Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.07.1958, Blaðsíða 12
Sjálfsbjörg — félög fatlaðro stofnuS á SiglufirSi og i Reykjavik - Upphaf sambands er starfi svipaB og S.I.B.S. Stofnuð hafa veriö á Siglufirði og hér í Reykjavík félög' fatlaðra og nefnast þau Sjálfsbjörg. Tilgangur þeirra og verkefni er að efla samhjálp fatl- aðs fólks, gæta réttinda þess gagnvart því opinbera og berjast fyrir bættum hag þess. Félög þessi munu veröa upphaf samskonar félaga víðsvegar á landinu, er síðan myndi samband er starfi með svipuöum hætti og S.Í.B.S. Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld og fl. skýrðu blaða- mönnum frá þessu í gær. Sigur- sveinn dvaldi á Siglufirði s.l. vetur og í vor ræddu nokkrir fatlaðir menn við hann um nauðsyn félagsstofnunar til þess að vinna að nauðsynjamálum fatlaðra. Varð það til þess að stofnfundur slíks félags var haldinn á Siglufirði 9. júní s.l. Stofnendur þar eru nú orðnir 40 talsins. Félagið hlaut nafnið Sjálfsbjörg, Siglufrði, og hafa fatlaðir menn einir félagsrétt. Hér í Reykjavík var stofn- fundur slíks félags haldinn 27. f. m. og mættu 20 á stofnfund- inum, en framhaldsstofnfundur verður haldinn fimmtudaginn í næstu viku kl. 9. síðdegis í Sjó- mannaskólanum. Sigursveinn tók það fram að féiögin Sjálfsbjörg vildu sam- vinnu og samstarf við önnur hliðstæð félagasamtök, svo sem SÍBS, Blindrafélagið, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra og Blindravinafélagið, en væri alls ekki hugsað sem neitt sam- keppnisfélag við þessi samtök. Félagið hyggst fyrst og fremst beita sér fyrir skólun fatlaðs fólks í vinnu og réttarbótum þegar sjúkrahúsum sleppir. Fé- • lagssamtökin eru fyrir allt fatl- iað fólk, sem fatlazt hefur af margvíslegum orsökum, en ekki aðeins fyrir þá sem fatlazt hafa vegna lömunarveiki, og er tala fatlaðs fólks allhá og sennilega hærri en flestir gera sér grein fyrir. Fæst af þessu fólki hefur aðstöðu til ,að hagnýta þá starfs- orku sem það hefur sér og þjóð- félaginu til hags. Eitt aðalverkefni félagsins í náirini franitíð verður að koma upp í Reykjavík félagsheimili með vinnustofum og íbúðarher- bergjum, sem jafnframt því að vera vinnustöð verði einnig skóli til verknáms og vinnu- þjálfunar fyrir fatlað fólk. Treystir félagið á velvilja al- mennings og hins opinbera þeg- ar til þeirra framkvæmda kem- ur. A fundinum var kosin 9 manna nefnd til þess að undir- búa uppkast að lögum fyrir fé- lagið og leggja fyrir framhalds- stofnfund er haldinn verði svo fljótt sem við verður komið. í nefndina voru kosin Sigursveinn D. Kristinsson, Gils Sigurðsson, Gunnar Jóhannsson, Helgi Egg- ertsson, Sigfús Brynjólfsson, Theodór Jónsson, Edda Berg- mann Guðmundsdóttir, Svan- hildur B, Albertsdóttir og Þor- geir Magnússon. Fijamhaldsátofnfuiidur verður haldinn á fimmtudaginn í næstu viku. HiðoyuivNN Fimmtudagur 3. júlí 1958 — 23. árgangur —- 145. tölublað. Fodngi andstöðuflokks Rhee dæmdur í fangelsi Eini mótframbjóðandi Syngmans Rhee í síöustu fol’- setakosningum í Suður-Kóreu hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Iþróttahús, sund- laug og hókasafn í Ólafsvík Ólafsvík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Fengin hefur verið stór skurðgrafa til að grafa fyrir íþróttahúsi, sem verður 450 fermetrar að flatarmáli. Verður þar fimleikasalur, innibyggð sundlaug, búningsherbergi, bókasafn o. fl. Einnig á grafan að grafa skurði til að þurrka land fyrir íþróttasvæði. Maður þessi, Cho Bong Am, er foringi Alþýðuflokksins, vinstrisinnaðs flokks. f forseta- kosningunum 1956 fékk hann tvær milljónir atkvæða en Rhee fimm milljónir. Flokkur Ams stefnir að þvi að teknir verði upp samningar við stjórn Norð- ur-Kóreu um friðsamlega sam- einingu landshlutanna. Rhee má ekki heyra á slíkt minnzt, hann hefur hvað eftir annað lýst yfir að markmið sitt sé að leggja Norður-Kóreu undir sig með hervaldi. Rhee lét ákæra Am fyrir njósnir og margar sakir aðrar. Saksóknari ríkisins krafðist þess fyrir réttinum að liann yrði dæmdur til dauða. Réttur- inn hafnaði njósnaákærunní en dæmdi Am í fimm ára fang- elsi fyrir að hafa þegið fé til stjórnmálastarfsemi frá Norð- ur-Kóreu og fyrir að hafa. borið skammbýssu án lögregluheim- ildar. í réttarhöldunum sagði Am að sér hefði fundizf full ástæða til að ganga vopnaður og benti á að hver andstæðing- ur Rhee af öðrum hefði fallið fyrir hendi leigumorðingja. Sitja sem fastast Sendifulltrúi Bretlands í Pe- king afhenti í gær orðsendingu til kínversku stjórnarinnar ,frá Bandaríkjunum og þeim 16 ríkjum, sem sendu her til liðs við Bandaríkjamenn í Kóreu- stríðinu. Er orðsendingin svar við tilkynningu Kínastjórnar um að ákveðið hafi verið að allir kínverskir hermenn fari frá Norður-Kóreu og kröfu hennar um að erlendur her verði einnig á brott úr Suður- Kóreu. í orðsendingu Vestur- veldanna er látin í Ijós ánægja yfir brottför Kínverja úr Norð- ur-Kóreu, en lýst yfir að ekkert verði dregið úr herafla þeirra í Suður-Kóreu fyrr en landið hafi verið sameinað með þeim Bessi, Áróra, Sigríður, Lárus og N.ína í lokaþætti iíokks og rómantíkur. Revýsttan leggur land undir fót með nRokk og rómantík“ Revýettan írumsýnd í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag Nokkrir leikarar hafa tekið sig saman og æft spánnýtt stykki, er nefnist Rokk og rómantík, revýetta í tveim þáttum, sem er full af léttu gamni, söngvum og dönsum. Frumsýning verður í Vestmannaeyjum n.k. laugardag, og síðan verður sýnt víöa um land. Revýettan Rokk og róman-j Leikararnir eru Áróra Hall- tík er eftir „Pétur og Pál“, en dórsdóttir, Nína Sveinsdóttir, það eru að sjálfsögðu dulnefni; talið er að höfundarnir séu gamlir í faginu, þótf þeir taki sér nú postulanöfnin. Benedikt Árnason hefur æft leikinn og Lárus Ingólfsson málað leik- tjöld, en dansana hefur samið og æff ungur danskur maður Svend Bunch að nafni, en hann dansaðj hér í Kysstu mig Kata. Hann dvelur utanlands nú. Eru alls 13 söngvar og dansar í revýettunni, gamlir dansar og nýir. Lögin sem leikin verða eru lítt eða ekkert þékkt, tvö þeirra eru úr söngvaleiknum „My fair lady“, sem sýndur er hætti sem þeim er að skapi. nú í London við mikla aðsókn. Floti USA íekur bál friðar- sinna á vetnisbannsvæði Var á leið til Hiroshima með konu og börn á skipsíjöl . Bandarískt herskip tók í gær snekkju bandarísks frið- arsinna, sem siglt hafði inn á vetnissprengjutilrauna- svæði Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Fyrir snekkjunni sem heitir Phoenix ræður Earle L. Reyn- olds, bandarískur friðarsinni. Kona hans og börn og japansk- ur sjómaður eru í för með hon- um. Reynolds lét úr höfn í Honolu- lu á Hawaii 11. júní og var för- inni heitið til Hiroshima til að taka þátt í minningarhátíð um þá sem létu lífið í kjarnorkuárás Bandaríkjamanna á borgina fyr- ir 13 árum. Eftir að Reynolds var lagður af stað vitnaðist að hann hugð- ist sigla iriná svæðið sem her- stjóra Bandaríkjamanna hefur Framhald á 2. ?íðu. Vesturveldin vilja engu lofa Chamoun Sendiherrar Vesturveldanna í Beirut svöruðu í gær beiðni Chamouns Líbanonsforseta um að þau skerist í leikinn í borgarastyrjöldinni. Sami Solh forsætisráðherra var viðstaddur þegar sendiherr- arnir gengu á fund forsetans. Fréttamenn í Beiruf segja að sendiherrarnir hafi ítrekað að stjórnum þeirra sé umhugað um að Líbanon varðveiti sjálfstæði sitt, en jafnframt hafi þeir lagt áherzlu á að Vesturveldin telji að allan stuðning sem rikis- stjómin fær beri að veita í samræmi við ákvæði sáttmála SÞ og alls ekki nema í nauðir reki, Þetta svar jafngildir af- svari við beiðni Chamouns um að Vesturveldin beiti herafla sínum til að hjálpa stjórhinni að sigra uppreisnarmenn. Fréttamenn í Beirut sögðu í gær að stjórnarhemum hefði orðið nokkuð ágengt suðaustur af höfuðborginni, þar hefði hann tekið fimm þorp af drúsum. í hafnarborginni Tripoli var Framhald á 11. síöu. Lárus Ingólfsson, Sigríður Hagalín, Bessi Bjarnasori og Pálmar Ólafsson annast undir- leik. Fararstjóri verður Indriði Halldórsson. Frumsýningin verður í Vest- mannaeyjum eins og fyrr segir, en síðan heldur leikflokkurinn austur, norður og vestur um land og verður trúlega kominn til Borgarness í ágústmánuði. Leikritið spannar yfir vítt svið; brugðið er upp myndum allt frá Landnámsöld og fram á daginn í dag og eru búningar og dansar í samræmi við það. Sáralítið er um þann pólitíska húmör, sem plagað hefur leik- húsgesti undanfarin ár, heldur er hér almennt grín á ferðinni. Persónurnar í leikritinu heita Tarína, Jensína, Bill Kláus og Lollý, og er gangur leiksins sá, að hingað upp kemur vestur- íslenzk stúlka, sem er að taka kvikmynd af lífinu hér á Is- landi. Kemur hún á hótel í sveit, ásamt leikara frá Þjóð- leikhúsinu, og hittir þar fyrir son Tarínu, Bill. Þráðurinn skal ekki rakinn lengra, en það, sem Framhald á 3. síðu. Reiðubíisiir að taka mðti sildinni Raufarhöfn. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Allar söltunarstöðvar hér en þær eru 8, eru nú reiöu- búnar til aö taka móti síld. Síldarverksmiðja ríkisins er einnig tilbúin. Margt síldarfólk er komið og bíður þess aS geta tekið til starfa. Frétzt hefur að norskt skip hafi séð síldartorfu 4—5 mílur úti af Hraunhafnartanga og munu 20—30 skip hafa leitað síldar á austursvæðinu í gær. Þeirra á meðal eru togararnir Þorsteinn þorskabítur og Egill Skallagrímsson, en ekkert hef- ur heyrzt frá þeim ennþá. Síldarleitarskip ríkisins hafa til þessa leitað á vestursvæð- inu nær eingöngu, en hér eystra er talið að a.m.k. 1 af þessum þrem leitarskipum gæti verið á austursvæðinu, þar sem á því eru nú 4 síldarverksmiðj- ur og 20 söltunarstöðvar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.