Þjóðviljinn - 11.09.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.09.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Þorsteini Erlingssyni reistur minnisvarði við Hlíðarendakot Varðinn verður afhjúpaður 27. september i n. k., á 100. afmælisdegi skáidsins Hinn 27. september n.k. eru liðin 100 ár frá fæöingu Þorsteins Erlingssonar skálds og þann dag verður af- hjúpaöur minnisvaröi um skáldiö í skógræktarreit Rang- æingafélagsins hjá Hlíöarendakoti. Björn Þorsteinsson, formaður Rangæingafélagsins í Reykjavík, Cg aðrir forystumenn félagsins skýrðu blaðamönnum frá þessu í fyrradag. Minnisvarði í Þorsteinslundi Nokkur ár eru nú liðin siðan Rangæingafélagið sneri sér til Nínu Sæmundsson myndhöggv- ara og fól henni að gera brjóst- mynd af Þorsteini Erlingssyni, en Nína er alin upp á Nikulásar- húsum, næsta bæ við Hlíðar- endakot, svo að hún er Fljóts- hlíðingur á sama hátt og Þor- steinn. Við Drífandafoss hjá Illíðar- endakoti hefur verið girtur um Lán til aukningar varastöðvarinnar Á s.l. ári samþykkti bæjar- stjórn Reykjavíkur að iáta setja vélasamstæðu til viðbótar í vara- stöðina við Eliiðaár. Var þetta einkum ákveðið með tilliti til hitaveitunnar og þeirrar þjónustu sem hún verður að fá frá vara- stöðinni. Búið er nú að festa kaup á efni til þessarar aukningar vara- stöðvarinnar og loforð er fengið fyrir láni í Bandaríkjunum fyrir erlenda kostnaðinum við verkið. Er það að upphæð 300 þús. doll- arar eða tæpar 5 millj. ísl. kr. Xánið á að endui'greiðast á 5 árum og vextir eru 5%. Rafmagnsveitan mun einnig þurfa að taka lán innanlands fyrir verulegum hluta innlenda kostnaðarins. Ráðgert er að þess- ari aukningu varastöðvarinnar verði lokið haustið 1959. 2ja ha reitur, þar. sem Rangæ- ingafélagið mun sjá um að rækt- aður verði skógur. Reitur þessi heitir Þorsteinslundur og þar á minnisvarði skáldsins að standa. „Sólskríkjan“, merkið sem selt verður á morgun Minnismerkið verður afhjúpað, eins og fyrr segir, 27. sept. á aldarafmæli skáldsins. Sigurður Nordal prófessor flytur þá erindi um skáldið, leikarar lesa úr verkum þess og sungin verða lög við ljóð Þorsteins. Rangæingafélagið hefur og fengið Nínu Sæmundsson til að gera mynd af sólskríkju og eft- ir henni hafa verið steypt eink- ar falleg merki, sem seld verða á morgun til ágóða fyrir Þor- steinslund og minnismerkið. Þótt félagið hafi notið rausnarlegra framlaga bæði einstaklinga og stofnana, þ. á, m. Átthagafélags Rangæinga i Vestmannaeyjum, þá heitir það á fólk að ljá sér lið og heiðra minningu Þor- steins Erlingssonar með því að kaupa og selja merkin. Formað ur fjáröflunarnefndar Þorsteins- sjóðs Rangæingafélagsins er Iiákon Guðmundsson hæstarétt- arritari. í dag hefur nefndín opna skrifstofu í Skátaheimilinu við Snorrabraut kl. 5—7 síðdegis og allan daginn á morgun. Heitir félagið á börn og unglinga að koma og taka merki til sölu. Hvers vegna er SÞ ekki.., Framhald af 1. síðu. . '1 krefjast fulltingis alþjóðá- samtakanna til að lirinda á- rásinni og tryggja íslend- ingum bætur fyrir þau ó- hæfuverk sem hafa verið unnin og unnin kunna að verða. llrás Breta verður að ræða sérstaklega Landhelgismálin almennt koma á dagskrá Allsherjar- þingsins, sem hefst í New York í næstu viku, því Genfarráð- 6tefnan er meðal dagskrárliða. En auk uniræðna um Iandhelg- ismáiin almennt, verður að sjálfsögðu að taka framferði Breta sérstaklega fyrir, árás þeirra á fuilveldi Islendinga og brot þeirra á sjálfri stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Ekkert fullvalda ríki getur þolað slík- ar árásir án þes-s að grípa til gagnráðstafana, og það er vægast sagt furðulegt að ut- anríkisráðherra hefur ekki enn gert ráðstafanir til þess að til- kynna framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna formlega um óhæfuverk sem hér hafa verið unnin. Hver er afstaða utan- ríkisráðherra? 1 ályktunum bæjarstjórna og félagssamtaka um land allt hefur þess verið krafizt að framferði Breta verði kært fyr- ir Sameinuðu þjóðunum Þess hefur einnig verið kraf- izt hvarvetna að íslendingar beittu þeim diplómatísku gagn- ráðstöfum sem tiltækar eru, t. d. kalla sendiherra Islands frá Lundúnum til þess að mótmæla árás Breta og vekja athygli á því að framferði Breta hlyti að liafa mjrg alvarleg áhrif á sambúð ríkjanna fi’amvegis. Ekkert hefur heyrzt frá utan- ríkisráðlierra um "þá tillögu heldur, og væri æskilegt að hann skýrði opinberlega frá afstöðu sinni til hénnar. , íslenzkt tónverk leikið á tónlist- arhátíð í USA Jón Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands er fyrir nokkru komin heim frá Bandarikjun- um, en þar var hann viðstadd- ur tónlistarhátíð í Ephraim í Wisconsinfylki, þar sem tón- verkið Of Love and Death eftir hann var uppfært í fyrsta skipti þar í landi. Hljómsveitinni stjórnaði Thor Johnsson, sem stjórnaði tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í fyrra. Kynntist hann þessu tónverki Jóns meðaa hann dvaldi hér og ákvað að færa það upp í Bandaríkjunum. Tónverkið er í þremur köflum, samið fyrir barítónrödd og hljómsveit við ljóð eftir Christina Rossetti. Einsöngvari með hljómsveitinni var barítón- söngvarinn Aurelio Estanislao frá Filippseyjum, en hann er þekktur í Evrópu fyrir frábæra túlkun á ljóðsöngvum. Tón- skáldið hlaut einróma lof gagn- rýnenda, og áheyrendur hylltu hann ákaft. Tilraunir brezkra togara Framhald af 1. síðu. Þórarins gaf skipinu nafn er því var hleypt af stokkunum fyrir 22 árum. Frækilegt björgunaraírek Meðallendinga Minnir.stæðust afsldpti Is- lendinga af þessum bre/.ka togara eru þó bundin strandi lians á Meðallandsf jörum og björgun skipshafnarinnar fjrir hálfú fjórða ári. Skulu þeir at- burðir rifjaðir upp nú, er „King Sol“ ltemur enn við sögu Is- Iendinga. Togarinn strandaði í aftaka- brimi á Meðallandsfjörum að- faranótt sunnudagsins 27. fe- brúar 1955. Klukkan var tæp- lega eitt að nóttu er skipið strandaði, en skömmu seinna voru allmargir Meðállendingar komnir á strandstaðinn. Björg- unarsveitin gat þó ekkert að- hafzt í fyrstu vegna náttmyrk- urs, ofsaroks og brims við ströndina. Klukkan um hálf ejö hófu Meðallendingar björg- unarstörf, enda þótt veður og brim væri hið sama og áður, brotsjór gekk stöðugt Messað í kirkju Öháða safnaðarins í fyrsta sinn á sunnudaginn Hún verður þó ekki vígð íyrr en í vetur Á sunnudaginn kemur er kirkjudagur Óháða safnaö- arins. Þá mun verða messaö í hinum nýja kirkjusal safnaöarins í fyrsta sinn, en sjálf kirkjan verður ekki vígú fyrr en í vetur, þar sem enn vantar í hana ýmsa kirkjulega muni. Kirkjudagurinn hefst með messu kl. 2 e. h. Verður fjár- söfnun tjl kirkjubyggingarinnar að lokinni messu. Síðan hefst kaffisala í félagsheimili safnað- arins Kirkjubæ, en það er í sömu byggingu og kirkjan og hafa guðsþjónustur safnaðarins farið þar fram s.l. ár. í fyrra söfnuðust um 7000 kr. á kirkju- deginu í kirkjuþyggingarsjóð og Um 1000 manns sóttu kaffisölu safnaðarins. Um kvöldið verður samkoma í kirkjunni. Á sunnudaginn verða einnig seldir miðar í kirkjubyggingar- happdrætti Óháða safnaðarins, en dregið verður í því seint í haust. Söfnuðurinn hefur einu sinni áður efnt til happdrættis fyrir kirkjubygginguna og varð ágóðinn af því um 100000 krón- ur, Óháði söfnuðurinn var stofn- aður árið 1950 og fór þegar að hugsa til kirkjubyggingar. Bygg- ingarleyfi fékkst ekki fyrr en Miklar byggingar- framkvæmdir Borgarnesi r 1 Borgarnesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Atvinna hefur verið nægileg hér í kauptúninu í stimar. Byggingaframkvæmdir hafa verið mjiög miklar. Munu nú vera í smiðum 24 íbúðarhús hér í Borgarnesi og smiði 9 til viðbótar mun brátt hefjast. árið 1956, en þá voru strax hafnar framkvæmdir. Félags- heimilið Kirkjubær var komið upp ári síðar, eða í september í fyrra, og flutti söfnuðurinn þá þangað með starfsemi sína. Síð- an hefur kirkjusalurinn sjálfur verið innréttaður, en er að vísu ekkí fullbúinn enn. Kirkjan og félagsheimilið munu fullbyggð kosta um 1,6— 1,7 milljónir krón-a, en í söfn- uðinum eru aðeins um 2000 manns. Hefur hann þó komið miklu verki í framkvæmd á stuttum tíma, enda hafa safn- aðarfélagar, karlar sem konur, lagt mikið af mörkum, bæði í sjálfboðavinnu og gjöfum. Kirkj"an er nú að fá nýtt orgel, en hins vegar vantar enn kirkju- klukkur, altari, prédikunarstól, skírnarfont og fl. Er verið að smíða sumt af þessu, t. d. er Ásmundur Sveinsson að geta skírnarfontinn, Þá vantar einnig enn fasta bekki í kirkjuna, og eftir er að ganga frá bygging- unni að utan, múrhúða hana og mála. Prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson, sagði, að það væri ósk safnaðarins, að sem mest yrði starfað í kirkjubyggingunni, að hún stæði ekki auð alla aðra daga en sunnudaga, m. a. þess vegna hefði Barnavináfélaginu Sumargjöf verið leigður helm- ingur félagsheimilisins fyrir leik- skóla. Var h-ann mjög ánægð- ur með þá ráðstöfun. Stór lóð, 3500 ferm., fylgir kirkjubyggingu Óháða safnaðar- ins og er í ráði að reisa m. a. á henni prestsetur. yfir togarann, sem sneri stefnl að landi. Þrátt fyrir afarslæm- ar aðstæður gekk björgun skip- brotsmanna slysalaust og vorn seytján skipverjanna brátt komnir í land. Voru sjómenn- irnir strax fluttir í skipbrots- mannaskýli Slysavarnafélagsins þar á sandinum, í 5-6 km fjar- lægð, og að þeim hlúð eftir beztu getu. Skipstjórinn á King Sol vildi ekki vfirgefa skip sitt að svo stöddu og dvaldist um borð í því fram yfir há- degi ásamt tveim skipsmanna sinna en þá voru þeir dregnir j, land í björgunarstólnum. Skip- verjum var komið fyrir á næstu bæjum, þar sem þeir fengu hina beztu aðhlynningu áður en þeir voru fluttir til Reykja- vikur. ,,Til íyrirmyndar um fleira í sambúð þjóðanna” Þegar skipbrotsmenn af King Sol komu til Reykjavíkur bauð Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Reykjavík þeim til te- drykkju í skrifstofu félagsins. Við það tækifæri bauð Guð- bjartur Ólafsson forseti Slysa- varnafélagsins skipbrotsmenn- ina velkomna og lauk máli sínu með því ,,að óska að samhugur brezkra og íslenzkra sjómanna í slysavarnamálum mætti verða til fyrirmyndar um fleira í sambúð þjóðanna“, eins og seg- ir í frétt í Þjóðviljanum 4. marz 1955. I þessari sömU frétt segir ennfremur orðrétt: „Brezki sendiherrann, Thyne Henderson, lýsti ánægju sinnl yfir hinni giftusamlegu björgun og þeirri aðhlynningu, sem skipbrotsmenn hefðu notið i landi. Færði hann Slysavarna- félaginu beztu þakkir, einkum kvennadeildinni í Reykjavík, sem komið hefði upp hinu á- gæta skýli á Meðallandssandi, en það var nú notað í fyrsta sinn af sjómönnum. Frú Guðrún Jónasson færði hverjum hinna brezku sjó- manna myndaþók til minja um þau not, sem urðu af skýlinu á Meðallandssandi við björgun- ina .... i Skipstjórinn á King Sol, Philip Sidney Farmery, flutti Slysavarnafclaginu alúðar þakkir fyrir hiönd skipshafnar- innar og kvað þá félaga ekki mundu gleyma því sem fyrir þá hefði verið gert hér, er þeii’ kæmu til Englands. Þeim væii áf eigin reynslu ljóst að Islend- ingar hlífðu sér í eng'u, ef sjó- menn þyrftd aðstoðar með vi3 strendur landsins, og skipti þjóðerni þeirra engu máli.“ Þess er loks að geta, að það tókst að ná King Sol af strand- staðnum og gera hann aftur sjófæran. Heyskap lokið Borgarnesi. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Brugðið hefur til óþurrka og eru menn hér um slóðir að mestu hættir heyskap. Sl. mánudag hófst hér t kauptúninu sumarslátrun á lömbum. Mun verða slátrað þessa viku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.