Þjóðviljinn - 16.09.1958, Page 3

Þjóðviljinn - 16.09.1958, Page 3
þriðjudagur 16. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN (3 Þetta eru sovétlistamenuirnir. — myndin teldn í viðtali í gænnorgun. — (Ljósm. Sig. Guðm.). Fjölbreyttasti hópur sovézkra listamanna heldtir fyrstu skemmtusi sína í Þjóðleikhúsinu — Flytur klassiska tónlist og þjóðlega Listamannanefnd frá Sovétríkjunum kom hingað til lands í fyrrakvöld. Þetta er fjölbreyttasta tónlistar- mannanefnd er hingaö hefur komiö, en í nefndinni ei'u snjallir túlkendur bæöi klassiskrar og þjóölegrar tón- listar. Fyrsta skemmtun listamannanna hér verður í ÞjóÖ- leikhúsinu í kvöld. Listamannanefndin er hingað komin á vegum MÍR og mun halda skemmtanir á vegum MÍR-deildanna á Siglufirði, Ak- ureyri, Neskaupstað, Eskifirði, Vestmannaeyjum, Akranesi og sennilega einnig á fsafirði. Þetta er sem fyrr segir fjöl- breyttasta listamannanefndin er komið hefur frá Sovétríkj- unum. Auk baritonsöngvara, flúrsóprans, fiðluleikara og pianóleikara eru balalaikuleik- ari, bandúrutríó og harmoniku- leikari, en það eru þjóðleg rússnesk hljóðfæri. LLstafólkið er frá ýmsum lýðveldum Sovétríkjanna, 5 eru frá Ukrainu, einn frá Georgíu, einn frá Arkangelsk, 1 frá Riga og nokkrir frá Rússlandi. Listamennirnir ræddu við blaðaménn í gærmorgun. For- maður nefndarinnar, harmon- ikuleikarinn Kazakov kvað til- gang komunnar að kynna sov- éttónlist og efla gagnkvæm kvnni og vináttu Sovétríkjanna og Islendinga. Minnti hann á að þetta væri ekki í fyrsta sinn að sovétlistamenn heim- sæktu ísland, og hefði hann 6jálfur rétt áður en hann fór verið með einum þeirra lista- manna er hingað hefðu farið áður. Bæru þeir landi og þjóð vel söguna og hefðu sannfærzt. um að þó þetta væri land ísa, þá væri það einnig land hjarta- hlýrrar þjóðar. Ivvað hann listamennina vonast til að kynn- ast ekki aðeins áheyrendum, heldur einnig fegurð landsins. Sérstaklega kvað hann þá óska að kynnast islenzkum tónlist- ármönnum og ísl. tónlistarlífi, verkámönnum og bændum og öðru vinnandí fólki á fslandi. I nefndinni eru þessir lista- menn; Júri Kazakov, formaður nefndarinnar, hann leikur m.a. verk Backs á harmoniku, hefur leikið í mörgum Vestur-Evrópu- löndum og hvarvetna fengið hina vinsamlegustu dóma. Grigorij Neeterov bariton- söngvari, Veronika Pílone flúr- sópran, Alexander Igkarev pianóleikari, Míkhail Bank undirleikari, Evgenij Blínov balalaikuleikari, Abram Os- troníetskí simbalóleikari og þær Nína Pavlenkó, Tamara Pólístsúk og Vanentína Trétja- kova, en þær leika saman á bandúru. — í Þjóðviljanum í fyrradag voru listamenn þessir kynntir í ýtarlegri grein og því ekki ástæða til að endurtaka það hér. Allir þessir listamenn hafa unnið verðlaun fyrir list sína, Listamennirnir halda fyrstu skemmtun sína í Þjóðleikhúsinu annað kvöld, þá næstu á miðv,- dagskvöld en síðan halda þeir norðxir og ferðast um landið en koma svo aftur til bæjarins og 1. okt. verða þeir á MÍR- skemmtun á Hótel Borg. Ráð- gert er að þeir dvelji hér á landi 3—4 vikur. Óperan „Carmen" tekin til | tónleikoflutnings að nýju Flytjendur nú ílestir þeir sömu og á tón- leikum Siníóníuhljómsveitarinnar í vor Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Austur- bæjarbíói n. k. fimmtudagskvöld og hefjast þeir kl. 9.15. Flutt veröur óperan Carmen eftir Bizet og er Wilhelm Brúckner-Ruggeberg frá Hamborg stjórnandi. Eins og mörgum mun enn í fersku minni, flutti Sinfón- íuhljómsveitin óperu þessa á sex tónleikum í Austurbæjar- bíói sl. vor. Flutningurinn þótti afbragðs góður, ■enda var að- sólkn að tónleikunum gífurleg, húsið jafnan troðfullt og urðu þó mjög margir frá að hverfa. Vegna þessarar miklu aðsókn- ar var ákveðið að taka óperuna aftur til flutnings á tónleikum í haust og samið um það við gestina sem hlut áttu að máli. Stjórnandinn verður eins og áður Wilhelm Briickner-Rúgge- berg, aðalhljómsveitarstjóri við Ríkisóperuna- í Hamborg, en með aðaleinsöngslilutverkin fara Gloría Lane frá City- Centre óperunni í New York og Stefán íslandi. Ludmilla Schirmer frá Hamborg, eigin- kona hljómsveitarstjórans, tek- ur nú við því hlutverki sem Guðmunda Eliasdóttir söng í vor, en Guðmunda er stödd erlendis. Aðrir söngvarar eru: Alvarlegt slys er bifreið ekur á mann á reiðhjóli Á ellefta tímanum í fyrrakvöld varð alvarlegt um- ferðarslys á Suðurlandsbraut er fólksbifreið ók aftan á mann á reiðhjóli. Slysið varð með þeim hætti að fólksbifreiðin R-10039 var að koma austur Suðurlandsbraut, á móts við Herskólakamp, og all- ýmist á alþjóðavettvangi eða í i mikil umferð á móti. Vissi bíl- heimalandi sínu. stjórinn ekki fyrri til en hann T varmr Hvers vegna brugðust laIldsins,, svo gersamlega? Atriði sem Varnarmáladeild utanríkisráðneytisins þarí að rannsaka til hlítar Margir hafa vakið athygli Þjóðviljans á því hversu ger- samlega „varnir landsins“ brugðust aðfaranótt s.I. laug- ardags. Þá gerðust þau tíð- indi að erlent herskip sigldi langt inn fyrir hina almennu landhelgi fslaijds og stöðvað- ist ekki fyrr en það var hálfa mílu frá hinni miklu herstöð Bandaríkjanna, þar sem þaul- þjálfað lið, búið mikilvirkustu morðtólum hefur beðið þess í sjö ár að fá að verja landa- mæri fslands. En „verndar- arnir“ vissu ekki neitt! Rad- arstöðin mikla sem átti að fylgjast með hverri hreyfingu innan íslenzkra endimarka, varð ekki vör við neitt, or- ustuþotur verndaranna húktu hreyfingarlausar á flugvellin- um og einu stríðshljóðin sem heyrðust voru svefnlæti dát- anna. Og á sömu stundu hrundu til grunna allar hinar áhrifamiklu lýsingar um Is- land sem hinn mikilvægasta hlekk i varnarkeðju vest- rænna þjóða, það reyndist enginn hlekkur vera; engar varnir; aðeins auglýsinga- brella. Hvernig skyldi Bjarna Benediktssyni nú líka sem fyrir nokkrum árum sá Rauða herinn alvopnaðan á hverjum rússneskum síldardalli sem nálgaðist ísland; nú veit hann að hvaða her sem er getur hvenær sem er komið án þess að nokkur viti og gert vernd- urum hans rúmrusk! Eða er skýringin önnur. Vissi bandariska herstjórnin ef til vill fyrir fram um árás- brezka herskipsins á íslenzka landhelgi? Eru Bandaríkin á þann hátt orðin virkur aðili að hernaðaraðgerðum Breta hér við land? Varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins ætti að kynna sér hvernig stóð á því að „varnir landsins“ brugðust svo gersamlega aðfaranótt síðasta laugardags. Báðar skýringarnar væru jafn lær- dómsríkar fyrir íslendinga, hvor á sinn hátt. Þuriður Pálsdóttir, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Árni Jóns- son, Guðmundur Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Kristinn Hallsson, Einnig syngur Þjóð- leikhússkói'inn. Wilhelm Brúckner-R.úgge- berg hljómsveitarstjóri, lýsti ánægju sinni í stuttu viðtali við blaðamenn í gær yfir komu sinni hingað til lands og fór viðurkenningarorðum um hæfni ók aftan á mann á reiðhjóli, með þeim afleiðingum, að reiðhjólið kastaðist upp á bílinn og braut framrúðuna, en maðurinn skall á götuna og hlaut mikið höfuð- högg. Var hann fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Landa- kotsspítala. í gær voru teknar röntgenmyndir, en ekki er enn vitað hve mikil eða alvarleg meiðsljn voru. í bílnum voru þýzk hjón og höfðu þau bíiinn að láni. Hafa þau dvalið hérlendis í nokkur ár, en voru búin að selja allar eigur sínar og ætluðu að setjast að í Ameríku — voru búin að panta flugfar og ætluðu að fljúga í gærkvöldi. Maðurinn á reiðhjólinu heitir Björn Halldórsson, 38 ára gam- all, og er til heimilis að Grunda- vegi 7. Reiðhjól hans var vel merkt með kattarauga og aur- bretti málað hvítt að neðan og full ljós að framan. Þrátt fyrir það sá bílstjórinn ekki hjólið. Samkvæmt upplýsingiun er blaðið fékk seint í gær lijá lækni á Landakotsspítala þá var Bjöm búínn að fá rænu og þykir sýnt að liann er ekki í bráðri lífs- hættu, en meiðsli lians samtt alvarleg. Gloria Lane íslenzkra tónlistarmanna. Geta má þess að nýlega eru komnar á markað nokkrar Columbia- hljómplötur, þar sem flutt eru verk eftir þýzka tónskáldið Kurt Weill undir stjórn Brúckner-Rúggebergs, Er hér um að ræða þrjú af þekktustu tónverkum Weills, m.a. Drei- grosse iopera með söngkonuna Lotte Lenya í aðalhlutverkinu. Pósthús opnað í Kópavogi í dag f dag verður opnað pósthús í nýjum húsakynnum að Neðstutröð 4 í Kópavogi. Póst- hús þetta mun annast alla póstafgreiðslu ásamt afgreiðslu orlofs- og sparimerkja. Mynd eftir Ásgrím geíin listasafninu I gær var Listasafni ríkisins afhent gjöf sem er safninu mjög kærkomin. Myndina gaf Hall- dór Jónsson frá Eiðum, en það er „Portraid“ mynd er Ásgrímur Jónsson málaði af honum 1920 til 1921. Fordæmir vald- beitingu Breta Á fundi hreppsnefndar ITvammshrepps, Vestur-Skapta. fellssýslu, 12. september, var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Hreppsnefnd Hvammshrepps lýsir fyllsta stuðningi við út- færslu íslenzku landhelginnar í 12 sjómílur og þakiiar öllum þeim, sem nnnið hafa að út- færslu landhelginnar, bæði fyrr og nú. Hreppsnefndin fordæm- id valdbeitingu Breta í íslenzkri landhelgi o,g skorar á alla fs- lendinga, að sýna einhug og festu í landhelgismálinu og fylg.ja þvi fram til sigurs. Jafnframt þakkar hún íslenzku landhelgisgæzlunni einarða en rólega frainkomu við skyldu- störf.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.