Þjóðviljinn - 02.09.1958, Blaðsíða 11
Þriðjudagiir 2. september 1958 — ÞJÖÐVTLJINN — (11
ans Scherfig:
Fulltrúinn sem hvarf
En í næsta skipti gekk það' betur. Og þá fæddist
dóttir sem lifð'i og erfði afa sinn. En konan jló sem
sé eftir fæðinguna. Og hún hafði svo sem sínar góðu
hliðar, það mátti hún eiga. En veikíuð var hún. Móð-
ursjúk og þess háttar. Hún var ekki eðlileg kona.
Og svo dó dóttirin úr stífkrampa. Það var rétt áður
en hún ætlaði að gifta sig. Og Hagehoim fékk pen-
ingana þrátt fyrir allt! Það hefði sá gamli bara átt
aö vita! hihihi! — Og Hageholm hnippir 1 herra John-
son. /
En svo man hann aftur eftir sorg sinni og stynur
þungan. Og hvað púnóinu viðkemur, þá skal aldrei
nein hönd snerta það framar. Því að liendurnar sem
léku á það eru kaldar og stirðar. — —
XXXII
Herbert Johnson kom farangurslaus. En það er margt
sem hann getur ekki án verið og ekki er hægt að fá
i kaupmannsbúðinni í plássinu. Til dæmis skóhlífar og
regnhlíf og hlýjar peysur. Hann hefur aldrei fyrr búið
uppi í sveit að vetrarlagi og hefur ekki fyrr gert sér
Ijóst hvað þar getur verið kalt.
Það er því nauðsynlegt að leggja upp í kaupstaðar-
ferð. Það er ekki löng leið og Herbert Johnson hefur
komið þar áður. Hann dokaði þar við á leiðinni,
þegar hann kom. Meðal annars fór hann til rakara
og lét raka af sér litla yfirskeggið.
Þaö var ekki skynsamlegt eða þaulhugsað. Vilji
maður losna við yfirskegg, ef til vill vegna þess að
æskilegt er einhverra hluta vegna að breyta útlitinu,
er ekki ráðlegt að gera það í litlum bæ, þar sm tekiö
er eftir sérkennilegum viðskiptavini og óvenjulegum
manni. Enda kom það honum í koll.
Og nú fer herra Herbert Johnson aftur til kaupstað-
arins að gera innkauo.
Það er járnbraut milli fiskiþorpsins og kaupstaðarins.
Litla lestin þokast áfram gegnum landslagið og stóra
skóginn. Á sumrin er þarna stærri lest með mörgum
vögnum. En á veturna er þarna aðeins ein mótoi'lest.
Undarlega snubbóttur vagn.
Allir þekkja lestarstjórann og fólk heilsast þegar
það kemur upp í lestina og spyr hvert annaþ hvort
það sé að fara í ferðalag. Þarna er kona með lítinn
dreng og drengurinn þarf að Ikomast á afvikinn
stað. — Er ekkert klósett hérna? — spyr konan. —
Nei, eklci í þessum vagni. En við getum stansað hérna
— segir lestarstjórinn og hægir ferðina. — En hér er
víst of berangurslegt? Þá förum við að runnunum
þarna. —t Og þar fer konan niöur úr vagninum og
heldur barninu og svo er farið upp í vagninn aftur
og hraðlestin heldur áfram.
Þetta er notaleg lítil braut. En það var enn notalegra
meöan vagnarnir gengu fyrir gufu og mó var brennt í
litlum einvögnum. En nú gengur allt hraöar fyrir sig
og það er svo ágætt. Lestarstjórinn saknar eimvagn-
anna. — Það var nú betra í þá daga, — segir hann.
— Eimvagnar voru nú allt öðruvísi en svona mótor-
vagnar. —
— Af hverju voru þeir betri? —
— Jú, eimvagn er nú einu sinni eimvagn! — Og
því er að sjálfsögðu ekki hægt að mótmæla.
Móðir okkar og fóstuinióðir
TORFHILDUR GUDNADÓTTIR,
fyrmm húsfreyja að Sfeimun AustmTEyjafjöllum,
sem andaðist 26. ágúst sl. verður jarðsett frá Ey-
vindarliólakirkju Austur-Eyjafjölluin föstudaginn 5.
septemiber n.k.
Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar
Steinum kl. 1 eftir hádegi.
Fyrir hönd okkar eystkmaima,
Ragnar Eyjólfsson.
Og svo er það áætlunarbíllinn. Það er líka hægt |
aö nota hann til að komast i kaupstaðinn. Og ef til
vill er hárin bezta farartækið. Hann ekur gegnum
þorpin og stansa fyrir utan húsin. Hér þekkist allt
fólk. — Góðan daginn, Emma! Ætlarðu nu að fara að
heimsækja krakkana? — segir bílstjórinn. — Og sælinú
Níels! Hvernig gengur í hreppsnefndinm? —
Og þama stendur maður og veifar og stöövar bíl-
inn. — Heyrðu, Haraldur, — segir hann viö bílstjórann.
— Geturöu ekki tekið þessa marmaratöflu með? Þú
þarft bara að lyfta henni yfir kirkjugarðsmúrinn á
móti búðinni. — Jú, það er í lagi. — Taflan er tekin
inn í bílinn og við kirkjugarðinn stanzar áætlunar-
bíllinn og Haraldur lyftir legsteininum yfir múrinn
og leggur hann varlega frá sér.
Á fimmtudögum og sunnudögum eru sérlega margir
með áætlunarbílnum. Það er fólk sem ætlar til grasa-
konunnar. Hún tekur annars á móti á hverjum degi,
en fimmtudagur og sunnudagur eru armars taldir
beztu dagaxnir. Þá er afstaða stjarnanna bezt. Þetta
þart' alit að vera dálítið dularfullt. En annars er hún
ágæt þessi grasakona. Fólk þjáist af gikt og iskías
og taugaþreytu og verkjum og þrautum í liðunum
og hún veit hvað við á. Það trúir á hana allt þetta
tortryggna fólk sem annars er fullt grunsemda. —
Þesssir læknar eiga að vera svo voðalega lærðir, en
samt ber fólk meira traust %ú grasakonunnar og
smyrsla hennar.
Og það eru ekki hinir fáfróðu sem leita til herinar. Það
em yfirmenn sveitarinnar. Hreppsnefndarmenn og aðr-
ir sem hafa vit í kollinum. Jens Jensen fer líka til
grasakonunnar þegar eitthvað er að honum. Og hann
er reyndar formaður sjúkrasamlagsins.
í áætlunarbílnum er talað um stjórnmál. Svona
getur þetta ekki gengið til lengdar! Þetta fer allt til
fjandans og hvar á að taka peningana? Þeir halda
að þeir geti haldið áfram að styrkja og styrkja. En
þegar búið er að venja fólk af því aö gera nokkurn
Bifretðaeigendur
Við sólum og sjóðum í flestar stserðir at' hjói-
börðum. Bætum slöngur. Cíóð bílastæði. —
GÖMBARÐIN hi.
Brautarliolti 8. — Sími 17984.
Þvagskálar,
Þvagstæði
Vaggfiísar
fyrirliggjandi.
SIGHVATUR EINARSSON & CO ,
Skipholti 15. — Simi 24-133 og 24-137.
Bæjarpóstiirinn
Framhald af 4. síðu.
gegn. mótmælum sömu aðila,
var þeim síður en svo til
tjóns, þegar allt kom til alls.
Enn furðulegra verður þetta,
þegar þess er gætt, að þessar
sömu þjóðir eiga að heita
bandamenn okkar í Atlanz-
bandalaginu og hafa á þeira
vettvangi heitið að vernda
okkur fyrir ofbeldi og árás-
um annarra þjóða.
REYNDIN varð hins vegar sú
að undir forustu Breta, þess-
ara margrómuðu verndara
smáþjóðanna, frelsisins og
lýðræðisins í heiminum,
reyndu þessir ,,handamenn“
okkar allt sem þeir gátu til
þess að kúga af okkur rétt
okkar og knýja okkur til upp-
gjafar í málinu. Og þeir not-
uðu einmitt Atlanzbandalagið
sem tfeki til þess að beygja
okkur til hlýðni. En tilræðið
tókst ekki. Þrátt fyrir hvers
kyns hótanir um ofbeldisað-
gerðir gegn okkur og ýmis
gyUiboð :okkur til handa, ef
við semdum af okkur réttinn,
gáfumst við ekki upp en færð-
um ú' fiskveiðalögsögu okkar
á áður ákveðnum tíma. Sig-
urinn var okkar í fyrstu lot-
unni.
OG NÚ, þegar stækkun land-
helginnar hefur tekið gildi,
kemur það í ljós, að það er
aðeins ein þjóð, sem ekki virð-
ir hana í framkvæmd. Þessi
þjóð er Bretar. Þeir láta sér
sæma að beita flota sinum
til þess að hindra íslenzku
varðskipin í að taka brezku
togarana, sem þeir standa að
veiðiþjófnaði. Veiðiskip allra
annarra þjóða hafa siglt út
fyrir tólf mílna takmörkin.
Það er létt verk fyrir her-
veldi eins og Breta að heita
vopnlausa smáþjóð ofbeldi, en.
engu að síður eru þeir dæmd-
ir til að híða ósigur í þeirri
baráttu sem nú er að hefjast.
Þótt við íslendingar séum fá-
mennir og lítilsmegnugir, eig-
um við ií fórum okkar það
vopn, er sterkast mun reynast
í þessari deilu og færa okkur
ful'an sigur að lokum. Okkar
er rétturinn og honum mun-
um við aldrei afsala okkur.
Otbeldisaðgerðir Breta verða
f'Tunsris til þess að þjappa
í-denzku þjóðinni hetur saman
en áður, svo að hún mun
stenda sem einn maður í bar-
átt”-mi, þav til sigur er feng-
inn. í hlut Breta mun aldrei
falla neitt. annað 1 því stríði
en nokkrir stolnir fiskuggar
og ærulevsi.
ágætt úrval af gúmmískófatnaði
Gúmmístígvél á böm og unglinga
Kvenbomsur — Karlmannaskóhlííar — Karlmannabomsur
Skédeild
Skólavörðustíg 12 — Sími 1-27-23