Þjóðviljinn - 02.09.1958, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.09.1958, Qupperneq 3
Þriðjudagnr 2. september 1958 — í>JÖÐVIL*JINN (3 „Vernd smáþjóðanna“ uhdir brezkum fána: „réttur“ hins sterka til að rœna hinn máttarminni í skjóli hervalds. — (Ljósmst. Sig. Guðm.) Bretar ráðast inn í íslenzka landhelgi og ræna með valdi Betur gátu Bretar vart Framhald af 1. síðu. Skilja fréttirnar nú betur Við tslendingar höfum á undanförnum árum heyrt fregnir brezka útvarpsins af því þegar þeir hafa skýrt frá aðgerðum d num til að halda uppi lögum og rétti og „vernda smáþjóðir“ í ýmsum hlutum heims. I gær skýrði brezka útvarpið frá slíkum aðgerðum á Islands- iniðum. Það lýsti því hvernig brezkir togarar hefðu í glaða- tunglskini gert innrás í land- helgi Islands undir vernd og samkvæmt fyrirskipun brezks herskips. Var síðan aðgerðum lýst nánar, sagt að veiðisvæðin væru 8 mílna breið og 30 mlina löng og loks sagt að „aðgerð- irnar hefðu byrjað mjög vel, togaraskipstjórarnir lilýtt öll- >wn fyrirskipunum (um ránið)' Islendingar mfanu eftirleiðis skilja betur þegar brezka út- varpið skýrir frá „velheppn- uðum aðgerðum" Breta til að halda uppi rétti meðal annarra þjóða. Kærar signrminningar. Tveir brezkir ránstogarar fóru að Horni, en aðalræn- ingjaflotanum, 9 togurum und- ir vernd brezks herskips, var stefnt til Dýrafjarðar. Er auð- sætt að hið „brezka ljón“ hef- > ’ur valið stað þenna af sinni al- ikunnu smekkvísi, því þarna eiga Bretar kærar sigurminningar; fyrir 50 ár- um sökktu þeir þar íslenzk- um bát og tókst að drepa þrjá Islendinga sem voru þar að löggæzlustörfum. Brezkar fallbyssur maimaðar. Þegar íslenzku varðskipin hófu í gærmorgun aðgerðir gegn. hinum brezku ræningjum við Dýrafjörð beitti brezka freigátan Palliser þegar valdi til að hindra að varðskipið fkæmist að sökudólgnum. Kom hún á mikilli ferð með mannað- ar fallbyssur og sigldi á milli varðskipsins og landhelgis- þfj'Ötsíris, þániiig að varðskip- !ð kómst ekki að togaranum. lýst löngun sinni til að end- urtaka manndrápin frá því fyrir liálfri öld. Enn þyrstir hið ellihruma „brezka Ijón“ í íslenzkt blóð. íslendingar vakna. Þeir Islendingar sem fram að þessu hafa ekki viljað trúa þ*' að brezk vinátta þýddi kröfu Breta um að ræna hinn máttarminni vöknuðu í gær — og margir allhastarlega. Fréttamenn Þjóðviljans skruppu með flugvél Flugfé- lags Islands siðdegis í gær til að sjá hina brezku „vernd smáþjóðanna" í verki úti fyrir Vestfjörðum. Og þeir voru ekki einir á ferð: flugvélin var fullskipuð mönnum er fóru sömu erinda. Þar voru ungir menn og aldraðir. Elztur mun hafa verið Skagfirðingur einn, 64ra ára gamall. „Bóstugt var í Bifi'*. Það er flogið móti sól, yfir þveran Faxaflóa og Snæfells- nes. Úti á nesinu blasir Rif við síðdegissólinni. Það var þar sem brezkir ofbeldismenn drápu Björn ríka fyrr á öld- um. — Brezkir ræingjar eru ekki að koma fyrst við sögu á Islandi í dag. En þegar Björn var fallinn sagði Ólöf Lofts- dóttir kona hans: „Eigi skai gráta Björn bónda, lieldur safna liði“. Það heit kvað hún hafa efnt með því að setja hóp brezkra manna í fanga- vinnu vestur á Skarði. fíin brezka oxi og Suæ- björn í Hergilsey. Rif á Snæfellsnesi er ekki langt að baki þegar niðri blasa Bjarneyjar. I október árið 1910 fór sýslumaðurinn, Guðmundur Björnsson, þar til fundar við brezkan landhelgisbrjót. Þegar hann réðist til uppgöngu á tog- arann ætlaði hinn brezki ræn- ingi að hindra það en sýslu- maður og Snæbiörn í Hergils- ey komust þó um borð. Sneri þá brezki skipstjórinn móti sýslumanni og reiddi öxi til hþggs, en Sriæbjörn þreif járri- flein og lét Bretinn þá öxina síga. En hann neytti liðsmun- arins til þess að ræna íslenzk- um löggæzlumönnum og sigla með þá til Englands. Manndráp á Býrafirði. Það er flogið norður yfir ströndina og út Patreksfjörð, vestur undir Dýrafjörð. Það var árið 1899 að Hannes Haf- stein var eýslumaður þar vestra. Þá áttu Islendingar engin varðskip, en sýslumaður fór út í brezkan landhelgis- brjót á róðrarbát. Bretarnir meinuðu þeim uppgöngu — og sökktu bátnum. Horfðu þeir á þrjá íslendinga farast og drógu hina eltki upp í togarann fyrr en aðrir íslenzkir bátar frá landi voru að koma á vett- vang. — Það er auðvitað til að halda þetta sigurafmæli liá- tíðlegt að Bretar stefndu ráns- flota síniun til Dýrafjarðar í fyrrinótt. 1. september 1958. Þannig mætti lengi telja, þv>i segja má að strörid íslands sé vörðuð minningum um brezkt ofbeldi, brezk rán. En nú erum við komin á ákvörðunarstað. Hinn 1. sept. — í dag' — gerðu Bretar innrás í Iand- helgi Islands: sendu lierskip sín gegri einni minnstu þjóð veraldar; þjóð án hers. Er þetta góður vottur Mns brezka hugrekkis. „Vernd smáþjéða": Rán í skjóii fallbyssukjafta. Þarna voru þeir. Um 11 míl- ur úti af Kópsnesi, milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar, gat að líta 9 brezka togara að veiðum og verndaði brezkt her- skip ránið með gapandi fall- byssukjöftum. Við erum ekki á öld Björns ríka, heldnr ekki á öldinni sem leið, — þetta er að gerast í dag: 1. september 1958. „England væntir þess ..." Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæzlunni í gærkvöldi kvað einn skipstjórarina i brezka ræningjaflotanum hafa beðizt leyfis um að leita hafn- ar á íslandi. Honum var bann- að það. Annar skipstjóri í ræningja- hópnum baðst leyfis að fara út fyrir landhelgislínuna — í von um að fiska eitthvað! — Framhald á 2. síðu. Allir viðurkenna nema Bretar ' Framhald af 1. síðu. Belgísk skip og þýzk, sem voru að veiðum innan 12 mílna markanna á sunnudag, færðu sig út fyrir 12 mílna línuna áður en reglugerðin tók gildi. Á tveimur stöðum við landið hafa brezkir togarar undir stjórn brezkra lierskipa gert tilraunir til að veiða innan liinnar nýju fiskveiðilandhclgi. Þar er um að ræða 11 skip, 9 á öðrum staðnum og 2 á hinum. AIls staðar annarssmðar við landið hefur fiskveiðilandhelg- in verið laus við ágang brezkra skipa af ótta við landhelgis- gæzluna. Það er b'í augljóst að strax á fyrsta degi hefur mikilvægum árangri verið náð, þaf sem skip allra þjóða, sem fiskveiðar stunda við ísland, nema Breta, viðurkenna í framkvæmd fisli- veiðilandlielgi íslands. Tilraunir Breta til veiða undir stjórn lier- skipa eru fyrirfram dæmdar til að mistakast, þar sem slíkar veiðar er ekki liægt að s rinda nieð neinum árangri. Þá er einnig vitað um ýmsa brezka togara, sem hafa lialdið sig fyrir utan 12 mílna mörkin og vilja ekki veiða innan fisk- veiðilandhelginnar. Þeir brezkir togarar, sem veitt hafa innan fiskveiðilandhelginn- ar verða allir teknir á sínum tínia og sektaðir. Nöfn þeirra og númer hafa þegar verið tekin upp, og fullnægjandi sannanir Hggja íyrir um sekt þeirra. Tólf mílna fiskveiðilandhelgin er því þegar orðin staðreynd sem ekki verður kvikað frá“. Þegar á undanhaldi Landhelgisbrot Breta eru í senn níðingsleg og heimskuleg. og undanhald ofbeldismannanna birtist greinilega i gær. Upphaf- lega hafði verið sagt að 200 brezkir togarar myndu koma á íslandsmið til landhelgisbrota, síðan urðu þeir 100, því næst 50 og þegar á átti að herða voru þeir komnir ofan í 11 — en eitt manndrápaskip brezka flot- ans beið togaralaust fyrir aust- urströndinni! Það kom sem sé í ljós að veiðar undir herskipa- vernd, eru ófi'amkvæmanlegar. Þegar í fyrrakvöld átti einn af brezku blaðamönnunum hér tal við togarann Northern Sky og spurði hvort hann myndi ekki koma inn fyrir 12 mílurnar, samkvæmt fyrirmælum brezku stjórnarinnar. . Skipstjprjnn kvaðs ekkj myndu brjóta laud- helgina; það væri of mikil á- liætta. í gær bað einnig einn af togurunum 11 um leyfi herskips til að fara út fyrir 12 mílurnar, til þess að geta veitt fisk á eðli- Iegan hájt! Fékk hann það leyfi eftir mikla eftirgangsmuni og með því skilyrði að hann kæmi inn fyrir landhelgina áður en myrkur skylli á! Mannslíf fyrir brezka heimsveldið? Þá bað einn af brezku togur- unum um leyfi herskips til þess að mega fara til hafnar. Mun ástæðan hafa verið sú að alvar- lega veikur sjómaður var um borð. Neítaði yfirmaður herskips- ins um þá beiðni; sektin var mikilvægari en sjómaðurinn. Vonlaus barátta Brezku togaraskipstjórarnir vita fullvel að barátta þeirra er vonlaus. Þeir munu allir fá dóni og þeim dómi verður full- nægt þeg.ar er til þeirra næst. Og öll skip sem veiðar stunda á fslandsmiðum verða fljótlega að hafa samband við land, bæði a£ völdum illviðra, bilunar, sjúk- leika og af öðrum áslæflum. Og þá verða þjófarnir teknir. Þeir vita einnig fullvel að þeir geta ekki farið einir til Bretlands með afla sinn — þá verða þeir einnig teknir — allir veiðiþjóf- arnir verða að sigla sainan til Bretlands undir herskipavernd. Og veiðitíminn hér verður skammur, því herskipin hér þurfa fljótt að fá nýjar olíu- birgðir, og þær birgðir verða ekki afhemtar hér. Öll hernaðar- áætlun Breta er óframkvæman- leg, vonlaus; og það ’munu ekki líða margir dagar þar til þeir sjá sér þann kost vænstan að gefast upp, skilyrðislaust. Mikill sigurdagur Dagurinn í gær var mikill sig- urdagur fyrir íslendinga. Marg- ii- munu hafa óttast. að erlendar þjóðir myndu sýna aðgerðum okkar alvarlega andstöðu; en í gær kom í ljós að allar þjóðir viðurkenna aðgerðir okkar, sum- ar formlega, aðrar í verki — nema Bretar. Það kom einnig í ljós — sem ýmsum mun hafa komið meira á óvart — að yfir- gnæfandi meirihluti brezka tog- araflotans viðurkennir einnig að- gerðir okkar í verki. Æsinga- mennirnir í samtökum brezkra togaraeigenda hafa auðsjáanlega ekki einu sinni stuðning starfs- bræðra sinna — en þeir hafa fengið því áorkað að bæta enn einum, smánarbletti á hinn flekk- aða fána brezka heimsveldisins. Á sama tíma og brézk; flot- inn gerði árás sína á ís- lenzka löggæzlunienn um borð í Ægi í gærmorgun, sneri brezka sendiráðið i Keykjavík sér til lögreglu- s'jórans og bað um vernd íslenzkra löggæzlumanita í Reykjavík. Var þeirri beiðni að sjálfsögðu vel tekið, og í gær stóðu lög- reglumenn, óeinkennis- klæddir og' einkennis- klæddir, vörð við aðsetur Breta við Laufásveg og í Þórsliamri, en Erlingur Pálsson yfirlögregluþjóim kannaði liðið við og við í fullum skrúða. Er þess að væníía að brezka sendi- herranum, mr. Gilchrist, hafi liðið vel í skjóli ís- lcnzku löggæzlumannanna á sama tíma og starfsbræð- ur þeirra stóðu andspæn- is fallbyssukjöftum brezkra lierskipa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.