Þjóðviljinn - 02.08.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1958, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Krðnprinsinn kvað hafaskotiikinglnn þegar hann hugðist leggfa nlður völd Frétfamenn skýra frá rás atburSanna by'tingarmorguninn í Bagdad Eftir því sem bezt verður vitað' var það Abdul Illah krónprins sem skaut Feisal írakskonung í bræði mánu- dagsmorguninn í fyrri viku, þegar byltingin var gerö í Bagdad. Þetta segir Paul Hámmerich, fréttaritari danska blaðsins Politiken, sem var í hópi fyrstu blaðamanna frá Norðurlöndum sem sótt hafa frak heim eftir byltinguna. Sjö Jiðsforingjar sendir inn Hammerich segir að margar sögur gangi í Bagdad um afdrif konungsfjölskyldunnar. Senni- legust finnst honum sú að Kas- sim uppreisnarforingi hafi sent sjö liðsforingja inn i konungs- höllina, þegar búið var að um- kringja hana og rjúfa allar símaleiðslur. Liðsforingjarnir komu að Feisal konungi í rúminu. Hon- um var skýrt frá hvernig kom- ið væri og þess krafizt í nafni hersins að hann legði niður völd. Feisal var 23 ára gamall, heilsutæpur og veiklundaður. Hann kom til ríkis barn að aldri þegar faðir hans fórst í bílslysi og Abdul Illah móður- bróðir hans fór með konungs- valdið fyrir hans hönd. Eftir að Feisal varð myndugur hélt hann áfram að sækja ráð til frænda síns, sem var ríkisarfi meðan konungur átti engan son. Nú náði Feisal hvorki til Ab- duls Illah né Nuri el Said for- sætisráðherra. Hann játaði kröfu liðsforingjanna og fór inn í skrifstofu sína til að skrifa valdaafsal. Þá var lífvarðarfor- ingi búinn að vekja Abdul Illah sem skipaði lífverðinum að grípa til vopna og s'kothríð hófst úti í hallargarðinum. Rík- isarfinn þusti inn í herbergi konungs með skammbyssu í hendi. Þegar hann varð þess; var að Feisal ætlaði að gefast upp varð hann æfur og skaut konung. Sjálfur var Abdul Illah svo skotinn til bana jafn- skjótt og hann kom út á hallart- svalirnar til að kynna sér á- standið í kringum höllina. Þessa frásögn hefur Hamme- rich eftir útlendingi sem búsett- ur er í Bagdad og hefur góð fréttasambönd. Irakskur liðs- foringi sagði liinsvegar svo frá að konungur og ríkisarfj hefðu flúið út á svalirnar undan sprengjukasti í höllinni og þar hefðu báðir orðið fyrir skotum. Það verður sagnfræðinganna að skera úr þessu, segir danski blaðamaðurinn. Ætlaði að hjálpa Chamoun í rauninni var það Nuri el Saicþ sem réði því, hvenær 'bylt- ingin víJ gerð. Hann skipaði Kassim hershöfðingja að fara með þriðju herdeildina, kjarna irakska hersins, fullbúna til bardaga inn í Jórdan, sam- bandsríki íraks. Þar átti liðið að taka sér stöðu við landamæri Sýrlands og vera reiðubúið til að koma stjórn Chamouns for- seta i Líbanon til hjálpar jafn- skjótt og skipun bærist. Nuri virðist hafa. verið staðráðinn í að ráðast á Sambandslýðveldi araba til að komast til Líba- nons að hjálpa Chamoun að bæla þar niður uppreisn þjóð- ernissinna. Kassim hafði árum saman verið staðráðinn í því að steypa konungsfjölskyldunni og ein- ræðisstjórn Nuri af stóli. Fyr- ir fjórum árum tók hann að undirbúa uppreisnina. Örfáir óbreyttir borgarar, mennta- menn, kaupsýslumenn og for- ingjar sumra stjórnmálaflokk- Bagdad aðalstöðvar fyrir njósnir um alla Vestur-Asíu, vissu ekki neitt af neinu. Feisal, Abdul Illah og Nuri sváfu og hvíldu sig undir flug- ferð um morguninn á ráðstefnu Bagdadbandalagsins í Istanbul. Herstjórn Bagdadbandalagsins og and-undirróðursnefnd þess, sváfu einnig í Bagdad og vissu ekki að upureisnin, sem þær áttu að fyrirbyggja, hafði brot- izt út. Eini bardaginn sem nokkuð kvað að varð við konungshöll- ina. Enginn nema örfáir líf- verðir vildu verja konungsætt Hashemíta og stjórn Nuri el Said. En forsætisráðherrann var horfinn. Þessi gamli refur, sem stjórnað hafði írak með svipu og böðulssverði lengst af frá 1930, hafði marga munna á greni sínu. Þegar- Nuri varð þess var að símasambandið við höll hans hafði verið rofið, þaut hann á náttfötunum niður í kjallara, varpaði yfir sig kvenskikkju og brá blæju fyrir andlitið. Síð- an hvarf hann inn í leynigöng, sem lágu niður að Tigris. Barn kom upp imi Nuri Hermennirnir sem ruddust inn il höllina fundu þar aðeins Framhald á 7. síðu. Frændumir Feisal írakskommgair ('t. v.) og Hussein Jórdans- kommgur. Myndin var tekin í vor þegar þeir mynduðu ríkja- samband. Nú er Feisal fallinn og Hussein reynir að sitja á brezKúni 'byssustingjuni. r Ufvarpstæki gerð uppfæk í Ammari Kussein Jórdanskonungur vaitur í sessi seg- ir fréttaritari New York Times Þeir Vesturlandamenn sem bezt þekkja til í Jórdan telja. eins líklegt að Hussein konungur verði að hröklast frá völdum áöur en misseri er liðið. Þetta sagði Paul Undenvood, fréttaritari New York Times í skeyti sem hann sendi blaði sínu frá Róm 26. júlí eftir ferð til Amman, höfuðborgar Jórd- ans. Abdu! Illah anna sem Nuri hafði bannað voru í vitorði með honum. Inn- an hersins hafði hann náið sam- starf við Abdul Salem Aref, sem nú er varaforsætisráðherra í stjórn hans. Þéir höfðu feng- ið í lið með sér hóp ungra liðs- foringja. Þegar Kassim var skipað að halda með þriðju herdeildina til Jórdans ákvað hann að hefjast handa. Hann krafðist svo mik- illa skotfæra fyrir lið sitt að ganga varð á birgðir annarra herdeilda. Þegar skotfærin voru fengin tók hann sig upp með lið sitt frá Basra við Persaflóa. Komst undan öm leynigöng Klukkan þrjú á mánudags- nóttina kom Rassim með her deild sína til Bagdad. Klukkan tíu mínútur fyrir fimm voru allar lögreglustöðvar, símstöð- in, pósthúsið, útvarpsstöðin og aðrar opinberar byggingar á valdi manna hans. Öllum vegum út úr börginní hafði verið lok- að og vörður settur við erlend sendii'áð. Byltingin í írak var í raun og veru um garð gengin án þess að nokkru skoti liefði verið hleypt af. Undirbúnings- starf uppreisnarforingjanna hafði verið svo vandlega af hendi leyst að allt gekk eins og í sögu. Lögreglunjósnarar Nuris, konungsfjölskyldan, leyniþjónustur Vestunæidanria, sem árum saman hafa haft í Sveppatízka og K-lína eru nýjasta skipun frá París Tízkuharðstjórar Parísar eru byrjaðir að gefa út skip- anir sínar til kvenfólksins um hvernig því beri að klæð- ast næsta vetur. Á mánudaginn riðu Patou og Cardin á vaðið, báru poka og blöðrur á hauga og tilkynntu kvenþjóðinni að hún ætti sem fyrst að breyta. sér í gorkúlur eða bókstafinn K. Patou sýndi sín sköpunar- verk árdegis. Þar bar mest á K-línunni, flíkum sem eru næst- um sléttar að framan en tekn- ar inn um mittið að aftan. ■— Kona sem ber slíka flík lítur út frá hlið eins og K, rétt eða öfugt eftir því hvort horft er á hana frá hægri eða vinstri. Stuttir og mittislausir Það sem lítt hefur breytzt frá síðasta ári er síddin á kjólunum um mittið. Þeir eru stuttir og mittisins gætir lítt. Síðdegis á mánudaginn sýndi Pierre Cardin, höfundur pokans það sem hann hefur upphugsað síðasta misserið. Það er ekki svo lítið. Konur í fötum frá honum eiga í vetur að iíta út eins og ætisveppir. Neðri hluti kjólanna er sléttur og mittis- laus, það er stilkurinn. Yfir hann breiðist svo hjálmurinn sem er myndaður af breiðum krögum, viðum fellingablússum og. öðru siíku. Hattarriir eru líka sóttir til sveþpánria, þéir eru barðastór- Ströng ritskoðun Hann gat ekki sagt allt af létta meðan hann dvaldi í Am- man, vegna þess að stjórn Husseins heldur uppi strangri ritskoðun og strikar út úr skeytum allt sem henni fellur ekki í geð. Fréttaritararnir hafa ekki einu sinni fengið að skýra frá því að skeyti þeirra eru ritskoðuð. Heimildarmenn Underwo ods segja að það eina sem dugi til að halda Hussein við völd sé öflugur her frá Vesturveldunum til að halda þegnum hans niðri. Logn á undan stormi I Amman bar mönnum sam- an um að kyrrðin sem þar ríkir nú væri lognið á undan storminum. Tveir þriðju lands- manna í Jórdan eru Palestí iu- arabar, sem vilja flestir að ir og kringlóttir og hallast ekki mynda höfuðsvepp ofan á kjól- sveppnum. Brúni liturinn fyigir sveppa- tízkunni og sömuieiðis mörg litbrigði ijósra efna, næstum ]an(jjg sameinist Sameiningar- hvítra. Svo voru sýndar sultu ]ýgve](jj araba undir forustu rauðar flíkur og öll blæbrigði Nagsers af bláu. Síðir með mitti 1 fyrradag var svo röðin komin að Yves Matthieu- Saint Laurent, sem varð æðsti prest- ur tízkuhússins Dior að stofn- andanum látnum. Hann liefur gert sér lítið fyrir og fært kjólfaldinn niður á miðjan kálfa — 15 sm neðar en á siðustu sýningu. Svo hefur hann við- urkennt tilveru mittisins, en þa^ð skal vera upp undir bring- spölum. Þeir Saint Laurent og Cardin þykja nú mestir bógar með- al tízkuhöfundanna í París. — Báðir eru ungir og hver veit hvaða myndbreytingum þeir eiga eftir að valda á kvenfólki sem hlýðir þeim. Nóg er fjöl- breytni hugsanlegra fyrirmynda í jurtaríkinu, kartöflulínan, bananalínan og burknaiínan ættu að vekja athygli þegar að þeim kemur. Svo er allt skor- dýraríkið og hver veit hvað. Nú hafa andstæðingar kon- ungs hægt um sig, því að j eir kæra sig ekki um að egna Vesturveldin til aukinnar íh'ut- unar. Bretar sendu 2000 manna fallhlífarlið til Jórdans eftir að Feisal, frænda Husseins, var steypt af stóli í Irak. Handtökur, aftökur Hussein getur ekki reitt sig á herinn. Talið er að hann liafi látið handtaka um 150 liðsfor- ingja snemma í júlí fyrir að sitja á svikráðum við sig. / ðr- ir fréttamenn en Underwood hafa skýrt frá því að fullyrt sé í Amman að Hussein hafi látið skjóta að minnsta kosti 30 af föngunum umsvifalanst. Dagana sem Underwood var í Amman var handtökum lát- laust haldið áfram. Mcðal fanganna eru að minnsta kosti þrlr háttsettir embættismenn og alltaf er verið að grípa nýjá Framhald á 7. síðú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.