Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.09.1958, Blaðsíða 8
Laugardagnr 6. september 1958 — 23. árgangur — 200. tbL Álykiun stjórnar S.U.F.: ngiioir aras a Mótmæli afhenl Stjórn fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Reykjavík og ræðumennirnir á úti- fundinum í fyrradag gengu í gærmorgun á fund brezka sendiherrans og afhentu honum ályktun þá sem samþykkt var einróma á útifundinum, en þar for- dæmdu Reykvíkingar „hina ódrengilegu afstöðu brezku iríkisstjórnarinnar, sem ein sker sig út úr. óvirðir full- veldi vort og traðkar á rétti vorum til sjálfsbjarg- ar“, Flutti Björn Bjarnason, formaður Fulltrúaráðs verk- lýðsfélaganna, sendiherran- um ályktunina og afhenti honum hana síðan, en sendiherrann hét þvi að koma henni á framfæri við brezka utanríkisráðuneytið. Myndin sýnir stjórn full- trúaráðsins og ræðumenn á leið upp í brezka sendi- ráðið. Stjórnmálamenn í London telja Breta hafa hlotið niðurlægingu Ðanska útvarpið birti í gærkvöldi frásögn fréttaritara frönsku fréttastofunnar AFP í London um landhelgis- málið. Fréttaritarinn segir að meðal stjórnmálasérfræð- inga og stjórnmálamanna í London, sé sú skoðun nú tekin að gera vart við sig, að fiskveiðideilan við íslend- inga sé niðurlægjandi fyrir Breta og að Bretland muni tapa í þeirri deilu, Brezka íhaldsblaðið The Baily Mail segir í grein 27. ágúst að brezku togarasjómennimir muni tapa á hinni nýju hem- aðaráætlun brezka flotans við fiskveiðarnar, en þeir muni iíallast á hana vegna eigin hagsmuna í framtíðinni. CBlaðið heldur áfram: „Þess- ar öryggisaðgerðir, að berjast gegn sérhverri hugsanlegri að- gerð íslenzku varðskipanna, þýðir að skipstjórarnir hafa ekki sitt venjulega frelsi til að beita eigin hugviti og get- speki til að finna .beztu fiski- miðin. Það þýðir að þeir munu ekki geta fiskað með „vernd á sínum „leynilegu“ sérmiðum, sem löng reynsla hefur kennt þeim að séu fiskisæl,“ ,.Stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna lýsir yfir ánægju sinni með þá ráðstöfun rikis- stjórnarinnar að færa íslenzku fiskveiðilandhelgina út í tóilf sjómílur. Sambandsstjórnin harm'ar of- beldisverk herskipa brezku rik- isstjórnarinnar innan íslenzkrar landhelgi, sem miða einungis að því að gera veiðiþjófum kleift að stunda iðju sína. Stjórnin telur þetta liátterni brezka flotans jafngilda árás á full- veldi landsins, þar sem ís- lenzka ríkinu er rneinað að halda uppi löggæzlu á stór- uin hluta yfirráðasvæóis síns. Stjórnin vekur athygli á þeirri staðreynd, að verði ekki skjótur endir á ofbeldisaðgerðum Breta hér við land, sé full nauðsyn á að taka tengsl íslendinga og Breta til gagngerrar endurskoð- unar. Stjóm S.U.F, treystir því, að ríkisstjómin beiti öllum tiltæk- um ráðum til að vekja athygli á málstað okkar og afla honum fullrar viðurkenningar, en telur óhugsandi, að nokkrir samning- ar eigi sér sfað um skýlausan rétt íslendinga. Að lokum lýsir stjórnin yfir aðdáun sinni á hinum fáu, hug- prúðu sjómönnum íslenzkit land- helgisgæzlunnar, sem gegn ofur- efli hinna brezku ofbeldismanna hafa sýnt þá festu og’ prúð- mennsku, sem er miklu heilla- drýg'ri til að þoka réttlætismál- um á'eiðis en máttur hins sterka en málefnasnauða“. Uianríkis- ráðherrafundur Norðurlanda Það hefur verið föst venja á undanförnum árum að utan- ríkisráðherrar Norðurlandaiína haldi með sér tvo fundi árlega, annan að vori en. hinn að hausti, skömmu áður en alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna hefst. Eru fundimir haldnir á víxl í höfuðborgum Norðurlandanna. Að þessu sinni verður haustfundurinn haldinn £ Kaupmannahöfn dagana 8.—9. þ.m. Guðmundur 1. Guðmunds- son utar,ríkisráðherra ,getur ekki sótt fundinn nú. Fulltrúar Islands á fundinum verða Thor Thors, ambassador, fastafull- trúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunt |a, Pétur Thorsteinsson ambassador í Moskva, og Stef- án Jóh. Stefánsson, ambassa- dor í ICaupmannahöfn. (Frá utanríkisráðuneytinu) Ekki sarnið vi$ erlenda aðila Húsavíkurbátar hættir síldveiðum „Sameiginlegur fundur stjórna og trúnaðarmannaráða Skip- stjórafélags Norðurlands og Út- gerðarmannafélags Akureyrar, Vélstjórafélags Akureyrar og Sjómannafélags Akureyrar hald- inn á Akureyri 3. september 1958 lýsir ánægju sinni yfir þeirri ákvörðun stjórnarvalda landsins að færa fiskveiðiland- helgina út i 12 sjómílur frá grunnlínum. Jafnframt vill fund- urinn láta í Ijós sérstaka ánægju sína yfir því, að þær þjóðir, sem fiskveiðar stunda við ísland, hafa ýmist samþykkt ákvörðun íslendinga eða viðurkennt hana í verki, allar nema Bretar. Fundurinn fordæmir hína ómak- legu og lítilmannlegu valdbeit- ingu brezkra herskipa við ís- lenzku þjóðina og landhelgis- gæzlu hennar og skorar á ríkis- stjórnina og íslenzku þjóðina að mæta henni með viðeigandi gagnráðstöfunum. Fundurinn heitir á ríkisstjórn íslands að hvika í engu frá þegar tekinni ákvörðun sinni um útfærslu fiskveiðilandhelginnar gagnvart erlendum veiðiskipum né held- ur gefna yfirlýsingu um, að um landhelgina verði ekki samið við neina erlenda aðila“_ Húsavík, Frá fréttaritara Þjóðviljans. Síldveiðibátamir af Húsavík eru nú hættir veiðum og komn- ir heim. Trillubátar hafa feng- ið allgóðan færaafla undanfar- ið, einkum ýsu, og einn bátur stundar veiðar með línu. Tvö umferðar- slys í gær Danska st jórnin segir upp samningnum vió Breta um landhelgi Færeyja Allir dönsku stjómmálaflokkarnir stySja fvrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar í málinu Formenn dönsku stjómmálaflokkanna hafa lýst yfir stuðningi sínum við þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að ieggja til við Breta, að numinn verði úr gildi samningur milli Dana og Breta frá 1955 um fiskveiðitakmörkin við Færeyjar. Samningur þessi var gerður til 10 ára. Blaðið segxr að ef fyrri leið- Það er eindregin skoðun dönsku stjórnarinnar, að for- sendur fyrir þessum samningi hafi nú breytzt svo mjög, að nauðsynlegt sé að taka upp samninga þegar í stað um leikum Dana og Færeyinga og þeim ófyrirsjáanlegu afleiðing- um sem kunni að skapast af þeim erfiðleikum. in verði farin, sé hætta á því að Bretar svari með viðskipta- stríði. Þá segir blaðið að í þessu má.li sé fyrir nauðung- atréttarástand. sem Bretar Síðdegis í gær urðu tvö um- ferðaislys hér í Reykjavík, sex áva gamall drengur og 16 ára stúlka urðu fyrir fólksbifreið- um og slösuðust nokkuð. Fyrra slysið vavð um. eitt leyt- ið á Hofsvallagötu milli Greni- mels og Hagamels, en þar lenti stúlkan Arnbjörg Guðmunds- dóttir, Nesvegi 5, fyrir leigubif- reiðinni R-1585. Hitt slysið varð á Skúlagötu, skammt frá gatna- mótum Vitastígs. Drengurinn Sveinn Pálsson, Laugavegi 147, hljóp þar skyndilega út á göt- una og varð fyrir fólksbiíreið- inni R-8004. Bæði stúlkan og pilturinn voru flutt í sjúkrabif- i-eið í slysavarðstofuna, en ■meiðsli þeirra munu ekki verá .mj.ögc^aly,avl^gw. kröfu Færeyinga til 12 mílna j eigi tálsverða sök á sjálfir og fiskveiðilögsögu. | Dattir eigi kröfu á þvi að í gær var síðan tilkynnt í sýndur sé skilningui danskai erfið- .’Ús Kaupmannahöfn, að stjórnin hefði þegar sent brezku stjórninni símleiðis til- kynningu um að samningurinn frá 1955 verði numinn úr gildi. H. C. Hansen forsætisráð- herra skýrði frá þessu máli í útvarpsræðu síðdegis í gær. Blaðið ,,Information“ í Ivaupmannahöfn segir í gær að ef svar brezku stjórnarinnar við þessum tilmælum dönsku stjórnarinnar verði ekki já- kvætt geti svo farið að danska stjórnin verði að velja um það að stækka fiskveiðilögsöguna við Færeyjar í 12 mílur með einhliða aðgerðum eða þá að Færeyingar segi sig úr lögum yið Dani. Énga samninga dna iim „Stjórn Ungmennafélags ís- lands fagnar ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar og treystir því, að eng'ir samningar verði gerðir við önnur ríki, sem skert gætu- umráðarétt íslendinga yfir 12 milna landhelginni. . Jafnframt lýsir stjórnin' mégnri andúð á ofbeldi og yfir- g’angi brezkra 'nerskipa. en þakk- ar starfsmönnum Landhelgis- gæzlunnar einbeitte og drengi- lega framgöugu". Ljósmyndari blaðsins tók þesss niynd af einum þátttakendaji um í himun glæsilega mót- mætafundi á Lækjartorgi i fyrradag. %

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.