Þjóðviljinn - 02.08.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.08.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. ágúst 1958 tUÓÐVIUiN Útprefandl: Samelnlngarflokfcur alt>ýBu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Maænús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — ^laðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V, FHSþjófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, augl^singar, prentsmiðja: Skclavörðustíg 19. — Sími: 17-500 (5 línur)- — Áskriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaöai. - Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Estgin hersfcip voru send er Hússczr færðu út landhelginci: Samþykkf togaraeigenda fcer misjafnar undirtektir í brezkum blöSum Fórna hagsmumim Reykjavíkur Reykvíkingar hafa að vonum fylgizt af mikilli eftirvænt- ingu með þeirri leit að heitu vatni í bæjarlandinu sem hafin var seint á s.l. vetri með nýja gufubornum sem bær og ríki keyptu í sameiningu. Borun eftir heitu vatni hafði staðið yfir um árabil með misjöfnum árangri þótt um nokkra aukn- ingu hafi vissulega verið að ræða. Hitt er eigi að síður staðreynd að hlutfallslega fór þeim bæjarbúum fækkandi frá ári til árs sem nutu kosta hita- veitunnar í ódýrari upphitun húsa sinna, auknum þægindum og meira hreiniæti. Kom hér allt til í senn, seinvirkur árang- ur að kostnaðarsamri vatns- ieit, framkvæmdri með ófull- nægjandi tækjum, frámuna- lega léleg nýting heita vatns- ins og loks sú furðulega tæm- íng á sjóðum hitaveitunnar í óskildar framkvæmdir, sem átt hefur sér stað fyrir tilstilli og undir forustu Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Reykja- víkur. argir munu hafa vænzt þess að á þessu ófremdará- standi í hitaveitumálum höf- uðstaðarins yrði nokkur bót ráðin með tilkomu gufubors- ins bæri notkun hans tilætlað- an árangur. Vitað var að hér var um stórvirkara tæki að ræða en áður hafði verið not- að hér á landi til borunar eft- ir heitu vatni. Þetta gaf góðar vonir um að vetlingatökunum við leit .að auknu heitu vatni í bæjarlandinu yrði lokið og að notkun þessa stórvirka tæk- is skilaði þeim árangri sem brennsluefni. Þessi afstaða er að allir Reykvíkingar geti á hagkvæman hátt ídt kost á hitaveitu sem varmagjafa í húsum sínum. í rangurinn af notkun djúp- borsins fór líka fram úr öllum vonum. A skömmum tíma skilaði notkun hans veru- legu heitu vatni úr borholum í Höfðahverfi og á Klambra- túni, en þessir staðir höfðu ver- íð valdir til vatnsleitar ásamt fleirum að fyrirsögn sérfræð- inga bæjarins í hitaveitumál- um. Vatnsleitin í bæjarland- inu með gufubomum var þann- ig á byrjunarstigi og áætlun um áframhaldið ráðin af bæj- arráði eftir tillögum sérfræð- inga. Allir virtust sammála um að höfuðáherzlu bæri að leggja á það, að gengið yrði örugg- lega úr skugga um hvort nægi- legt heitt vatn fengizt í sjálfu bæjarlandínu til þeirrar atuikn- ingar á hitaveitunni sem verð®. þarf, eigí sem flestir eða aiii- 'ir bæjarbúar að njóta hennaj", Þetta gat og varla verið deilu- efní. Virkjun vatns sem fæst í baenum sjálfum kostar aðeins brot af því sem margra kíló- metra leiðslur, hvort heídur Væri frá Krísúvík eða Hengil- svæðinuK hlytu óhjákvæmilega að kosta. Og ekki þarf heldur að efast um að virkjun og nýting vatns sem fæst inn í bænum sjálfum tekur undir öllum eðlilegum kringumstæð- um langtum skemmri tíma en þess sem lengra er sótt. Þetta sjónarmið var líka viðurkennt i verki með þvi að Reykjavík- urbær tryggði sér í sameignar- samningnum full yfirráð bors- ins fyrsta árið sem hann yrði. notaður. Eftir það átti ríkið að taka við í jafnlangan tíma. þessu efni hefur nú orðið sú furðulega og skyndilega breyting, eftir að bærinn hefur notað gufuborinn um fárra mánaða skeið og með ágætum árangri, að borunum er hætt í bæjarlandinu og meirihluti bæjarráðs afsalar bornum til leitar að gufu austur í Hvera- gerði á vegum kjamfræði- nefndar. Er ætlunin að sú gufa, er þar kynni að fást, verði not- uð til framleiðslu á þungu vatni ef hyggilegt þykir að reisa slíka verksmiðju hér á landi. Hafa þeir að sjálfsögðu sínar ástæður til að ganga ríkt eftir að flýta gufuleit fyrir austan f.iall í þessu skyni, en á sama hátt hefði mátt ætla að forráðamenn Reykjavíkur teldu sér skylt að gæta hagsmuna bæjarins og bæjarbúa og hefðu því haldið fast á þeim skýlausa rétti sem Reykjavíkurbær hef- ur til gufuborsins fyrsta ár starfrækslu hans. ' n fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarráði hafa síður en svo borið gæfu til að halda fast á rétti og hagsmunum Reykjavíkur. Þvert á móti hika þeir ekki við að fórna samn- ingsbundnum og ótvíræðum yfirráðarétti bæjarins yfir gufubornum til að geta þókn- ast þungavatnsmönnum, sem að sjálfsögðu hafa takmarkað- an eða engan áhuga fyrir þeirri aukningu Hitaveitu Reykjavík- ur, sem meirihluti bæjarbúa bíður eftir og þarf á að halda til að losna við hina ó- hagkvæmu og kostnaðarsömu kyndingu með innfluttu er eitt af skilyrðum fyrir því furðuleg og svo óhagkvæm Reykjavíkurbæ sem hugsast getur. Forráðamenn bæjarins og trúnaðarmenn bæjarbúa hafa hér látið nota sig til að tefja um langan tíma fyrir nauðsynlegum framkvæmdum sem áttu að efla hitaveituna og færa bæjarbúum betri af- komu og aukín þægindi. Hafa Reykvíkingar hér enn á ný fengið að kynnast því hvemig Sjálfstæðisílokkurínn heldur á málum þeírra, og hvemig stað- íð er við gefin loíorð og yf- íriýsingar þegar íhaldið hefur §10j>pið yfir kosníngar. Slík reymla er víssulega dýrmæt tíl jeiðbeiningar í framtíðínni en tjóníð sem hún veldur er iíka æríð kóstnaðarsamt íyrir Reykjavík og íbúa hennar. Nýtt líf hefur færzt í skrif brezkra blaða um landhelg- ismál íslendinga eftir ráSstefnu togaraeigenda Vestur- Evrópuríkja í Hollandi. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu báðu togaraeigendur ríkisstjórnir sínar að hóta íslendingum. hernaðaraðgerðum út af vlkk- un fiskveiðilandhelginnar í 12 mílur og þar að auki vilja þeir setja viðskiptabann á ísland. Skiptir í t\ö horn Eins og áður skiptir skrif- um brezkra blaða mjög í tvö horn. Stórblöðin flest og frjáls- lynd blöð vara við hótunum um valdbeitingu, en íhaldsblöðin úti um land fagna því að brezka Ijónið skuli loks hafa fundið andstæðing sem óhætt virðist að sýna tennurnar. Óháða blaðið East Anglian Daily Times í Ipswich segir í ritstjórnargrein 16. júlí, að éin- hliða aðgerðir íslendinga séu ir að íslendingar séu svo háðir ekki réttmætar, en viðurkenn- fiskveiðum að þeir hafi algera sérstöðu. Loks segir í greininni: „Þetta tal um að stunda fisk- veiðar í skjóli fallbyssubáta rifjar það upp fyrir okkur að Rússar tóku sér fjTir löngu tólf mílna fiskveiðilögsögu. Við höfum óþægilegan grun um að þá hafi engir fallbyssubátar verið sendir á vettvang og að engum hafi dottið neitt slíkt í hug“. Ihaldsblaðið Evening News í Portsmouth er hinsvegar hreyk- ið af hótunum togaraeigend- anna í garð Islendinga. Það seg- ir 16. júlí: „Það er orðið svo útbreidd tízka að toga í skott- ið á ljóninu án þess að hefnd komi fyrir, að manni finnst hressandi að verða þess var að brezku togaramennirnir ætla ékki að láta Islendinga kom- ast upp með neinn moðreyk . . . Brezkir togaramenn ætla. að halda áfram að fiska innan línunnar undir vernd flota hennar hátignar." Nær engri átt I tveim áhrifamestu blöðum Bretlands hefur verið lýst yfir í ritstjórnargreinum að ekki nái neinni átt að fara að herja á íslendinga. Times vitnaði 22. júlí í yfirlýsingu brezku stjórn- arinnar um að hún verði að „koma í veg fyrir tilraunir til að hafa afskipti af brezkum skipum á úthafinu" og segir síðan; „Það er óhugsandi að slíkar hugmyndir verði látnar hafa sinar rökréttu afleiðing- ar“. Sunnudagsblaðið Observer heldur því fram 27. júlí að á- kvörðun íslendinga sé óheimil. „En það greiðir ekki heldur fyrir lausn þessarar deilu, þeg- ar fiskveiðasambönd sjö Ev- rópuríkja (þar á meðal Bret- lands) ákveða, eins og þau gerðu í Haag í síðustu viku- að biðja ríkisstjórnir sínar um flotavemd. Slíkur hrottaskap- ur Ieysir engan vanda og get- ur haft í för með sér ó- komið er hefur brezka ríkis- stjórnin ekki gefið neitt ófrií- rætt loforð um að láta fíota- vemd í té.“ Observer og Times láta bæði í Ijós von um að deilan verði leyst með viðræðum. Lízt ekki á blikuna Meira. að segja f útgerðar- bæjimum Hull og Grimsby eru blöðin farin að viðurkenna í aðra röndina, að hótanir um sjóhernað gegn Islendingum eru ekki raunhæf stefna af Bretlands hálfu. Grimsby Evening Telegraph segir 17. júlí, eftir að sir Farndale Phill- ips hafði lýst yfir að brezkir togarar myndu halda áfram að fiska innan 12 mílna lín- unnar í skjóli herskipa: „Skipstjórar í Grimsby eru ánægðir ýfir að ástandið hef- ur skýrzt dálítið, en þeim lízt ekki meira en svo á hvað komið getur fyrir ef ísland reynir að framfylgja bann- inu.“ Einn benti á þetta atriði: „Hvað skeður ef reynt er að hafa afskipti af okkur og verndarskip kemur okkur til bjargar? Við yrðum staddir mitt í sjóorustu". „En það eru litlar líkur á að til sljks komi,“ bætir blaðið við. 1 ritstjórnargrein í Hull-út- gáfu íhaldsblaðsins Daily Mail 22. júlí kveður við svipaðan tón. Þar segir að ástandið eftir ákvörðun Islendinga um víkkun landhelginnar sé „við- kvæmt, ef ekki beinlítnis hættulegt“. Togareigendur Vestur-Evrópu séu í slæmrl klípu. Þéir séu ófúsir til að sleppa fiskimiðum við Island, en hins vegar geti tilraunir til að bjóða íslandi byrginn haft í för með sér „alvarleg- an árekstur, sem enginn sæk- ist eftir“. Blaðið Evening TelegrapK & Post í Dundee i Skotlandi lýsir yfir ánægju með sam- þykkt togaraeigenda á fund- inum í Haag, en segir að ís- lendíngar geti verið kotroskn- ir þrátt fyrir hana., þeir njóti stuðnings Krústjoffs. l'on um á.greining meðal Islendinga Fishing News, harðsvírað- asta málgagn brezkra togara- eigenda, fagnar einnig sam- þykkt togaraeigenda og lætur í ljós von um að Islendingar sjái að sér og gangi til samn- inga um landhelgina: „Eins og islenzk blaðaum- mæli sýna er til allrar ham- ingju fleiri en ein skoðim á F.ramhald á 3. síðu. Brigiiíe Bardot ihmmerkur Danski bæriim Köge efndi um daginn tii kjötkveðjuhátíðar á sumri til að Iiæna þangað ferðamenn. Látið var í veðri vaka, að Brigitte Bardot myndi koma, en það reyndist auglýsinga. brella. í staðinn var Vivi Bak, „Brigitte Bardot“ Danmerkur, kjörin hátíðardrottning. Hún sést hér ganga á hátíðarsvæðið í drottningarskrúða sjnum við hJiðina á hátíðarprinsinum, Va.g» skemmtilega árekstra. Enn seni Bro lögreglustjóra I Kögc,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.