastliðinn vet- ur1. Satmleikann mátti ekki segja. Það mátti ekki segja Búlganín , að við værum hér með svolitinn her til að vernda okkur fyrir honum og kumpán- um hans. við værum dáiítið bar- áttufúsir hér og vildum gjarn- an fórna nokkrum mannslífum, ef verða mætti til þess að hægt yrði að drepa þeim mun stærri slatta af sovétborgunum, sem Hitier sálugi gafst upp við að stýtta aldur hér um árið,. Þetta mátti ekki segja Bulg- anin, því að þeir þar eystra máttu helzt ekki missa iyst- ina á íslenzkum fiski og fisk- afurðum meðan þeim entist aldur. Það geta sem sagt komið dýr andartök í lífi forsætis- ráðherra. Forsætisráðherra okkar hefur oftar en einu sinni vitnað til svars síns og hefur þvi líklega þótt svar sitt gott. Hann svaraði með orðum Bulg- anins sjálfs, að því er varðaði djöfulæði stýrjalda, vitnaði síðan til ^tlanzhafsbandalags- ins um verndun friðar. Það er sagt, að strúturinn stingi hausnum í sandinn og haldi, að skrokkurinn sé þá einnig falínn. Ekki veit ég um sönnur þess, því þann fugl hef ég aldrei séð í náttúrlegu 'umhverfi, en ég sá þegar for- sætisnáðherra okkar stakk sín- um haus í Atlanzhafsbanda- lagið á svipaðan hátt, skrokkur- inn stóð útundan og hafði ekki svo mikið sem siðferðilega mittisskýlu til að hlifa sér i austanvindinum. Hafi þessi skýrskotun hans til Atlanzhafsbandalagsins átt að vera slóttugheit, þá sýna þau meiri einfeldni en svo greindum manni, sem forsætis- ráðherrann , áreiðanlega er, sæmir að sýna. . Enda þótt við' höm.pum því ekki svo mjög á alþjóðavett- vangi, þá erum við hersetin þjóð vegna þess .að meirihluti þeirra, sem með völd hafa far- ið á íslandi undanfarið, vill skipulag sovétþjóða feigt. Þeir menn, sem börðust fyrir því, a'ð við gengjum í Atlanzhafs- bandalagið og lánuðum land okkar sem herstöð, eiga afsak- anir fyrir gjörðum sínum. Þær afsakanir eru þjóðmálaskoðan- ir þeirra. Aftur á móti eiga þeir, sem viðhalda herstöðvum hér ekki afsakanii’. Þeii-, sem réðu inngöngu okkar í Atlanz- hafsbandalagið, gerðu það ttit- ahdi vits og héldu sig gera rétt. Þeir’ :1.óku afstöðu með Bandaríkjunum og gegn Sovét- ríkjunum og sýndu með því hreinskilni. Aftur á móti sýndu þeir óhreinskilni með því að vera að tala um vernd í þessu sambandi. Þeir vissu, að með þessu var kölluð yfir okkur hætta. Þeir þögðu um þá hættu, hafa ,ef til vill vonað, að hún yrði ekki mjög rnikil. Þeim fannst éinhverju vei’ða að fórna fyrir málstað, sem þeir álitu góðan. Ég skil þessa menn. Það er skylda mín að skilja þá, enda þótt ég hafi sjálfsagt aldrei litið sömu aug- um og .þeir á þetta mál. Þeir trúðu á réttmæti skoðana sinna, en það er engum hollt að verða svo altekinn af skoð- unum, að ha-nn skilji ekki skoðanir annax-ra. Verst er Þó ef menn geta ekki áttað sig á breyttum viðhorfum. Um þá, sem stjórnuðu ferð okkar inn í Atlanzhafsbandalagið er það að segja, að þá gat ekki fyrir fáum árum grunað það, sem gerzt hefur í heiminum upp á síðkastið. Ef til vill grunaði þá ekki, að einmitt þetta bandalag yi'ði annar sá aðili, sem heimui-inn horfir nú til með ótta og angist í augum og spyr: —Hvað ætlar að verða úr þessu? Gömul reynsla mann- kynsins veit svarið' við þeirri spurningu. Hins þarf heldur ekki að spyrja: — Hvar og hvenær hefur sú þjóð verið uppi í heiminum, sem vígbúizt hefur, að hún ekki segðist gera það í varnarskyni? Það verður að kalla það kaldhæðni örlag- anna, að' maðui', sem á sínum tíma þóttist. vera á móti inn- geta opnað augu þeirra, sem blindir voru. A síðustu árum hafa þær breytingar oi'ðið á sviði hern- aðai’tækni, sem stofnendur Atl- anzhafsbandalagsins gat ekki órað fyrir. Verði sú tækni not- uð, ef til stríðs kæmi, — og það verður hún, ef svo ógæfu- samlega fer, þá verða herstöðv- ar hér til þess eins, að kalla yfir okkur ósnir og dauða. Þetta vita reyndar allir, en menn eru furðanlega bjána- legir í andlitunum gagnvart þessai’i skelfingu, sem ógnar okkui*. í þeim átökum, sem yrðu, væri nákvæmlega sama hvorum aðilanum við veittum. Það er sjálfsagt hægt að tala fagui'lega um það að deyja fyrir hugsjónir sínar, svo að þær megi lifa. Hér er ekki um það að ræða. Dauði okkar yrði ekki að minnsta gagni fyrir neina hugsjón, því að nú er svo komið, að það er ekki nema ein hugsjón til og hún er sú að gera allt, sem i mannlegu valdi stendur til að bera sátt- Stefán Jónsson, rithöfundur: Friðlýst land hvérsu nákvæmlega ekkert gagn okkur er að þeirn félags- skap, ef ekki kæmi annað til. Það þarf ekki mikið ímyndun- arafl til að gera sér ljóst, hvernig takast myndi um stækkun landhelginnar núna, ef ekki stæði svo á, að höfuð- óvinurinn, sem þetta marg- nefnda bandalag er stofnað gegn, óvinurinn, sem við erum i bandalagi um að kála eftir beztu getu, hefði ekki tekið upp á þvi að kaupa af okkur framleiðslu okkar og halda í okkur lífinu. Bandalagsmenn okkar geta þess stundum í blöðum sínum, að vel skuli að okkur farið, en þeir gera það aldrei án þess að minnast á óvinipn í austrinu. Við múnum löndunarbannið. Hvað var það Meðal ræðumanna á fundum þeim, sem samtökin „Friðlýst land“ efndu tii fyrir nokkru, var Stefán Jónsson rithöfundur. Þjóðviljinn hefur farið þess á leit við hann að fá ræðu hans til birtingar. göngu okkar í Atlanzhafs- bandalagið, skuli nú vísa til þess sem friðarsamtaka og það við fulltrúa þeirrar þjóðar, sem óhjákvæmilega lítur á nefnt bandalag sem ógnun við sig. Nei. Þennan mann skil ég ekki, en eins og ég sagði áðan, skil ég hina. Þeir nefnilega elskuðu heitt ög hötuðu líka af innsta hjartáns grunni. Það er sagt, að þeim, sem mikið elska skuli imikið fyrirgefa. Það er Hka sagt, að ekki þurfi nema annaðhvort mikið hatur eða mikla ást til að blinda menn. Hvað mun þá, þegar hvorutveggja er til staðar? Svo var hér og því ekki að furða að blindan væri slæm og villu- sporið stórt. Það var stórt skref að víkja frá hlutleysis- yfirlýsingunni frá 1918, sem: jafnvel þessir menn höfðu þrásinnis vitnað til sem okkar eina djásns, þegar Jlla horfði — og gerást hernaðaraðili. Sú litla þjóð, sem allt til þessa hafði litið á styi’jaldir sem böl og vitfirringu og gat reyndar alls ekki skilið, hvers vegna blessaðir mennirnir væru að drepa hver annan í stað þess að í’eyna að lifa, hún gekk með þessu skrefi inn i vitflrringúná miðja, lagði blessun sína' yfir manndrápin og tók ábyrgð' • á öllum hi-yðjuverkunum, sem hún hélt sig fordæma? Hún gerði þetta, en það er spurn- iixg hvoi’t hún skildi, hvað hún var að gei’a — það er spurning hvort hún skilur hvað hún hef- ur gert, en hún gerði það fyr- ir nokkra menn blinda af heimskri ást og vitlausu hatri. En sem ságt, síðan þettá. var hefur margt gerzt, sem ætti að aroi’ð á milli stríðandi afla heimsins í stað þess að veita öði’u gegn hinu. En það er það, sem við gerum. Ég þekki menn, sem sagt hafa við mig, að víst væri æskilegt að segja upp her- stöðvasamningnum við Banda- ríkin, en Bandaríkin muni líta á það, sem óvináttu við sig. Við megum ekki óvingast við Bandaríkjamenn. 'Þeir hafa alltaf verið vinir okkar og þar að auki hafa þeir rniklu geð- felldara stjðrnarfyi’ii’komulag en Rússar. Það er sjálfsagt rétt, að Bandaríkjamenn hafa verið vinir okkar, en rússnesku vísindamennirnir voru líka orðnir vinir tíkarinnar, sem þeir sendu upp í háloftin. Sjálfsagt gætu Bandaríkjamenn gert hér vísindarannsóknir eft- ir að fyrsta sprengjan hefur fallið hér með afleiðingum sínum. Þeir g'eta, sem sagt, ef til vill haft gagn af okkur dauðurn. Lifahdi getum við ekkert gagn gert þeim, enda sást af afstöðu þeiri’a í land- helgismálinu nýlega að sjálfir líta þeir einnig svo á. Vegna legu lands okkar verðum við eitt fyrsta skotmark óvina þeirra í stríði og ef til vill getum við verið þessum vinum okkar tilraunadýr á borð við geimtík Rússanna, ef þeir fengju þá tóm til að skoða brunasár okkai’. Ég minntist hér á landhelgis- málið og þá vináttu, sem Bandaríkjamenn hafa sýnt okk- ur þar. Enda þótt annar maður muni í’æða það mál hér, get ég ekki stillt mig um að minna á. hvers virði vinátta Atlanz- hafsbandalagsíns er okkur og sem bjargaði okkur úr klíp- unni og gerði okkur unnt að sigra? Hvar voru hinir vest- rænu vinir, sem við viljum endilega lofa að teyma okkur út á blóðvöllinn? Þeir voru ekki til. Einmitt þeir voi’u ó- vinirnir, sem í það sjnn ætluðu að svelta okkur í húsum inni. Það var sá, sem við höfum sagt stríð á hendur, sem opn- aði fyrir okkur dyrnai’. Það er sá, sem við erum að vígbúast til að drepa, sem er hin eina von okkar núna í landhelgis- málinu. Þetta er óhugnanlegur veruleiki og sýnir, að á vini er stundum lítið að treysta. Við eins og mannkynið allt eigum ekki á annað að treysta en friður megi haldast. í stað þess að beita áhrifum okk- ar til þess að svo geti orðið, gei’um við allt sem við getum til að skara eld að þeim glæð- um, sem loga undir því stríði, er, kallað hefur verið kalt, en getur blossað upp þá og þegar, ef til vill strax í dag, strax á rnorgun. Vð gerum þetta með því að vera þátttakendur í hildarleiknum, veita öðrum stríðsaðila eftir mætti, lána honum land okkar og skrifa undir skuldbindingar hans. Hvað er það annað en að skoi’a hinn aðilann á hólm? Eins og ég sagði áðan var þetta út af fyrir sig réttlætan- legt fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir það. að hlutleysi smá- þjóðar hlýtur alltaf að vera æskilegast fyrir hana sjálfa, gátu það vissulega verið nokk- ur i'ök, að því stórveldi skyldi hún fremur veita í stríði, sem meirihluti hennar óskaði frem- ur sigui’s. En þessi rök eru að engu orðin um leið og séð er, að sigurs þarf enginn að vænta í næstu styrjöld. £á maður er hvergi finnanlegur í heiminum, sem aðra skoðun lætur í ljós um sigurhorfur. Nú er um það talað, samið og þingað og gefnar út yfir- lýsingar, að hætta skuli til- raunum með vetnis- og kjarn- orkuvopn, jafnvel að eyði'eggja skuli það>, sem til er af þeim. Tækist það væri það mikill gleðiboðskapur, en þó ekki tak- markalaus. Það kemur nefni- lega annað til. Þessi vopn hafa verið smíðuð. Þau verða ekki eyðilögð, hvað sem þeir segjai og sver^a. K-vikni það ófriðar- bál, sem við sjá’f erum í bjánaskap okkar að skara í glæður að með öðrum fávitum, þá mun einnig kvikna frá þesum vopnum. Bandarikja- menn notuðu kjarnasprengjum- ar sínar fyrir þrettán árum og hreinsuðu burtu fremur sóða- lega, í einu vetfangh álika mik- inn mannfjölda og byggir ís- land. Þeir vissu um afleiðing- arnar að minnsta kosti í seinna sinnið. Það voru ekki þornað- , ar á þeim blóðsleiturnar eítir barnaborðin í Hírósíma og Nagasaki, þegar þeir komu til okkar. Samt kinkuðum við brosandi og þakksamlega kolli til þeirra og báðum þá að lofa okkur að eiga svolítinn hluta i næstu manndrápum þeirra. Þeir játuðu fúslega og sögðust næst fara í Rússann. Allt í lagi, sögðum við, við skulurn fara í Rússann með ykkur. Mikill er sá bai’naskapui’, sem trúir því, trúir svo á göfug- lyndi Rússa, að hann álítur þá munu hlífa okkur, þó að við höfum sagt þeim stríð á liend- ur og höfum hér herstöðvar til að ögra þeim. Þeir eru þá eitthvað öðruvísi gerðir en her- stöðvakórinn hefur sungið um. Ég hef enga trú á, að Rússar séu mjög miskunsamir. Annars er mér fremur meinlaust við þá. Það er alls ekki þeim að þakka. Það er nokkrum kunn- jngjum mínum að þakka, sem alltaf hafa verið að' binda mig við þá og það svo ákaflega, að hafi ég reynt að losa mig á einum stað, eru þeir teknir til við annan. Þegar ég átti kosn- ingarétt í fyrsta sinni, var ég staddur í sjóþorpi norðanlands og þurftj að senda atkvæði mitt suður. Ég kaus Bjarna As- geirsson, síðar sendiherra, fór ekki dult með skoðun mína og var á vinnustað sagður bölvað- urur bolsi eins og þeir í Rúss- íá. Ég hef stundum lent í því að taka málstað verkamax na og annarra launamanna, rsm freistuðu þessa að bæta léleg kjör sín og áttu í launadeilum. Svárið var Rússadindill. Lengi var svo, þó að skánað bafi um skeið, að ekki mátti é.a 1 \ta í ljós mikla aðdáun mína á bókum Halldórs Kilian. Það var þjónkun við Rússa. Þá þarf nú ekki að lýsa því, hvernig það var með Keflavíkursamn- inginn og allt, sem því fylgdi. ’Þannig mætti lengi telja. Það virðist vei’a ómögulegt að komast undan Rússum fyrir suma menn. Nú er hvorki hægt að tala um stríð né frið. Hvort sem heldur er, er þjónkun við Rússa. En hvað um það, það þárf ekki mikinn sálfi’æðilegan skitn Framhald á 10. síðu:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.