Þjóðviljinn - 31.08.1958, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.08.1958, Blaðsíða 12
ElðÐVUJTHN Sunmrdíigur 31. ágúst 1958 — 23. árgangur — 195. tölublað Friðrik í 3, sæti með 9 vmnmsfa einr umféB i Aö loknum 14 umferðum á skákmótinu í Portoros er Petrosjan efstur með 10 vinninga, Tal hefur 9V2 vinn- ing og Friðrik Ólafsson er í þriðja sæti með 9 vinninga. eftir 14. umferð er ernœa isieozKii laaielgia Eftir að Þór hafði tekið brezka togarann Lord Plender í landhélgi hélt hann aftur úr höfn, að pessu sinni til pess að verja 12 mílna fiskveiðalandhelgi íslendinga fyrir erlendum pjófum. Þegar haldið var úr höfn stóð hluti áhafnarinn- ar frammi í stafni, eins og sést á myndinni. Öll ís- lenzka pjóðin óskar sjó- mönnum á strandgcezlu- skipunum allra heilla í hin- um vandasömu og ábyrgð- armiklu störfum sem bíða þeirra. Svíar virða igma í Reuters-frétt frá Stokk- hólmi í gær var skýrt frá því að sænski tundurdufla- siæðarinn Havnö, sem er til aðstoðar og eftirlits á íslandsmiðum, hafi fengið fyrirskipanir um að vara sænska fiskimenn við því að fara inn fyrir 12 mílna fiskveiðalandhelgina eftir 1. september. Sk^pstjóranum á Havnö hefur verið fal- ið að vara sænska togara á svæðinu milli gömlu og nýju fiskveiðimarkanna við því að þeir kunni að verða teknir af íslenzkum eftirlitsskipum, og að far- ið verði með þá til hafnar og þeir sektaðir. Þá var honum falið að minna sænska togara á, að árum saman hafi Svíar einkum stundað veiðar utan hinna nýju fiskveiðitakmarka. Petrosjan Tal Friðrik Averbach Benkö Matanpvic Pachmann Gligoric Panno 10.—11. Bronstein Szabo 12. Fischer 13. Filip 14. Larsen 15. Neikirk 10 9 19. Rossetto 20. de Greiff 21. Fiister 15. umferð mun 3% v. 2 v. 2 v. hafa verið 8 v. 8 v. 7V2 v. 7y2 v. (1 bið) 6 y2 v. 6 V2 v: 6 v. 6 v. 16. Sherwin (1 bið) 5V2 v. 17. Sanguinetti 5V2 v. 18. Cardoso 4 v. tefld í pær. Tefldi FriSrik Olafs- son pá við' ArTcntínurranninn Sanguinetti o~ hafði hvítt, Petr- osjan átti í höggi við Averbach og Tal tefldi vi3 Bent Larsen. Engar fréttir höfðu borizt um úrslit er blaðið fór í prentun. í 16. umferð teflir Friðrik með svörtu gegn Panno, í 17. um- ferð situr hann hjá, í 18. umferð hefur hann hvítt gegn Tal, í 19. umferð svart gegn Petrosjan, í 20. umferð hvítt gegn Sherwin og í 21. umferð, síðustu umferð mótsins, teflir hann gegn de Greiff og hefur svart. Málverkcisýniiig Haf steins Austmanns opnuð í fyrradag Ungur listmálari, Hafsteinn Austmann, opnaði í fyrra- kvöld málverkasýningu í Listmannaskálanum. Er þetta önnur sjálfstæða sýning listamannsins. Fiskveiðilandhelgin 12 mílur Framhald af 1. síðu. útkljáð á morgun eða næstu daga. En þetta er mikill mis- skilningur; íslendingar eru búnir undir þrautseiga bar- áttu til að tryggja rétt sinn að fullu. Allir vita að brezka heimsveldið getur beitt of- beldi á Islandsmiðum, ef ráðamönnum þess sýnist svo, en landhelgismálið verður ekki útkljáð með neinum slíkum „sigrum" næstu daga eða vikur. Brezkur ódreng- skapur og ofbeldi mun aðeins fullkomna þann ásetning ís- lendinga að víkja aldrei frá rétti sínum og þeim lögum sem sett hafa verið; og is- ao veitá íslenzku jóðinni fullaii stuðning Segir í orðsendingu þingílokks danska kommúnista íil dönsku stjórnarinnar Á fimmtudaginn var afhenti Aksel Larsen fyrir hönd þingflokks danska Kommúnistaflokksins, dönsku ríkis- stjórninni orðsendingu, vegna deilna um fiskveiðilög- sögu á norðanverðu Atlanzhafi og afstöðu dönsku stjórn- arinnar til þeirra. í orðsendingunni se?;ir að eng- inn vafi sé á því að íslending- ar byggi afstöðu sína i öllu á þjóðarrétti, er þeir stækka Jandhelgi sina í 12 mílur. Fisk- veiðarnar eru svo mikilvægar fyrir íslendinga, að efnahagur þjóðarinnar er í stórhættu, ef erlendir togarar halda áfram Framhald á 10. síðu. lenzka þjóðin hefur áður sýnt að hún á til, þrautseigju og festu og fullkomið virðingar- leysi fyrir ofurefli og valdi. Bretar hafa þegar við- urkennt að þeir geti ekki stundað neinar raunveru- legar veiðar innan 12 mílna eftir miðnætti í nótt. Fari togarar jnn fyrlr mörkin undir herskipa- vernd verður aðeins um valdsýningu að ræða, kostnaðarsama og gagns- lausa, og jafnt brezkir togarar sem brezk stjórn- arvöld munu fljótlega þreytast á svo fávíslegri iðju. Einhuga þjóS. Islendingar hafa að undan- förnu deilt um ým3 fram- kvæmdaratriði ;' sambandi við . landhelgismálið; það er ¦engin nýlunda, þannig var einnig deilt áður en lýðveldi var endurreist á Islandi. En um sjálfan kjarna málsins, sjálfa stækkunina, er öll þjóð- in sammála, jafn einhuga og er hún birti öllum heimi vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni um stofnun lýðveldis. Þannig munu Islendingar standa sameinaðir, með einn vilja, þar til alger sigur er unninn og engri þjóð dettur * í hug að ásælast þann hluta íslenzka ríkisins sem nú er verið að endurheimta. Á sýningunni erú rúmlega 50 myndir, olíumálverk og vatns- litamyndir, og eru allar málað- ar á sl. tveim árum. Eins og áður var sagt, er þetta önnur sjálfstæða mál- verkasýning Hafsteins Aust- manns, þá fyrri hélt hann í júlí 1956, einnig í Listamannaskál- anum. Hann hefur og tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. samsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna árið 1955 og einnig síðustu sýningu félags- ins. Hafsteinn Austmann stundaði fyrst nám í myndlistarskóla frístundamálara, síðan um tveggja ára skeið, 1953 og 1954, í Handíða- og myndlistarskólan- um, en 1954—55 var hann við framhaldsnám í Frakklandi. Þess má geta, að Listasafn rík- isins hefur keypt tvær myndir eftir hann. Sýning Hafsteins Austmanns í Listamannaskálanum var opn- uð boðsgestum í fyrrakvöld og kl. i síðdegis í gær var hún^ opnuð almenningi. Síðan verður sýningin opin daglega til 7. september n.k., á virkum dögum kl 1—11 síðdegis, en á sunnudög- um einnig árdegis kl. 10—12. Glæsilegt félags- haimili vígt í gær I gær fór fram vígsia nýs félagsheimilis er Múrarafélag Reykjavíkur og Félag ífilenzkra rafvirkja hafa reist að Freyju- götu 27. Fór vígsluathöfnin fram í tvennu lagi; fyrst sátu ýmsir forráðamenn félaganna og þeir sem unmi að þygg- ingunni kaffisamsæti, þar sem mörg stutt ávörp og árnaðar- óskir voru fluttar. Síðar komu aðrir félagsmenn saman til að fagna þessum merka áfanga í starfsemi félaganna. Húsið Freyjugata 27 er glæsilegt hús og salarkynni hin vistlegustu. Nánari frásögn af vígsluhátíðinni verður að bíða þriðjudagsblaðsins. Hafsteinn Austmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.