Þjóðviljinn - 02.09.1958, Side 6
í>) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 2. september 1958
IMÓIÍVIUIN
ÚtKefandl: Bamelnlncarflokknr albýBa - Bðstallstaflokkurlnn. - Ritstjðrar:
Maanús KJartansson (áb.), SigurSur Guðmundsson. - Préttaritstjðri: Jðn
BJarnason. — BlaSamenn: Asmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigíússon.
Ivar H, Jðnsson, jvíagnús Torfi Olafsson, Sigurjón Jóhannsson, Slgurður V.
V’-'ðbJðfsson. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, aí-
ereiSsla, augiýsingar. prentsmiðja: Skóla.orðustíg 19. — Bíml: 17-500 (8
Hhúr). — AskrlftarverS kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrennl; kr. 27 ann-
arsstaSar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — BrentsmiðJa ÞJóðvilJana.
Sigurinn er vís
agurinn í gær varð sigur- helgin er orðin staðreynd
dagur fyrir íslendinga. kringum allt land. Allar þjóð-
Ljóst. var þegar leið að k\röldi, ir sem við íslamd fiska, nema
að Ilíii nýja fiskveiðaland- Bretar, hafa ýmist viðurkennt
helgi íslendinga var orðin algerlega rétt okkar til
staðreynd, sem ekki verður stækkunarinnar eða virt hana
haggað. Islendingar hafa unn- í framkvæmd. Togarar frá
ið úrslitasigur í þessum mik- Belgíu og Þýzkalandi, sem
ilvæga kafla Jíjóðfrelsisbar-
áttu og lífsbaráttu sinnar.
Engu breytár um þá stað-
reynd, að enn skuli brezldr
veiðiþjófar halda uppi skæru-
hernaðí gegn íslenzkri lánd-
helgi, undir vernd brezkra
herskipa. í því stríði hlýtur
ofbeldið að tapa en réttur
íslendinga að sigra. Það er
einungis tímaspursmál hve-
nær aiger sigur vinnst og liin
hrezku herskip neyðast til að
liætta stigamennsku sinni og
veiðlþjófarnir sjá þann kost
vænstan að hypja sig út fyrir
12 mílna línuna. Að kvöldi 1.
september 1958 er þegar aug-
ljóst að íslendingar hafa sigr-
að í landhelgismálinu.
etta eru mikil tíðimdi og
fagnaðarrík. Sú staðreynd
að brezku veiðiþjófarnir
standa einangraðir, engin
önnur ríkisstjórn lætur sér til
hugar koma að níðast á Is-
lendingum með ofurvaldi
vopna sinna, er ákaflega mik-
ilvæg. Það hefði eins vel ver-
ið hugsanlegt, eftir mótmæl-
um og áróðri i mestallt sum-
ar, að íslendingar ættu við
enn meiri örðugleika að etja
við hina örlagaríku stækkun
landhelginnar. Hver tilraunin
eftir aðra hefur verið gerð á
þessu sumri til að fylkja
saman gegn Islendingum öll-
um þjóðum Vestur-Evrópu.
Við þá þokkaiðju hefur sjálf-
sagt margt gerzt bak við
tjöldin, sem síðar mun koma
fram. En opinskáasta og ó-
svífnasta tilraunin var ráð-
stefna togaraeigenda frá ýms-
um ríkjum Vestur-Evrópu,
sem setti sér það mark að
lemja saman einlita kúgun-
arfylkingu, er sendi herskipa-
flota margra ríkja á íslands-
mið 1. september, til „vernd-
ar“ togurum frá allri Vestur-
Evrópu, er þjófnýttu hina
nýju íslenzku landhelgi. Það
hefur skýrzt fyrir mörgum
þessa dagana hvaðan íslenzk-
um hagsmunum er hætta bú-
in: Úrslitaatriði um viður-
kenningu nýju landhelginnar
er hin eindregna viðurkenn-
ing Sovétríkjanna og Austur-
Þýzkalands. En annað aðal-
ríki Atlanzhafsbandalagsins,
Bretland, sendir herskipaflota
til árásar á Islendinga!
ITótanir hafa dunið á Is-
-■■■*- lendingum í allt sumar,
fast var haldið við ákvörð-
unina er tekin var. Fiskveiða-
landhelgin skyldi færð út 1.
september. Það varð, og að
kvöldi hins 1. september er
svo ástatt, að 12 mílna land-
bæði höfðu mótmælt, sigla út
fyrir 12 mílna línuna fyrir
miðnætti aðfaranótt 1. sept-
ember. Aðeins á tveimur stöð
um, við Vestfjarðakjálkann,
eru samtals ellefu brezkir
togarar að burðast við að
veiða í landhelgi. Islenzkum
varðskipum er meinað af er-
lendum herskipum að taka
þessa veiðiþjófa á venjulegan
hátt, en þau gera nákvæmar
staðarákvarðanir, afla sér
vitneskju um nöfn togaranna
og heimilisföng, og verða þeir
að sjálfsögðu lögsóttir og
teknir hvar og hvenær sem
'þeir nálgast land eða hittast.
T ærdómsríkt er það fyrir
Islendinga og raunar
allar þjóðir, að vita hversu
lágt brezka íhaldsstjórnin
leggst, að leggja heiður sinn
og brezka flotans við þjóf-
nýtingu íslenzkra landhelgis-
miða, leggja heiður sinn við
morðtilraunir við íslenzka
lögsögumenn að starfi, leggja
heiður sinn og álit við atferli
sem jafngildir. herskipaárás á
vopnlausa fámenna grann-
þjóð. Ekkert gat brezka í-
haldsstjómin gert aulalegra
og óhyggilegra. I stað þess
að kúga íslendinga, verður
framkvæmd hinna fáránlegu
ofbeldishótana til þess eins
að þjappa allri íslenzku þjóð-
inni enn þéttar saman um 12
mílna landhelgina. I stað þess
að auðvelda þeim Islending-
um sem kynnu að hafa gugn-
að . fyrir áróðursþrýstingi
Breta að leita undanhalds-
leiða í landhelgismálinu, er
nú svo komið, eftir ofbeldis-
framferði brezkra herskipa í
íslenzkri landhelgi að um allt
Island blossar nú heitur og
miskunnarlaus logi óvildar og
fyrirlitningar á hinum brezku
ofbeldismönnum, eldur sem
enginn slenzkur stjórnmála-
maður gæti lægt þó hann
vildi. Hvar eru þeir menn
sem eftir 1. september 1958
vildu hleypa brezkum ofbeld-
ismönnum og sjóræningjunum
með samningum inn í 12
mílna landhelgina? Hvar eru
þeir menn sem eftir 1. sept-
ember 1958 vildu setjast að
samningaborði með brezkumv"
ofbeldismönnunum, sömu
mönnunum sem ákveðið hafa
hið svívirðilega framferði
brezku herskipanna á Islands-
miðum? Eru þeir í Sjálf-
stæðisflokknum ? Eru þeir í
Alþýðuflokknum? Finnast
þeir í Framsóknarflokknum ?
Islendingar munu heimta
skýr svör og horfa fast á
Hennar hátign - þjófurinn
Vér íslendingar erum vanir
ofbeldi og níðingsskap af brezk-
um yfirgangsseggjum. — Alla
þessa öld hafa Bretaj; sýnt oss
það hvað eftir annað að þeir
vilja fá að stela og ræna og
beita ofbeldi, ef þeir ekki fá
að gera það í friði.
ísland man eiin ofbeldisverk
þeirra gegn Hannesi Hafstein,
þá sýslumanni.
Það er og enn í minni, er
þessir brezku ofbeldismenn
rændu Snæbirni hreppstjóra í
Hergilsey og Guðmundi sýslu-
manni Björnssyni og fluttu þá
nauðuga til Engiands.
Samfara veiðiþjófnaði og of-
beldi stundaði svo brezk yfir-
stétt arðrán sitt gagnvart ís-
lendingum, meðan hún mátti.
Sultur og atvinnuleysi var það
hlutskipti, er ensk yfirgangs-
stefna bjó oss á árabilinu 1930
—’40 og slíkt ætlaði hún oss
aftur með löndunarbanninu
1952. Það var engu Atlanzhafs-
bandalagi að þakka að það níð-
ingsverk er brezkt auðvald
hugðist fremja þá, tókst ekki.
Það var það viðskiptabandalag,
sem meira að segja hin íhalds-
sama ríkisstjórn íslands hafði
hugrekki til að mynda þá við
Sovétríkin, sem hratt fyrirhug-
aðri hungurárás brezka auð-
valdsins af höndum oss.
Og brezkt auðvald hefur sýnt
oss það á stríðstímum að það
skirrist einskis og brýtur öll
sín loforð og yfirlýsingar; her-
nemur land, rænir fólki, brýtur
mannréttindi á bak aftur.
★-----
Og nú hefur sjálf brezka rík-
isstjórnin í nafni hennar há-
tignar sýnt að það sem veiði-
þjófar annars stelast til að
gera og skammast sín fyrir, —
það láta nú brezkir ráðherrar,
brezkir „herramenn" drýgja —
og kunna enn ekki að skamm-
ast sín. — En þeir munu læra
það seinna.
Vér íslendingar skulum að
lokum kenna þeim það.
Vér íslendingar erum lýð-
veldissinnar og fyrir oss eru
mennirnir allir jafnir, vér met-
um þá eftir verkum þeirra,
ekki titlum.
Sú svokallaða drottning, í
hverrar nafni veiðiþjófnaður
og ofbeldisverk nú eru framin
á fslendingum, stendur að voru
áliti miklu neðar en sú kona
í kjörbúð í Lundúnum, sem
hnuplar sér sokkum. Og hve
himinhátt stendur ekki yfir
því konungaþýi, sem þolir slík
níðingsverk, sú brezka námu-
mannskona, sem berst við hlið
manns síns fyrir brauðinu sem
hetja í stríði fátæktarinnar
gegn ofurvaldi ensks aðals og
auðs.
Þeir herramenn Macmillan
og Co., sem vilja láta líta á
sig sem ráðherra eða fína
þá stjórnmálaforingja hátt
setta og lágt setta sem mesta
æfingu hafa i þtþ að linast
upp fyrir erlendum hótunum
og krjúpa lágt fyrir útlend-
um ,,bandamönnum“. Eftir
aðfarir Breta 1. september
verður kjörorð allrar ís-
lenzku þjóðarinnar: Eigi
víkja.
Stephan G. Stephansson
til Breta
þegar þeir frömdu annan glæp
„Herinar liátign"
Forsætisráðh. „Hennar hátignar"
,,0g sneypstu — hættu að hæla þér
aí herfrægð þinni, blóð og merg.
Því bleyðiverk það kallar hver
þó kúgi jötunn lítinn dverg —
Og hver þín sprungna vítisvél
er vaskleik þínum skömm ei frægð.
Að kappinn hatast — veiztu vel,
við villidýrsins höggorms-slægð
og hún er svipuð, söm og jöfn, —
en svo sprakk Main' í Kúbu höfn”.
,,Þín trú er sú, að sölsa upp grund,
þín siðmenning er sterlings pund.”
Úr „Transvaal" 1899.
menn, hafa nú gerzt skipuleggj-
endur þjófnaðar og verndarar
rána. Vér íslendingar berum
ekki virðingu fyrir amerískum
bankaþjófum þegar vér sjáum
þá á kvikmynd, heldur ekki, þó
þeir hafi skammbyssur. Öll
þjóð vor sér nú hvað þeir
herramenn, er stjórna Bret-
landi eru.
Þeir vaða hingað með blóð-
ugar hendurnar, frá að myrða
Kýpurbúa, með pískana sunn-
an úr Kenya, með ránsslóðina
úr öllum álfum heims á eftir
sér, með bölbænir allra fá-
tækra þjóða veraldarinnar yf-
ir höfðum sér, — og með hrun
heimsveldisins — makleg mála-
gjöld gamla ræningjans —
íramundan. — Og þeir héldu,
þessir hræsnarar með „fair
play“ á vörunum, að hér væri
þó hægt að stela og ræna og
drepa menn, án þess að æmt-
að yrði né skræmtað.
Þeir héldu það að íslenzka
þjóðin mundi glúpna, er hún
sæi framan í byssukjafta Bret-
ans, og gefast upp.
Nei! þjóð vor mun ekki
víkja, þó hún láti ekki brezka
morðingja drepa menn fyrir sér
til þess er íslenzkt mannslíf
of dýrt.
Þjóð vor veit að hennar er
sigurinn, því hennar er rétt-
urinn og framtíðin. En brezka
fordæðan forn og grá, heims-
veldi auðsins, og ránsins, ber
feigðina í brjósti sér. Og þó
hún geti níðst nokkra daga
á þeim mönnum, er bjargað
hafa brezkum sjómönnum frá
líftjóni og hætti lífi sínu til
að flytja brezkum neytendum
björg í bú, þá hjálpar það ekki,
— „það varð til einskis, veldur
stuttri töf, það vinnur aldrei
neinn sitt dauðastríð".
En það er hægt að deyja á
mismunandi hátt. Brezka
heimsveldið hefur reynt að
lifa sem ljón, en það kýs auð-
sjáanlega að deyja sem hund-
ur..
★-----
Fullur amerískur hermaður
sýnir þó þá háttvísi á Keflávík-
urflugvelli, er hann hefur hót-
að að skjóta íslenzkan lög-
reglumann að skyldustörfum
og sá neitar að víkja, að slíðra
vopn sitt og hlýða.
En bullur hennar hátignar
vaða að íslenzkum löggæzlu-
mönnum í starfi sínu, til að
drepa þá. — Það kalla Bretar
nð vera bandamenn!
Þeir, sem hafa haldið að
Atlanzhafsbandalag Bretanna,
Framhald á 8. síðu.