Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 5
Þeir timar koma i lífi hverr- ar þjóðar, að á hana reynir til luns ýtrasta, að hún verð- ■ur að sanna í verki að hún hafi einurð og' samheldni til að tryggja hagsmuni sína og framtíð. Slíka tíma lifum við Islendingar . nú. Við höfum stækkað Tiskveiðilandhelgi okkar í 12 mílur, og sá at- burður markar mikilvæg tímamót í sjálfstæðisbaráttu okkar. Við höfum framkvæmt þetta stórvirki af fullri djörf- ung þrátt fyrir hótanir valda- mikilla samtaka og tilboð um gýligjafir ef við brygðumst skyldum okkar. Og um leið höfum við verið minnt á þá sigildu staðreynd, að sjálf- stæðisbaráttan er ævarandi, að enginn sigur fæst án þess að fyrir honum sé unnið, að við hljótum þann árangur einn sem við verðskuldum. Að þessu sinni er það brezka heimsveldið sem býst til að reyna þjóðarmetnað okkar og lífsþrótt, og sízt höfum við ástæðu til að blygð- ast okkar fyrir andstæðing- in, hin smæsta þjóð gegn alræmdasta herveldi heims. Við höfum áður tekizt á við Breta út af fiskimiðum okk- ar, landar okkar hafa látið lifið 2 viðureign við brezka sjóræningja, Islendingum hef- ur áður verið rænt með of- beldi. En allt til þessa liafa illvirkin verið framin af ein-i stökum veiðiþjófum frá Grimsby og Hull, ofbeldis- mönnum sem ekki hafa haft rikisstjóm sína að bakhjarli. Nú hafa orðið þau sögulegu umskipti, að það er sjálf brezka stjómin sem mælir fyrir um ofbeldið, veiðiþjóf- arnir lúta heraga, brezk her- skip ráðast gegn löggæzlu-* mönnum okkar, íslendingar em beittir ofbeldi af erlend- um her, þeim er rænt, þeir em fangar. Á öllum þessum óhæfuverkum ber brezka stjórnin ein fulla ábyrgð. Þessir atburðir em árás er- lends ríkis á sjálfstæði okk- ar og fullveldi, óvéfengjan- legar styrjaldaraðgerðir. Þegar svo er komið skiptir öllu máli að við gerum okkur ijóst hver er tilgangur óvina okkar; hvað ætlast brezk stjórnarvöld fyrir með hei’n- aðarárásinni á ísland? Eng- inn lætur sér til hugar koma að Bretar hyggist stunda fiskveiðar til frambúðar í íslenzkri landhelgi á þann hátt sem tíðkazt hefur undan. farna daga, með þvil að láta togarana hnappast saman á fáeinum stöðum meðán hrað- skreiðir vígdrekar flengja sjóinn allt í kringum þá og langþjálfaðir atvinnuhermenn beina fallbyssum í allar áttir. Þannig verða engar raunveru- legar, fiskveiðar - stundaðar. Enda blasir sú staðreynd nú við að Bretar misstu fiskimið þau sem um var deilt 1. sept- ember s.l.; þeir hafa síðan ekki getað hagnýtt þau á neinn eðlilegan hátt og þeir munu aldréi ’geta -gert það framar. Þeir 10—20 togarar sem hér hafa verið að skarka, margir nauðugir, hafa ekki verið við fiskveiðar sem verð- skuldi slí'kt nafn. En með atferli sínu hafa Bretar verið að halda þjófnaðarhugsjón- inni til streitu; þeir eru að , auglýsa frammi fyrir öllum Laugardagur 6. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (50 heimi að þeir skuli vera þjóf- ar, þótt þeir geti ekki stolið. En jafnvel þótt Bretum sé annt um þjófnaðarhugsjón sína, geta þeir ekki heldur haldið slíkri iðju áfram nema skamma hríð. Og hver er þá tilgangurinn? Hann kemur greinilega fram í málgögnum lifað og starfað í uppreisn gegn eriendu ofurefli, i full- kominni ótrú á vald og her- styrk, í fullvissu um rétt sinn og manngildi, og svo mun verða meðan Islendingar byggja þessa eyju. Fallbyssu- stjórunum í Lundúnum kunna að þykja þetta einkennileg þeir ekki fleiri leiki. Þeir hafa ekki þorað að kæra aðgerð.ir okkar fyrir nokkurri alþjóða- stofnun, vegna þess að þeir vita að allt sem við höfum gert er í fyllsta samræmi við alþ'jóðaVg, í samræmi við úrskurði alþjóðrjlómstólsins í Haag, í samræmi við niður- Ræða Magnúsar Kjartanssonar á útifundinum um landhelgismálið Við semjum ekki við Breta - við sigrum þá brezku stjórnarinnar þessa dagana; þar er okkur sagt á ofur skilmerkiiegan hátt hvað Bretar ætlast fyrir. Þeir segjast ætla að hræða okkur Islendinga til uppgjafar, mýkja okkur og beygja. Þeg- ar brezka stjórnin hefur tíma til að taka sér hlé frá hern- aðaraðgerðum sínum, þegar hún getur litið upp frá of- beldi sínu og mannránum, á hún von á því að sjá okkur andspænis sér, bljúga og bug- aða. Og þá telur hún tíma- bært að iáta einhverja vini sína — t.d. dönsku stjórnina sem 1901 fórnaði landhelgi okkar fyrir flesk, gangast fyr- ir samningafundi þar sem ætl- azt er til að við tökum þeim kostum sem okkur eru boðnir. Og brezka stjórnin þykist auð- vitað hafa full rök -til að meta viðbrögð okkar á þenn- an hátt. Hún getur bent á vígdreka sína gegn fleytun- um okk.ar, fallbyssurnar sínar gegn vopnleysi okkar; hún getur bent á að andspæn- is 170 þúsundum manna standi fimmtíu milljóna manna ríki sem. þjálfað sé í því að beita aðra ofbeldi öld- um saman. Og eflaust eru þeir menn til víða um lönd sem telja slíkar staðreyndir mik- ilvægar og kalla það lítið raunsæi að hafna þvílikum rökum. En ef Islendingar hefðu trúað á valdið, ef Islendingar hefðu metið rétt þjóða í fall- byssum og reiknað gildi þjóða eftir kjötþunga, þá væru eng- ir Islendingar til, þá hefðu hér aldrei verið samdar þær bókmenntir sem Englending- um var um megn að skapa; þá hefðu þau undur ekki gerzt að 'kotþjóð á yztu þröm hins byggilega heims hefði á ör- skömmum tima skapað sér lífsviðhorf, en þau eru engu að síður staðreynd, þau eru sjálf meginrök tilveru okkar. Þess vegna mun brezka stjórnin komast að því, að það ofbeldi sem átti að beygja okkur hefur stælt okkur, þær hótanir sem áttu að sundra okkur hafa sameinað okkur. Frá fjöllum landsins og jökl- um að tólf mflna línunni á miðunum eiga íslendingar nú einn vilja: það verður ekki gengið til neinna samninga við brezku ofbeldismennina, það verður aldrei samið við þá um íslenzk landsréttindi, um landhelgi þá sem við höf- um tryggt okkur í fyllsta samræmi við alþjóðalög. Full- trúar okkar í landhelgismál- inu eru fangarnir um borð í herskipinu Eastbourne, þeir sem voru yfirbugaðir með of- beldi er þeir gættu laga og réttar á íslenzku hafi. ' Ef Englendingar vilja fá fleiri fulltrúa hafa þeir að sjálf- sögðu heivald til að ræna þeim, en öðruvísi munu Is- iendingar ekki hafa neitt sam- neyti við Breta um landhelgis. mál. Og á meðan Bretar stunda sjórán í íslenzkri land- helgi er sannarlega engin á- stæða til að islenzkur sendi- herra sé í Lundúnum eða brezkur sendiherra dveljist í Reykjavik. Valddrottnarnir • í Lundun- um skilja ekki þjóð eins og Islendinga; þess vegna urðu viðbrögð þeirra í senn lítil- mannleg og fávísleg og færa stöður laganefndar Samein- uðu þjóðanna, í samræmi við meirihlutasamþykktir alþjóða- ráðstefnunnar í Genf. Engin þjóð heims hefur gerzt til þess að fylgja Bretum í of- beldisverkum þeirra; þvert á móti er framtak okkar for- dæmi öðrum þjóðum. Við eig- um stuðning meirihluta heimsrikjanna, mikils meiri- hluta mannkyns. Almennings- álitið mun hvarvetna snúast á sveif með okkur, er þjóðir heimsins frétta um þau ó- hæfuverk sem hér er verið að vinna; einnig iBretlandi sjálfu mun allt sæmilegt fólk for- dæma siðleysi stjórnar sinna'*. Brezka stjórnin er einangruð, , hún á ekki fleiri leiki til; hún mun heykjast á styrjöld- inni við okkur. eins og hún hefur neyðzt til þe«s að renna. á einu ofbeldisverkinu af öðru á undanförnum árum. En við eisrum fletri leiki. Við munum af óbilandi staðfestu verndá landhelgi okkar með öllum þeim ráðum sem okkur eru tiltæk. Við munum elta land- helgisbrjótana uppi hvar sem til þeirra næst og dæma þá. í þyngstu refsingar sem land- helgislög leyfa. Við munum sækja rétt okkar til skaða- hcfa á h°->dn- B’-etum fyrir br^f á fullveldi okkar og al- þióðalögnm, hvar sem því verður við komið. Og fyrr en varir munu Bretar verða að lifa þann dag, að frumkvæðt íslendinga verði skráð sem óvéfengd alþióðalög, sem hið svokallaða stórveldi verður að lúta af fullkominni undir- gefni. ★ Þeir atburðir sem gerzt hafa undanfarna dava cru viseulega alvarle°';r. En ]iað hefur einnig verið ánægjulegt að vera íslendingur þessa daga, hluti af þjóð sem þorir að treysta á rétt sinn og framtíð, hversu ófrýnilegt . sem það vald er sem att er gegn okkur. Víst. erum við þrætugjarnir, og víst deilum við harkalega um stór mál og smá, en þessa daga hefur sannazt, að þegar heiður okk- ar er í veði, þegar um sjálfa framtíð okkar er að tefla, getum við staðið saman sem einn maður. Það er þessi samheldni, þessi heilbrigði þjóðarmetnaður, sem gerir fá- mennri þjóð kleift að lifa og starfa og berjast til sigura, og þeir eiginleikar mega aldrei bregðast okkur. Ef enginn Is- lendingúr skerst úr leik, ef enginn lætur bugast af hót- unum eða gengst upp við fag- urmæli, er okkur vís eigur i lanhelgismálinu, og með sUk- um sigri erum við að stækka bæði landið og þjóðina. Við hvikum ekki hársbreidd frá 12 mílna línunni okkar. Við semjum ekki við Breta — við sigrum þá. lífskjör sem brezkur almenn- -þeim ekki neitt nema vísan ingur þekkir aðeins af af- spurn. Sjálf tilvera íslenzku þjóðarinnar, öll afrek Islend- inga, eru samfellt svar við röksemdunum um gildi fall- byssuhlaupa og höfðatölu. Þjóð okkar hefur lengstum ósigur. Þeir hafa þegar glat- að fiskimiðunum umhvei'fis landið, og þeir munu fyrr en varir þreytast á þvi að aug- lýsa þjófnaðarhugsjóir sína með miklum tilkostnaði en engum ábata. Og síðan eiga Vekjum atkygli friðarsinna heimsms á árás brezka heimsveldisíns á minnsfa ríki Atlanzhafsbandalagsins „Stjórn Menningar- og frið- arsamtaka íslenzkra kvenna vill fyrir hönd samtakanna lýsa fögnuði yfir stækkun landhelginnar og þakkar rík- isstjórninni einbeitni og djörf- ung í málinu. Við fordæmum ofbeldisárás- ir brezkra stjórnarvalda á lífs- hagsmuni þjóðar okkar, teljum ótvírætt að 'kæra beri fyrir Sameinuðu þjóðunum, að í skjóli vopnavalds stundi brezk- ir togarar veiði i íslenzkri landhelgi. Við þökkum þeim þjóðum, sem þegar hafa viðurkennt út- færslu landhelginnar, og þeim öðrum sem sýnt hafa skilning á málstað okkar og í verki veitt okkur stuðning. Við hörmum að frelsi og lýð- ræiði í samskiptum þjóða á miHí er svo fótum troðið af bandalagsþjóð okkar og vekj- um athygli friðarhreyfinga og friðarsinna um heim allan á árás brezka heimsveldisins á minnsta ríki Atlanzhafsbanda- lagsins“. Hafið engin skipti við brezka sjóliúa 'Knattspyrnuráð Reykjavikur samþykkti á fundi sínum á niið- vikudagskvöld að beina þeirri á- skorun til knattspyrnufélaganna í Reykjavík að þreyta ekki æf- ingakappleiki við áhafnir brezku herskipanna né- lána þeim æf- ingavelli sína undir æfingar 'eða- kappleiki, ef þau skyldu leita hér hafnar á meðan núverandi ástand rikir innan 12 milna landhelginnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.