Þjóðviljinn - 11.07.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. júlí 1958 IIIÓÐVIUmN ÚtKefandi: Samelningrarflokkur albfðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Maenús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson. ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, SigurJón Jóhannsson, Sigurður V. Friðbjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíe 19. — Sími: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Klaufaleg gildra 17jus og rakið var í blaðinu í ■*-* gær eru nú miklar bolla- leggingar í Lundúnum um möguleika á samningum við íslendinga um landhelgismálið, og i því sambandi hefur komið fram í dagsljósið hugmynd sem lengi hefur verið ofarlega í brezkum ráðamönnum: að NATO-ráðið fái landhelgisdeil- una tíl meðferðar. egar Bretar birtu hina dólgs- legu yfirlýsingu sína 4. júní, þar sem hótað var að beita íslendinga vopnavaldi, var tilgangur þeirra ekki að- eins sá að hræða íslendinga til undanhalds og afsláttar í landheigismálmu. Þeir hugsuðu sér einnig að láta deiluna milli íslands og Bretlands fá á sig sem harkalegasta mynd út á við. í Atlanzhafssamningnum er sem sé svo fyrir mælt að komi upp deilur milli banda- lagsríkja beri bandalaginu að stuðla að því að leysa þær á frjðsamlegan hátt, og Bretai hugsuðu sér að koma landhelg- isdeilunni undir þetta ákvæði. Ef íslendingar kærðu hótanir Breta fyrir NATO-ráðinu — eins og menn eru nú að vona í Lundúnum væru sjálfkrafa hafjnar málamiðlunartilrauihir og samningar á vegum Atlanz- hafsbandalagsins. Og kæri ís- lendingar ekki sjálfir gæti eitt- hvert annað ríki frestað þess að skjóta deilunni til NATO- ráðsins, t. d. Bandaríkin, sem eru komin í næsta kynlega að- stöðu, þar sem þau hafa með hafnar málamiðlunartilraunir samningum heitið því að „verada" ísland og ógnunin við öryggi landsins stafar nú frá Bretum! Þannig hafa á- form og hugleiðingar brezkra stjórnarvalda verið frá upphafi. 'TVins vegar skjátlast Bretuin ef þeir ímynda sér að fs- lendingar láti veiða sig í svo klaufalega gildru. Það væri á- móta viturlegt að skjóta land- helgismálinu til NATO-ráðsms og að kæra innbrot fyrir þjófa- félagi. í Atlanzhafsbandalaginu er að finna verstu andstæðinga okkar í landhelgismálinu, á ráðherrafundi bandalagsins í Kaupmannahöfn í vor studdi ekkert ríki málstað íslands. Ef íslendingar skjóta -landhelgis- málinu til slíkrar stofnunar eða fallast á að einhver annar að- ili geri það, eru þeir fyrirfram að gefast upp og selja verstu andstæðingum sínum sjálf- dæmi. yíllar hugleiðingar Breta um L* að enn sé von um samn- inga í landhelgismálinu eru óskhyggja sem ekki á við nein rök að styðjast. „Samningar við erlend ríki um þá stækkun landhelginnar, sem þegar hef- ur verið ákveðin koma ekki til mála“, sagði sjávarútvegsmála- ráðherra í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. Og meira að seg'ja Guðmundur í. Guðmundsson segir í Alþýðublaðinu í gær „að um 12 mílur mundum við ekki semja“. Ábyrgðarlaus viimubrögð Alþýðublaðið segir í gær að Þjóðviljinn hafi ráðizt á farmenn. Þetta er ekki rétt; hér í blaðinu hefur hvorki ver- ið ráðizt á farmenn né kröfur þeirra gagnrýndar; hins vegar hefur að gefnu tilefni verið bent á óhæf vinnubrögð og furðulegt ábyrgðarleysi stjórn- enda Sjómannafélags Reykja- víkur, og er það ekki í fyrsta skipti sem framkoma þeirra veldur þjóðinni miklum erfið- leikum og leiðir hættur yfir verklýðshreyfinguna (eins og raunar var rakið í Alþýðublað- inu sjálfu s.l. sunnudag). Sjómannafélag Reykjavíkur hefur eitt íslenzkra verk- lýðsfélaga hafið verkfall vegna efnahagslaganna nýju, sem Al- þýðublaðið segir í gær að „séu að ýmsu leyti mjög til bóta“. Stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur hóf þetta verkfall án nokkurs samráðs við önnur verklýðsfélög og neitaði að mismunandi starfshópa á far- skipaflotanum hafa orðið and- stæðingum verklýðssamtakanna mikið tilefni til árása á alþýðu- samtökin og ásakana um á- byrgðarleysi, sem reisa verði Skorður við. Einnig veit stjóm Sjómannafélagsins fullvel að stöðvun farskipaflotans er ráð- stöfun sem bitnar í þyngsta mæli á þjóðinni í heild, og sérstaklega á hafnarverkamönn- um í Reykjavík. Af öllum þess- um ástæðum bar stjóm Sjó- mannafélagsins sérstaklega að hafa samráð við önnur verk- lýðsfélög og freista þess af al- efli að fá réttmætum kröfum farmanna framgengt án þess að til langvarandi stöðvunar kæmi. En ekkert slíkt hefur stjómin gert, og í þokkabót hefur komið í ljós að hún nýt- ur einskis álits og trausts með- al farmanna; tillaga sem hún samþykkir sjáif og mælir ein- dregið með er felld af far- mönnum, og síðan er málið komið í sjálfheldu. /S ' 11 er þessi reynsla dæmi þess hvemig fer, þegar á- býrgðarlausir æfintýramenn í verklýðsfé- mæta á fundi sem þau héldu í vor til þess að samhæfa vinnubrögð sín. Stjóm Sjó- mannafélagsins vissi þó fullvel að síendurteknar stöðvanir 0 komast til vaida Sfudenfaráð hyggst safna fé í náms- sfyrk handa sfúdenf frá Álsir Stúdentaráð iim vandamál Alsírstúdenta ; Æskulýðssíðunni barst í gær eftirfarandi tilkynning frá Stúdentaráði Háskóla Islands: „EIN AF mörgum afleiðing- um stríðsins í Alsír er sú staðreynd, að íbúunum verð- ur æ erfiðara að leita sér menntunar. Kemur þetta ekki arins í Algeirsborg. Frönsk yfirvöld lýstu því að vísu yf- ir, að liann hefði ekki verið liandtekinn sem stúdentsleið- togi, heldur vegna annarra athafna, Þrátt fyrir þaðvakti handtakan óhemju athygli meðal stúdenta um heim all- an, og rigndi mótmælum A myndinni sjást alsírskir stúdentar á kröfugöngu í Algeirsborg. sízt niður á stúdentum, en flestir þeirra hafa orðið að stunda nám í Frakklandi, þar eð þeir hafa orðið að þola margs konar misrétti af hálfu hinna frönsku yfirvalda við háskólann í Algeirsborg. Árið 1955 stofnuðu stúdent- ar frá Alsír samhand sín á milli og nefnist það UGEMA — Union Générale des Etu- diants Musulmans Algériens. Á fyrsta þingi sambandsins, sem haldið var í París í júlí 1955, isettu þeir sér m.a. það markmið: „Að tryggja og vernda hið alsírska þjóðerni með því að berjast fyrir viðurkenningu arabísku sem hinu opinbera máli landsins; berjast fyrir þjóðlegri menntun; fyrir frelsi Múhameðstrúar og fyr- ir því, að Alsírbúar fái hlut- deild í stjóm landsins“. Frön'sk stjórnarvöld höfðu snemma horn í síðu UGEMA. Hófust ofsóknir í garð sam- bandsins, einkum eftir að það sendi síðasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna yfirlit um vandamál Alsírbúa, frá sínum sjónarhóli séð, og sögu landsins frá því það komst undir yfirráð Frakka. I nóvember s.l. var aðalrit- ari UGEMA, Mohammed Khemisti, handtekinn. Hann hafði numið læknisfræði við háskólans í Miontnollier og ekki komið til Alsír í fimm ár. Engu að síður var hann handtekinn að kröfu herrétt- hvaðanæva yfir frönsk stjórn- arvöld frá stúdentasamtökum. Þessi mótmælaalda jókst þó um allan helming tveimur mánuðum síðar þegar fr.önsk yfirvöld leyetu UGEMA upp og bönnuðu frekari starfsemi þess. EUefu forystumenn þess voru handteknir og yfirheyrð- ir. UGEMA starfar samt á- fram, en auðvitað í leyni eða utan franska heimsveldisins. Allt þetta hefur orðið til þess, að alsírrskum stúdent- um er ekki lengur vært við franska háskóla, nema þeim, sem kalla mætti „danska ís- lendinga“. Hafa þeir því flest- ir leitað til annarra landa til að halda áfram námi sínu. Samkvæmt upplýsingum, sem Stúdentaráði Háskóla Is- lands hafa borizt, eru nú um 1300 alsírskir stúdentar land- flótta í Túnis og Marokkó og auk þess a. m. k. 300 stúd- entar í Frakklandi, sem neyðast munu til að hverfa þaðan af pólitískum ástæðum. Nokkrir hafa leitað til Sviss og sumir til Belgíu, en í þess- um löndum báðum fór kennsla fram á frönsku í nokkrum háskólum. Að sjálf- sögðu skortir stúdentana al.- gjörlega fé til að geta haldið áfram námi sínu við þessar breyttu aðstæður. Fyrir því hefur UGEMA heitið á stúdenta um heim all- an að hjálpa sér í þessum vanda. Hafa ýmsir brugðizt vel við, m.a. hafa stúdenta- samböndin i Marokkó og Tun- is þegar boðið 20 námsstyrki hvort og stúdentasamböndin í Guatamala og Noregi 1 styrk hvort. Stúdentaráð Háskóla Is- lands hefur ákveðið að leggja hér hönd á plóginn og freista þess að safna fé til að geta styrkt einn alsírskan stúdent til náms. Talið er, að 200 ensk pund myndu nægja einum stúdent í eitt ár. Fé þéssu hyggst Stúdenta- ráð safna með því að leita til ýmissa félaga með fjár- framlög, og að sjálfsögðu verða öll frjárframlög frá al« menningi einnig vel þegin. Ennfremur kemur til mála að haldi dansleik til ágóða í þessu skyni“. ★ Æskulýðssíðan vill hér með hvetja alla lesendur sína til að styðja þetta lofsverða framtak Stúdentaráðs. Þó að íslenzkir stúdentar bölsótist oft yfir sínum aðbúnaði, og það með réttu, þá eru þó kjör þeirra og aðstaða til náms margfalt betri en í mörgum öðrum löndum, einkum ósjálf- stæðum og nýlendum. Það má því teljast sjálfsögð bróð- urskylda sérhvers íslenzks æskumanns að leggja þessu máli lið, og má minnast þess um leið, að í rauninni er að- eins stigmunur en ekki eðlis- munur á baráttu Alsírbúa nú og sjálfstæðisbaráttu okkar gegn Dönum áður fyrr. Okkur íslendingum er og gjarnt að hugsa um landkynn- Framhald á 3. síðu. I. fundur Æ. R. í. Fyrsti fundur hins nýstofn- aða Æskulýðeráðs íslands var haldinn í fundarherbergi Stúd entaráðs hinn 8. júlí sl. Kosið var í framkvæmda- stjórn Æskulýðsráðsins sam- kvæmt lögum þess. Formaður var kosinn Júlíus Daníelsson (S.U.F.) og aðrir í stjóm: Árelíus Níelsson (Samband ungtemplara), Bjarni Bein- teinsson (Stúdentaráð), Hörð- ur Gunnarsson (samb. bind- indisfélaga í skólum) og Magnús Óskarsson (S.U.S.) I varastjórn voru kosnir: — Björgvin Guðmundssson (S.U.S.), Eysteinn Þorvalds- son (Æ.F.) og Stefán Gunn,- arsson (U.M.F.Í.). Æskulýðssíðan mun síðar greina nánar frá fundi þess- um. lagi, og þegar völd þeirra eru háð stuðrlingi atvinnurekenda- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn styður stjóm Sjómannafélags Reykjavíkur; Sjálfstæðisílokk- urinn styður að sjálfsögðu at- vinnurekendur; og síðan notar hann það ástand sem þannig skapast til , árása á verkiýðs- hreyfinguna og tillagna um að réttindi hennar verði skert.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.