Þjóðviljinn - 31.08.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.08.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 31. ágúst 1958 — ÞJÓÐVILJÍNN (9 Minningarorð: Erlendur 0. Pétursson Á morgun fer fram jarðarför Erlendar Ó. Péturssonar, en hann lézt hér í bæ 25. þ.m. Hafði hann átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið, dvalið í sjúkrahúsum og þess á milli haft ferlivist, en aldrei á heil- um sér tekið. Þrátt fyrir það var hann til hinztu stundar glað- Ur og reifur og bjartsýnn. Erlendur var fæddur 30. maí 1893, og var því rösklega 65 ára gamall þegar hann lézt. Hann var borinn og barnfædd- ur, Reykvíkingur. í glöðum hópi vina, var Erlendur ekki spar á að dásama Það, að hann fædd- ist einmitt í vesturbænum, eða nánar til tekið í Götuhúsi við Bakkastíginn. Faðir Erlendar var Pétur Þórðarson skipstjóri og móðir Vigdís Teitsdóttir. Forfeður hans voru langt fram í aldirnar sjó- menn, sem urðu að berjast við, brim og hættur, í baráttunni fyrir tilveru sinni og lífi. Þessa forfeður sína dáði Erlendur oft og þakkaði þeim það vegarnesti lagt sér til. Og þótt Erlendur hafi ekki annazt skipstjórn á hafi úti, þá hefur hann haldið um stjórnvöl, sem lengi mun minnzt, stjórnvöl sem hann fórn- aði af áhuga að kalla öllum frí- sstundum lífs síns. Brautryðjandinn Erlendur Pétursson hefur kom- ið víða við, að því er snertir félagsmál í Reykjavik, en hér verður hans aðallega getið sem íþróttamanns, leiðtogans, hug- sjónamannsins og brautryðjand- ,ans í íþróttamálum lands vors. Þegar "á unga aldri hreifst Erlendur af leikjum og íþrótt- um, og ekki sizt af knattspyrn- unni. Að hætti fornkappa vildi hann að ungir menn iðkuðu leiki og íþróttir, og rétt eftir alda- mótin gerðist hann stofnandi knattspyrnufélags sem nefnt var „Knattspyrnufélag Vesturbæj- ar“. Knattspyrnufélag Reykjavíkur var þá fyrir nokkru stofnað (1899), og er ekki ólíklegt að Er- lendur, hafi vitað að flestir þeirra voru emmitt úr Vestur- bænum. Ilonum hafði þótt eðli- legast að þar væri eitt öflugt félag og svo mikið er víst, að hann gengur með allt drengjafé- lagið inn í KR, og þar með varð hann liðsmaður í því félagi sem varð honum svo samgróinn lífs- förunautur ' að lengra mun vart komizt. Erlendur hafði óbilandi trú á því, að íþróttahreyfingin væri valin til þess að laða ‘iað sér æsku landsins og beina henni inn . á hollar og heilladrjúgar brautir. Hann lét ekki sitja við orðin tóm í þeim efnum, því að eins og fyrr segir byrjaði hann á því að stofna drengjafélag og veitti því forustu. Hann var ekki búinn að vera lengi í hinu nýja félagi sínu, KR, þegar hann var kosinn ritari þess og í þeirri stöðu var hann í 20 ár. Kunnugir segja að það verk, sem hann vann þar, aðeins sem ritari, sé mjög míjrkilegt. Rit- arabækur KR frá þessum tíma eru færðar með svo mikilli ná- kvæmni að kalla má að þær lagsheimili, íþróttavelli og í- þróttahús. Hann sá íslenzka í- þróttamenn á verðlaunapöllum stórmótanna á erlendum vett- vangi, og hin fagra íslenzka fána blakta við hún meðal fána annarra þjóða. Við vitum að allt þetta er árangur sem náðst hefur af þrautseigu starfj braut- ryðjendanna. Tilftiiiungamadurmn og félaginn Þeir sem bezt kynntust Er- lendi Péturssyni munu ef til vill bezt minnast hans sem til- finningamannsins einlæga, þar sem góðsemin og greiðviknin var öllu ofar. Mannsins sem hreifst einlæglega með hverju góðu máli og var þar reiðubú- inn, og mannsins sem jafn ein- séu beztar heimildir um íþrótta- söguna i Reykjavik. Ber það Erlendi nokkurt vitni, að hann skyldi legg'ja alla þessa vinnu í þess atriði, og lýsir trú hans á málefni því sem hann hafði helgað sér. Á siðustu ritaraárum hans var KR að verða stórveldi, og árið 1935 var hann kjörinn formaður þess og var það til dauðadags eða í 23 ár. Hafði Erlendur þá setið í stjórn KR i 43 ár samfleytt. Það lætur að líkum að verk Erlendar í því að byggja upp félag eins og Knattspyrnufélag Reykjavikur er, í öil þessi ár, er stórvirki, þótt hann hafi jafn- an haft góða menn sér við hlið. Verður ekki leitazt við að draga það allt fram hér i stuttri minn- ingargrein, það er langur kafli í íþróttasögu lands okkar þegar hún verður skráð. Sjálfur var Erlendur meðal fremstu brautryðjenda um í- þróttamál á landi hér. Þeir áttu við erfiðleika að etja og háðu harða baráttu við þá, og Erlend- ur lifði það ,að sjá marga af draumum sínum rætast. Hann sá íþróttimar breiðast út með- al æskufólks landsins. Hann sá aðstöðuna batna, og hann sa sitt kæra félag eignast glæsilegt fé- læglega gat samhryggzt þegar sorg bar að höndum. Hann var lika hinn glaðværi „humoristi" þegar það átti við, og örfandi félagi. Hann gat brugðið sér í leikarabúning og leikið í ,,revíum“ sem hann # ÍÞRÓTTIR vmjðn niMAtm utLCAsae Systkinin Ilsa og Jon Konrads Géður árangur á sundméti í Tokíó Á sundmóti sem haldið var í Tokio fyrir nokkrum dögum voru sett nokkur heimsmet, en þar voru meðal keppenda beztu menn Ástralíu og svo hinir snjöllu Japanir. Var þetta lands- keppni milli þessara tveggja þjóða. Átti keppnin að standa í þrjá daga, Eftir fyrsta daginn hafði Ástralía 45 stig gegn 27, en um endanleg stig úr keppninni er ekki kunnugt þegar þetta er skrifað. 1 400 m skriðsundi hafði Jap- aninn Yamanaka nokkra forustu fyrstu 100 m, en þá tók Jon Konrads forustuna. Á síðustu hafði sjálfur samið, til þess að gefa félagslífinu meira líf, rneiri<^metrunum var Japaninn kominn tilbreytni og baðaði þá jafnvel erfiðleikana í broslegu ljósi, sem varð hvatning um leið og það var skemmtun fyrir félag- ana. Allir muna líka hinar eld- heitu hvatningarræður sem Er- lendur hélt við ýms tækifæri, þar sem undir kynti hinn eld- legi áhug hans fyrir æskulýðs- starfi og þá sérstaklega íþrótta- hreyfingunni. Allt þetta voru eiginleikar sem komu brautryðjandanum vel að eiga og nota, og allt þetta eru eiginleikar sem gerðu Erlend svo vinsælan sem hann var. Erlendur hefur látið fleira til sín taka en íþróttir. Hann var um langt skeið starfandi í stúk- unni Víkingi og var gerður heið- ursfélagi þar. Hann var um skeið formaður Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og um langt skeið virkur félagi þar. Hann hefur fengið Fálkaorð- Framhald á 11. síðu. næstum upp að hliðinni á Konr- ads, en þá tók hinn ungi heims- methafi gífurlegan endasprett, og kom í mark hálfri lengd sinni á undan. Tíminn varð 4,26,1, en gildandi heimsmet er 4,26,7. Konrads hefur synt hraðar áð- ur. Bezti tími hans á vegalengd- inni er 4,21,8 og var það sett á ástralska meistaramótinu í vetur leið. Tími Yamanaka á sundi þessu var 4.27,2. Sigurvegari í 200 m baksundí varð Ástralíumaðui'inn John Monckton. Var tími hans 2.19.1 sem er líka betri tími en gild- andi heimsmet. Monckton hefur áður synt vegalengd þessa á 2.18.2. Gildandi heimsmet er 2.20.2. í öðru sæti var landi hans John Hayres sem synti á 2.19.9, Japaninn Keiji varð þriðji á 2.24.3. Tvö hundruð metra bringu- sundið vann Ástralíumaðurinn. Terry Gatherkole á 2,39.1, sem er nýtt heimsmet. Það eldra var 2.40.0. Tsuyoshi Yamanaka settl heimsmet í 200 m skriðsundi á hinum ágæta tíma 2.03.3, eldra metið var 2,05,2. Ástralíumaður- inn Cary Champman varð ann- ar á 2,05,7. í 200 m flugsundi varð jap- anskur sigur, þar sem Fumaike Matsunaga vann á tímanum 2.20.9, en landi hans og heims- methafi Takashi Ishimoto náðl sama tíma. Japani var einnig i þriðja sæti. Bezti Ástralíumað- ur varð í 6. sæti á tímanum 2.26.6. Frá sjúkrahúsinu í Keflavík Samkvæmt fyrirmælum reglugerðar um ráðningu sjúkrahúslækna framlengist hér með umsóknar- frestur um stöðu sjúkrahússlæknis í Keflavík til 11. október n.k. Stjórnin. K.S.l. ÍSLANDSM0TIÐ 1. deild. K.R.R. Dómari; Ingi Eyvinds. — Línuverðir: Bjarni Jensson og Sigurður Ólafsson. Þessi leikur verður spennandi — Það verða allir að sjá iiann MÚTANEFNDIN. ! dag klukkan 4 leika Fram — Akranes á Melavellinum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.