Þjóðviljinn - 02.09.1958, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 02.09.1958, Qupperneq 9
Þriðjudagur 2. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 % ÍÞRÓTTIR mSTJÓRb nlHAHa MLGASae ÍBA vann Fram í úrslitaleik o . r varð Islandsmeistari 1958 Þórður Þórðarson skoraði íjögur mörk Það lætur að líkum að þar sem skoruð eru 10 mörk í leik að þar muni margt skemmti- legt hafa skeð, og það ekki ó- jafnara en svo að annað liðið skorar 6 mörk en hitt 4. Það minnkaði heldur ekki „spenn- inginn“ eins og á stóð um stig að það er Fram sem skorar fyrsta markið og það þriðja og fjórða. Þessi óvænti gangur setti fjör í bæði keppendur og ekki síður áhorfendur sem skemmtu sér konunglega. Mál- in stóðu sem sagt þannig að ef Fram hefði unnið voru KR- ingar orðnir Islandsmeistarar og Fram hafði þar með tryggt sér að leika í fyrstu deild næsta ár. Svipmyndir úr Ieiknum Fyrsta skotið í leiknum átti Þórður Þórðarson en það fór rétt fram ' hjá marki, aðeins þrem mín. eftir leikbyrjun. Fram lék á móti nokkrum vindi og var þegar í upphafi séð að þeir ætluðu að berjast. Á 7. mín. gera þeir áhlaup hægra megin, þar sem Guð- mundur Óskarsson eendir knöttinn fram til Dagbjartar sem nær honum uppi við enda- mörk, sendir hann þaðan fyrir markið en þar er Björgvin fyr- ir og skallar af markteig og skorar. Laglega upp byggt. Þarna brást þó Helgi í mark- inu, því hann var alveg rangt staðsettur, en hefði hann verið á sínum stað hefði hann auð- veldlega varið. Þetta hleypti fjöri í Framara. Aðeins mínútu síðar er Þórður i opnu færi og fyrir innan alla en Geir hleyp- ur rétt út og ver. •Á 14. min. er spyrnt af varnarmanni langri spyrnu fram miðjan völlinn. Helgi Björgvinsson lyftir knettinum yfir miðframvörð Fram með skalla og Þórður Þórðarson er ekki lengi að grípa tækifærið og hlaupa innfyrir, en missir knöttinn nokkuð frá sér. Þá hleypur markmaður Fram út en er of seinn, Þórður nær að spyrna áður og knötturinn hafnar í netinu, 1:1. Sjö mínútum síðar einleikur Guðmundar Óskarssonar með knöttinn yfir á vinstri hlið vallarins og sendir Dalberg knöttinn sem fljótlega gefur hann til Björgvins sem skaut nærri strax og skoraði. Þarna höfðu Framarar dregið Helga út úr stöðu sinni, og opnaðist markið þar sem hann hefði átt að loka því. Litlu síðar var Ríkarður kominn innfyrir til hægri og skaut hörkuskoti en Geir kom enn út á réttu augnabliki og varði. Á 28. mín. gera Framarar á- hlaup, en Helgi nær knettinum og á auðvitað að losa sig við hann, en hann þvælist með hann um hríð og er truflaður af Björgvin með þeim afleið- ingum að hann missir knött- inn og Björgvin nær honum og sendir í mannlaust markið, 3:1 fyrir Fram. Hver hefði trúað. Og lithi síðar var Guð- mundur í góðu færi, en skaut framhjá, og það sama henti Ríkarð Jónsson, nema hvað það var af lengra færi. Aðeins 10 mín. voru eftir og leikar stóðu 3:1 fyrir Fram, en ekki virtist lið Fram leggja sér- stakt kapp á að taka upp meira öryggi í leikaðferð sína, þeir léku opið og ekki nógu valdað, og gátu þó varla vænzt þess að þeir hefðu heppnina rneð sér i því að nota tæki- fa rin á þeim tima sem eftir var, og hæpið var að skot. Akraness myndu svo illa not- ast sem raun var í þessum fvrstu 35 mín. Á 36. mín. fá Akurnesingar horn á Fram sem Halldór Sig- urbjörnsson sendir vel fyrir og Þórður Þ. skallar óverj- andi í mark. Fjórar mínútur líða og það myndast þröng fyrir framan mark Fram eftir áhlaup. Þórð- ur nær knettinum og skorar, og þar með höfðu Skagamenn jafnað 3:3. Litlu síðar fá Skagamenn aukaspyrnu á Fram, og var það strangur dómur. Guðjón Finnbogason spymir mjög vel yfir til Þórðar Þórðarsonax sem tók mjög fallega á móti sendingunni og skoraði við- stöðulaust. Þannig höfðu Akurnesingar jafnað og tekið forystuna á tæpum 10 mín. Á 5. min. síðari hálfleiks gera Skagamenn mjög fallegt áhlaup þar sem þeir komi mest við sögu Þórður Þ. og Rikarður. Endaði áhlaupið með hörkuskoti frá Ríkarði og marki 5:3. Nokkru síðar gera Skagamenn áhlaup vinstra megin og er Þói’ður Jónsson kominn upp að endamörkum og gefur knöttinn fyi’ir markið og i hendur Geirs sem missir hann úr höndunum og veltu-r hann fyrir fætur Helga Björg- vinssonar sem sendir hann í mannlaust markið. Á 16. mín. á Halldór hörku- skot í stöng. Þegar tæpur hálftími er aí þessum hálfleik dæmir dómar- inn aukaspymu á Skagamenn, sem ekki var í anda laganna og því ranglega. dæmd. Guð- mundur Sigui’ðsson ætlar að spyrna af krafti miklum, en verður fyrir þvi óhappi að „kiksa“ heiftarlega, og þar sem maðurinn hitti ekki knöttinn hlaut liann að falla til jarðar og upp aftur. Guðmundur hafði þann hátt á eins cg allir sem ætla að spyrna fastri spyrau, að halda höndunum frá líkam- anum og hélt annarri hendinni svolítið fyrir aftan sig. En aumingja maðurinn varð fyrir því að knötturinn lenti i hendi Islendingar sigruðu Dani í frjálsum íþróttum 110:101 Kristleifur GuSbjörnsson setti nýtt mef i 3000 metra hindrunarhlaupi, 9,25,4 íslendingar sigruðu Dani 1 fimmta sinn í landskeppni ' í frjálsum íþróttum um síðusu helgi, að þessu sinni með 9 stiga mun, 110 stigum gegn 101. Keppnin fór fram í Randers í Danmörku sl. laugardag og sunnudag. Tvö landsmet voru sett í keppninni. Kristleifur Guð- björnsson setti nýtt íslands- met í 3000 metra hindrunar- hlaupi, hljóp vegalengdina á 9,25,4 mín. Haukur Engilberts- Kristleifur Guðbjiirnsson son hljóp einnig á betri tíma en gamla metið var. Þá setti Axel Thorsager nýtt danskt met í kúluvarpi, varpaði kúl- unni 16,69 metra. Cöp og sigrar í sprett- ilaupunum Meiðsli þau, sem Hilmar Þor- >jömsson hlaut í sumar, liáðu xonum mjög í spretthlaupun- ím. Hann sigraði þó I 100 m ilaupinu á 11,1 sek. en Ras- nussen Danmörku varð annar i 11,2 sek. í 200 metra hlaup- nu varð Hilmar hinsvegar mnar á 22,3 sek., Rasmussen .igraði á 22,2 sek. Valbjörn >orláksson varð fjórði í báðum >essum hlaupum, hljóp 100 netrana á 11,5 og 200 m á !3,0. í 400 m hlaupi sigraði Dan- nn Frandsen á 49,2 sek. Þórir >orsteinsson varð annar á 49,8 ans á leið sinni upp. Mun okkrum hafa dottið í liug í ullri alvöru að Guðmundur afi haft hendina fyrir aftan ig til þess að ná knettinum íeð henni ef hann skyldi nú kiksa“? Þó mun dómarinn afa. haft lxann grunaðan um erulega „slægð“ í þessu efni, nnars hefði hamx ekki dæmt þessa „óviljandi hendi" sem nattspyraulögin segja að ekki kuli tekið á. Þetta er hér rætt f þeirri ástæðu að dómarar ér gera lítinn muix á viljandi g óviljandi hendi, og andi iganna ekki túlkaður. Guð- xundur Óskarsson tekur svo ukaspyrnuna mjög vel og lagbjartur fær knöttinn og fgreiðir hann mjög vel og korar. Á 33. mín. bjargar Halldór úðviksson með skalla á línu ijög góðu skoti frá Þórði Framhald á 10. síðu. og Hörður Haraldsson þriðji á 51,5. I boðlilaupunum skiptust stigin jafnt milli þjóðanna: Danir sigruðu í 4x100 m boð- hlaupinu en íslendingar í 4x400 metrunum. Islendingar sigruðu á-millivega- lengdumun en Danir í liuxgUlaupu num Svavar Markússon varð tvö- faldur sigurvegari, sigraði bæði á 800 og 1500 metrunum. 1 800 m hlaupinu var timi hans 1,52,2 mín,, Roholm var annar á 1,54,0 og Þórir Þorsteinsson þriðji á 1,54,3. Tími Svavars á 1500 m var 3,56,3 m;n. en tími Kristleifs Guðbjörnssonar, sem varð fjórði í því hlaupi var 3,59,4 mín. I 3000 metra hindrunarhlaupi inu setti Kristleifur Guðbjörns- son nýtt íslenzkt met, eins og áður er sagt, Varð liann þó annar í því lilaupi og t'minn 9,25,4 mín, en Haukur Engil- bertsson varð þriðji á 9,26,2 mín, sem einnig er betri tími en cldra met Kristleifs. Danir höfðu, eins og’ búizt hafði verið við, algera yfirburði í langhlaupunum, hlutu U’ifald- an sigur bæði í 5 og 10 km hlaupunum. Kristján Jóhanns- son varð þriðji í báðum hlaup- unum, lxljóp 5000 metrana á 15,15,0 mín. Islendingar sigruðu í grindalilaupi Islendingár sigruðu '{ báðum grindahlaupunum. Pétur Rögn- valdsson varð fyrstur í 110 m grindahlaupi á 15.0 sek. og Guðjón Guðmundsson annar á 15.6. 1 400 m grindahlaupinu sigraði Björgi’in Hólm á 55,8 sek. en Guðjón var fjórði. í Svavar Markússon þessu hlaupi hafði Guðjón for- ystuna fyrstu 300 metrana, en þá varð hann fyrir því óhappi að misstíga sig og detta illa. Jóel sigraði í spjótkastimi I spjótkastinu sigraði Jóel Sigurðsson óvænt og náði góð- Valbjörn Þorláksson um árangri, kataði 62,27 metra* Gylfi Gunnarsson varð fjórði, kastaði 54,08 metra. I kringlukasti varð tvöfald- ur íslenzkur sigur. Friðrik Guð- mundsson sigraði með 46.21 m og Þorsteinn Lövé varð annar kastaði 45.76 m. Kúluvarpið var dönsk grein að þessu sinni. Axel Thorsager sigraði með yfirburðum, varp- aði kúlunni 16,69 metra sem er nýtt danskt met og aðeins 5 sm styttra en Islandsmet Gunnars Huseby. Gunnar varð J að láta sér nægja annað sætið, varpaði 15,74 m en Skúli Thor- arensen varð þriðji. I sleggjukastinu tókst Þórði Sigurðssyni að komast upp á milli Dananna. Cedeixjuist sigr-< aði, en Þórður varð annar, kastaði 52,14 metra. íslendingar sigruðu í öllnm stökkum Islendingar sigruðu í öllúm stökkgreinum. Valbjöi’n Þorláksson sigr- aði í stangarstökki, stökk 4,20 m. Larsen varð annar iheð 4.10 m og Heiðar Georgsson þriðji með 4.00. Jón Pétursson sigraði í há- | stökki og náði ágætum árangri, stökk 1,91 metra. Sigurður Friðfinnsson varð fjórði með 1,75 m. I langstökkinu sigraði Ein-p ar Frímaxxnsson, stökk 7,22 m sem er ágætt afrek og það langbezta sem Einar hefur xxáð til þessa. Pétur Rögnvaldsson varð þriðji í þessari grein, stökk 6,76 m. Vilhjálmur Einarsson geklc ekki heill til þrístökkskeppir-x innar, enda varð hamx að látsE sér nægja annað sætið, stökk aðeins 14,21 m. Sigurvegari varð Jón Pétursson sem stökk 14,56 m.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.