Þjóðviljinn - 11.07.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur. 11. júli 195S — ÞJÓÐVILJINN —
Ætlar bæjarstjórnin
að hlaupast í brott 1
Hörð barátta miii jafnt framlag bæjariits og
j. húsnæáismálastjérnar til raðhúsanna
Á síðustu bæjarstjórnarfund-
um hafa húsnæðismál talsvert
verið til umræðu og sér í lagi
þær byggingaframkvæmdir,
sem bæjarfélagið sjálft stend-
ur í. Einnig hafa þessi mál
verið til umræðu í dagblöðun-
um og manna á méðal. Jafnvel
Mánudagsblaðið gat ekki látið
hjá líða að minnast á Þau, en
gerði það á þann smekklausa
hátt, sem ritstjóra þess er ein-
um lagið og hann hefur vanda
til. Þjóðviljanum þykir rétt að
skýra nokkuð nánar frá um-
ræðunum á síðasta bæjar-
stjórnarfundi en gert var hér
á dögunum, því að þar komu
Ijóslega fram viðhorf flokk-
anna til þeirra og þær rök-
semdir, sem uppi eru í málun-
um.
Samkvæmt sérstökum sam-
þykktum bæjarstjórnarinnar
var hafizt handa á sínum tíma
um byggingu raðhúsaíbúða á
vegum bæjarfélagsins í því
skyni að útrýma heilsuspill-
andi húsnæði í bænum. í Rétt-
arholtshverfi voru byggðar 144
slíkar íbúðir, sem seldar voru
til jafn margra manna, sem
valdir höfðu verið úr margfalt
stærri hóp. Sérstakar úthlutun-
arreglur voru settar, þar sem
tekið var tillit til húsnæðis-
og fjölskylduástæðna umsækj-
enda og hver umsókn vegin og
metin eftir þeim reglum. Að
öðru jöfnu áttu þeir að ganga
fyrir, sem verstar höfðu að-
stæðurliar. Sjálfar bygginga-
framkvæmdirnar tóku alllang-
an tíma og er raunar ólokið
enn. Þess vegna varð um tvo
byggingarflokka að ræða, svo-
kallað A-verk, sem í eru 45 í-
búðir, og B-verk, sem í eru 99
íbúðjr. Byggingarkostnaður
hækkaði svo meðan á fram-
kvæmdum stóð, að hver íbúð
í B-verki varð 24.000,00 kr.
dýrari en þær í A-verkinu, en
verðjöfnun fór ekki fram á
milli flokkanna. Það hefði þó
átt að gera til þess að allir
stæðu jafnt að vígi, þar sem
umsóknirnar voru metnar á
grundvelli þess og eftir sömu
sjónarmiðum. Ástæður þess, að
ekki var verðjafnað milli A
og B verks, áttu rætur sínar
að reka til þess, að íbúðirnar
voru seldar á kostnaðarverði
en ekki föstu verði, en slíkt
sölufyrirkomulag hefur reynzt
svo illa, að bæjaryfirvöldin
hafa hætt við það og verða til
dæmis Gnoðavogsíbúðirnar
seldar á föstu v^rði samkvæmt
sérstakri samþykkt þar um.
Vegna margháttaðra við-
skipta íbúðareigenda við bæj-
aryíirvöidin einkum þó upp-
gjörs á kostnaðarverði og frá-
gangs á íbúðunum, stofnuðu
allir raðhúsaeigendur í hverf-
inu með sér hagsmunasam-
tök, sem hlutu nafnið Ásgarð-
ur. Skyldi þetta félag koma
fram gagnvart bæjarféiaginu
fyrir hönd hinna 144 íbúðareig-
enda, gæta sameiginlegra hags-
muna þeirra og stuðla að fé-
iagslegum og menningarlegum
framförum í hverfinu.
Eitt fyrsta verkefni þessa fé-
lags var að draga úr mismun-
un þeirri, sem fólst í verð-
hækkun B-verksins. Ekki voru
tök á verðjöfnun vegna ákvarð-
ana bæjarstjórnar, og því leit-
aði félagið fyrir sér um það,
hvort hægt væri að útvega
þeim, sem í B-verkinu lentu
og sæta urðu verðhækkuninni,
hagkvæm íán á þeim 24.000,00
kr., sem munaði. Lá beinast
við að fá þau lán eftir 4. kafla
húsnæðislaganna (til 50 ára)
hjá ríki og bæ, með því, að þá
mundi sú regla gilda, að allir
fengju kostnaðarverðið með
sömu lánskjörum, þótt verðið
sjálft væri mismunandi. Var
þetta sjálfsögð félagsleg rétt-
Iætiskrafa, og borin fram af
kurteisi og með rökum en
nokkrum þunga.
Fyrst sneri stjóm hagsmuna-
félagsins sér til húsnæðjsmála-
stjómar, sem tók málið til vel-
viljaðrar athugunar. Á það var
að líta, að lán eftir 4. kafla
húsnæðislaganna eru takmörk-
uð við ákvæði fjárlaga hverju
sinni og þegar var búið að
lána út á íbúðimar kr. 140.000.
Eftir ýtarlega rannsókn máls-
ins, komst húsnæðismálastjórn
að þeirri niðurstöðu á fundi
sínum 27. júní s.l., að rétt væri
að lána verðmismuninn með
4ja kafla lánum og bauð fram
sinn helming gegn sama fram-
lagi frá Reykjavíkurbæ, eða
kr. 12.000,00. Sýndi húsnæðis-
málastjórn með þessari sam-
þykkt sinni, að hún vildi jafna
aðstöðu manna í hverfinu sem
frekast væri unnt og að hún
vildi stuðla að því, að tilgangi
húsnæðislaganna, — einkum
4ja kaflans, sem er raunhæfur
stuðningur við illa stætt fólk
til að það geti komizt úr
heilsuspillandi húsnæði,
verði náð. Vakti þessi jákvæða
afstaða og skilningur húsnæð-
ismálastjómar ánægju þeirra,
sem hlut áttu að máli, og nú
sneri stjórn hagsmunafélagsins
sér til Reykjavíkurbæjar með
sömu málaleitan og studdi
beiðni sína undirskriftum íbúð-
areigenda hverfisins. Kom það
mál fyrir á bæjarráðsfundi og
síðasta bæjarstjórnarfundi og
varð siðan umtalsefni dagblað-
anna og almerinings.
Á bæjarstjómarfundinum,
sem haldinn var hinn 3. júii,
kvaddi Ingi R. Helgason sér
hljóðs, þegar ’ til úmraéðú v’ar
bæjarráðsfundai'gerð frá sama
degi. en Ingi hafði einnig mætt
á þeim bæjarráðsfundi sem
varamaður. Skýrði Ingi frá þvi,
að fyrir bæjarráðsfundinum
hefðj legið bréf húsnæðismála-
stjórnar frá 27. júní, þar sem
tiikynnt var sú ákvörðun henn-
ar, sem að ofan getur. Sagðist
Ingi hafa spurzt fyrir um það
á bæjarráðsfundinum, hvort
þeir meirihlutamenn hefðu
enga tillögu að gera í málinu.
Var því svarað neitandi. Og þar
sem þeir hefðu heldur ekki
lagt fram neina tillögu á bæj-
arstjórnarfundinum um af- f-
greiðslu málaleitunar hags-
munafélagsins, þá lejriði hann
sér að flytja eftirfarandi til-
lögu:
„f tilefni af bréfi húsnæðis-
málastjórnar dags, 27. júní s.l.,
þar sem skýrt er frá þeirri á-
kvörðun hennar að hækka um
12 þús. kr. lán eftir 4. kafla
húsnæðislaganna til 99 rað-
húsaíbúða í Réttarholtshverfi,
samþykkir bæjarstjómin að
hækka sín lán út á sömu íbúð-
ir um jafnháa upphæð.“
Fylgdi Ingi tillögunni úr
hlaði með þvi að rekja aðdrag-
anda málsins í höfuðatriðum
eins og hér að framan hefur
verið frá skýrt. Skoraði hann
síðan á bæjarfulltrúa að sam-
þykkja tillöguna og taka á
þann hátt í útrétta hendi hús-
næðismálastjórnar í málinu.
Þá tók til máls Gísli Halldórs-"
son arkitekt, sem verið hefur
framkvæmdastjóri þessara
byggingaframkvæmda bæjar-
ins. Var bæjarfulltrúanum
mikið niðri fyrir og veittist
hann allharkalega að húsnæð-
ismálastjórn. Sagði hann ber-
um orðum, að vinstri ríkis-
stjórnjn og núverandi húsnæð-
ismálastjóm reyndu að tefja
og hindra þessar byggingar-
framkvæmdir bæjarins, svo
sem þessir aðilar frekast gætu.
Voru ásökunaratriði Gísla
einkum tvenn og krydduð með
stóryrðum. í fyrsta lagi væri
stefnt að því, að bærinn bæri
einp fjárhagslegar byrðar þess-
ara framkvæmda með því að
framlag ríkisjns væri ekki
jafnt framlagi bæjax-ins. í öðru
lagi hefði lögunum um húS'
næðismálastjórn verið breytt
þannig að hið litla framlag
ríkisins kæmi eftir dúk og disk
og torveldaði mjög fram-
kvæmdirnar. Endaði hann ræðu
sina á því að segja, að vinstri
bæjarfulltrúarnir bæru ábyrgð
á þessarj afstöðu ríkisvaldsins.
Strax á eftir ræðu Gísla
kvaddi Ingi R. Helgason sér
aftur hljóðs og kvaðst þurfa
að svara svigurmælum Gísla.
Flutti Ingi síðan snjáfla ræðu
um húsriseðisiftáliri T heild og
afstoðu meirihlutans í bæjar-
stjörninni til þeirra mála. Því
miður er ekki hægt að rekja
þá ræðu ýtarlega, heldur verð-
ur aðeins stiklað á Því helzta.
Ingi hóf mál sjtt á þvi að
benda- bæjarfulltrúum á, að í
tílefni málaleitunar raðhúsa-
eigenda stæði framkvæmda-
stjóri íbúðabúsabj'gginga bæj-
arins upp á bæjarstjómarfundi
og hellti úr skálum reiði sinn-
ar yfir húsnæðismálastjórn í
stóryrtri ræðu, en hefði ekki
einu orði minnt á málaleitunina
sjálfa, hvernig vjð henni skyldi
bregðast af hálfu bæjarstjórn-
arinnar. Um það hefði hinn
virðulegi framkvæmdastjóri
vandlega þagað. Sú þögn hans
væri að vísu í samræmi við
þögn flokksbræðra hans á bæj-
arráðsfundinum og. undirstrik-
un undir hina neikvæðu af-
stöðu þeirra til þessara mála
í heild. Þessi þögn fram-
kvæmdastjórans, sagði Ingi, er
sem háðsmerki aftan við brjezJ- .
yrði hans í garð húsnæðis-
máiastjórnar, þegar á það er
litið, að fyrir fundinum ligg-
ur bréflegt tilboð húsnæðis-
málastjórnar um kr. 12.000,00
lán til viðbótar við þær kr.
70.000,00 sem þegar voru til-
kynntar, og verið er að ræða
um afstöðu bæjarstjórnarinn-
ar til að leggja þar jafnt fram
á við húsnæðismálastjórn.
Ræddi Ingi síðan ásökunar-
atriði Gisla og tætti þau sund-
ui', lið fyrir lið.
Varðandi það, að framlögin
mest fram til þessara mála,
væi'u ójöfn og að bærinn legði
upplýsti Ingi, að væru ósæmi-
legar blekkingar. Tók Ingi
dæmi af Gnoðavogsíbúðunum,
sem hann sagði, að engum væri
ijósara en sjálfum fram-
kvæmdastjóranum. Þær íbúðir
ætti að srlja við föstu verði:
kr. 241.000.00 þriggja herbergja
íbúð tilbúin undir tréverk og
málningu. Áætlaður kostnaður
við að fullgera íbúðina er ca.
kr. 40.000,00 en verður nokkuð
mismunandi fyi'ir hvern og
einn, svo að heildarverð verður
• <!^phversstaðar um kr.
281.000.00. Hvernig skiptist svo
þetta heildarverð? Samkvæmt
skilmálum, sem bærinn er þeg-
ar búinn að senda væntanleg-
Framhald af 6. síðu
Neftóbaksdósir Farúks fyrrum
kóngs kostuðu 77 þús. dollara
Dómstóll í Róm gerir honum að greiða
dósirnar og málskostnaðinn að auki
Farúk, hinn afdanka'öi konungur Egyptalands, hefur
af dómstóli í Róm veri'ð dæmdur til að greiða velmetn-
um ítölskum gimsteinasala 47 000 dollara.
Gimsteinasalinn, Sapirio Bulg-
ari að nafni, skýrði frá því
fyrir réttinum, að Farúk hefði
keypt af sér tvær mjög dýr-
mætar neftóbaksdósir, skreytt-
ar eðalsteinum. Þetta var árið
1952, skömmu áður en Farúk
var vikið frá völdum. Umeamið
verð fyrir tóbaksdósirnar var
77000 dollarar og . skyldu
30 000 dollarar greiðast við
móttöku.
Farúk sagði fyrir réttinnm
að egypzka stjómin hefði tek-
ið tóbaksdósimar eignamámi
eftir fall sitt úr konungshá-
sætinu, og þess vegna væri
það stjórnin í Kairó, sem ætti
að greiða gimsteinasalanum
það sem eftir væri af verðinu.
Stjórnin í Kairó hafði þegar
látið Bulgari vita, að hún við-
urkenndi ekki greiðsluskyldu
sína á þessu fé.
Auk hinna 47 000 dollara
varð hinn afdankaði kóngur
einnig að borga allan máls-
kostnað, samkvæmt úrskurði
réttarins.