Þjóðviljinn - 26.09.1958, Síða 1
VIUINN
Föstudagiir 26. september 1958 — 23. árgangur — 217. tbJ.
NÝTT KVÆÐI
eftir
Jakobínu Sigurðardóttur
(6. síöa)
Alvarleg mistök yfirst}órnar landhelgisgœslunnar:
Varðskipsmenn tóku brezkan togara
- var skipað að sleppa honum aítur
Brezkiim iogara Iieiixiilað að senda sjiikling í land með herskipi —
og á meðan á ránsfloiinn að vera friðlielgur
Tveir furðulegir atburðir gerðust í gær í framkvæmd
lándheigisgæzlunnar.
í fyrsta lagi var brezku herskipi leyft að fiytja veik-
an togaramann á land í Paíreksfirði, í stað þess að Bret-
um væri tilkynnt að togarmanninum yrði að sjálfsögðu.
hjúkrað ef togarinn kæmi með hann sjálfur.
í öðru lagi skipaði yfirstjórn íslenzku landhelgisgæzl-
unnar íslenzkum varðskipsmönnum að sleppa brezkum
togara sem þeir höfðu tekið — á þeim forsendum að það
væri ekkert brezkt herskip nærstatt til að vernda hann!
Atburðir þessir hafa í senn vakið almennna furðu og
reiði.
Um fyrri atburðínn barst
I>jóðviljanum i gær svohljóð-
andi frétt frá landhelgisgæzl-
unni:
„Tundurspillirinn Diana hef-
ur fengið leyfi forsætisráðherra
til þess að leita hafnar með
veikan mann af togaranum
„Paynter", en hann er einn
þeirra brezku togara, sem ver-
ið hafa að ólöglegum veiðum í
hinni nýju fiskveiðilandhelgi að
undanförnu. Kom herskipið til
Patreksfjarðar í morgun.
Þegar þetta gerðist voru 10
brezkir togarar ap ólöglegum
veiðum út af Látrabjargi. Gaf
herskipið þeim fyrirmæli um
að færa. sig út úr landhelgi og
gerðu þeir það.
Á sama tíma voru 5 brezkir
togarar að ólöglegum veiðum
við Langanes og gætti tundur-
spillirinn Lagos þeirra“.
Við þessa frásögn má bæta
því að þegar herskipið kom
að landi var héraðlæknirinn
fjarstaddur. Sýslumaðurinn fór
þvi fram á að skipslæknirinn
kæmi með vei'ka. manninum,
sem var þungt haldinn, og væri
hjá honum þar til héraðslækn-
irinn kæmi, en skipstjórinn á
herskipinu þverneitaði því og
lét skilja veika manninn eftir
einan. Það er því' rétt svo að
Bretar megi vera að því nð
kasta sjúklingum sínum upp í
fjöruna., handa Islendingum til
að hjúkra; svo mikið er kapp-
ið við að halda áfram að br.jóta
íslenzk lög og hóta islerizluim
mönnum lífláti, eins og nú er
daglegur viðburður.
Frásögn landhelgisgæzlunnar
um síðari atburðinn er á þessa
leið:
„Ein^ og skýrt var frá ?
morgun varð forsætisráðherra
við beiðni herskipsins „Diana“
um að mega fara inn á Pat-
reksfjörð með veikan mann af
þrezka togaranum „Paynter“,
sem var að veiðum í landhelgi.
Þetta er í annað sinn á skömm-
um tíma, sem Bretar fara fram
á að fá að flytja til lands
sjúkan mann, — í fyrra skipt-
ið var um að ræða sjóliða af
herskipinu, en í þetta sinn tog-
arasjómann. Þessi tvö atvik
sýna, að eigi er unnt að stunda
fiskveiðar hér við land, án
þess að geta leitað aðstoðar í
landi.
Höfðu brezkti landhelgis-
brjótarnir fengið fyrirmæli her-
skipsins um að Ieita út fyrir
landhelgi. Hlýddu þeir þessum
fyrirmælum misfljótt, eins og
t.d. „Paynter“, sem kastaði
vörpu sinni af nýju í landhelgi
eftir að tundurspillirinn var
lagður af stað með hinn sjúka
mann. Lagði þá varðskipið
,,Óðinn“ að honum, og eftir
nokkurt þóf setti það allmarga
menn um borð og var þeim
mætt af skipshöfn togarans
með bareflmn og öðru þv£ um
líku. Kom varðskipið „María
Júlía“ einnig á vettvang og
setti liðsauka um borð. Urðu
stimpingar um borð í togaran-
Framhald á 11. siðu.
Frá komu brezka herskipsins
Diana, D-126,. til Patreksf jarð-
ar í fyrra sldptið. Minni mynd-
in sýnir skipsbátinn á leið að
landi. Sagt var að sjúklingurinn
væri af herskipinu, en grunur
leikur á að einnig hann hafi
verið af togara, m.a. af því að
maðurlnn með skinnhúfuna aft-
ast í bátnum lét sér mjög annt
um sjúklinginn og annað liitt
að monnum sýndist aðrir staf-
ir vera á teppinu, sem vár ut-
an um hinn slasaða, en á her-
• ,(dk». *•
skipinu. — Ljóshærði maðúrinn
seni beygir sig niður að sjúk-
linghum á stærri myndinni er
Hannes Finnbogason læknir, er
tók sjúklinginn til uppskurðar
við sjúkum botnlanga. —>
(Ljósm. Guðbj. Gunnarsson). !
Vilja stoðva kapphlaup verðlags og
launa með því að hinda launin!
Gylfi Þ. Gislason segist i ácetlunum sínum hafa ,,mi<5a<5 viS
sömu hœkkun á Dagsbrúnarkaupi og Hlifarkaupi"
í grein í Alþýðublaöinu í gær lýsir Gjrlfi Þ. Gíslason
yfir því aö í áœtlunum sínum um þróun efnahagsmála
hafi hann „miðað við sömit hækkun á Dagsbrúnarkaupi
og Hlífarkaupi, enda Dagsbrúnarsamningar ekki gerðir“.
Þau 6% sem Hlíf fékk áttu sem sé að vera það hámark
sem verklýösfélögunum yrði skammtað! Jafnframt held-
ur Gylfi Þ. Gíslason áfram áróðri sínum fyrir því að
vísitöluuppbætur verði afnumdar og grunnkaup bund-
ið til langs tíma; pað er liinn málefnalegi grundvöllur
fyrir samvinnu íhaldsins og hœgri klíku Alþýðuflokks-
ins í kosningunum til Alpýöusambandsþings.
Kenning Gylfa er þessi: „Það
eru þvi ekki nýju yfirfærslu-
gjöldin frá því -i vor sem eru
undirrót veiðlvækknanna — held-
Ur kapgjaldshækkaniruar."
Þjóðviljinn hrfur áður rakið
hvílík firra þetta er. Efnahags-
ráðstafanirnar í vor höfðu i fön
með sér géysilegar verðhækkan-
Framhald á 5. síðu. .